Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 2
2 jtííU- Fimmtudagur 4. maí 1995 Kristján Eldjárn Þorgeir^son viö torffjósiö. Rœtt viö Kristján Eldjárn Þorgeirsson bónda í Skógsnesi í Caulverja- bœjarhreppi: y Skyldi Isak Rabin vita af þessu? Tíminn spyr... Er Morgunblabib málgagn Jóns Baldvins og Alþýbuflokks? Árni Johnsen, fyrrverandi blaba- mahur Morgunblabsins og al- þingismabur Sjálfstæbisflokks: Morgunblabib er mjög sterkt per- sónulegt blað, spegill íslensks þjóð- félags og öruggasta heimild sögurit- unar þessarar aldar. En hvað Jón Baldvin varbar og Alþýbuflokkinn þá hefur Morgunblaðib fjarri því verib málsvari Alþýbuflokksins sér- staklega, þótt blaðið hafi ruggað Jóni Baldvin nokkuð á hné sér. Vissulega hefur hann verið alláber- andi í pólitískum speglasal Morg- unblaðsins, ugglaust vegna þess að sá vindhani sem snýst fjörlega og hraöar en vindurinn leyfir, er að öllu jöfnu betra fréttaefni en sá sem snýst í takt við aðstæður. Hjartalag Morgunblaðsins er það sama og Sjálfstæðisflokksins en Jón Baldvin hefur notið þess að kærleikurinn er stór. Þetta hoss truflar hins vegar ótrúlega margra, því er ekki að neita. Samfélag íslendinga er mjög hefðbundiö og það er vandasamt að brjóta það upp. Sameiginleg ábyrgð hvílir á Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu í þeiin efnum, umfram aöra stjórnmálaflokka og fjölmiðla. Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingismabur Sjálfstæbisflokks: Ég skal ekki segja til um þab en svo mikib er víst að ég tel Morgun- blaðið ekki málgagn Sjálfstæðis- flokksins. Ég er sammála formanni Sjálfstæöisflokksins í þeim efnum. Ég er einnig á því að Morgunbláðið sé víðlesnasta fréttablaðið og sakir stærðar sinnar og útgáfu getur það boöið meiri og betri fréttir en önn- ur blöð. En þaö sama gildir hvorki um leiðara né Reykjavíkurbréf. Ólafur Hannibalsson, blaðamað- ur og varaþingmat ur Sjálfstæbis- flokksins: Ég held það sé fráleitt að Morg- unblaðið sé málgagn einhvers eins stjórnmálamanns eða stjórnmála- flokks. Kannski má þó segja um rit- stjórana að þeir séu vinir Jóns Bald- vins og aldrei nema annar í fríi. „Það var miklu auöveldara ab byrja búskap þegar vib fórum fyrst út í þetta fyrir fimmtíu ár- um. í dag er nánast orbinn ógjörningur fyrir fólk ab byrja í þessu, en rétt einsog Ingvar heit- inn Jónsson bóndi á Skipum í Stokkseyrarhreppi sagbi eitt sinn vib mig — þá er mun erfibara ab hætta í búskap en byrja," segir Kristján Eidjárn Þorgeirsson bóndi í Skógsnesi í Gaulverjabæj- arhreppi. Hann minnist þess þessa dagana ab nú eru libin rétt 50 ár frá því hann hóf sveitabú- skap fyrst. Á hálfri öld hafa margháttabar breytingar gengið í gegn í íslenskum landbúnabi, en kýrnar sautján í Skógsnesi eru þó enn í torffjósi. Öbru fremur er þab góða skapið sem einkennir Kristján, sem er teinréttur þrátt fyrir erfiðisvinnu alla tíð. Blaðamaður hitti hann að máli sl. fimmtudag þegar hann var að bera heim hey úr heystæbu með yfirbreiðu sem stendur fyrir framan