Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 11. apríl 1995 SíílNÍtfðl 5 Jens Gubmundsson í Kaldalóni: Lengi getur illt versnab: Það fæddist lítil mús Ég get ekki neitaö því, að ég hef ætíð borið virðingu fyrir nafn- inu Stéttarsamband bænda, sem var eitt hið magnþrungnasta fyrirtæki sem bændasamtökin hafa nokkru sinni átt. Það blés oft hraustlega um þetta fyrir- tæki bændanna, og það var mikil gæfa að fyrstu foringjar þess voru ötulir dugnaðarmenn. Þeir áttu oft við ofurefli að etja, en með seiglunni en engum handahlaupum náðu þeir for- ingjar oftast heilir til hafnar, sem þar við þó oft blasti að tví- sýnt gat orðið í mörgum þeim sóknarferöum, sem ekki var ávallt auðhlaupið útúr að kom- ast. Svo var það á s.l. ári að fædd- ist útaf þessu mjög svo geðuga fyrirtæki lítil mús, sem einskon- ar baráttu- og sameiningartákn fyrir alla bændastéttina, þar sem svo hópur hennar líka tísti út- um allar grundir, í sinni himna- sælu hve þessi íslenska okkar bændastétt væri illa á sig komin í öllu sínu framleiðsluformi. Slátruðu fé sínu og nautgripum í stóru formi heima í kotunum sínum, sviku undan sköttum og seldu í óleyfi framleiðslu sína í stórum stíl, og hótuðu að senda þeim einskonar lögregluvald með ótal merkjum í vösum sín- um til að merkja og skrásetja hverja einustu kind, kú og kálfa, sem og þá auðvitað að sækja slíkt lögvald til að kanna og votta ef kind dytti niður í snjó- huldu á læk og dæi þar drottni sínum og ekki síður leita á öllu landi eftir, ef dytti merki úr VETTVANGUR 4 „En þær sakir sem þessir háttvirtu bœndafidltrúar sáu sig helst hafa bestan skilning á, að níða bændur niður og sverta í ennþá forkastanlegri dúr en svœsnustu hælbítar þeirra, og ég segi það satt, að svo má brýna deigt jám að bíti." lambi, eða þá látið bóndann sverja og sárt við leggja að ekki hefði hent merkinu úr því, því hvert merki yrði að færa til skráningar hvert haust, ef til skila ætti að koma hver einasta tutla undan hverri einustu kind, svo ekki mætti fyrir koma að lambi yrði slátrað í pottinn, án þess að telja það fram til tekna, og því síður gefa það fátækum þó fyrir góðan greiða væri. Þetta er nú í stórum dráttum það sem fjölmiðlarnir hafa fært okkur í fréttum af þessu fræg- asta búnaðarþingi íslandssög- unnar eftir hina marg svo gæfu- legu sameiningu þeirra höfuð- hópa sem frægastan garðinn gera í þeim margslungnu mála- flokkum okkar íslenska land- búnaðar, og sem þar að auki sýna skal þá óhemju gæfu, vel- sæld og virðingu sem sameining allra hluta í þessu landi skal færa þjóðinni í sínu samfélags- kapítali. En þær sakir sem þessir hátt- virtu bændafulltrúar sáu sig helst hafa bestan skilning á, að níða bændur niður og sverta í ennþá forkastanlegri dúr en svæsnustu hælbítar þeirra, og ég segi það satt, að svo má brýna deigt járn að bíti og ef þessir blessuðu máttarstólpar og trún- aðarstólpar bænda telja það sitt háleitasta mark, að níða og rægja umbjóðendur sína á þennan hátt, þá getur það kannski orðið frægasta spegil- myndin af þeirri faglegu kunn- áttu stjórnvalda að telja skatt- svik landa sinna nema minnst 12 miljörðum króna á ári, án þess að geta sannað þar um einn einasta staf. Ég þekki þá sálma allra manna best, þá slátrað var heima, sem svo var kallað, og