Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 9
Mibvikudagur 3. maí 1995 UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. Tyrkneskir þingmenn gegn tjáningarfrelsi Ankara — Reuter Þingmenn á hægri væng Flokks hins sanna vegar, sem er stjórnmálaflokkur forsætisráb- herra Tyrklands, Tansu Cillers, sögöu sl. föstudag aö þeir muni hugsanlega ekki veita frumvarpi stjórnarinnar um aukið tjáning- arfrelsi stuðning sinn. Ekki er víst að frumvarpið nái sam- þykki á þinginu nema allir þing- menn flokksins greibi því at- kvæöi sitt. Ekki er enn búið að ákveða hvenær atkvæðagreiösla um frumvarpið fer fram. „Við teljum að tjáningarfrels- ið verbi að hafa einhver tak- mörk," sagði Ertekin Duruturk, og kvartaöi undan því að fólk væri farið að tala eins og að- skilnaðarstefna og landráð væru fyrst og fremst spurning um tjáningarfrelsi. 10 af 183 þingmönnum flokksins hafa þegar undirritað áskorun til forsætisráðherrans um að milda ekki ákvæði 8. greinar laga um aðgerðir gegn hryðjuverkum. Reiknað er með ab 30 þingmenn flokksins í viö- bót muni innan tíðar einnig undirrita áskorunina. Vesturlönd hafa sett mikinn þrýsting á Tyrkland að bæta mannréttindamál í landinu og létta af hömlum á tjáningar- frelsi, m.a. hefur Evrópuþingið gert það að skilyrði þess að tolla- bandalag Evrópusambandsins og Tyrklands geti orðið að veru- leika á næsta ári og Evrópuráðið hefur tímabundið ógilt aðild Tyrklands að ráðinu vegna ástandsins í mannréttindamál- um. Málið snýst ekki síst um fyrr- nefnda 8. grein hryðjuverkalag- anna, en þar meðal annars „áróður aöskilnaðarsinna" bannaður og hefur þetta ákvæði óspart verið notað til að bæla niður andspyrnu Kúrda. Á grundvelli hennar hafa m.a. tugir rithöfunda og blaða- manna verið dæmdir í fangelsis- vist fyrir að gagnrýna stefnu Tyrklands í málefnum Kúrda. ■ Israelskur her- maður skaut Palestínuaraba Jerúsalem — Reuter ísraelskur hermaður drap í síðustu viku óvopnaðan Palest- ínuaraba í bænum Qalamesh, sem er nálægt landamærum ísr- aels og Vesturbakkans. Arabinn var gmnabur um að hafa stolið bíl og flúði frá eftirlitsstöö hers- ins við landamærin. Hermenn eltu manninn inn í Qalamesh, en þar búa bæði ísraelar og Pal- estínuarabar, og þar hljóp hann inn í íbúðarhús þar sem hann faldi sig í svefnherbergi. Einn hermannanna elti hann inn í svefnherbergið og skaut hann til bana á stuttu færi. Talsmaöur ísraelsku lögregl- unnar staðfesti að hermaður hefbi verið handtekinn í tengsl- i VINNIN LAUG/S (3)< (ú GSTÖLUR RDAGINN 29.4.1995 J)(30) (33) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 ■ 2.045.917 9 4a,5rfl Plús ^ 60.720 3. 4 af 5 84 6.230 4. 3af 5 2.954 410 Heildarvinningsupphæð: 4.083.977 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR um við þetta mál og hann síöan verið afhentur hernum. Herinn vildi ekkert um málib segja að svo stöddu. ■ Tveir Frakkar í hungurverkfalli Rabat — Reuter Tveir Frakkar, sem sitja í fangelsi í Tanger í Markkó sakaðir um eitur- lyfjasmygl, eru komnir í hungur- verkfall til að mótmæla aðbúnaði í fangelsinu og til að leggja áherslu á sakleysi sitt. Þeir voru handteknir 22. febrúar sl. eftir að poki með hassi fannst falinn undir áætlunar- bifreiö sem þeir óku frá Frakklandi. Mennirnir, sem heita Michel Van Hamme og André Amand, eru báðir á fimmtugsaldri og hafa undanfarin ár ekið rútu milli Marseille í Frakk- landi og Casablanca í Marokkó. 