Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1995, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 3. maí 1995 NSr WPWWW 3 Frá 7 987 hafa verib afskrifabir um 80 miljarbar króna vegna rangra fjárfestinga. Um 200 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnœbi standa aubir. Form. VR Vaxtahækkun teflir samningum í hættu Magnús L. Sveinsson for- ma&ur VR segir aö þa& sé engin spurning a& áfram- haldandi vaxtahækkun muni tefla forsendum kjara- samings a&ila vinnumarkaö- arins í hættu. Hann segir vaxtastigiö hafa mikil áhrif á kaupmátt launa og því heföi nýleg vaxtahækkun komi& þvert á þær vænting- ar sem menn höf&u viö samningageröina sl. vetur. Þá töldu menn aö vextir gætu jafnvel lækkaö enn- frekar í ljósi þess aö þeir eru tiltölulega háir. í ræðu sinni á baráttudegi verkalýðsins 1. maí sl. vakti formaður VR athygli á því að frá árinu 1987 hefðu verið af- skrifaðir hvorki meira ‘ né minna en 80 miljarðar króna vegna rangra og óarðbærra fjárfestinga hjá opinberum að- ilum, fyrirtækjum og einstak- lingum. Hann gat þess jafn- framt að á höfuðborgarsvæð- inu væru hátt í 200 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði sem standa auðir. Magnús segir að sá lærdóm- ur sem hægt er að draga af þessum mistökum sé að menn eigi að fara með meiri gætni í fjárfestingum almennt. Afleið- ing þessara fjárfestingarmis- taka eru m.a. háir vextir sem hafa þýtt það að kaupmáttur launa hefur verið miklu lægri en hann hefði ella getað verið, eða allt að 4%, eins og forseti ASÍ hefur bent á. Hátt vaxta- stig hefur einnig bitnað á at- vinnulífinu og torveidað því að skapa fleiri atvinnutæki- færi. í sumum fyrirtækjum hefur vaxtakostnaður verið meiri en launakostnaður. Formaður VR segir að nýleg vaxtahækkun væri mjög alvar- legur hlutur og hvað þá ef vextir hækkuðu enn frekar. Hann segir vaxtahækkun stríða gegn markmiðum um áframhaldandi stöðugleika, lága verðbólgu, sköpun fleiri atvinnutækifæra og aukinn kaupmátt. Hákon Björnsson um sínkverksmibju: Hænufet fram á vib „Þetta er allt í sinni vinnslu. Skref- in hafa verið óttaleg hænufet að undanförnu, en allt er þetta fram á vi&," sagði Hákon Björnsson, for- stjóri Áburðarverksmiðjunnar um viðræður við bandaríska aðila um byggingu sínkverksmiðju á Grund- artanga og í Gufunesi. Benedikt Jóhannesson, stærð- fræðingur í Talnakönnun, sem hef- ur átt frumkvæði í viðræðum við bandarísku aðilana, sagði að málið væri í gangi og verið væri að vinna að hráefnismálum væntanlegrar verksmiðju. Það væri stærsta málið í dag. Benedikt er bjartsýnn en seg- ist ekki vilja skapa neinar tálvonir. Á ársfundi Landsvirkjunar fyrir helgi kom fram mikil bjartsýni vegna aukinna fjárfestinga er- lendra aðila í stóriðju hér á iandi, meðal annars í framleiðslu á sínki, en ekki hvað síst vegna væntan- legrar stækkunar álversins, en það mun nýta mun meiri raforku en sínkverskmiðja. ■ Grandi hf. átti gott ár þrátt fyrir dvínandi þorskafla. Hluthafar fá 87,6 milljónir ísjnn hlut: Dr. Agúst fær nærri 13 milljónir í hlut Nýr alþingismaður Þjóðvaka, dr. Ágúst Einarsson, fær 12,9 milljónir króna greiddar í arö af hlutabréfum fyrirtækis síns, Hafs hf., í Granda hf. Dr. Ágúst er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Hafs hf. og meö honum í stjórn er eigin- kona hans, Koibrún Ingólfs- dóttir. Fyrirtækið á 14,7% hlutafjár í Granda hf., en heildarnafnverö hiutabréfa Granda er 1.094,5 milljónir króna. Enn stærri eigandi að Granda hf. er fyrirtækið Vogun hf. á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd. Vogun á 30,71% í Granda. Stærstu eigendur þess eru Árni Vilhjálmsson prófessor, Grétar B. Kristjánsson og Kristján Loftsson í Hval. Á aðalfundi Granda hf. fyrir helgi var samþykkt að greiða 8% arð aö fjárhæð 87,6 milljón- ir króna, auk þess sem stjórn fé- lagsins er heimilað að auka hlutafé um allt að 100 milljónir með sölu nýrra hlutabréfa. Á ári rýrnandi afla jókst heild- arafli Granda hf. um 18% og varð hinn mesti í tíu ára sögu fyrirtækisins, 37.148 lestir. Afli utan kvóta reyndist vera rúm- lega þriðjungur heildaraflans og jókst um 8.675 tonn frá árinu á undan. Afli á kvótategundum dróst hins vegar saman um rúm 3 þúsund tonn milli ára. Grandi hf. skilaði hagnaði upp á 152,8 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 108 milljón króna hagnað árið áður. Eigið fé Granda var í lok síðasta árs 1.602,8 milljónir króna og hafði hækkað úr 1.521,9 