Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. maí 1995 7 Nokkrar skemmdir á trjágróöri, en búist vib grœnni jörö þegar hlánar: Ovenjulegt fannfergi á Norðausturlandi Frá Þóröi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Óvenjulegt fannfergi er um landið norðaustanvert, miðað við árstíma. Segja má að stöð- ugt hafi snjóað frá áramótum og fram í apríl, og lítið hefur verið um hláku undanfarna daga. Flestir vegir eru orönir færir, en ruðningar eru víða mjög háir, einkum meðfram sveitavegum, sem ekki eru byggðir eins mikið upp og aðal- leiðir. Víða getur því enn myndast ófærð, ef snjóar og skefur. Þótt veðurlag breytist á næstu dögum, munu líða nokkrar vikur áður en jörð verður auð í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, því snjór er óvenju jafnfallinn. „Það tekur helst neðanfrá," sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Eyfirðinga, þegar hann var inntur eftir aðstæðum skóg- ræktarmanna á þessu vori. Hann kvað lítið frost í jörð vegna snjófargsins í vetur og sumstaðar væri ekki um neitt frost að ræða. Því sigi snjórinn nokkuð niður, þótt bætti á hann að ofan. Hallgrímur sagði að trjágróð- ur muni hafa skemmst nokkuð undan snjóþyngslunum í vet- ur, en of snemmt væri að segja með vissu um hversu miklar þessar skemmdir væru. Allri útivinnu hafi seinkað vegna snjóanna og óvíst hvenær unnt verði að hefja ræktunarstörf. Ljósi þátturinn í þessu væri sá, að ef hlýnaði verulega, myndi gróður taka fljótt við sér. Erfið- ara væri við að eiga þegar góðir kaflar kæmu í apríl og gróður væri kominn af stað, en svo kólnaði í maí eins og oft hafi verið. Bjarni Guðleifsson, náttúru- fræðingur hjá RALA á Mööru- völlum í Hörgárdal, sagði einn- ig fullsnemmt að segja til um hvort vænta megi skemmda á gróðri. Hann kvaðst þó vera nokkuð bjartsýnn, þar sem mjög lítið frost væri í jörð og nær engin svellalög undir fann- ferginu. Grös næðu að anda í gegnum snjóbreiðuna og jörð myndi því koma að mestu ókal- in úr klóm vetrarins að þessu sinni. Hugsanlegt væri þó að einhverjar gróðurskemmdir gætu orðið af völdum sveppa, sem stundum næðu að mynd- ast við svipuð skilyrði og nú væru, en slíkar skemmdir gætu aldrei valdið sambærilegri eyði- leggingu á gróðri og kal, sem yrði til undir svellalögum. ■ Borgarbyggö: Ferðaskrifstofa Borg- arfjarðar stofnuð Stofnab hefur verið hlutafélag um rekstur ferðaskrifstofu í Borg- arbyggð, Ferðaskrifstofa Borgar- fjarðar. Fyrirtækiö er í meiri- hlutaeigu Borgarbyggöar, en jafn- framt koma þar ab fyrirtæki í Borgarbyggð og víbar. Hlutafé er átta milljónir og hefur þegar ver- ib auglýst eftir framkvæmdar- stjóra. Ab sögn Guðmundar Gubmars- sonar, forseta bæjarstjómar Borgar- byggöar, hefur ekki verið nein starf- andi ferðaskrifstofa á Vesturlandi og er henni ætlað að hafa forystu um að samræma krafta í ferðaþjón- ustu í héraði og efla það sem við- komustað ferðamanna. Fyrir er starfandi Markaðsráð, en hug- myndin að því er dálítið önnur, eða Könnun sem Hagvangur gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok mars leiðir í Ijós ab nær 70% fé- lagsmanna í samtökunum eru fylgjandi aðild íslands ab Evrópu- sambandinu. Þar af telja nær 80% að sækja beri um aöild fyrir alda- mót, en einungis rúm 19% vilja útiloka aðild. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á Ibnþingi í gær. Könnunin var skrifleg og leynileg, og fór fram meðal allra félagsmanna í Samtök- um iðnaðarins, 1.318 að tölu. Svör frá 300 félagsmönnum, eða 22.8% þátttakenda, bárust innan tilskilins frests. f könnuninni var félags- mönnum skipt í þrjá hópa eftir stærð fyrirtækjanna sem þeir þjóna, en svarhlutfall bendir til þess að svör hafi borist frá aðilum sem fara með meir en helming atkvæða inn- an Samtaka iðnaðarins og telst könnunin því gefa fyllilega mark- tæka mynd af viðhorfum félags- að reyna að selja Borgarnes og það sem þar er framleitt. Guðmundur segir ekki endanlega ljóst hvenær starfsemin kemst í gang, en það yrði þó fyrir næsta sumar. Tíminn hefði verið of naumur til að starfsemin gæti hafist fyrir komandi sumar. Ágreiningur var um málið í bæj- arstjórn og mótmælti minnihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks harðlega og bókaði að stofnun fyrir- tækisins væri brot á sveitarstjórnar- lögum. Þá vísa þeir í að starfsemin