Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) mmm Mibvikudagur 3. maí 1995 afiaröar: Austan og : skýjab og smáskúrir eba dálítil súld meb köflum. Vaxandi austan og subaustan átt þegar líbur á daginn. Hiti víbast 5 til 10 stig. • Vestfirbir til Austurlands ab Clettingi: Austan gola eba kaldi, skýj- ab og víba þokuloft. Hiti 1 til 6 stig. • Austfirbir: Subaustan gola og þokusúld. Vaxandi subaustan átt þegar líbur á daginn. Hiti 2 til 7 stig. austan < Subausturland: Sunnan qola eba kaldi og þokusúld. Vaxandi sub an átt og rigning þegar líour á daqinn. Hiti 6 til 10 stiq. daginn. I stig. Sjálfstœöar konur ánœgöar, en sjálfstœöiskonur óánœgöar meö hlut sjálfstœö- iskvenna í stjórn landsmála. Arndís Jónsdóttir um heitan fund í Borgarnesi: Framsókn gerir konum mun hærra undir höfbi Um 40 sjálfstæöiskonur víba ab af landinu komu saman til hitafundar í Borgarnesi um helgina. Til umræbu var rýr hlutur sjálfstæbiskvenna í rík- isstjórn. Arndís Jónsdóttir, vígslubiskupsfrú í Skálholti, er formabur Landssambands sjálfstæbiskvenna. Tíminn spurbi hana í gær hvort Sjálf- stæbisflokkurinn væri karl- rembuflokkur. Stórbruni í Kópavogi Stórbruni varö í iönabarhús- næöi viö Kársnesbraut í Kópa- vogi laust eftir miönætti abfara- nótt sunnudags. Allt tiltækt slökkvliö var sent á staöinn og var mikill eldur í húsinu þegar á staöinn var komiö. Eldsupptök voru í húsnæði Bæjarbrauða, en í öörum hlutum hússins eru starfrækt byssusmiöja, tré- smíöaverkstæði og bifvélaverk- stæöi. Mikiö tjón varð í brunan- um, en rjúfa þurfti þak á hús- inu, auk þess sem mikið tjón varö vegna elds, vatns og reyks. Talið er aö eldurinn hafi kvikn- að út frá rafmagni. ■ „Það viröist alla vega ekki vænlegur kostur fyrir konur í flokknum aö taka þátt í próf- kjörum. Em sætin bara ekki frá- tekin yfirleitt? Alla vega er ekki að sjá eina einustu konu í efsta sæti í neinu kjördæmi," sagði Arndís í gær. „Ég tel aö margar sjálfstæöis- konur skorti hvorki menntun né hæfileika og margar hafa þær góöa reynslu í stjórnmálum," sagöi Arndís. „Þetta er mjög viðkvæmt'inál fyrir okkur sjálfstæöiskonur, ekki síst þar sem samstarfsflokk- urinn í ríkisstjórn er með einn ráöherra, og formann þing- flokks síns og gerir konum mun hærra undir höfði en okkar flokkur. Framsóknarflokkurinn hefur skipt um stefnu og ímynd til hins betra. Þó hefur sá flokk- ur þótt nokkuð íhaldssamur," sagöi Arndís. A Borgarnesfundinum var að- allega rætt um embætti sem núna verða ákveöin á vegum þingflokks Sjálfstæðisflokkins, en þingflokksfundurinn veröur haldinn í dag. Arndís á rétt á aö sitja þann fund sem formaður Landssambands sjálfstæöis-. kvenna en haföi ekki verið boð- uö í gærmorgun. Innri-Akraneshreppur: Jarbir seldar vegna H valfj arðarganga? „Þab gæti alveg farib svo, mér sýnist þab," sagbi Halldór Jónsson abspurbur um hvort vegur, sem til stendur ab leggja frá munna Hvalfjarbar- ganga um Innri- Akranes- hrepp, gæti orbib þess vald- andi ab jarbir þar yrbu til sölu. En Halldór er einn þeirra íbúa í hreppnum, sem mótmælt hafa fyrirhugubu vegarstæbi. Hann sagði aö menn væru ekkert sáttir viö eignaupptöku á jöröum meö þessum hætti, enda væri þaö „mjög flókiö mál, og aö því er mér skilst á lögfræöingum líka." Ekkert hefur veriö komiö til móts viö kröfur íbúanna, aö sögn Halldórs, en hann reikn- aði með því aö eitthvað yröi rætt viö nýja landbúnaðarráð- herrann, fyrst búiö væri aö skipta embætti landbúnaöar- og samgönguráöherra í tvennt, enda færu sumar jarðir mjög illa, ef af þessari vegarlagningu yröi. TÞ, Borgamesi MAL DAGSINS Alit lesenda Síbást var spurt: _ _ Q Aab þrengja möguleika 1)5/0 fámennra stétta s.s. flugfreyja til ab lama heilu starfsgrein- arnar meb verkföllum? Nú er spurt: Er„karlremba" meiri íSjálfstcebisflokknum en í öbrum flokkum? Hringiö og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13 Sjálfstæðar konur er hópur innan Sjálfstæöisflokksins, en þar fara ungar konur, flestar í háskólanámi eða nýkomnar út á vinnumarkaðinn og í gríni eru þær kallaðar Ungar skólastúlkur innan