íbúðarhúsið í Skógsnesi. „Já, það eru sjálfsagt ekki margir sem ganga enn í dag svona frá heyinu," sagði hann og hló. „Við konan mín, Guðný Magn- úsdóttir, sem er frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi, byrjuðum okkar búskap í Brandshúsum hér í Gaul- verjabæjarhreppi fyrst vorið 1948. Og þab er svolítið merkilegt vib það. Hér hófum við búskap 14. maí 1948, einmitt þann dag sem ísraels- ríki var stofnað. Ég hafbi orð á þessu á aðalfundi búnabarfélagsins hér í Gaulverjabæjarhreppnum, sem haldinn var í fyrradag, og þar voru sveitungar mínir að velta fyrir sér hvort ætti lengri lífdaga fyrir höndum, Ísraelsríki eða búskapur- inn hjá Guðnýju og Kristjáni í Skógsnesi. Þeir spurðu mig hvort Is- ak Rabin vissi af þessu og hvort hann væri væntanlegur í heim- sókn. Ég man eftir fréttinni í Út- varpinu fyrir 47 árum þegar sagt var frá þessum merka atburbi. En ekki man ég hver las hana. Aðeins að utandyra var hellirigning," segir Kristján. Búskapur Kristjáns og Guðnýjar stendur saman af um 100 ám og 17 kúm. „Ég sagði forðagæslumannin- um alltaf aö ég væri með 100 hausa á fóðrum, en skeikað gæti einum eða tveimur til eða frá. En kýrnar eru sautján talsins," segir Kristján. Og torffjósiö í Skógsnesi er byggt árið 1945, nokkru áður en hann hóf þar búskap. Bóndinn á bænum er ekkert á þeim buxunum að byggja nýtt fjós enda dugar þab gamla fyliilega. Hefur ab minnsta kosti ekki komið í veg fyrir að hann hefur fengið pínulitla silfurlitaða mjólkiurbrúsa frá Mjólkurbúi Flóa- manna sem þakklætisvott fyrir inn- legg á fyrsta flokks afurðum. „Það er auðvitað ekkert að marka það hvernig afkoma bænda er. Viö höfum fyrir löngu lokið öllum framkvæmdum og fjármögnun þeirra. En þegar við vorum ab byrja hinsvegar var allt verðlag mun lægra og innfluttar vörur ódýrari. Ég man til dæmis ab fyrir hvert kíló af eggjum fékkst annað á móti af innfluttu fóbri. Svona gengi þetta ekki fyrir sig í dag," sagði síkáti bóndinn, Kristján í Skógsnesi, ab lokum. - SBS, Selfossi. Sagt var... „En þar sem 1. maí er libinn sé ég enga ástcebu til ab berjast fyrir batnandi kjör- um verkalýbsins ... Öreigar allra landa sameinist fyrir framan dagskrá Stöbvar 2 í kvöld." jóhannes Sigurjónsson íroníusérfræöingur í vikulegum pistli sínum á Stöt> 2. „Netin eru öll smitub af grút, bátarnir voru allir ein ýlda og mabur sjálfur illa lyktandi frá hvirfli til ilja. Þetta var svo ka- súldib ab mabur þurfti ab halda fyrir vitin til ab þab fœri ekki allt upp úr manni, lungu og annab. Vib erum drullufúlir út af þessu en ég veit ekki vib hvern á ab kvarta. “ Halldór Haldórsson, grásleppukarl á Sey&is- firöi drullufúll í DV. „ En hvab er Siggi ab gera meb allar þess- ar beru styttur af berum konum í þætti sínum?" Spyr „áhorfandi" í lesendabréfi í DV í gær, þar sem hann veltir fyrir sér matreibsluþætti Sigurbar Hall á Stöb 2. „Ég held ab þab veiti ekkert af kariaat- hvarfi og mér virbist sem vib þurfum ab fá okkur sterkari hengilás. Þær eru ab labba yfir okkur. Þab