Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 11. apríl 1995 ÍlWfiit STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& ílausasölu 150 kr. m/vsk. Kosningaúrslitin Kösninganóttin að þessu sinni, þegar lands- menn fylgdust með úrslitum, var ein sú eftir- minnilegasta sem menn muna. Úrslit kosn- inganna eru athyglisverð og hljóta að vera áhugamönnum um stjórnmál umhugsunar- efni. Nokkur atriði ber hæst. í fyrsta lagi heldur ríkisstjórnin naumlega velli. Lítill meirihluti þarf ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi samstarf og veitir jafnvel aðhald. Hins vegar er eins atkvæðis meirihluti nokkuð mikið af því góða, þótt þeir óþæ^gustu í stjórnarliðinu séu horfnir af þingi. Aframhaldandi samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins yrði veik stjórn málamiðlana og eins er líklegt að faðmlögin yrðu banvæn fyrir Alþýðuflokkinn. Staða hans er alvarleg. Beinskeyttur neytenda- áróður í kosningabaráttunni og sérstaða í Evr- ópumálum náði ekki til að höggva í raðir sjálf- stæðismanna, eins og forustumenn flokksins vonuðust til. Alþýðubandalagið er í erfiðri stöðu eftir þessar kosningar. Má þar um kenna sérkenni- legri kosningabaráttu formanns flokksins, sem sat við það í hita leiksins að senda mála- miðlunarplögg til annarra flokksforingja. Þetta hreif ekki og hinn almenni kjósandi hreifst ekki með. Ahrifin urðu eingöngu þau að vekja upp tilfinningu um fálm og ótraust- vekjandi vinnubrögð í þeim herbúðum. Kvennalistinn einfaldlega náði ekki eyrum kjósenda og Þjóðvaki fékk ekki þann hljóm- grunn sem vænst var. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigur- vegari kosninganna. Niðurstaðan er afar mik- ilvæg ekki síst fyrir nýjan formann, sem skilar flokknum inn í næsta kjörtímabil sterkari heldur en hann hefur verið um langt árabil. Flokkurinn hefur nú styrk á landsvísu. í þing- flokknum hefur auk þess orðið veruleg endur- nýjun. Þetta mun hafa víðtæk áhrif og afl flokksins aúkast til muna, hvort sem hann er í ríkisstjórn eða utan hennar. I kosningunum veðjaði fólkið á stærstu flokkana og það varð til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk betri útreið en ella. Næstu vikur munu skera úr um það hvort núverandi ríkisstjórn situr áfram með ágrein- ingsmálin í farteskinu eða hvort lagt verður í uPP§jör milli stjórnarflokkanna um nýjan stjórnarsáttmála og uppstokkun í ríkisstjórn. Staða Alþýðuflokksins í þeim viðræðum hlýtur að vera veik, en ekki skal þó afskrifa þann möguleika að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar sitji áfram. Það er vissulega ekki í sam- ræmi við skilaboð kjósenda í kosningunum. Það bíða mjög víða mikil og erfið verkefni landsstjórnarinnar á næsta kjörtímabili. Þjóð- in á kröfu á samhentari ríkisstjórn en setið hefur nú um sinn til þess að leysa þau mál. Tapflokkabandalag? Þá er þjóöin búin a& kveba upp dóm sinn í alþingiskosning- um. Ni&urstaban er alls ekki skýr og því er hægt aö finna nægjanlegt rúm til ab túlka hana út og su&ur. Kosninga- kerfib gerir þaö að verkum a& ríkisstjórnin heldur meirihluta þingmanna, þrátt fyrir að hún hafi tapab meirihluta sínum meöal kjósenda: rúmlega 51% þeírra, sem greiddu atkvæbi í kosningunum, vildu ekki ríkis- stjórnina, en 48,5% greiddu stjórnarflokkunum atkvæöi sitt. Jl sjálfu sér er ekkert við því aö'. segja þó kosningafyrir- komulagið stilli þingsætunum upp með þessum hætti, og ekki má heldur gleyma því að þing- meirihlutinn er afskaplega tæpur og á mörkum þess að hægt sé að tala um starfhæfan meirihluta. Enda kemur á dag- inn að Davíð Oddsson virðist ekki líta svo á að spurningin