16 kíló af hassi fundust á milli afturhjóla rútunnar þegar þeir voru staddir í hafnarborginni Tanger við Gíbraltarsund. Rútuna höfðu þeir skilið eftir á bílastæði eftirlitslausa og héldu því fram að hver sem er hefði getað komið hassinu fyrir. ■ Króatar hrósa sigri Zagreb — Reuter Serbar gerðu harðar árásir á Zagreb og Karlovac í Króatíu í gær, sem svar við árásum Króata á hernámssvæöi Serba í Vestur- Slóvaníu. Franco Tudjman lýsti því síð- an yfir í gær að Króatar heföu náð markmiðum sínum með árásunum, unnið Vestur-Slóv- aníu á sitt vald. ■ I Vietnam voru um helgina þriggja daga samfelld hátíbarhöld' bœöi í minningu þess aö 30. apríl voru tuttugu ár liöin frá því aö Víetnam- stríöinu lauk og vegna alþjóöadags verka- manna 1. maí. Móöirin á myndinni notar frídagana til aö bregöa á leik meö barni sínu og hefur leyft því aö sitja á bögglaberanum hjá sér, meö slœöu og sólhlíf. Reuter SliP' Gjörðu svo vd ogaktuíbæimi! Sexglæsilegbílahús íhjartaborgarinnar Reykjavíkurborg hefur á undaniörnum árum komið myndarlega til móts við þörfina á fleiri bílastæðum í hjarta borgarinnar. Byggð Iitda verið sex bflahús þar sem borgarbúar og gestir þeirra njóta fyrsta flokks þjónustu. Starfsemi af þessu tagi kostar sitt og til að standa strauin af henni hefur borgarráð samþykkt nokkrar breytingar á gjaldskrá Bflastæðasjóðs. Traðarkot, Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu. 271 stæði. Vitatorg, bílahús raeð innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði. !—2. 3. Til að tryggja viðskiptavinuni hentug skammtímastæði á verslunartíma í miðborginni verður gjaldskylda eftirleiðis frá kl. 10 til 18, mánudaga til föstudaga og kl. 10 til 14 á laugardögum. Þó verður hægt að leggja endurgjaldslaust um óákveðinn fima í bflahúsum á verslunartíma á laugardögum. lækkun aísláttar aí aukastöðu$aktí Aukastöðugjald er nú 850 kr. Ef gjaldið er greitt ínnan þriggja daga fæst 40% afsláttur og einungis þarf að borga 500 kr. Auðvelt er að forðast aukastöðugjaldið með því að nota bilahúsin og miðastæðin þar sem engin takmörk eru á hámarksstöðutíma. Bergstaðir, á homi Bergstaðastrætis og SkólavörðusU'gs. 154 stæði. —5. Til að koma til móls við kröfur um fjölgun skammúmastæða í Kvosinni mun miðastæðið austan Tollhússins framvegis tilheyra gjaldsvæði 1 í stað 3, og miðastæðið við Tryggvagötu 13 gjaldsvæði 2 í stað 3. Yerdlækkun á naMurkomuu Verð á næmrkorturn í bflahúsum verður nú samræmt og það lækkað í 1250 kr. Kortin gilda frá kl. 17 U108:30 og eru kjörin og ódýr leið fyrir íbúa miðborgarinnar U1 að geyma bfla sína á vísum stað að næturlagi. Hækkua Vegna mikillar effirspurnar og ójafhrar nýUngar bflastæða í nágrenni Alþingisreitsins verður skammUmagjald Tjamargötu- stæðisins hækkað í 60 kr. fyrir fyrstu klukkustundina og 10 kr. fyrir hverjar 10 mín. eftir það. Bent skal á að bflastæði í Ráðhúskjallara handan VonarstræUs verða áfram á gamla Iága verðinu. Nýttu þér bflahúsin og miðastæðin. Þau eru þægilegasti og bcsti kosturinn! Þú borgar fyrir þann tíma sem þú notar. Engin takmörk á hámarksstöðutíma! BILASTÆÐASJOÐUR Bílastœöi fyrir alla Ráðhús Reykjavíkur, innkeyrsla í kjallara frá Tjamargötu. 130 stæði. Kolaportið, við Kalkofhsveg vestan við Seðlabankann. 174 stæði. Vesturgata 7, innkeyrsla frá Vesturgötu um Mjóstræti. 106 stæði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.