Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 3. maí 1995 Í^stttest xSr'T'ffrlrWW 5 Guömundur Jónas Kristjánsson: Ný ríkisstjórn, nýir tímar Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Þessi niöurstaöa er í samræmi við nið- urstöðu alþingiskosninganna 8. apríl s.l. og þær óskir kjósenda sem fram komu í skoðanakönn- unum fyrir kosningar, að þessir tveir stærstu flokkar ættu að mynda næstu ríkisstjórn. Eina raunhæfa niöurstaban Flestir eru sammála um að Framsóknarflokkurinn var sigur- vegari kosninganna. Það besta við þennan sigur er, að flokkurinn hefur stórbætt stöðu sína á Reykjanesi og í Reykjavík, fjöl- mennustu kjördæmum landsins. ímynd flokksins hefur þannig gjörbreyst, eða eins og einn fréttamaöurinn orðaði það, „Framsóknarflokkurinn er nú loksins kominn á „mölina"." En þrátt fyrir sigur miðjunnar í kosningunum, hélt fyrrverandi ríkisstjórn velli með naumum meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan varnarsigur, en Al- þýðuflokkurinn með sína Evr- ópusambandshugsjón tapaði stórt. Vinstri öflin urðu fyrir miklum áföllum. Eina raunhæfa niðurstaðan var því sú að Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýja ríkisstjórn. Fráfar- andi stjórnarflokkar höfðu of nauman meirihluta, auk þess sem verulegir brestir voru komnir í stjórnarsamstarf þeirra. Sigur hinnar pólit- ísku mibju Miðjumenn hljóta að fagna VETTVANGUR „Það eru því breyttir tím- ar ftamundan í íslensk- um þjóðmálum. Fram- sœkin, þjóðleg miðju- stefna hefur verið mörk- uð í ríkisstjóm íslands a.m.k. nœstu 4 árin. Um það vitnar hinn fram- sœkni stjómarsáttmáli, sem nú liggur fyrir. Og þar með em í íslenskum stjómmálum orðnir breyttir tímar." þessari niðurstöðu, enda lýsti Halldór Ásgrímsson því yfir við fréttamann útvarps, að hér væri um miðjustjórn að ræða. Mynd- un ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er einungis rökrétt framhald af niðurstöðu kosninganna, en þær voru sigur hinnar pólitísku miðju. Það hljóta nefnilega allir hugsandi menn að sjá hvað hið pólitíska landslag hefur tekið miklum breytingum á örfáum árum. Og þá er ekki verið að tala einvörð- ungu um pólitíkina á íslandi, heldur víðar um heim. Fall Berl- ínarmúrsins er einn afdrifarík- asti pólitíski viðburður frá stríðslokum og hefur haft stór- kostleg áhrif á hina pólitísku heimsmynd, líka hér uppi á ís- landi. Allt tal um vinstri- mennsku í ljósi þessara breyt- inga er því nánast tímaskekkja. Glundroðinn til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum er því einmitt nú í algleymingi. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mun betur aðlagað sig. Því allflestir sjá, að sósíalisminn og frjáls- hyggjan hafa beðið skipbrot. Glundrobinn til vinstri Ásakanir alþýðubandalags- manna og annarra vinstrisinna um að Halldór Ásgrímsson og Framsóknarflokkurinn hafi svikið gefin loforð um myndun svokallaðrar vinstri stjórnar eft- ir kosningarnar er gjörsamlega út í hött. Fyrir það fyrsta er það að Framsóknarflokkurinn er alls enginn vinstri flokkur, heldur frjálslyndur miðjuflokkur, eins og undirstrikað var mjög skýrt í allri kosningabaráttunni. Hvernig í ósköpunum á þá að mynda svokallaða vinstristjórn með miðjuflokki eins og Fram- sóknarflokknum? Ríkisstjórn Framsóknarflokks og vinstri flokka gæti a.m.k. aldrei borið neitt vinstristjórnarheiti. Þab hljóta allir menn að sjá, jafnvel þótt þeir séu ekki prófessorar í stjórnmálafræðum. Um hvaða vinstri stjórn var þá formaður Alþýðubandalagsins að tala fyrir kosningar? Væntanlega alls ekki með hinum frjálslynda miðju- flokki, Framsóknarflokknum, eða hvað? Þá hefur glundrobinn til vinstri oröið