Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 3
Þri&judagur 11. apríl 1995 fMtm 3 Hvaöa möguleikar eru í stööunni? Tölfrœöilega eru 10 uppskriftir aö nýrri ríkisstjórn á boröinu. Sumar þeirra kunna aö vera nýtilegri en aörar. Uppi á boröinu í gœr var ný Viöeyjarstjórn sem er þó aöeins ó umrœöustigi: Þingflokkur Þjóövaka fundaöi ígœr og skipti meö sér verkum. Frá vinstri: Möröur Árnason, Ásta R. jóhannesdóttir ritari þingflokks, jóhanna Siguröardóttir, Svanfríöur jónasdóttir formaöur þingflokks, Ágúst Einarsson varafor- maöur þingflokks og Lilja Cuömundsdóttir. Tímamyndcs Mynstur nýrrar ríkisstjórnar eru mörg. Þab má allavega finna tíu uppskriftir ab nýrri ríkisstjórn úr þeirri stöbu sem kom upp þegar talib var upp úr kjörkössunum. Sum munstur eru betri en önnur, sem eru reyndar úti í buskanum. í gær- dag var helst rætt um nýtt líf ríkisstjórnar Sjálfstæbisflokks og Alþýbuflokks. Sú stjórn er fyrst rædd af eblilegum ástæb- um, stjórnarflokkarnir héldu meirihluta og ræbast því fyrst vib. Davíb Oddsson er því meb lykilinn ab nýrri ríkisstjórn. Hann er sagbur fara sér rólega og ætla ab ræba vib ýmsa næstu dagana og fram yfir hátibina. Enn sem komib er er varla hægt ab fullyrba neitt um framhald þeirrar Vibeyjarstjómar, sem fyrst er til skobunar. Ef hún yrbi kost- urinn, yrbi hún trúlega talsvert breytt. Bæbi nýir menn og skipt- ingar á rábherrum milli rábu- neyta, auk þess sem kratar fengju færri rábherra og veigaminni embætti. Talab var um Jón Bald- vin í sjávarútvegsráðuneyti, eða menntamálin. Styrkur sóttur til kvenna? Líka var í gær rætt um hugsan- legan liðsstyrk við Vibeyjarstjórn, styrk úr röðum Kvennalistans, sem fengi eitt eða tvö rábherra- embætti. Kannski verbur sú stjóm til á annarri eyju en forð- um? Bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa lýst yfir áhuga á að lagfæra launamál kvenna. Hvorugur þessara flokka hefur til þessa verið þess megnug- ur að breyta neinu. Kannski að Kvennalista verði fengið þetta verkefni með öðru? Kristín Halldórsdóttir var ekki alveg fjarlæg hugmyndinni í gær- dag, þegar rætt var við hana. En hún sagði að sem fyrr væru mál- efnin látin ráða hjá konunum. Hún taldi að ríkisstjórnarþátttaka myndi styðja bakland Kvennalist- ans í framtíðinni. Rábherrastólar skipta miklu máli. Þab var Ijóst löngu fyrir al- „Ég er fegin því hvab ríkis- stjórnin stendur veikt, þótt ég, hefbi vonað að hún mundi falla um sig þvera," segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, nýkjörinn þingmaður Reykvíkinga, af lista Þjóbvaka sem ætlar aö beita sér í velferðarmálunum á þingi. Hún segir ab þótt ríkisstjórn- arflokkarnir hafi eins atkvæðis meirihluta á þingi, þá hafa þeir ekki meirihluta kjósenda á bak við sig, auk þess sem stjórnin sé málefnalega fallin. Ásta R. þingiskosningarnar ab ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðu flestir hverjir á áframhaldandi setu í „sínum" stólum. Nánast allir ut- an einn — Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráð- herra — vildu óbreytt ástand. Þorsteinn sagbi í viðtali vib DV daginn fyrir kosningar að hann teldi „að stefna Alþýðuflokksins í efnahags- og sjávarútvegsmálum gangi þvert á hagsmuni sjávarút- vegsins" og