skarist við Markaðsráðið. Guð- mundur Guðmarsson lagði á móti fram bókun, þar sem sagði að með stofnun ferðaskrifstofunnar væri ekki með neinu móti verið að kasta rýrð á starfsemi Markaðsráðs og manna til aðildar Islands að Evr- ópusambandinu. Níðurstöður benda til þess að innan stærstu fyrirtækja sem eiga aðild að Samtökum iðnaðarins komi vilji fyrir aðild skýrast fram, en rúmt 51% félagsmanna sem koma úr minnstu fyrirtækjunum lýsa andstöðu við aðild. Ekki kemur á óvart ab upp til hópa telja þátttakendur tryggingu fyrir veibiheimildum íslendinga sjálfra innan efnahagslögsögunnar lang mikilvægasta samningsmark- mið íslendinga gagnvart ESB. Þá má ráða af svörunum ab langflestir telja að það sem mæli meb aðild að ESB séu einkum almenn efnahagsleg rök. Þegar spurt er hvenær rétt sé að sækja um aðild kemur í ljós að 80% þeirra sem hlynntir eru ESB-aðild telja að sækja eigi um hana á kjör- tímabili þeirrar ríkisstjórnar scm nú situr. ■ vonaðist þess heldur til að gott sam- starf tækist á milli þessara tveggja aðila. ■ B Æ I A R M Á L Hafnar- wlL fjörður Bæjarráð hefur samþykkt hver leiga verður á garðlöndum og plægingu í ár. í Vatnshlíð og Kjóadal 1 -105 verð- ur leigan 1.000 kr. plægt, í Kjóadal 106-189 verður hún 800 kr. fyrir plægt og í |ófríbarstabarlandi kr. 600, óplægt. • Bæjarráb hefur ákvebib að veita Lionsklúbbi Hafnarfjarbar styrk þar sem felldar eru nibur skuldir klúbbsins vib bæjarfélagib upp á 43.930 kr. Þá er vinnumiblun námsmanna veittur stubningur ab fjárhæb 60.000 og skátafélaginu Hraunbúum veittur 250 þús. króna styrkur til ab byggja sal- ernishús á svæbi félagsins í Krýusuvík. • Bæjarráb samþykkti einnig ab hafna stubningi vib fyrirtæki og fé- lagasamtök. Fiskbúbin, Mibbæ, leit- abi eftir 300 þús. króna stubningi vegna hugmynda um útimarkab meb fiskafurbir í Hafnarfirbi. Hafnab. Ung- mennafélag íslands fór fram á 20.000 kr. styrk vegna umhverfisverkefnisins, „Umhverfi í okkar höndum". Hafnað. Landssamtök um flogaveiki fóru fram á 200 þúsund kr. styrk. Hafnab. Ab lokum fór fíkniefnalögreglan fram á 104 þús. króna styrk til kaupa á tiltek- inni vél sem nota mætti vib eftirlit meb fíkniefnainnflutningi. Hafnab. • í yfirliti frá Vinnumiblun í Hafnar- firbí kemur fram ab í mars voru skráð- ir 11.340 atvinnuleysidagar og í lok mánabarins voru 637 manns skrábir atvinnulausir, 341 karl og 296 konur. • Bæjarráb samþykkti ab auglýsa húseignina ab Suburgötu 11 til sölu. Húsið hefur gengib undir nafninu Sýslumannshús. • Lagt hefur verib fram bréf frá at- vinnuleysistryggingasjóbi þar sem veittar eru heimildir til atvinnuskap- andi verkefna sem svarar til 71 mannsmánabar. Hagvangskönnun: 70% í Samtökum iönaðarins vilja aðild að ESB Mjög háir ruöningar viö vegi gefa til kynna hversu fannfergiö er mikiö noröaust- anlands. Þessi mynd var tekin í noröanveröum Eyjafiröi fyrir nokkrum dögum. Sjúkrahús Skagfirð- inga, Sauðárkróki Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðinga og meinatækni til sumarafleysingastarfa. Einnig bjóðum við velkomna þriðja árs hjúkr- unarnema til starfa á öldrunardeildum. Tilvalið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga og meinatækna að breyta aðeins til og dvelja sumarlangt í Skagafirði. Upplýsingar um laun og fleira veitir hjúkrun- arforstjóri í síma 95-35813. Lóðahreinsun í Reykjavík vorib 1995 Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og óprýði. Auðvelt er að losna við úrgang á gámastöðum Sorpu alla daga milli 12.30 og 19.30, eru þær við: Ánanaust móts við Mýrargötu. •Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagana 6. og 13. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfis- bækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu tvær vikur eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka. Rusl sem flutt er til eyöingar skal vera í umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutninga- kössum. Umráðamenn óskráðra og hirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóð- um og opnum svæðum í borginni eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Annars má búast við að þeirverði teknirtil geymslu um takmarkaðan tíma en síðan fluttir til förgunar. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Hreinsunardeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.