Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 10
10 . Wímími Þri&judagur 11. apríl 1995 KRISTJAN CRIMSSON LA Lakers-San Antonio 87-101 New Jersey-Miami 103-93 Philad.-Orlando 109-99 Dallas-Seattle 98-125 New York-Detroit 113-96 Golden State-San Antonio 99- 112 Sacramento-LA Clippers 105- 112 Cleveland-Chicago 79-78 Milwaukee-Atlanta 102-99 Washington-Boston 98-110 Indiana-Charlotte 97-68 Portland-Phoenix 94-104 Staban Austurdeild Atlantshafsrihill (sigrar, töp, hlutfall) Orlando 54 21 72.0 NewYork 49 25 66.2 Boston 32 43 42.7 Miami 29 46 38.7 Newjersey...... 28 47 37.3 Philadelph 21 54 28.0 Washington ...18 57 24.0 Mibriðill Tndiana 49 27 64.5 Charlotte .... ....45 29 60.8 Chicago ....41 34 54.7 Cleveland .... ....40 35 53.3 Atlanta ....37 38 49.3 Milwaukee... ....30 45 40.0 Detroit ....27 47 36.5 Vesturdeild Mibvesturribill San Antonio ...56 18 75.7 Utah Jazz ...53 22 70.7 Houston ....44 31 58.7 Denver ....35 39 47.3 Dallas ....33 40 45.2 Minnesota ... ....20 54 27.0 Kyrrahafsribill Seattle ....53 21 71.6 Phoenix ....53 22 70.7 LA Lakers ....47 28 62.7 Portland ....39 35 52.7 Sacramento ....35 39 47.3 Golden State ...23 51 31.1 LA Clippers , ...16 59 21.3 Besiktas ncer titlinum eftir sigur um helgina. Eyjólfur Sverrisson: „Þurftum ab hafa vel fyrir sigrinum" Eyjólfur Sverrisson og félagar Besiktas nálgast nú óöum tyrk- neska meistaratitilinn í knatt- spyrnu en um helgina bar libib sigurorb af Kayserispor á útvelli, 1-2. „Sigurinn var sanngjarn en viö þuiftum að hafa vel fyrir honum," sagði Eyjólfur sem sagðist vera ágætlega ánægður með sína frammistöðu í stöðu vamartengil- iðs. „Það var mjög erfitt að spila þarna, völlurinn er hátt uppi og hitinn var mjög mikill. Það var síðan ekki til bæta að ég og nokkr- ir aðrir leikmenn í Besiktas lentu í veikindum í síðustu viku og menn voru því orðnir vel þreyttir í síðari hálfleik." Eyjólfur sagði að hann væri enn ab bíða eftir því hvað þjálfarinn myndi gera og því væri hann ekki enn búinn að ákveöa hvort hann verbi áfram í herbúð- um Besiktas en eins og komib hef- ur fram í Tímanum þá hefur félag- iö boðið Eyjólfi nýjan samning. „Þetta tekur allt sinn tíma og menn verða bara að vera þolin- móðir," sagbi Eyjólfur Christoph Daum, þjálfari Besiktas, fundar með forráðamönnum liðsins í vik- unni og þá ættu málin ab skýrast. Þegar öll félögin eiga eftir fimm leiki er Besiktas í efsta sætinu með 68 stig, Trabzonspor, sem vann Adana 7-0, er meb 63 og Galatas- aray, sem vann Kocelispor 4-1, er með 58 stig. Besiktas spilar gegn Samsunspor, sem er um miðja deild, á heimavelli um næstu helgi. Peter Pisanjuk, nýi Serbinn hjá Víkingum, fœr ekki atvinnuleyfi: „Hart að fólk sem vill vinna fái ekki ab vinna" segir stjórnarmabur hjá Víkingi. Skrifa ekki undir meban atvinnuleysi er, segir Ragna Bergmann „Það gengur bara ekki neitt að fá atvinnuleyfi fyrir Peter. Ég var búinn að koma honum og konu hans í vinnu hjá Secu- ritas við ræstingar en Ragna Bergmann, formaður í verka- kvennafélaginu Framsókn, neitar að veita þeim leyfið. Hún segir að á meðan hennar fólk gangi um atvinnulaust þá veiti hún ekki leyfi," segir Ol- afur Hallgrímsson sem á sæti í stjórn knattspyrnudeildar Víkings en Serbinn Peter Pis- anjuk, sem er 34 ára varnar- maður og lék áður með Tindastóli undir stjórn Péturs ,Péturssonar sem nú þjálfar Víkinga, er ekki enn kominn meö atvinnuleyfi og rennur núverandi atvinnuleyfi hans út eftir rúman mánub. „Ég þekki nú svolítið til ræstinga- starfa og málið er það ab Securitas hefur verið að aug- lýsa eftir fólki til vinnu en ekki fengið og ég sótti því um fyrir þau. Mér skilst að fólkiö hennar Rögnu vilji frekar vera á atvinnuleysisbótum heldur en að fara að vinna þessa vinnu. Mér finnst það svolítið hart að fólk sem vill vinna fái ekki leyfi og þetta er alveg óskiljanlegt mál," sagði Ólaf- ur. „Við erum með 180 konur á atvinnuleysisskrá og ég get ekki skrifað undir hjá útlend- ingum og látið það fá at- vinnuleyfi meðan mitt fólk gengur um atvinnulaust," seg- ir Ragna Bergmann, hjá Fram- sókn. Ragna segir