Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 11. apríl 1995 Wfflmww n KRISTJAN GRIMSSON Molar... Alan Shearer. ... Alan Shearer hjá Blackburn var á laugardag útnefndur leik- mabur ársins í ensku knatt- spyrnunni af leikmönnum. Næstir voru Matthew Le Tissier og Jurgen Klinsmann. ... Robbie Fowler hjá Liverpo- ol var kosinn efnilegasti leik- maöurinn. ... Stjarnan vann HK 3-0 í æf- ingaleik í fótbolta um helgina og gerði svo 3-3 jafntefli við ÍR. ... Unglingalandsliöiö í fót- bolta sigraði Móldóva 2-1 á al- þjóblegu móti á Ítalíu á laugar- dag en tapabi síðan 0-4 fyrir Grikkjum í gær. Kjartan An- tonsson gerbi markib gegn Moldóvum. ... Gubni Bergsson lék allan leikinn meb Bolton í 1 -0 sigri á WBA. Bolton er nú í 3ja sæti en hefur tapað fæstum stigum í 1. deild. ... Lárus Orri Sigurbsson lék allan leikinn meb Stoke í 1-2 tapleik gegn toppliði Middles- boro. Þorvaldur Örlygsson lék ekki meb vegna meibsla. ... Örebro gerbi 0-0 jafntefli í 1. umferb í sæ'nsku knattspyrn- unni en meb libinu leika Hlyn- ur Stefánsson, Arnór Guðjohn- sen og Hlynur Birgisson. ... 106 þúsund áhorfendur fylgdust meb Real Madrid vinna Zaragoza, 3-0, í spænsku knattspyrnunni. Za- mcrano gerbi tvö mörk og hinn 17 ára Gonzalez eitt mark. íslandsmótiö í júdó: Vernharð sterkastur KA-maburinn Vernharö Þor- leifsson vann til tveggja gull- verðlauna á íslandsmótinu í júdó um helgina. Hann vann Sigurð Kristmundsson úr Grindavík í úrslitaglímunni í - 95kg flokki á ippon og síðan vann Vernharð gömlu kemp- una Bjarna Friðriksson í opn- um flokki en þar þurfti dóm- araúrskurð til að finna sigur- vegarann. Sigurður Bergmann, Grindavík, sigraði í +95kg flokki og Antje Muller úr Ár- manni vann í opnum flokki kvenna. Þá sigraði Freyr Gauti Sigmundsson, KA, í -78 kg flokki. ■ Tímamynd ÞÖK Rondey kvaddi meb titli Njarövíkingar tryggöu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir sigur gegn Crindavík á útivelli, 93-86 eftir framlengdan leik. Þetta varí 9. sinn á síöustu 15 árum sem Njarövíkingar hampa titlinum og annaö sinn í röö sem þeir tryggja sér sigurinn í Crindavík. Leikurinn var mjög spennandi og var þaö Teitur Örlygsson sem náöi aö jafna meö 3ja stiga körfu nokkrum sekúndum fyrirenda venjulegs leiktíma, 78-78. Marel Cuölaugsson skoraöi reyndar körfu rétt á eftir fyrir Grindavík en eftir mikla rekistefnu dæmdu dómararnir körfuna ekki gilda og munaöi þar mestu um álit eftirlitsdómarans en taliö er upphátt fyrir hann síöustu tíu sekúndur leiksins niöur. Þegar komiö var í 0 var Marel enn meö boltann í höndunum. Njarövík sigldi síÖan örugglega fram úr í framleng- ingunni. Rondey Robinson var maöur vallarins en þessi litríki körfuboltamaöur sem hefur veriö meö Njarövík undanfarin tímabil hefur lýst þvíyfir aö hann sé hættur meö Njarövík. Hann skoraöi 27 stig og var ótrúleja sterkur undir körfunni. Teitur geröi 20 en Mark Mitchell átti líka góöan leik fyrir Grindavík og geröi 33 stig. Fram og Valur leika sína heimaleiki í fótboltanum á Laugardalsvelli: Fyrstu leikimir líklega spilaðir á Valbjamarvelli o „Eins og staðan er í dag verða fyrstu leikirnir mjög sennilega á Valbjarnarvelli en þab er yfirleitt venjan ab þeir leikir sem eru í maí lendi þar," segir Jóhannes Óli Garðarsson, vallarstjóri í Laugar- dal. Framarar leika, líkt og undan- farin ár, alla sína heimaleiki í Laugardal. Fram leikur í 1. og 2. umferö á heimavelli gegn Leiftri og ÍBV og því er líklegt aö þeir leikir fari fram á Valbjarnarvelli. Ólafur Helgi Árnason, formaöur knattspyrnudeildar Fram, sagöi að það væri ekki á döfinni aö spila í Safamýrinni. „Völlurinn er lögleg- ur en öll aöstaða kringum hann er ekki forsvaranleg og þaö stendur ekki til aö setja fjármagn í þab," sagöi Ólafur. Valsmenn hafa sótt um ab leika sína heimaleiki í fyrri umferðinni á Laugardalsvelli en þeir eiga ekki leik heima fyrr en í 3. umferð og spila því líklegast á aballeikvangi. „Það er verið aö taka allt húsib í gegn á Hlíbarenda vegna breytinga á reglum vegna aögengi dómara og leikmanna aö