þess valdandi, að þau ábyrgu öfl, sem kjósa stöð- ugleika og umbætur, sjá þar enga kosti. Þvert á móti hefði myndun vinstri stjórnar skapað mikla óvissu. Og hvernig sjá menn svo ríkisstjórn þar sem höfuðandstæðingar í íslenskri pólitík, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, tækju höndum saman? Því fyrir liggur, að milli þessara flokka er þvílíkt pólitískt hyldýpi, að samstarf þeirra gat aldrei komið til greina. Nægir þar að nefna landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál og ekki hvað síst Evrópumálin. Fram hjá þessum ágreiningi virðist for- maður Alþýðubandalagsins al- gjörlega líta. Hann skilur ekki einu sinni þau stórkostlegu tíð- indi við myndun þessarar ríkis- stjórnar, aö nú hefur loks tekist að koma Evrópusambandskrat- anum út úr íslenska utanríkis- ráðuneytinu. Hjá öllum þjóð- lega sinnuðum íslendingum eru þetta mestu gleðitíöindi í ís- lenskum stjórnmálum um langt árabil. Og missættið milli þeirra Þjóðvaka-Jóhönnu og Jóns Baldvins risti ekki dýpra en það, að Jóhanna var tilbúin að gera þann sama Jón að sínum forsæt- isráðherra, sbr. viðræður henn- ar við forseta íslands á dögun- um. Þessar ótrúlegu þversagnir á vinstri kanti íslenskra stjórn- mála voru þess einfaldlega vald- andi, að ábyrgur flokkur eins og Framsóknarflokkurinn gat aö sjálfsögöu hvergi komið þar nærri. Breyttir tímar Það eru því breyttir tímar framundan í íslenskum þjóð- málum. Framsækin, þjóðleg miðjustefna hefur verið mörkuð í ríkisstjórn íslands a.m.k. næstu 4 árin. Um það vitnar hinn framsækni stjórnarsátt- máli, sem nú liggur fyrir. Og þar með eru í íslenskum stjórnmál- um orbnir breyttir tímar. Þessi breyting mun hafa mun víðtæk- ari áhrif næstu árin en margan grunar. Uppstokkun í hinu ís- lenska flokkakerfi hlýtur því að koma til. Þannig hafa vinstriöfl- in þegar boðað til samfylkingar eina ferðina enn. í slíkri stööu á frjálslyndur miðjuflokkur eins og Framsóknarflokkurinn enn eftir að bæta stöðu sína. Þess vegna hlýtur fyrr en seinna aö koma til endurmats á stöðu hans innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Því samfylking miðjuflokks með vinstriöflum hlýtur að vera mjög tímabundiö ástand, eitthvað sem á ekki að geta gerst. Það eru því spenn- andi tímar framundan í íslensk- um stjórnmálum. Höfundur rekur bókhaldsþjónustu. Friöjón Guömundsson: A5 leysa þjób úr gildru í sjónvarpsþætti þ. 6. apríl 1995 kom til nokkurrar umræðu samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið (EES) og hugsanleg inn- ganga íslands í ESB. Þar komu meðal annars fram þau viðhorf og skoðanir sem hér greinir: Björn Bjarnason taldi aö EES- samningurinn væri, eins og hann orðaði þaö, „lifandi samningur og síbreytilegur". Mér skildist ab hann teldi þetta kost án þess að hann skilgreindi hvaö myndi ger- ast þegar samningurinn „úreltist", t.d. vegna fækkunar aðildarríkja. Siguröur Líndal benti á þá hættu aö svo kynni jafnvel að fara aö dómsvald ESB gæti, er frá líði, dæmt íslenska ríkiö inn í ríkjasam- steypu Evrópu, ef ekkert yrbi að- hafst af hálfu íslands til að koma í veg fyrir slíkt gerræði. Olafur Ragnar Grímsson taldi nauösynlegt að breyta EES-samn- ingnum í tvíhliöa viðskiptasamn- inga, þó taldi hann ekki þörf á að segja honum upp. Fram kom sú almenna skoðun meöal fundargesta, aö andstæö- ingar EES-samningsins — sem vör- ubu á sínum tíma sterklega viö samþykkt hans — hefðu skipt um skoöun og væru nú búnir aö við- urkenna gagnsemi hans. Það gegnir furöu að fundargestir — nema Siguröur Líndal — virtust ekki hafa gert sér grein fyrir skað- semi EES-samningsins. Þeirri „í mínum huga er ekki til nema ein fœr leið út úr