bændur voru að ganga fyrir hvern mann til að selja þessa kjötskrokka sína á haustin, áður en hin faglegu sölusamtök komu til skjalanna, og ég er sjálfur mjög vel vitandi um það, að heimaslátrun langar engan til að standa í, enda sem í stórum dráttum var svo til nið- urlagt. En sá djöfulskapur allur, sem á borð bænda borinn hefur verið undanfarin ár, er svo yfir- þyrmandi í öllu formi búinn að vera, að þá tekur steininn úr þegar fulltrúar bændanna byrja þá eftiröpun sem farsælastan fararstuðul í framvindu þeirra mála sem þeim er trúað fyrir úr að leysa þeim til handa api þar eftir. Ég lét slátra fyrir mig 9 lömb- um í sláturhúsi á s.l. hausti. Sláturlaun og flutningskostnað- ur nam á þessi 9 lömb kr. 16.717 eða kr. 1.858 á lamb. En þá var eftir heimflutningur, svo það kostaði þrjú lambsverðin að slátra þessum 9 lömbum. Það kostar rúmar 20 þúsund kr. að slátra og flytja kálf með 200 kg skrokk í sláturhús. Tvö hangi- læri af lambi kostuðu fyrir jólin kr. 8.600, en bóndinn fær fyrir slíkt lamb um 7.500 krónur. Ætli hitt, sem eftir var af lamb- inu, hafi ekki lagt sig í sölunni allt að því öðru eins, eða svona ca. á sautján þús. kr. lambs- skrokkurinn, þegar hann var kominn á boröið hjá neytand- anum, og enginn fann að því þó einn biti kostaði 1.000 kr. í ann- arri búðinni, en samslags biti kostaði svo 1.800 kr. í hinni. Sigrún Birgisdóttir: Skapandi hugsun Það finnst öllum eðlilegt og sjálfsagt að böm séu skapandi. Langflest börn eru það líka, þau eru sískapandi: í sandkassanum, við málningartrönurnar, með kubbana o.fl. Sum börn eru líka sísyngjandi, jafnt lærö lög sem sjálfsprottin. Ekki má heldur gera lítið úr þeirri fjölbreyttu sköpun sem fram fer í öllum þeim hlutverkaleikjum sem börn geta skellt sér í nánast fyr- irvaralaust. Þessu öllu tökum við sem sjálfsögðum hlut og eðlilegum, en kippum okkur heldur ekki upp við þaö, þegar smám saman dregur úr þessum skapandi krafti hjá allflestum þegar þeir eldast. Ósjaldan heyrist þó talað um „barnið í okkur" meö söknuði, og eftirsjá er í mörgum „barns- legum" eiginleikum/hæfileik- um. í dag horfir svo við, að vegið er að þessum „barnslegu" eigin- leikum. Gífurlegt framboð á af- þreyingu, tímaleysi, áhugaleysi eba þekkingarskortur verbur til þess ab börnin okkar verða meira og meira að óvirkum áhorfendum í tæknivæddu þjóðfélagi nútímans. Þetta er uggvænleg þróun, sem margir uppalendur þekkja vel og hafa áhyggjur af. Þetta er þróun sem óþarfi er að sætta sig við og nauðsynlegt er aö snúa vib. En hvað ér til ráða? Hvaba VETTVANGUB „Gmndvöllurinn fyrir því að kynnast og virða sköpunargleði bama er að hafa á einhvem hátt upplifað hana sjálfur, gengið í gegnum sköpun- arferlið og fundið ánægju, nautnina og jafhframt þekkinguna sem slík vinna/upplifun veitir." leið er fær til að ala upp börnin okkar, sem við öll viljum ab séu virkir, sjálfstæðir og ánægðir þátttakendur í sköpunarverk- inu? Ein leiðin er leið skapandi hugsunar. Að beita skapandi hugsun fel- ur í sér: gagnrýna hugsun, afst- rakt hugsun, hæfni til rökfærslu og leiðir til skapandi lausnar. Til að átta okkur á hvað felst í skapandi hugsun og hvernig stuðla megi að henni, er gott að hafa til hliðsjónar fjögur svið sköpunar sem Frank E. Williams setti fram: Frjó