leikvanginum. Þaö er stefna Vals- manna ab spila ab Hlíöarenda en þeir vilja koma aöstöðunni í gott lag áöur en þeir byrja á því," sagöi Jóhannes Óli. Hann sagði aö fátt benti til að aöalleikvangurinn í Laugardal hefði orðiö fyrir kalskemmdum en aðeins heföi boriö á því á kast- svæðinu, þar sem kringlu- og sleggjukastarar eru meö aöstöðu. Jóhannes Óli sagði aö veriö væri aö rannsaka sýni sem tekið heföi veriö á KR-vellinum en þar heföi svellbunki legiö á þriðja mánuð en þá fara líkumar á kalskemmd- um aö aukast. ■ Skíöalandsmótiö á ísafíröi: Ásta vann fjögur gull Ásta S. Halldórsdóttir kunni vel viö sig á heimavelli á Skíða- landsmótinu á ísafirði sem lauk á sunnudag, því hún hlaut flest gullverðlaunin, alls fjögur. Hún sigraði í svigi, stórsvigi, samhliða- svigi og alpatvíkeppni. Kristinn Björnsson hampaði Islandsmeist- aratitlinum í stórsvigi hjá körlunum en Vilhelm Þorsteinsson sigr- aöi í samhliðasvigi. Amór Gunnarsson sigrabi í svigi. ■ Evrópuknatt- spyrnan England Bikarkeppnin - undanúrslit Tottenham-Everton .........1-4 Man. Utd-C. Palace.........2-2 Úrvalsdeild Liverpool-Leeds...........0-1 Newcastle-Norwich..........3-0 Forest-West Ham...........1-1 QPR-Arsenal ...............3-1 Sheff.Wed-Leic’ster .......1-0 Staban Blackburn .36 25 7 4 73-29 82 Man. Utd ..36 22 8 6 66-24 74 Newcastle .36 19 10 7 60-37 67 Forest.....37 18 10 9 64-40 64 Liverpool ..34 17 10 7 57-28 61 Leeds .....36 16 11 9 49-33 59 Tottenh. ...34 14 10 10 55-46 52 Wimbl..... 35 15 6 14 45-57 51 QPR....... 35 14 8 13 54-52 50 Sheff. Wed 37 12 10 15 45-53 46 Aston Villa 36 10 13 13 47-48 43 Arsenal ...36 11 10 15 42-44 43 Coventry ..36 10 13 13 37-54 43 Norwich ...37 10 12 15 34-47 42 Chelsea....34 10 11 13 41-47 41 Man. City .35 10 11 14 44-f 4 41 South......34 8 15 11 49-57 39 Everton... 35 9 12 14 38-48 39 C. Palace ...34 9 11 14 25-35 38 West Ham 35 10 8 17 34-45 38 Leicester ...37 5 9 23 40-71 24 Ipswich... 35 6 5 24 31-80 23 Ítaiía Bari-Fiorentina ...........2-2 Brescia-Padova ............1-3 Cagliari-Foggia ...........2-1 Inter-Genoa................2-0 Juventus-Torino............1-2 Lazio-Reggiana.............2-0 Napoli-Roma................0-0 Parma-AC Milan ............2-3 Sampdoria-Cremonese........2-1 Staban Juventus ...26 18 4 4 42-22 58 Parma.......26 14 7 5 42-25 49 Roma .......26 12 9 5 31-19 46 AC Milan ....26 12 9 5 37-25 45 Lazio.......26 13 5 8 57-31 44 InterM..... 26 11 8 7 27-20 41 Fiorentina....26 10 10 6 46-39 40 Torino .....26 10 6 10 33-31 39 Sampdoria ..26 10 8 8 40-28 38 Cagliari... 26 10 8 8 31-29 38 Napoli .....26 8 11 7 31-35 35 Bari .......26 9 5 12 28-36 32 Padova.......26 9 2 15 29-39 29 Foggia.......26 7 7 12 26-37 28 Genoa........26 7 7 12 25-38 28 Cremonese .26 7 5 14 21-29 26 Reggiana.....26 3 5 18 17-36 14 Brescia ....26 2 6 18 14-48 12 Þýskaland B. Munchen-Kaisersl.......1-1 Freiburg-Duisburg ........3-1 Leverkusen-Gladbach ......3-1 Schalke-Dortmund..........0-0 Karlsruhe-Frankfurt.......1-1 Dresden-Köln..............1-3 Bochum-Hamburg............0-0 Uerdingen-Stuttgart.......4-1 Bremen-1860 Munchen.......2-0 Staban Dortmund 25 15 7 3 51-22 37 Bremen....25 16 5 4 49-25 37 Freiburg ....25 15 4 6 52-35 34 Kaisers...25 12 10 3 35-25 34 B.Munchen 25 9 13 3 42-33 31 Karlsruhe ....25 8 11 6 34-31 27 Köln.......25 9 7 9 42-41 25 Leverkusen .25 8 8 9 43-38 24 Hamburg ....25 8 8 9 32-31 24 Stuttgart ..25 8 8 9 43-46 24 Schalke....25 7 9 9 32-35 23 Frankfurt ....25 7 8 10 27-39 22 Uerdingen ..25 4 10 11 27-36 18 1860 Munch25 4 8 13 26-47 16 Bochum.....25 6 3 16 28-51 15 Duisburg...25 4 7 14 21-44 15 Dresden....25 3 6 16 22-48 12 Spánn - helstu úrslit Coruna-Tenerife.............4-1 Real Madrid-Zaragoza ....;..3-0 Barcelona-Sociedad..........1-1 Real Betis-Atl. Madrid......2-0 Staba efstu liba Real Madrid ..28 17 8 3 63-21 42 Coruna......28 14 8 6 44-25 36 Barcelona 28 14 7 7 45-35 35 Real Betis ....28 11 12 5 33-17 34 Zaragoza....28 14 5 9 38-35 33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.