sé um að framlengja líf núverandi ríkisstjórnar. Hann stillir mál- inu upp þannig, að eðlilegt sé að kanna hvort rétt sé að mynda nýja ríkisstjórn þessara sömu flokka. Davíð Oddsson bendir á að algert grundvallar- atriði sé aö skrifa þurfi nýjan málefnasáttmála, þar sem tekið sé á djúpstæðum ágreinings- málum Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Hann bendir líka á að nýir ráðherrar muni koma til sögunnar. Hann er semsé að tala um að mynda nýja ríkis- stjórn miklu frekar en að við- halda þeirri gömlu. Slíkt kemur þeim, sem fylgst hafa með störfum ríkisstjórnarinnar upp á síðkastið, ekki á óvart, því þó formlega hafi verið um stjórnarsam- starf að ræða, hefur samstarf- ið ekki veri meira en orðin tóm. Fylqistap sameinar flokka Það er e.t.v. kaldhæðni örlag- anna að þeir tveir flokkar, sem nú ætla að ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar, töpuðu báðir um- talsverðu fylgi í kosningunum. Alþýðuflokkurinn stórtapaði fylgi — missti fjögur og hálft prósentustig frá því síðast og þrjá þingmenn. Tap Sjálfstæðis- flokksins var öliu minna og raunar bætir flokkurinn heldur við sig í nokkrum landsbyggðar- kjördæmum. En á Reykjanesi og í höfuðborginni, kjördæmi for- mannsins og varaformannsins, GARRI er umtalsvert tap. Formaðurinn missir hvorki meira né minna en 4 prósentustig frá síðustu kosningum, sem er jafnvel enn meira en Jón Baldvin gerir í sínu kjördæmi, Reykjavík, því Jón tapar ekki „nema" 3,5 prósent- ustigum. Þegar þeir Jón Baldvin og Davíð setjast niður og ræða myndun nýrrar stjórnar, er ver- ið að tala um stjórn þeirra sem töpuðu fylgi. Það eru ekki hetjur kosninganna sem ræðast við, heldur andhetjurnar, eða „the losers" eins og sagt er upp á eng- ilsaxnesku. Flokkakerfib sigraði Kvennalistinn er lífseigastur þeirra stjórnmálaflokka, sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðan upp úr 1930. Hann er nú að hefja sitt fjórða og síðasta kjörtímabil, en áð- ur hafa nýir flokkar lafað inni á þingi í hæsta lagi tvö kjörtímabil, verið umsvifamiklir hið fyrra, en haldnir ólæknandi uppdráttarsýki hið síðara. Kvennalistinn hefur þá sérstöðu að vera ekki klofningsbrot úr gamla fjórflokkakerfinu og hefur það tryggt honum lengri lífdaga en öðrum þeim, sem ætluðu sér að uppræta flokkana sem þjóðin skóp á fyrstu áratugum aldarinnar. Þjóðvaki er dæmigerður klofn- ings- og tætingsflokkur, sem settur er á laggirnar til að sameina það sem alls ekki vill tolla saman. Hóp- ur pólitíkusa, sem veita sér þann lúxus að láta eigin flokksforingja fara í taugarnar á sér, stofna til sam- fylkingar um að sameina vinstri öfl- in eða félagshyggjuöflin eða eitt- hvað álíka illa skilgreint. Nýjunga- girnin skilar góðu fylgi í skoðana- könnunum, en hún endist varla fram á kjördag. Fæðingarhríðir Þjóðvaka eru eins og kópía af Bandalagi jafnaðar- manna. Fjórðungsfylgi, þegar best lét, í skoðanakönnunum og svo að- eins fjórir þingmenn þegar á reyndi.. Klofib og margklofib Oftast hafa flokkamir, sem frelsa ætla þjóöina frá stjórnmálum eða ætla að sameina hina syndlausu og réttsýnu undir einn hatt, klofnað út úr Alþýðuflokknum og hafa ýmist runniö sitt stutta skeið undir merki jafnaðarmennsku eða kosið að leita skjóls undir ægishjálmi Allaballa eða forvera þeirra, sem trúðu á Stal- ín og þjónuðu Stasi og allri þeirra vinstrihyggju. kvæðisréttar síns í þingkosn Davíðs < laumleg gi og 32 þingmanna meirihlu Einu sinni klofnuðu svo léttlynd- ir vinstri menn út úr Alþýðubanda- laginu og stofnuðu enn einn sam- einingarflokk, sem átti ævina stutta en göfuga. Lokuðu þeir hringnum með því að flestir