Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 3. maí 1995 lllfíffllflf STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stríð ÍS og SH harönar Miklar breytingar hafa oröiö í viöskiptalífi lands- manna á síöustu árum. Einn þátturinn í þeim er sú breyting sem orðið hefur á starfsemi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, sem hefur litla starfsemi meö höndum, en hlutafélög fara meö þá starfsemi sem rúmaöist áöur innan þess vébanda. Öflugast þessara félaga er íslenskar sjávarafurðir, en Samskip- um, fyrrum skipafélagi Sambandsins, er einnig að vaxa fiskur um hrygg. Vátryggingafélag íslands og Olíufélagið h/f hafa ætíð verið rekin í hlutafélags- formi, en eiga rætur í samvinnustarfinu í landinu. Átök milli íslenskra sjávarafurða h/f og Sölumiö- stöðvar hraðfrystihúsanna hafa verið áberandi í ís- lensku viðskiptalífi að undanförnu. Um margra ára skeið hafa þessir aðilar haft sinn fasta hóp viðskipta- manna og undur og stórmerki hefur þurft til að við- skipti séu færð á milli. Þó kann það að hafa verið í einhverjum mæli, en nú upp á síðkastið hefur verið tekist á um eignarhald í stærstu fiskvinnslufyrirtækj- um landsmanna og tilgangurinn er augljóslega að ná þeim inn í útflutningsviðskipti með sjávarafurðir. Síðasta dæmið um þetta eru átök um hlutafé Húsa- víkurkaupstaðar í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Það hefur gengið á ýmsu í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja á undanförnum árum. Víða hafa sveitarfélög komið til skjalanna og keypt hlutafé í þessum at- vinnufyrirtækjum, og hafa þau kaup verið liður í fjárhagslegri endurskipulagningu. Það er nauðvörn fyrir sveitarfélög að þurfa að leggja fé í atvinnurekst- urinn. Farsælast er að hann geti gengið án bæjar- ábyrgðar eða fjárframlaga í formi hlutabréfakaupa, og sveitarfélögin beiti afli sínu að þjónustu við íbú- ana. Það eru því nokkur tíðindi í því fólgin hve hart er tekist á um þessi bréf sveitarfélaganna og athyglis- vert að þau eru orðin eftirsótt markaðsvara. Það eru mikil tíðindi fyrir þau sveitarfélög, sem lagt hafa verulega fjármuni í sjávarútvegsfyrirtæki á undan- förnum árum. Hins vegar benda þessi átök til þess að útflutning- ur sjávarafuröa sé álitlegur atvinnuvegur. Það er stað- reynd að fyrirtæki í þessum útflutningi hafa verið framsækin og mikil vöruþróun hefur átt sér stað í þessari grein. Það kemur meðal annars fram í því að útflutningsverðmæti sjávarafurða vex á sama tíma og aflaheimildir hrapa í verðmætustu afurðinni, þorskinum. Það er hins vegar visst áhyggjuefni hvert það leið- ir, ef þetta styrjaldarástand stórfyrirtækjanna fer stig- vaxandi og barist verður um hvert einasta fyrirtæki sem möguleikar eru á að ná áhrifum í. Það er auðvit- að gott fyrir þá sem bjóða hlutabréfin til sölu, en spurningin er hvaða áhrif langvarandi styrjaldarátök af þessu tagi hafa á starfsemi stóru fisksölufyrirtækj- anna. Munu þessi átök taka of mikinn tíma stjórn- enda þeirra frá öðrum verkefnum? Það er vissulega fagnaðarefni að sterk fyrirtæki skuli starfa í sjávarútveginum. Hins vega'r eru verk- efnin næg í þróun vinnslu, ekki síst það verkefni að fullvinna meira í landinu af afurðum frystitogar- anna. Stóru félögin ættu að einbeita sér að þróunar- starfi á þessu sviði með viðskiptavinum sínum. Rokkarinn í ríkisbankanum Sverrir Hermannsson Lands- bankastjóri lýsti því yfir í Morg- unblaðinu um helgina að nýi við- skiptaráðherrann, Finnur Ingólfs- son, talaði eins og flón í vaxta- málum og viðraði bankastjórinn áhyggjur sínar af velferð forsætis- ráðherra meö slík flón innan- borðs í ríkisstjórninni. Bankastjóri Landsbankans er að sjálfsögðu embaettismaður ríkis- ins, raunar einn af