Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 2
2 ÉKie 4** itr«rm»rw WWfwW Mi&vikudagur 3. maí 1995 Tíminn spyr... Á a& leyfa sölu áfengs bjórs í Laugardalshöllinni? Helgi Seljan, Öryrkjabanda- laginu: Nei, alveg tvímælalaust ekki. Menn hafa úti í löndum verib að foröast afleiöingar áfengis- neyslu á kappleikjum og því ættu íslendingar ekki aö taka það upp hér. Það er reyndar al- veg óskiljanlegt hvernig þetta hefur borið að, þ.e.a.s. að látið sé sem þetta sé einhver knýj- andi nauðsyn. Hingað til hafa íþróttafélög gefib sig út fyrir að reyna ab hamla á móti neyslu af þessu tagi og þetta er einhver hrikalegasta auglýsing sem komiö hefur fram um að áfengi og íþróttir eigi samleið. Ingi Björn Albertsson, at- vinnurekandi og fyrrverandi þingmaður: Já, ég held ab þab sé óhætt að leyfa það með skynsamlegu eft- irliti. Svo framarlega sem það brýtur ekki gegn einhverjum EES-ákvæðum eða öðrum slík- um ákvæðum sem við höfum skrifað undir. —7—. <■ « :/ % Wp £ F i ‘ 4 i i / i Alfreð Gíslason handbolta- þjálfari: Já, mér .finnst tvímælalaust ab það eigi að gera það. Þótt löggjöfin hjá okkur sé frábrugð- in löggjöf margra annarra þjóða þá getum við ekki breytt venjum útlendinga sem koma hér til landsins í tilefni þessa móts. Erlendis er viðtekin venja að áhorfendur fái sér bjór er þeir horfa á kappleiki og mér finnst því fáránlegt að banna hann hér. Ef bjór yrði ekki seld- ur, myndi það kalla á enn meiri vandræbi, þar sem áhorfendur myndu e.t.v. taka flöskur með sér og það myndi bjóða þeirri hættu heim að einhverju yrði kastað inn á völlinn. Álfadrottningin frumsýnd á Borgarfiröi eystri: Um þri&jungur heimamanna tekur þátt í sýningunni Það fjallar m.a. um umdeilda kirkjubyggingu uppi á Álfaborg- inni, meintum bústað álfa- drottningar íslands, og inn í það fléttast svo skemmtilegar frá- sagnir af ýmsum furðuvættum, svo sem Gellivör tröllskessu, Nadda ógnarvætti og fleiri furðuverum. Andrés Sigurvins- son leikstýrir sýningunni en hann á ættir sínar að rekja til í gær var frumsýnt í félags- heimilinu Fjarbarborg á Borg- arfirbi eystri, leikverkib Álfa- borgin — margt er þab í stein- inum sem menn ekki sjá. Leikverkib er samið í tilefni af 100 ára verslunarafmæli stab- arins og koma um 50 manns að sýningunni meb einum eba öðrum hætti. Sesselja Traustadóttir, formað- ur Leikfélagsins Vöku á Borgar- firði, segir að hugmyndin að leikritinu hafi kviknað í fyrra þegar Borgfirðingarnir og syst- urnar Kristín og Sigríður Eyjólfs- dætur skrifuðu stuttan leikþátt fyrir Útileikhúsið á Egilsstöð- um. Boltinn rúllaði hægt af stað en nú hafa þær í sameiningu Iokið við að skrifa fyrsta leik- verk sitt í fullri lengd, sem bygg- ir á þeirri trú Borgfirðinga að ýmislegt sé fleira í þessum heimi en menn fái greint og þ.á m. álfar og huldufólk. Kristín og Sigríður eru á sjötugs- og átt- ræðisaldri. Leikritið er í stuttu máli um samskipti álfa og manna á liðn- um öldum í Borgarfjarðarbyggð. Frá æfingu á Alfaborginni. Mynd: Pétur Eibsson. Brgarfjarðar eystri. „Það hefði enginn annar getað gert það sem Andrés hefur gert hér," seg- ir Sesselja. „Hann er búinn að kreista það mesta og besta úr öll- um fyrir þessa sýningu." Það þarf grettistak til að setja upp verk af þvílíkri stærðargráðu og segir Sesselja að mikinn stór- hug og samheldni fjölmargra handa hafi þurft til. Samkvæmt manntali búa 183 manns á Borgarfirði og má ætla að um 10-15% þeirra séu í námi annars staðar. Leikararnir eru 25 talsins,' frá 3ja ára aldri og upp undir sjö- tugt, en alls koma 50 manns að sýningunni eins og áður er get- ið. Það er nálægt þriðjungi starfshæfra einstaklinga á staðn- um og geri aðrir betur. Sesselja vonaðist í gær eftir að frumsýningin gengi snurðulaust fyrir sig en henni var frestað sl. föstudagskvöld þegar veikindi og tæknivandamál komu skyndilega upp. „Álfarnir voru að hrekkja okkur," segir Sesselja en hún segir Borgfirbinga al- mennt ekki afneita sögum um álfa og huldufólk. M.a. nefnir hún sérstakan stað, Hvolshól- inn, þar sem vinnuvélar bili ít- rekað er þær fari um og tengist það tiltrú fólks á ab þá sé veriö ab hrófla við leiksvæði barna í álfabyggð. Næst verður Álfaborgin sýnd tvisvar á laugardag en síöan ekki fyrr en haldið verður upp á 100 ára verslunarafmæli Borgarfjarð- arhrepps 22. júlí. ■ „lcelandic Films" gefm út af Kvikmyndasjóbi: Hundraö ára afmæli I síöustu viku kom út á vegum Kvikmyndasjóðs