millj- ónum árið 1993. Heildareign fé- lagsins er bókfærð á 4,7 millj- arða króna. Fyrirtækið á fisk- vinnsluna á Norðurgarði í Reykjavík og rekur níu togara, þrjá frystitogara og sex ísfisktog- ara. Innvegið hráefni til land- vinnslu í Norðurgarði er talsvert öðru vísi samsett nú en áður, þegar þorskurinn var í hásæti. Dr. Agúst Einarsson. Nú er karfinn orðinn 62% heildarhráefnisins í tonnum tal- ið, en ufsi 22%. Veruleg aukn- ing varð á framleiðslu loðnuaf- urða, sem fóru úr 545 tonnum í 1,527 tonn í fyrra, framleiðslan þrefaldaðist og markaðurinn í Japan afar hagstæður. Grandi hefur fjárfest töluvert í öbrum fiskvinnslufyrirtækjum síðustu misserin. Fyrirtækib á nú 20,2% í Þormóöi ramma á Siglufirði og fær Grandi 22,8 milljónir króna í sinn hlut af hagnaði þess fyrirtækis. Þá keypti Grandi nýlega fjórðungs hlut í Árnesi hf. í Þorlákshöfn fyrir 65 milljónir króna. Hluthafar í Granda eru 700 talsins og hafði fjölgað um 110 milli ára. Starfsmenn Granda voru ab meðaltali 440 í fyrra. í stjórn Granda hf. eru Árni Vilhjálmsson formabur, Ágúst Einarsson, Benedikt Sveinsson, Jón Ingvarsson, Grétar Br. Krist- jánsson og Gunnar Svavarsson. TF-LIF er ab verba tilbúin til afhendingar og verib ab leggja lokahönd á smíbi hennar í Frakklandi. Ljósmynd: Landhelgisgœslan. TF-LIF til Gœslunnar í júní: Tíunda þyrlan í 30 ára þyrlu- rekstri Þær raddir gerast háværari að efla beri Landhelgisgæsluna til eftirlits- og björgunar- starfa. Framundan er ýmislegt Vorþing Kvennalistans: Góbur andi og baráttuhug- ur en engar ákvarbanir „Útkoman var í stórum drátt- um sú aö viö skyldum halda áfram, sjá hvaö setur og takast á viö ný verkefni, eins og þaö aö halda uppi umræöu í þjóö- vélaginu," segir Kristín Ást- geirsdóttir um vorþing Kvennalistans sem haldiö var í Hverager&i um helgina. Þingiö var átakalaust og þar voru engar ákvar&anir teknar, ekki heldur var&andi út- skiptaregluna umdeiidu en um hana ur&u nokkur skoö- anaskipti. „Umræður á þinginu snerust fyrst og fremst um innra starf Kvennalistans í ljósi kosnin- gaumræðnanna og það kom skýrt fram að það er engan bil- bug á okkur að finna. Vib ætlum okkur að leggjast í hugmynda- fræði kvennabaráttunnar og skoða okkur sjálfar svolítið í al- þjóðlegu samhengi." Kristín segir að rætt hafi verið um útskiptaregluna, en hún sé mál sem ekki verði afgreitt nema á landsfundi. Regla þessi grund- vallast á gamalli landsfundar- samþykkt og kveður á um að kjörnir fulltrúar skuli ekki sitja lengur samfleytt en 6-8 ár. í seinni tíð hefur borið á vax- andi óánægju meö útskiptaregl- una og á vorþinginu nú varð niðurstaðan sú að fara þyrfti rækilega í gegnum þetta mál, og meta stöðuna í ljósi fenginnar reynslu. Næsti landsfundur kvenna- listans verður haldinn í haust. Að líkindum verbur beðið meö ráðningu starfsmanns þing- flokks Kvennalistans, í stab Kristínar Halldórsdóttur sem nú tekur sæti á Alþingi, þangab til í haust. í ályktun sem samþykkt var á vorþinginu eru ríkisvald, vinnuveitendur og verkaiýbs- hreyfing kölluð til ábyrgðar vegna þeirrar „óþolandi stöðu" að þúsundir kvenna geti ekki séö sér farborða á eigin laun- um, auk þess sem launamunur kynjanna hafi farið vaxandi, þrátt fyrir lög um launajafn- rétti og sérstakar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. ■ sem eflir þá stofnun, ekki síst ný þyrla, TF- LÍF, sem er nán- ast tilbúin hjá framleiöendun- um Marignane í Frakklandi. Undirbúningur fyrir komu þyrlunnar er í fullum gangi. Varahlutir, verkfæri og viö- haldsgögn eru farin aö berast til landsins og þjálfun tækni- manna hefur fariö fram. TF-LÍF fær nafn sitt úr nor- rænu gobafræbinni eins og fyrri þyrlur Gæslunnar, en nú eru þrjátíu ár liðin síðan þyrlurekst- urinn hófst og hafa 10 þyrlur verið í flugrekstri Landhelgis- gæslunnar á þessum tíma. Hafsteinn Hafsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar seg- ir að TF-LÍF verði væntanlega af- hent um miðjan næsta mánuð og komi þá hingað til lands 22. júní. Super Puma þyrlan er stórt og mikið tæki búin ýmsum þeim tækjum sem áður skorti, meðal annars afísingarbúnaði, fjögurra ása sjálfstýringu, elds- neytistönkum sem heimila mun lengra flug, og tvöföldu björgunarspili, vökvaknúnu og öbru til vara, rafdrifnu. Nýja þyrlan boðar nýja tíma í flug- rekstri Gæslunnar. Litla SIF hef- ur staðið sig vel, en hefur oft reynst kraftlítil í vetrarveöri landsins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.