flokksins. Þær eru ýmist starfsmenn flokksins, eöa dætur feðra sinna, sem eru margir í góðum embættum. Þessar ungu konur hafa lýst sig ánægðar meö oröinn hlut. Er ekki laust viö aö grunnt sé á því góöa milli hinna Sjálfstæöu kvenna og sjálfstæðiskvenna um þessar mundir. „Stjórn Hvatar er aö mestu skipuö ungum konum. Við er- um hættar aö baka kleinur og útvega meðlæti fyrir fundina," sagöi Hrefna Ingólfsdóttir, for- maöur Hvatar í samtali viö Tím- ann í gær. Hvöt er stærst félaga kvenna innan Sjálfstæöisflokks- ins. Hrefna segist ekki skilja hvers vegna Sjálfstæöar konur koma fram fyrir skjöldu og lýsa yfir ánægju sinni meö þróun mál- efna kvenna innan flokksins. „Er hugsunarhátturinn sá aö þaö borgi sig að vera þæga og góða stelpan og vonast eftir verðlaunum. Við vitum að það þarf aö berjast fyrir bættum hlut kvenna. Þaö hvarflar ekki að okkur aö lýsa yfir ánægju meö þaö sem við erum hund- óánægöar meö," sagði Hrefna. Óánægöu konurnar innan Landssambands sjálfstæöis- kvenna hafa sent Davíð Odds- syni bréf þar sem bent er á aö konur í flokknum heföu vænst þess aö hlutur kvenna yrði væn- legur eftir kosningar. Nú virtist ekki stefna í stóran hlut kvenna en enn væri möguleiki á aö nýta þaö, ella gæti þaö haft ófyrirséð- ar afleiðingar í för með sér fyrir flokkinn. Landsfundur Sjálfstæöis- flokksins verður í haust og þá ætla sjálfstæðiskonur aö mæta brennandi í andanum og vinna aö leiðréttingu mála. Sá var andi fundarins í Borgarnesi. Frá slysstab. Snjóslebarnir eru á þeim stab sem slebinn fór fram af en nibri íbotni gjárinnar stendur Pálmi Sigurbsson bóndi á Klúku á þeim Stab sem slebinn lenti. Tímamynd: Einar Ól. Vélsle&aslys vib Hallárdalsgljúfur Frá Einari Olafssyni, fréttaritara Tímans á Drangsnesi. Þaö var margt um manninn á Laugarhóli í Bjarnarfiröi, en þar gistu margir ferðalangar og hugö- ust fara í ýmsar vélsleðaferðir út frá staðnum. Á laugardagsmorgun fór svo Smári Sigurösson frá Akureyri út á undan félögum sínum og hugöist taka af þeim myndir er þeir legöu af staö. Ók hann sem leið liggur austur hlíöina frá Laugar- hóli, en varaði sig ekki í gljúfrinu, sem Hallárdalsá rennur í um hálf- an kílómetra austan Klúku. Kom hann á fullri ferö og kastaðist á austurvegg gljúfursins, en losnaði af sleöanum. Viö þetta úlnliðs- brotnaði hann á báðum úlnliöum, missti meðvitund, féll niður á gljúfurbotninn og mun hafa legið þar um stund, því að félagar hans uröu einskis varir er þeir héldu á brott. Næst gerist þaö aö Smári kemur aö Klúku og biöur Pálma Sigurös- son bónda þar aö ná sambandi við félaga sína. Þegar Pálmi verður þess var að hann getur ekki hreyft hendurnar, hringir hann í lækni á Hólmavík, sem kom á staðinn og bjó um Smára. Hann treysti hon- um hinsvegar ekki til flutnings í bíl og kallaði þyrluna á vettvang. Slysiö hafði orðiö um ellefuleyt- ið, en þyrlan kom á vettvang um hálf fjögur. Varö Pálmi á Klúku að reka vorgæsirnar úr túninu, áður en þyrlan gæti lent. Félagar Smára dvöldust áfram á Laugarhóli og héldu suður mánu- daginnl.maí. ■ Handknattleiksdeild Umf. Selfoss: Sýslumaöur afturkallar gjaldþrotabeiöni Sýslumaburinn á Selfossi hefur afturkallab beibni sína um gjaldþrotaskipti á hendur handknattleiksdeild og júdó- deildum Ungmennafélags Sel- foss. Áfram verbur þó unnib ab heildarendurskoðun á fjármál- um félagsins og deilda þess. Krafa sýslumannsins um gjaldþrotaskipti var tilkomin vegna vangoldins virðisauka- skatts sem skattstjóri Suöur- landsembættis áætlaöi á deild- irnar. Lausn hefur nú fundist í málinu eftir viöræöur forráða- manna þessara félaga, auk for- ystumanna Selfossbæjar, meö skattayfirvöldum. Fjármál deilda félagsins veröa endur- skoöuð og reikningsskil og bók- hald samræmt. Knattspyrnudeild Umf. Sel- foss hefur einnig glímt viö tals- verðan fjárhagsvanda síðustu misseri og krafðist sýslumaöur jafnframt gjaldþrotaskipta þar. Unnið er aö lausn þess máls og vonast er til aö hún geti orðið á svipuðum nótum og hjá hand- knattleiks- og júdódeildunum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.