Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 1
Wlifllli SIMI 5631600 Brautarholti 1 ___________________STOFNAÐUR 1917___________ 79. árgangur Miövikudagur 3. maí 1995 80. tölublað 1995 Tími fjárfestingarlánasjóöanna er liöinn. Finnur Ing- óifsson á ársfundi lönlánasjóös í gaer: Rikiö hverfi af fjármálamarkaði „Þaö er ekki nóg aö skapa hér einhvers konar störf. Þau veröa aö vera áhugaverö og krefjandi svo okkur takist aö halda í þá fjölmörgu vel menntuöu einstaklinga sem geta fengiö vinnu viö sitt hæfi nánast hvar sem er í heimin- um," sagöi Finnur Ingólfsson iönaöar- og viöskiptaráöherra í ávarpi sínu á ársfundi Iön- lánasjóös í gærdag. Hann sagöi fundarmönnum aö tími sérgreindra fjárfestingarlána- sjóöa, eins og til dæmis Iön- lánasjóös, væri liöinn. Sagöi Finnur aö nýskipan fjár- festingarlánasjóða atvinnuveg- anna væri eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar. Mikilvægt væri aö nauðsynleg lagafrum- vörp yrðu lögð fyrir Alþingi strax á haustþingi. Mundi hann beita sér fyrir því í samvinnu viö aöra ráöherra ríkisstjórnarinnar sem málið varöar aö undirbún- ingur hefjist á næstu vikum. Breyta á sjóöunum í hlutafélög en tilgangurinn er aö „skapa fjárhagslega traustar heildir og draga úr eða afnema hina óheillavænlegu skiptingu þess- ara sjóöa eftir atvinnugrein- um", eins og Finnur Ingólfsson oröaöi þaö í gær. Vagnstjórar flýttu sér haegt viö vinnu í mótmœla- skyni viö nýgeröan kjarasamning. Form. SFR: Vagnstjórar van- metnir í launum Sjöfn Ingólfsdóttir formaöur Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar segist taka hjartan- lega undir þaö aö vagnstjórar hjá SVR séu vanmetnir í laun- um eins og svo margir abrir í þjóbfélaginu. Hún segir aö það sé langt frá því að stjórn félagsins sé í skýj- unum yfir nýgeröum kjara- samningi, sem er hliöstæöur samningi aðila vinnumarkaö- arins og kjarasamningi Starfs- mannafélags ríkisstofna viö rík- iö. Hinsvegar var þaö mat samninganefndar félagsins aö ekki væri aö hægt aö ná fram meiru án átaka en fyrir því hefði ekki verið neinn vilji af hálfu félagsmanna. Sjöfn segir aö þaö hafi í sjálfu sér ekki ver- iö neinn munur að semja við núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta en þann sem áður var. Vagnstjórar hafa farið mik- inn aö undanförnu og lýst yfir Crundarfjöröur íbúb eyði- lagbist í eldi Efri hæö íbúöarhúss í Grundar- firöi gjöreyðilagðist í eldi, þegar kviknaði í því á sunnudags- morgun. Enginn var á efri hæö- inni, en vegfarendur náðu aö vekja íbúa á neðri hæðinni, sem komust ómeiddir út úr húsinu. Taliö er nær víst að eldurinn hafi komiö upp eftir aö sígar- ettuglóð datt ofan í sófasett. ■ megnri óánægju með nýgerðan kjarasamning Starfsmannafé- lagsins við borgina. Fulltrúi þeirri í samninganefnd Starfs- mannafélagsins skrifaöi t.d ekki undir kjarasamninginn meö fyrirvara um samþykki fé- lagsmanna vegna þess aö sér- kröfur vagnstjóra náðu ekki fram aö ganga. í mótmæla- skyni neituöu vagnstjórar aö sinna aukavöktum sl. föstudag og í gær þriöjudag, röskuðust áætlanir strætisvagna þegar vagnstjórar flýttu sér hægt viö vinnu. En þeir telja kjarasamn- inginn ekki bæta kjör vagn- stjóra aö neinu marki og ábyrgö þeirra í starfi sé ekki metin til launa. ■ f. ••II TímamyndGS U UTUmOKKUr sem menn hafa tekiö eftir íCeldinganesi aö undanförnu kemur úr nýrri rannsóknarholu sem veriö er aö bora fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, nánar tiltekiö þó frá vatni úr til- raunaholu sem boruö var í Celdinganesi fyrir tveim árum, sem nú er notaö til aö skola upp svarfi úr nýju holunni, en heitt vatn fannst einnig á um 350 m. dýpi í henni. Árangur kemur þó fyrst í Ijós þeg- ar borun lýkur á um 1.000 metra dýpi, vœntanlega eftir 3-4 daga. Staba ríkissjóös 2,1 milljaröi betri en gert var ráö fyrir á fyrstu þremur mánuöum ársins: Bætt afkoma ríkissjóös hverfur í kjarasamninga Umtalsverbur efnahagsbati kemur fram í hærri tekjum rík- issjóbs á fyrstu mánuöum árs- ins. Allt útlit er þó fyrir ab batn- andi afkoma ríkissjóðs renni nokkurn vegin óskipt í kostn- aöarauka vegna kjarasamninga. Rekstrarhalli ríkissjóðs nam 5,1 milljarði króna og var 2,1 millj- aröi hagstæöari en gert var ráö fyrir. Standist áætlanir verður halli ríkissjóðs í lok ársins svipað- ur og gert var ráö fyrir. Betri af- koma í byrjun árs skýrist aöallega af aukinni veltu í þjóðfélaginu, en að auki spöruöust 440 milljón- ir króna vegna verkfalls kennara. Innheimtar tekjur ríkissjóös voru 26,6 milljaröar króna, sem er 1,8 milljöröum meira en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Af þessari upphæð munar mest um 1 millj- arðs króna tekjur af virðisauka- skatti, sem skýrist aðallega af auknum innflutningi. Þá eru tekju- og eignaskattar hærri en gert var ráð fyrir og sömuleiðis vaxtatekjur. Heildargjöld ríkis- sjóðs á fyrstu 3 mánuöum ársins námu 31,7 milljarði. Rekstrarútgjöld ríkisins námu tæplega 10 milljörðum króna og voru 200 milljónum minni en gert var ráö fyrir í forsendum fjár- laga. Áætlanir um rekstur ríkis- sjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gott betur en staðist, en líkur eru á að halli ríkissjóðs eigi etir að aukast á seinni helm- ingi ársins og næsta ári. Gert er ráð fyrir aö tekjur ríkissjóös verði rúmlega 3 milljöröum meiri á ár- inu heldur en áætlað var í fjárlög- um. Á móti koma áhrif kjara- samninga og tengdra aðgerða sem valda 2,5 milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs. Að auki er reiknað með nokkr- um kostnaðarauka vegna ráðstaf- anna ríkisstjórnarinnar eftir af- greiðslu fjárlaga, (s.s. vegna Súða- víkurslyssins, sjúkrahúsa o.fl.) og breytingar á vörugjaldsflokkum sem fólu í sér skattalækkun. Sam- anlagt nema þessir liðir 500-700 milljónum króna. Niðurstaðan er því sú að ávinningur ríkissjóðs af efnahagsbatanum rennur beint í aðgerðir vegna kjarasamninga. Ríkisstjórnin fór yfir rekstur rík- issjóðs á fundi í gær. Fyrir liggur að svigrúm til þess að rétta við hallarekstur ríkissjóbs er lítið á þessu ári. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.