íslands bókin „Icelandic Films". Höfundurinn er Pete Cowie, ritstjóri alþjóba- deildar kvikmyndablabsins „Vari- ety". Bókin kemur einungis út á ensku og stefnt er að því að selja hana mest á almennum markaði. Á þessu ári er þess minnst víða um heim, að eitt hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta kvikmyndin var sýnd í heiminum. Útgáfa Ice- landic Films er meðal þess sem ís- lendingar leggja af mörkum í til- efni þessara tímamóta. Þá er einn- ig í undirbúningi farandsýning gamalla íslenskra kvikmynda, bæði heimildarmynda og leik- inna kvikmynda. Gert er ráð fyrir að farandsyn- ingunni verði hleypt af stokkun- Bryndís Schram, framkvœmdastjóri Kvikmyndasjóbs íslands, meb eintak af „ lcelandic Films ". Tímamynd, GS um um það leyti sem skólahald hefst í haust, en meðal mynda á sýningunni er „79 á stöðinni" eft- ir Indriba G. Þorsteinsson, sem Kvikmyndasafnið fékk styrk frá UNESCO til að endurgera. ■ | Sagt var... „ Ég œtlabi upphaflega ab vera gagnrýn- andi í eitt ár en þau urbu fimm og nú er nóg komib... Þab eina sem ég veit er ab ég mun finna mér starf þar sem ég vek ekki athygli, því ab ég er hundþreytt á henni og vil bara fá frib," segir Súsanna Svavarsdóttir í Mánudagspóst- inum í gær en hún er hætt sem leiklistar- gagnrýnandi Morgunbla&sins. ■ „ Um árabil hefur ástandib í millilanda- flugi verib þannig ab Flugleibamenn þurfa ekki ab hafa áhyggjur af sam- keppni. Þeir hafa því mebhöndlab neyt- andann eins og þeir œttu hann." Úr lei&ara MP í gær. ■ „ Þab er hrœbilegt þegar börn eru ab leika í kvikmyndum. Þau eiga ekki ab þurfa ab hafa áhyggjur af því ab bóla á andlitinu kalli á breytta lýsingu eba fresta verbi myndatökum til morguns." Wiona Ryder í Svibsljósi DV í gær. ■ „ Ég hef ekki gert handarvik í mörg ár og gerí ekki heldur á afmœlisdaginn," sagbi Þorbjörg S. lónsdóttir í Morgunblabinu á sunnudag en hún varb 100 ára þann dag. ■ „ Ég er orbinn hálf hrœddur umþababég komi íslandi í annan flokk," segir Björgvin Halldórsson stórsöngvari og hlær í sunn'udagsblabi Mogga um þátttöku hans í Júróvisjón. ■ „ Ég þekki mitt lib þab vel ab ég er viss um ab vib munum toppa á réttum tíma," segir Þorbergur toppþjálfari Abalsteinsson ( DV í gær. ■ „ Clöggir menn hafa tekib eftir því ab dýr þab sem einkennir fána Irving-olíufyrir- tœkisins er ekkert annab en búrhvalur. Þeir sem eru vel ab sér í dýrafrcebinni eru búnir ab komast ab því ab uppáhatds- fœba og abalfœba búrhvalsins er ekkert annab en smokkfiskur og krabbil" MP í gær. í heita pottinum... ... var verib a& deila um tengsl Framsóknarflokksins við Sam- vinnuhreyfinguna og þ.m.t. Sam- vinnuskólans gamla á Bifröst. Eins og venjulega neitu&u framsóknar- mennirnir í pottinum öllum tengslum en einn baðgesta haf&i verið á Bifröst um helgina þar sem afmælisárgangarfyrrverandi nem- enda hittust og var sá á öðru máli. Fulltrúi 30 ára nemenda haf&i ver- iö sposkur á svip í ræ&u sinni er hann sagðist ekki minnast þess að sérstakur framsóknaráróður hefði verið rekinn í skólanum. Téöur ræöumaður var Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra en auk hans voru staddir þarna Finnur Ingólfs- son iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins. Þá mun Guðmundur Bjarnason, landbúnaöar- og um- hverfisráðherra, einnig hafa stund- ab nám við skólann og auk þess eiginma&ur Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigbisráðherra. • ... var verið ab ræða ab samningar væru frágengnir milli KSÍ og Sjóvá Almennra í sumar. Mun úrvals- deildin í knattspyrnu væntanlega heita Sjóvá/Almenna deildin eða eitthvaö því um líkt en gárungarn- ir eru komnir með slagorð vertíð- arinnará hreint. Nefnilega: „Þú skorarekki eftirá." • ... eru menn mikið aö spá í meiri- hlutasamstarfið í Hafnarfiröinum. Þar er nú allt á suðupunkti milli Al- þýöubandalags og Sjálfstæöis- flokks ekki síst eftir að jóhann Bergþórsson kom aftur inn í bæj- arstjórnina og lýsti því yfir ab stuöningur sinn við meirihlutann væri skilyrtur því að breytingar yrðu geröar á fjárhagsáætlun. Alla- ballar tala nú um að vera komnir í gíslingu hjá Jóa Begg og á fundi hjá hafnfirskum Allaböllum um daginn mun það hafa veriö form- lega lagt til að samstarfinu yröi slitiö. Sú tillaga var þá naumlega felld. Nú bíba menn haustsins þegar fjárhagáætlun verður end- urskoðuð enda spá menn að þá muni draga til tíðinda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.