ekki rétt að það finnist ekki fólk til að vinna þessi störf þó svo að launin séu um 50000 krónur og aöeins örlítið hærri en at- vinnuleysisbæturnar. „Ef Securitas vantar skúringar- konur þá getum vib útvegað þær og bráðum loka skólarnir og þá verba 3-400 á skrá. Ég ætla fólki ekki þab illt að það sé að vera á skrá því það vill ekki vinna," sagði Ragna. ■ Ruslan Outchinnkov verbur ríkisfangslaus íjúlí ef ekki verbur búib ab af- greiba umsókn hans um íslenskt vegabréf þá. Tímamynd ÞÖK Vonast eftir aö Ruslan keppi fyrir ísland á HM og ÓL „Ruslan er búinn að sækja um íslenskt vegabréf og það er enn í vinnslu. Það eru ákveðnar reglur sem Alþingi fer eftir en við vildum mjög gjarna að hann gengi í okkar raðir og keppti fyrir íslands hönd," sagði Kristján Erlends- son, formaður Gerplu, en hinn 18 ára eistlensk/rúss- neski fimleikamaður Ruslan Outchinnkov verður í raun ríkisfangslaus eftir 1. júlí. „Ruslan fær núna svokallaðan millibilspassa, ferðapassa, en okkur er alls ekki ljóst fyrir hverja hann getur keppt í júlí," sagði Kristján og bætti við að þeir hefðu vissulega miklar áhyggjur af því hvað myndi gerast í júlí þegar Rusl- an væri orðinn ríkisfangslaus. „Stefnan er að hann fari á HM-mótið í október sem einnig er úrtökumót fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári og keppi þar undir merkjum íslands og við verð- um bara að vera bjartsýnir á ab þab gangi eftir," sagði Kristján að lokum. Kitlar í Lítið hefur farið fyrir fyrrum landsliðsmanni og FH-ingi í handbolta, Óskari Ármanns- syni, síðustu ár. Hann fór í at- vinnumennskuna til Þýska- lands fyrir fjórum árum, þá 25 ára, þar sem hann hefur spilað öll árin með TSG Oss- weil í 2. deildinni en hehrr nú ákveðið að söðla um. „Ég var ákveðinn ab reyna að komast í skóla í Köln og hef sótt þar um fyrir næsta haust í íþrótta- háskóla," sagði Óskar en ástæbuna sagði hann einnig vera að félagið hefði lent í ákveðnum fjárhagsvandræð- um. Óskar er mjög líklega bú- inn ab tryggja sér lið skammt frá Köln sem leikur í 3. deild sem hann kemur til með að spila með samhliða náminu. En kemur ekki til greina að hann leiki hér á landi næsta haust, sérstaklega miðað við það að Hébinn Gilsson hefur lýst því yfir að það komi vel til greina að hann komi aftur í FH? „Mann kitlar alltaf í lófana að spila hérna heima. gn það gengur fyrir að klára námið og að því stefni ég. Það eru 80% líkur að ég spili ytra næsta haust en ég veit ekki lófann ab spila heima hvort FH yrði endanlega fyrir valinu ef svo færi ab ég spilaði hér landi. Það fer eftir ýmsu." Óskar segir ekki mikið skrif- að um heimsmeistarakeppn- ina í handbolta sem hefst eftir tæpan mánub hér á landi. „Mér hefur fundist að þessi keppni sem slík hafi verið allt- of lítið kynnt en ég veit ekki hverjum er þar um að kenna," segir Óskar. Hann spilaði 50 landsleiki fyrir ísland á sínum tíma og fannst sjálfum að hann hefði staðið sig ágæt- lega. En var hann búinn ab útiloka að spila meira með landsliðinu þegar hann fór til Þýskalands? „Mér sýndist það svona á pólitíkinni í þessu að það yrði ekki meira. Það kem- ur mér ekkert á óvart að ég komi ekki til greina í landslið- ib og sætti mig alveg við það, enda um heimsklassamenn þarna að ræða í landsliðinu," sagði Óskar. ■ Óskar Ármannsson, fyrrum lands- libsmabur í FH, er búinn ab vera atvinnumabur síbustu fjögur ár í Þýskalandi. HK vann Þrótt R. í þribja sinn í blakinu en: Fékk engan bikar því libib notabi ólöglegan mann í fyrsta leiknum HK átti ekki í erfiðleikum með Þrótt, Reykjavík í þriðja leik liö- anna á sunnudag í úrslitum í blaki karla og vann 3-0 (15-1, 15- 13, 15-7). HK er þar með búið að vinna alla þrjá leikina og hefði því átt að fá íslands- bikarinn afhentan en Þróttarar kærðu HK í fyrsta leiknum fyrir ólöglegan leikmann, Andrew Hancock, sem ekki á að hafa verið búinn að fá keppnisleyfi frá ÍSÍ. Afhendingunni er því skotið á frest uns blakdómstóll er búinn að fjalla um málið. Þá vann HK lið Víkings í úrslitun- um hjá konunum og staðan þar er nú 1-1. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.