Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 13
Þri&judagur 11. aprfl 1995
13
Þegar skáldskapur
verður veruleiki
Inn um ógnardyr (In the Mouth of Mad-
ness) ★*
Handrit: Michael De Luca.
Leikstjóri: John Carpenter.
A&alhlutverk: Sam Neill, Jiirgen
Prochnow, Charlton Heston, John Clover
og David Warner.
Laugarásbíó.
Bönnuð innan 16 ára.
Þær eru orönar margar hryll-
ingsmyndirnar, sem John
Carpenter hefur gert. í upphafi
ferils síns geröi hann nokkrar á-
gætar slíkar, t.d. The Fog og The
Thing. í seinni tíö hefur hann
gert fátt markvert, en Inn um
ógnardyr er þó sú skásta í lang-
an tíma.
Hér segir af John Trent (Neill),
sem vinnur viö aö rannsaka
tryggingasvik. Hann er fenginn
til aö grafast fyrir um hvarf á rit-
höfundinum Sutter Cane, en
bækur hans viröast hafa mikil á-
hrif á lesendur og gera þá aö of-
beldisfullum ofstopamönnum.
Trent grunar aö brögö séu í tafli,
aö um markaösherbragö sé aö
ræöa, en fljótlega kemur í ljós
aö ill öfl standa á bakviö skriftir
Canes. Hann hefur leit aö rit-
höfundinum og viö tekur bar-
átta Trents viö aö koma í veg
fyrir aö hryllingurinn, sem
Cane skrifar, veröi aö veruleika.
Hryllingsmyndir eiga fastan
aödáendahóp, þrátt fyrir aö
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
flestar þeirra séu illa geröar og
heimskulegar. Hugmyndin aö
baki þessari mynd er alls ekki
slæm og Carpenter kann þá list
aö láta fólki bregöa. Honum
tekst nokkuö vel aö halda
spennunni, en eins og svo oft
meö myndir af þessu tagi þá
leiöist hún út í hálfgeröa vit-
leysu þegar líöa tekur á hana. Þá
taka föröunar- og brellumeistar-
arnir við og misslímugar verur
með bitvopn taka viö aðalhlut-
verkinu (í þessu tilviki eru þær
meö axir).
Sam Neill stendur sig ágæt-
lega í aðalhlutverkinu, virðist
bara hafa nokkuð gaman af öllu
saman og síðan er fyllt upp í
aukahlutverkin meö nokkrum
reyndum hryllingsmyndaleik-
urum, fyrir utan það aö
Charlton Heston bregöur fyrir í
litlu hlutverki.
Inn um ógnardyr er langt frá
því aö vera meistara.verk á sviöi
hryllingsmynda, en hún slepp-
ur, ef svo má aö orði komast.
Auglýsing um vibtals-
tíma Framtalsnefndar
Reykjavíkur
Elli- og örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á niðurfellingu
eöa lækkun fasteignaskatts. Viðmiöunartekjur, sem
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt vegna þessa, eru:
Tekjur Tekjur gefa lækkun
einstaklings hjóna um
625.000,00 875.000,00 100%
688.000,00 961.000,00 80%
780.000,00 1.094.000,00 50%
Ef fólk hefur hærri tekjur, á það ekki rétt á lækkun.
Tekið skal fram að heimild til lækkunar á einungis við
um fasteignaskatt, þ.e.a.s. hluta fasteignagjalda.
Viðtalstímar verða í Aðalstræti 6, 2. hæð, á miðvikudög-
um milli kl. 16.00 og 18.00 í apríl, maí og júní. Fyrsti
viðtalstími framtalsnefndar verður miðvikudaginn 19.
apríl, kl. 16.00.
Framtalsnefnd Reykjavíkur.
Richard Gere og Julia
ab skjóta sig á ný?
Blómstrar rómantíkin oð nýju hjá Richard Gere og juliu Roberts?
Julia Roberts og Lyle Lowett skildu
fyrir skömmu eftir stormasamt en
skammvinnt hjónaband. Richard
Gere og Cindy Crawford skildu í
nóvember sl. Gere og Julia áttu í
ástarsambandi þegar tökur á kvik-
myndinni Pretty Woman stóðu
yfir. Gere og Julia eru bæði á lausu
núna. Ergó: Gere og Julia hafa tek-
ið upp þráðinn að nýju.
Erlend slúðurblöð slá nú þess-
um staðhæfingum upp eftir að
sést hefur til Juliu Roberts og Ri-
chards Gere saman að undan-
förnu. Sjálf hafa þau ekki viljað
gefa yfirlýsingu um málið, og er
Gere vorkunn í þeim efnum, en
hann hefur veriö orðaður við
minnst 4 konur eftir að Cindy
flutti út og er Julia því sú fimmta í
hópnum.
Hitt skal tekið fram að talað
hefur verið um að gera Pretty Wo-
man 2 á næstunni og kann jiví að
vera að samskipti þeirra nú séu að-
eins faglegs eðlis. ■
Enn fitnar
Travolta
Það brá mörgum í brún sem sáu unglingastjörn-
una John Travolta að leik í Pulp Fiction eftir
margra ára hlé. Hinn spengilegi töffari var
orðinn þéttholda mjög og er af sem áður
var þegar unglingsstúlkur kiknuðu í hnjá-
liðum er þær börðu goðiö augum.
Þeir eru þó margir til að benda á að Travolta hafi
vaxið sem karakter við umframkílóin og sé flottur
eins og hann er í dag.
Margir töldu að Travolta hefði þyngt sig sérstak-
lega fyrir Pulp Fiction, þar sem hann sló í gegn og
var útnefndur til óskarsverðlauna, en svo mun
ekki vera. Travolta viðurkennir í nýlegu viðtali að
hann sé átfíkill og upplýsir m.a.s. aö hann hafi
þyngst um 5 kíló á síðustu 6 vikum. Það stefnir því
í nýjan Brando, ef svo fer sem horfir. ■
/ohn Travoita bústinn og búsæidariegur meö eigin-
konunni Kelly og syninum jett.
Billy Graham mun jarbsyngja sjálfan sig, þegar þar ab kemur.
Billy Graham jarbsyngur sjálfan sig
Sjónvarpspredikarinn Billy Gra-
ham er þegar búinn að skipuleggja
eigin jarðarför og ber þar helst til
tíðinda að hann hyggst jarðsyngja
sjálfan sig. Þetta er hægt með að-
stoð vídeótækninnar og herma
sögur að Billy sé þegar búinn að
taka upp ræðuna!
Billy þjáist af Parkinsonveiki og
er auk þess orðinn 76 ára. Hann er
einn frægasti predikari, sem uppi
hefur verib, og telja margir sig
hafa hlotib bót meina sinna fyrir
tilstilli hans. ■
í SPEOLI
TÍIVIANS