er jafnrétti annan daginn og forréttindi hinn. Þab er eiginiega stefna hjá þeim. “ Raggi sót í Alþýbublabinu um baráttu sína vib konur. „Lœknavísindin hafa fyrir löngu leitt fram ab þab þarf sterkar höfubskeljar til ab berja höfbinu stöbugt vib grjátib. Þab hefur nú sannast á Finni Ingólfssyni." Úr leibara Alþýbublabsins. „Svisslendingar eru stórhœttulegir. Þeir spila mjög rólega eins og þeir eru vanir". Viggó Sigurbsson í Morgunblabinu um stór- hættulegan göngubolta Svisslendinga í handbolta. í heita pottinum... ... er mikib rætt um hugsanlegar breytingará mannavali í nefnd- um, stjórnum og ráðum sem Al- þingi mun kjósa í á vorþinginu. Meöal eftirsóttari mannviröinga sem þá verður útdeilt eru sæti í stjórn Byggbastofnunar en þar eru sjö manns í stjórn. Fastlega er bú- ist vib ab Einar K. Gubfinnsson muni sækja þab fast ab koma í stab Matthíasar Bjarnasonar inn í stjórnina og þá sem formabur enda er Einar Kristinn nú fyrsti þingmabur Vestfirbinga eins og Matthías var. Flestir abrir í stjórn- inni munu ab sögn sækjast eftir ab vera áfram nema hvab einhver spurningamerki hafa verið sett vib Pálma jónsson og halda menn jafnvel ab hann muni reyna að stybja Hjálmar Jónsson í stjórnina, þó ýmsir efist raunar um hvort-sá stubningur muni skipta sköpum eftir ab Pálmi dró sig í hlé úr pólit- íkinni... • ... telja menn ab þegar kosiö verb- ur í Norburlandaráb veröi sú breyting mest áberandi ab utan- ríkisrábherrann og samstarfsráb- herra Norburlanda, Halldór Ás- grímsson, verbi þar ekki lengur. í hans stab er nefnd Siv Fribleifs- dóttir, sem er eins og frægt er orðib norsk í abra ættina. • ... er verib ab tala um ab þab séu breyttir tímar í uppsiglingu í MR. Nýi rektorinn, Ragnheibur Torfa- dóttir latínukennari meb meiru, hefur ekki viljab veita fjölmiðlum viðtöl. Þessi þögn hefur orbib til þess ab menn eru þegar farnir ab kalla hana Ragnheibi þöglu til heiðurs fyrirrennara sínum, en frá- farandi rektor var þekktur hjá þjóbinni sem Gubni kjaftur. • ... benda menn á ab Júlíus Valsson fyrrum tryggingayfirlæknir sækir ekki um stöbuna aftur eins og hann var þó búinn ab gefa í skyn ab hann myndi gera. Þab gerir hins vegar Vigfús Magnússon, sem er settur tryggingayfirlæknir, og eins Hrafn V. Friöriksson sem gagnrýndi rábningu Júlíusar hvab mest á sínum tíma. Almennt er talab um ab nýi heilbrigbisrábher- ann muni vanda sig alveg sérstak- lega vib ab ráða í þessa stöbu enda verbi rábningin mikib í svibs- Ijósi fjölmiblanna eftir þab sem á undan er gengib. '0OGGI' $V t>Ú MEFÐ/R FENGIÐ 825 AR EFÞÚ HEFÐ/R 5T0HÐ 25 PITSUM j KAIIFORNÍU ! w , se"1 *> Pitsuþjóf- ur fær 25 ára fang- elsisdóm 1-0« Aofele*. Retiter. 25 ÁRA maður i Kalifomíu hefur verið dæmdur í fang- elsi 125 ár eða til lífstíðar fyrir að stela pitsusneið af hópi baraa. Maðurinn fékk svo strangan dóm vegria nýrra laga sem kveða á um að þeir sem hafa verið sakfelM ir þrisvar fyrir glæpí -* sitja í fangelsi I “ áreð- •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.