áhrifameiri og best launuðu ríkisstarfsmönnum á landinu. Almennt gildir um embættismenn að þeir sýni af sér yfirvegun, hófsemd og fyrir- mannlegt fas, sérstaklega emb- ættismenn sem starfa á jafn við- kvæmum sviðum og fjármála- markaði. Traust, festa og ábyrgð eru þau einkenni sem allar fjár- málastofnanir keppast við að geisla frá sér, og sé það rétt hjá Halldóri Ásgrímssyni að ríkis- stjórnin eigi ekki að vera nein rokkhljómsveit, þá er þab jafnvel enn réttara aö segja að ríkisbank- ar séu ekki rokkhljómsveit. Pönkrokk meö nælu Almennt virðast þessi grund- vallarsannindi í heiðri höfð í rík- isbönkunum. Bankastjórar njóta talsverðrar viröingar og fólk tekur mark á því sem þeir segja. Með einni undantekningu þó og hún er Sverrir Hermannsson. Sverrir er ekki bara rokkari ríkisbankanna, hann er pönkrokkari með nælu og gengur hrækjandi um leiksviö þjóðfélagsins. Sverrir var ekki banginn á sínum tíma, þegar hann kraföist fullra og óskertra biðlauna sinna sem þingmabur og engar refjar, þó svo að búið væri að planta honum meb pólitískri fyrir- greiðslu í bankastjórastól Landsbankans. Þá reif Sverrir kjaft eins og hann væri há- seti á síöutog- ara, sem erfiðlega hefur gengið að manna. Eftir að hann varð banka- stjóri hefur þessi sami Sverrir margoft gefið út ruddalegar yfir- lýsingar um menn og málefni, sem hann hefur ekki talið ástæðu til að standa viö eða bera ábyrgð á. Pönkari bankakerfisins hefur þó sjálfur ekki staöið sig betur en svo sem bankastjóri að verkalýðs- foringjarnir notuðu 1. maí til að gagnrýna vaxtaokrið og þó sér- staklega lélega bankastjórn hans og raunar fleirra á umliðnum sex árum. Sverrir er einn hæst launaði op- inberi starfsmaður landsins, og GARRI svo vill til að hann er ab byrja að fá eftirlaun sín sem alþingismað- ur og ráðherra þessa dagana. Á þessum tímamótum sendir hann ekki bara nýjum viðskiptaráö- herra kveðju og kallar hann flón fyrir að tala gegn vaxtahækkun bankanna. Kveðjan beinist ekki síður að verkalýðshreyfingunni, heimilunum í landinu og at- vinnufyrirtækjunum. Vaxta- hækkun gæti auðveldlega stefnt forsendum kjarasamninga í voða, enda var greinilegt að vaxtahækk- un var mikið áhyggjuefni verka- lýðsforingjanna á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Allir flón nema ég Eflaust finnst bankarokkaran- um pyngja sín vera nógu þung þessa dagana, og þá eru verka- lýðsforingjarnir og allir hinir óttaleg flón að vera að nefna þetta meb vextina. Sverrir Her- mannsson telur sig sjálfsagt ekki þurfa að hafa áhyggjur af stöbu sinni, vegna þess ab hann er rétt að byrja nýtt ráðningartímabil hjá bankanum og getur andað ró- lega í ein fimm ár enn. Þar er ef- laust að finna skýringuna á fífl- dirfsku þessa embættismanns, sem talar nibrandi um yfirmann sinn og gefur skít í áhyggjur launamanna jafnt sem atvinnu- lífsins. Að hafa pönkrokkara við stjórnvölinn á stærsta banka landsins, sem í þokkabót er ríkis- banki, eflir ekki traust á íslensk- um peningamarkaði almennt. Sérstaklega er óheppilegt að slíkur pönkari komi fram opinberlega og berjist gegn peningamála- stefnu stjórnvalda. Landsbankinn þarf ab njóta sjálfstæðis, en sjálf- stæðinu veröur aö fylgja ábyrgð. Menn hljóta því að fara ab spyrja sig, hvort ekki sé kominn tími til ab láta sömu reglur gilda um Sverri Hermannsson og gera sömu kröfur til hans og annarra opinberra embættismanna. Sé ríkisstjórnin ekki rokkhljómsveit, þurfa ríkisstjórnarflokkarnir held- ur ekki á pönkrokkara að halda sem umboösmanni sínum í bankakerfinu. Garri Sverrir Byltingarsinnað íhald Samband sjálfstæðiskvenna er í byltingarhug gegn flokksstjórn- inni og Sjálfstæðum konum, sem eru sjálfstæðiskonur sem hlíta vilja formannsins og annarra