því vildi hann síst semja við þann flokk um ríkis- stjórnarsamstarf. Þessi ummæli Þorsteins þóttu mælast einstak- lega illa fyrir í Valhöll og ræddu sumir um óskynsamlegt útspil ráðherrans á viðkvæmum tíma. Þorsteinn man alla tíð kvöldið góða á Stöb 2 þegar Jón Baldvin batt enda á ríkisstjórn Þorsteins í beinni útsendingu. Þorsteinn hef- ur minni fílsins og verður aldrei annab en andstæðingur Jóns. En hann er líka andstæðingur for- manns síns, sem tók af honum formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um. Hann á víða harma að hefna. Hinsvegar taldi Þorsteinn Páls- son að ágætur grundvöllur væri til samstarfs á milli flestra flokka. Ekki er víst ab þessi skobun ráð- herrans verði þung á metunum, ef ríkisstjórnin ákveður sér fram- haldslíf sem á að teygja sig fram á síbasta ár þessarar aldar. Stólar eru stólar og menn eru tilbúnir að kyngja ýmsu þegar um þau hæg- indi er ab ræba sem rábherrastól- ar eru. Munstriö Viðey II Ríkisstjórnin Vibey II sem nú kann að vera í burðarliðnum er afar veikburða stjórnarmynstur. Þab viðurkenna allir, enda rætt um að fá tilstyrk þriðja aðila. Á þeirri stjórn mun steyta svo um munar í mörgum málaflokkum. Nema þingmenn beggja flokka verði múlbundnir og skikkaðir til hlýðni. Hvað verður þá um stóru orðin Vestfjarðaþingmanna í sjávarútvegsmálum? Verður hvíslast á um Evrópumál á Al- þingi? Og þannig má lengi telja. Ljóst er ab sú stjórn fengi litlu segir að Þjóðvaki hafi fengið ágætis útkomu úr kosningun- um, þótt hún hefbi eflaust get- að verib betri ef kosningarnar hefðu farið fram viku fyrr, mib- að við skoðanakannanir. Ásta R. vísar á bug fram- komnum fullyrðingum þess efnis að Þjóðvaki muni ekki hafa mikil áhrif á þingi með sína fjóra þingmenn. Hún bendir m.a. á áhrif Kvennalist- ans sem fékk aöeins þrjár þing- konur í fyrstu alþingiskosning- unum sem listinn tók þátt í og þá hefði Bandalag jafnabar- áorkab og mundi sennilega stranda innan fárra mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn mun senni- lega hugsa sig um tvisvar áður en hann gengur til slíks samstarfs. Framundan er aö taka á fjölmörg- um viðkvæmum málum og í engu þeirra efu hreinar línur inn- an núverandi stjórnarflokka. Allir voru að tapa nema Framsókn Það er athyglisvert við kosn- ingaúrslitin að allir flokkar, nema Pramsóknarflokkurinn ■ voru að tapa. Sigur hans var stór. Flokk- arnir töpuðu mismunandi miklu að vísu, en tap samt á landsvísu hjá þeim öllum, ef Þjóðvaki er undanskilinn sem kom inn sem nýtt framboö. Sjálfur forsætisráðherrann meb gífurlegt traust í skoðanakönnun- um, tapaði atkvæðum í höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík, frá síðustu kosningum. í kosning- unum 1991 fékk Sjálfstæðisflokk- urinn 46,3% atkvæðanna, en 42,3% núna. Minna verður þó á manna fengið fjóra þingmenn þegar það bauð fram. Þar ab auki hafa formenn bæði Al- þýðuflokks og Alþýbubanda- lags talab mikið um þau áhrif sem Þjóðvaki hafði á niður- stööu flokkana í kosningun- um, þannig að framboð Þjób- vaka hefur greinilega haft áhrif. Ásta R. segir að langtíma- markmiðið sé að félagsöflun- um auðnist að standa saman og í því sambandi hafi Þjóbvaki ákvebnu hlutverki að gegna sem hafi síst