forystumann- anna gengu í Alþýðuflokkinn, sem hefur svo klofnað tvisvar síðan vegna sameiningaráráttu félags- hyggjuaflanna þar. Á víbavangi Svona hjakkar sameiningarfólkib í sama farinu og skilur aldrei að gömlu flokkarnir standa traustum fótum og ab þeir aðlagast breyttum tímum af meira raunsæi en það fólk, sem heldur aö það geti gjör- bylt samfélaginu vegna þess að það lendir upp á kant við eigin flokka. Oftast nær af persónulegum ástæð- um, fremur en hugmyndafræðileg- um. Ekkert er nýtt í pólitíkinni Kommúnistaflokkurinn gamli er margbúinn ab skipta um nafn og Kvennalistinn, ör- uggur tapflokkur í því ljósi kemur það ekki á óvart aö helst sé rætt um að draga inn í þessar stjórnar- myndunarvi&ræ&ur taparanna þann flokk, sem tapar hlutfalls- lega enn meiru en gömlu stjórn- arflokkarnir og getur með ótví- ræ&u öryggi kallast andhetju- flokkur, en þa& er Kvennalist- inn. Kvennalistinn tapaði 3,4 prósentustigum frá síðustu kosningum og var á mörkum þess aö komast á þing, en náði á endanum þremur þingkonum inn. Ef fram fer sem horfir, eru talsverðar líkur á ab þeir flokkar, sem töpubu einhverju fylgi ab rábi — andhetjur kosninganna — sameinist í vanhelgu banda- lagi og hertaki stjórnarrábib. Slík stjórn væri vissulega ekki í samræmi vib þann vilja, sem birtist í kosninganiburstöbun- um, en hún hefbi þó alltjent meirihluta kjósenda á bak vib sig. Hitt er svo önnur saga, hversu æskilegt mönnum kann að finnast að safna saman í rík- isstjórn öllum flokkunum sem eru á augljósri niðurleið. Staba Kvennalista og krata gagnvart Sjálfstæbisflokknum er hins vegar veik og yrbu þessir flokkar lítib annab en þernur, sem þjónuðu undir býflugnadrottn- ingu Sjálfstæbisflokksins. Garri vill því gera þab ab tillögu sinni, að komist þetta bandalag tap- flokkanna á koppinn, verbi þab gert í Þerney en ekki í Vibey, þannig ab stjórnin yrbi köllub Þerneyjarstjórn, til áréttingar um þjónustuhlutverk kvenna og krata í henni. Garri taka upp nýjar kennitölur í því augnamiöi að láta aðra sameinast sér. Hann hefur hverja vinstrisókn- ina af annarri og boðar pólitískar nýjungar, sem eru eins gamlar og erfðasyndin sem hann burðast með í farteskinu. Nú síðast bauð jafnaðarmanna- flokkurinn Alþýðubandalag fram með óháðum og átti sú andlitslyft- ing að duga til fjöldafylgis. Það brást sem endranær og er flokka- kraðakið á vinstri vængnum aldrei fjölskrúðugra en nú, þegar ein skær- asta stjarnan á blómaskeiði kvenna- flokksins fagnar varnarsigri íhalds- ins á kosninganótt með eins inni- legum fögnuði og aðrir í framvarð- arsveit Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma, þegar verið var að telja at- kvæðin, rúlluðu gömlu flokkssyst- urnar út og inn af þingi í fullkom- inni tilvistarkreppu. Kosningasigur Framsóknarflokks- ins byggist ekki síst á því að hann bauð fram á eigin forsendum, með stefnuskrá sem enginn þarf að velkjast í vafa um að eru markmið miðjuflokks, og breyta ótímabærir stjórnarsáttmálar annarra flokka þar engu um. Ef eitthvað má læra af kosning- unum s.l. laugardag, er það það að íslenska flokkakerfinu verður ekki breytt nema .innan flokkanna sjálfra. Þótt nýir flokkar fæðist með lífsmarki, er öndin veik í nösum þeirra og þeir ná sjaldnast að slíta barnsskónum. Hin innilega þrá eft- ir sameiningu félagshyggjuaflanna er aðeins til í hugskoti þeirra, sem nota vinstri orðaleppa sem leiðir til að láta valdadrauma sína rætast. Og nú er ekki annað eftir en að mynda starfhæfa ríkisstjórn, sem eftir allt saman er höfuðtilgangur alls bramboltsins sem þjóðin skemmti sér við um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.