ráð- herra flokksins. Á fundi Landssambands sjálf- stæbiskvenna um helgina kom fram að róttækar íhaldskonur eru í uppreisnarhug og vilja rétta hlut kvenkynsins gegn valdagírugum karlrembum, sem raöa sjálfum sér í allar valda- og virðingarstöður sem flokkurinn hefur yfir að ráða. Samtímis því að vegur kvenna, sem kosið hafa sér það góba hlut- skipti að starfa í Framsóknar- flokknum, vex óðfluga, hrynur fylgiö af áhrifalausum Kvenna- lista og íhaldið heldur fylgiskon- um sínum í hæfilegri fjarlægð frá öllu því eftirsóknarveröasta sem valdastreitufólk sækir hvað ákaf- ast eftir. Alvarlegastur er samt ágrein- ingurinn á milli Landssambands sjáifstæðiskvenna og Sjálfstæbra kvenna, sem telja sér vel borgið undir vernd og forsjá karlaveldis- ins. Því það er auðvitað brot á allri hugmyndafræði femínism- ans að afneita þeirri alhæfingu að allar konur séu eins og hugsi eins og þrái allar sem ein völd og auð eins og öllum körlunum hefur hlotnast. Kröfur Andstætt Sjálfstæðum konum er Landssambandi sjálfstæðis- kvenna mikill þyrnir í augum að engin kona úr þeirra hópi skuli vera ráðherra. Þar ofan í kaupið bætist að hið virðulega embætti þingforseta er hrotið úr höndum sjálfstæðiskvenna og sætið, sem sjónvarpsvélarnar eru stilltar á, er sett undir karl. Enn er samt von að hlutur kvenna verði bættur ofurlítið. Það má gera meb því að gera sjálf- stæðiskonu að varaforseta og að þingkonurnar verði formenn veigamestu nefnda þingsins og að karlarnir í stjórnarráöinu rábi sér aðstoðarfólk úr hópi félagsbund- inna íhaldskvenna. Á víbavangi Ef ekki veröur oröið við svo sjálfsögðum kröfum til að bæta konum upp alla lítilsvirðinguna, hótar hópur þeirra að segja sig úr flokknum og eiga enda enga sam- leib með karlrembunum þar eða Sjálfstæöum konum sem láta kúg- ast. Kvennavöld Þær, sem ekki rjúka burtu úr flokknum, hyggjast halda upp- reisninni gegn karlaveldinu áfram og ætla ab velta Friðriki Sophussyni sem varaformanni Sjálfstæöisflokksins á landsfundi í haust. Kona skal koma í hans stað. Ekki líst varaformanninum á svona hugmyndir og segir í DV að hann sé andvígur kynjakvóta. Þaö er ofureðlilegt, þar sem hann og aðrir valdamenn í flokknum eru hæstánægöir með ríkjandi ástand. Ef Friðrik annars þarf að víkja fyrir konu, ætti honum að vera ljúft að láta eiginkonu sinni vara- formannsembættiö eftir. Þá þarf ekki að sleppa völdunum úr fjöl- skyldunni og Sigríður Dúna er þrautþjálfuð og eldklár stjórn- málakona og eru henni kvenna- völd hugleikin. Betri kandídat sem varaformann geta uppreisn- argjamar sjálfstæðiskonur ekki valið sér og erfitt verður fyrir nú- verandi varaformann ab standa á móti svo sjálfsögðum breytingum á flokksstjórninni. Eins og sakir standa eru sjálf- stæöiskonur hornrekur í flokki sínum og landsstjórninni. Eins og kynsystir þeirra, Bergþóra hús- freyja á Bergþórshvoli, una þær þeirri niðurlægingu illa og hugsa sér til hreyfings. Hvort afleiðing- arnar veröa eins dramatískar og eftirmálar þeirrar ósvinnu aö vísa Bergþóru á hinn óæöri bekk á sín- um tíma, skal engu spáö um, enda enginn forvitri lengur hér á landi nema Þjóöhagsstofnun, sem enginn tekur mark á nema ráöherrar þegar það hentar þeim. Eftir að byltingarsinnuð rót- tækni varö að loðmullulegri jafn- aöarmennsku og óútskýranlegri félagshyggju er eins og allur broddur hafi horfiö úr íslenskri pólitík. En drottinn veri prísaður fyrir þaö, aö uppreisnarandinn er enn á meðal vor og fær nú útrás á svo ólíklegum staö sem í Landssam- bandi sjálfstæöiskvenna. Nú fyrst reynir á klókindi og karlmennsku Davíös formanns, og standist hann þessa raun, verður íhaldið eilíft. Að minnsta kosti fyrst um sinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.