minnkab eftir kosningarnar. ■ að Sjálfstæðisflokkurinn vann ótrúlega stóran sigur í Reykjavík í þingkosningunum 1991 og jók fylgi- sitt um meira en 17% frá kosningunum 1987. Jón Baldvin tapaði líka í Reykjavík, 3,4% fylgis flokksins, og þrír menn fyrir borð á þeim bæ. Á landsvísu voru ríkisstjórnar- flokkarnir að tapa 5,6% fylgis síns og fjórum þingmönnum. Ný Viö- eyjarstjórn er völt allt frá fyrsta degi, jafnvel þótt bábir flokkar hafi losnað við ýmsa óþægilega þingmenn úr sínum röðum, óróa- menn eins og séra Gunnlaug Stef- ánsson í Heydölum, Eggert bónda Haukdal og Inga Björn Alberts- son, og Matthías Bjarnason. Sigurvegarinn í ríkis- stjórn Annar aðalkosturinn í ríkis- stjórnarmynstri er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og sigurvegara kosninganna, Framsóknarflokks- ins. í hugum margra hlýtur ab teljast eblilegt að sá flokkur verði kallaður til stjórnarathafna. Slík stjórn hefði traust meirihlutafylgi á Alþingi, 40 þingmenn. Án efa yröi auðvelt fyrir þessa flokka að semja um málefni. Þar ber ekki neitt stórkostlegt í milli. Þessi kostur er án efa í stöðunni, enda ljóst að núverandi ríkisstjórn á sér ekki fylgi allra innan Sjálfstæðis- flokks og Alþýbuflokks. „Vinstri" stjórn BAGV í gær var mikið rætt um vinstri stjórn svokallaöa, það er Fram- sóknarflokk, A-flokkana tvo og Kvennalista. Liðstyrkur þeirra er 34 þingmenn. Vitað er ab topp- menn í Framsóknarflokki og Al- þýðuflokki hafa rætt möguleik- ann - óformlega. Líka er til í þessari mynd að flokkarnir taki með sér Þjóbvaka í stað Kvennalista, - einnig að fá báða þessa flokka í samstarfið. Óskastjórn Ólafs Ragnars Möguleiki er á myndun ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags sem hefur þó 34 þingmenn til að styðjast við. Sá möguleiki er talinn tryggja frið á vinnumarkaðnum, hvab svo sem hæft er í því. Sagt er að hinar vinnandi stéttir muni slíðra verk- fallsvopnið þegar slík ríkisstjórn situr. Þetta var á tíma óskastjórn Ólafs Ragnars, en Davíð Oddsson ekki sagður nema rétt miðlungs hrifinn. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í gær að margir möguleikar væru í stöðunni, en ef það næði fram að ganga sem nú væri raétt, ný Við- eyjarstjóm, þá væru aörir mögu- leikar nánast bara fyrir tölvuleik- ina, eins og Ólafur Ragnar sagði. Hann sagðist sem flokksformaður vilja segja sem minnst. Hann vib- urkenndi þó að ljóst væri að ný Viðeyjarstjórn yrði erfitt munst- ur. BAD-ríkisstjórnin og fleiri möguleikar Fleiri möguleikar: BAD-ríkis- stjórn, Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, með 47 þingmenn bak við sig. Sterk stjórn á pappírnum, en spurning hvernig hún mundi samlagast. Einnig BGD-stjórn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks. Möguleikarnir eru því fjölmarg- ir. Einn töldum viö reyndar ekki upp, enda ekki raunhæfur, en það er veikburða stjóm Sjálfstæbis- flokks með Kvennalista og Þjóö- vaka. Útspil Jóhönnu Sigurðar- dóttur veldur því ab Sjálfstæðis- flokkurinn hugsar ekki til hennar, hún útilokar samstarf við þann flokk. Eða hefur það ef til vill breyst frá því fyrir kosningar? ■ Ásta R. jóhannesdóttir alþingismaöur: Velferöin í öndvegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.