ógöngunum: Að íslend- ingar segi upp þessum pólitíska afsalssamningi um Evrópska efnahags- svœðið eins fjótt og auð- ið er oggangi til tvíhliða viðskiptasamninga við Evrópuríkin sem frjálsir menn á jafnréttisgmnd- velli á tilsvarandi hátt og við önnur þjóðríki, án stjómarfarslegra skuld- bindinga." grundvallarstaðreynd aö meö gild- istöku hans var íslenska þjóðin teymd út í pólitíska gildru. Fullyrðingar um að ísland geti auðveldlega staöið utan ESB til lengdar, án þess að segja upp EES- samningnum, eru úr lausu lofti gripnar og annaö hvort óskhyggja ellegar blaður eitt gegn betri vit- und. Ef þjóðin lætur undir höfuð leggjast að segja samningnum upp, mun hún fyrr eða síðar drag- ast sjálfkrafa inn í ESB, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eina vonin til aö svo verði ekki, er að ESB leysist upp. Það er fráleit kenning, sem fylg- ismenn EES-samningsins eru alltaf aö staglast á, að andstæðingar hans hafi yfirleitt skipt um skoðun í máli þessu. Ástæðan fyrir tregri umræðu meðal þeirra um málið, nú um sinn, er sú aö meö samn- ingnum var Evrópumálunum klúðraö herfilega, lýðræðið fótum- troðið, þjóðin hunsuð og afvopn- ub í pólitískum skilningi. Er nokk- ur furða þó baráttuþrek manna hafi eitthvað laskast viö slíkar að- farir? Það er ósannað mál og reyndar VETTVANGUR mjög ólíklegt að andstæöingum EES-samningsins hafi nokkuö fækkaö frá gildistöku hans, nema síbur sé. Auövitað fer því fjarri að viö höfum sætt okkur við niður- stööu hans. Það fer að verða hver síðastur fyrir íslensk stjórnvöld að bæta fyrir afglöp sín og misgerðir í máli þessu og taka á málum á mann- sæmandi hátt. Leysa þjóöina úr viðjum þessarar pólitísku gildru. Þjóöríkiö er engin verslunarvara. Fortíðin kemur ekki til baka. í mínum huga er ekki til nema ein fær leiö út úr ógöngunum: Að íslendingar segi upp þessum pólit- íska afsalssamningi um Evrópska efnahagssvæðiö eins fljótt og auð- ið er og gangi til tvíhliöa viö- skiptasamninga við Evrópuríkin sem frjálsir menn á jafnréttis- grundvelli á tilsvarandi hátt og viö önnur þjóðríki, án stjórnarfars- legra skuldbindinga. Áö öðrum kosti blasir við glötun auðlind- anna og hrun fullveldisins. Höfundur er bóndi á Sandi í Abaldal. Auöur Styrkársdóttir og Rannveig Traustadóttir: Samstaöan tryggir jafnrétti! Fyrir síðustu kosningar lýstu allir flokkar yfir vilja sínum til að berj- ast gegn því mikla launamisrétti sem íslenskar konur búa við í föð- urlandi sínu. í kosningabarátt- unni var jafnrétti kynjanna eitt þeirra mála sem hæst báru. Að loknum kosningum þurfa íslenskar konur, hvar í flokki sem þær standa, að fylgjast grannt með efndum þessara lof- orba. Hinar nýkjörnu þingkon- ur eru í oddaaðstöðu til að fylgja þessum málum eftir. Þingkonur eru minnihluti þing- manna og munu verða mikill minnihluti ríkisstjórnar, ef að íslenskum líkum lætur. Þing- konur hafa þó eitt úrræði. Þaö úrræði byggir á samstöðu þeirra. í Svíþjóð gerðist það nýlega að konur neituðu að mæta á fundi Evrópunefndar sænska þingsins fyrr en jafnt var orðið hlutfall karla og kvenna í nefndinni. Af þessari aöferð geta íslenskar konur margt lært. Við undirritaðar skorum hér með á íslenskar þingkonur að styðja enga þá ríkisstjórn sem ekki tekur á launamisrétti kynj- anna meb bindandi og afger- andi hætti. Þessari áskorun beinum við einkum til þeirra kvenna sem kjörnar voru á þing fyrir væntanlega ríkisstjórnar- flokka og hljóta því að vera skuldbundnar til aögerða. Mun- um að samstaðan getur ein fært okkur jafnrétti. Aubur Styrkársdóttir er háskólakennari og Rannveig Traustadóttir er lektor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.