hugsun: það er að geta komib fram með margar hug- myndir til lausnar ákveðnu verkefni, finna mörg svör við spurningum — festa sig ekki í einhverri lausn eða svari. Sveigjanleiki: það er hæfileik- inn til að finna mismunandi hugmyndir við sama verkið — geta skipt frá einni hugsun yfir í aðra, þróa verkið. Frumleiki: það er hæfileikinn til að tjá sig á nýjan og einstak- an hátt — koma fram með snjallar hugmyndir, frekar en ljósar og almennar. Útfærsla: þaö er að geta full- gert einhverja hugmynd — að setja hugmyndina í efni, læra ab þróa ákvébið verk. Það þurfti ekki stóran mann eða sterkan til að sjá það, að þegar útflutningsbætur á kjöt- inu voru afnumdar þá var búið um leið að skera landbúnaðinn svo á háls, að ekki tolldi blóð- dropi í þeim skrokk lengur. Það hefur enda farið svo að nú eru síðustu andköfin tekin í þeirri grein framleiðslunnar, og ekkert komið í staðinn annað en að landbúnaðarráðherra hefur sót- ast yfir síðustu ríkisstjórn, að fella þetta niður, en ekki litið við í sín síðustu fjögur ríkis- stjórnarár að rétta þaö við aftur. En að leggjast svo lágt í eymd sinni og rætni, af fulltrúum bænda á þetta virðulega búnað- arþing, ab tala um bann á heimaslátrun, sem tíðkast hefur frá landnámsöld að slátra heima á bæjunum, er svo sannarlega réttur baggi á Bakkabrúnkuna látinn á móti þeim sem einn valdamesti dýralæknirinn hér tjáði, og tók mönnum vara fyr- ir, að hættulegt gæti verið að neyta heimaslátraðs kjöts, vit- andi vits að slíkur matur hefur aldrei nokkurntímann orðið nokkrum manni að skaða í nokkru formi. En það er sama hvaðan á þetta mál er litið. Þetta er eitt- hvert það óhönduglegasta mál þeim til smánar sem falið var að standa í fylkingarbrjósti bænd- um til handa, í allri neyð og kúgun, rógi og níði úr öllum átt- um. Höfundur er bóndi. Forðumst að spyrja börnin spurninga sem hægt er að svara með já eða nei. Spyrjum heldur spurninga eins og: Hvar? Hvernig? Hvers vegna? Þess háttar spurningar krefjast virkni og sveigjanleika og leiða af sér skapandi hugsun. Tökum þátt í leik barnanna, veitum athygli því smáa og því stóra sem vekur undrun þeirra og forvitni. Skob- um saman, prófum, uppgötvum og ræbum um það sem fyrir augu og eyru ber. Lærum hvert af öðru, bæði börn og fullorðn- ir, njótum og síðast en ekki síst: gleðjumst saman. Grundvöllurinn fyrir því að kynnast og virða sköpunargleði barna er að hafa á einhvern hátt upplifað hana sjálfur, gengið í gegnum sköpunarferlið og fundið ánægju, nautnina og jafnframt þekkinguna sem slík vinna/upplifun veitir. Það er nauðsynlegt ab uppal- endur búi yfir þekkingu og skilningi á mikilvægi skapandi hugsunar fyrir þroska barna. Góbur leikskóli, sem hefur á að skipa metnaðarfullu fagfólki, hefur alhliba þroska barna að leiöarljósi. Þar skipar skapandi starf stóran sess í starfi leikskól- ans. En hvort sem við erum leik- skólakennarar, foreldrar eða aðrir uppalendur í umhverfi barnanna okkar, þurfum við alls ekki að kunna og vita allt fyrir- fram. Beitum sjálf aðferðum skap- andi hugsunar, leyfum barninu í okkur að þróast, þroskast og glebjast með börnunum okkar. Höfum hugföst þau fleygu orð: „Þab er aldrei of seint að byrja." Höfimdur er leikskólakennari í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.