Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. maí 1995
WífflfflVM
t
9
Fallast á kröf-
ur ísraela
Jerúsalem — Reuter
Jitsak Rabin, forsætisráöherra
ísraels, sagði í gær ab Sýrlend-
ingar hefðu fallist á kröfu ísraela
um að landamæri milli ríkjanna
yrðu opnuð og þau tækju upp
opinbert stjórnmálasamband.
ísraelar hafa litið svo á að þetta
tvennt sé skilyröi þess að friður
geti komist á milli ríkjanna.
Orbrétt sagði Rabin: „Sem
lokamarkmið, það er rétt: opin
landamæri, stjórnmálasam-
band. Þannig skil ég þetta mál,
eins og Ameríkanar skýrðu okk-
ur frá því." Rabin var spurður
hvort þetta þýddi að Sýrland
hefði fallist á að „alger friður"
ríkti gagnvart ísraelsmönnum
sem ferðast til Damaskus. „Já,"
var svarið. „Ég get ekki sagt hve-
nær það verður, en já." ■
Hátt á annað
þúsund í svelti
Palestmumenn minntust þess meb fögnubi í gær ab eitt ár er libib frá því ab PLO tók ab sér löggœslu á Gasasvœb-
inu 3. maí í fyrra. Mebal annars var hvítum dúfum sleppt lausum og ungmenni báru líkan af Kletthvolfinu íjerúsalem, sem er ein helgasta bygging
múslima. Reuter
Angóla:
Andstæðingar hittast
Kigali — Reuter
Hátt á annað þúsund Hútú-
ar, sem lifðu af fjöldamorðin í
apríl, eru einangraðir í Kibeho-
búðunum í Rúanda. Búbirnar
eru umkringdar af hermönn-
um Tútsí-stjórnarinnar, en að-
stæbur í þar eru ömurlegar og
algjör skortur á mat og vatni.
Alþjóbanefnd Rauða krossins
hefur reynt að fá leyfi til að
koma nauðþurftum til Hútú-
anna, en stjórnin virbist stab-
ráðin í að svelta þá uns þeir
gefast upp.
Alls eru 1.738 Hútúar í búð-
unum, þar af 311 karlar, 518
konur og 954 börn. Þeir krefjast
þess að fá leyfi til ab fara til Za-
íre þar sem 1.200 þúsund Hútú-
ar eru í útlegð. Herinn heldur
því fram að meðal þeirra sem í
búðunum eru séu vopnabir
ófriðarseggir sem tóku þátt í
þjóðarmorðinu í fyrra, þegar allt
að ein milljón Tútsía og hóf-
samra Hútúa voru myrtir. Þessa
menn verði ab handtaka svo
hægt sé að refsa þeim. Ríkis-
stjórnin hefur ennfremur heitið
því að refsa hverjum þeim sem
gerst hefur sekur um ódæðis-
verk í Kibeho. ■
Lúanda — Reuter
Á morgun, föstudag, munu
Jose Eduardo dos Santos forseti
Angólu og Jonas Savimbi, leið-
togi UNITA-hreyfingarinnar,
hittast í Lusaka, höfubborg Sam-
bíu, þar sem friðarsamkomulag
þeirra var undirritað í nóvember
síbastlibnum. Ætlunin er að
renna frekari stobum undir frib-
inn í landinu, sem enn þykir
nokkuð fallvaltur. Dos Santos
sagðist í vikunni vonast til að
fundurinn „marki upphafib að
langvarandi þjóðarsátt."
Borgarastyrjöld hefur ríkt í
iandinu nánast óslitið í 20 ár,
allt frá því það losnaði undan
nýlendustjórn Portúgala árið
1975. Ríkisstjórnin hefur á valdi
sínu þéttbýliskjarnana en dreif-
býlið í suður- og vesturhluta
landsins er undir stjórn UNITA-
hreyfingarinnar.
Miklar vonir eru bundnar við
fund leiðtoganna, þótt margir
séu tortryggnir á árangurinn.
Antonio Joao Correia, sem er 35
ára þjónn með fimm börn á
framfæri, sagði: „Við öðlumst
aftur frelsi til að stjórna lífi okk-
ar. Þegar friður færist yfir verða
vegirnir opnabir og fólk getur
aftur haldið til starfa. Matur fer
ab berast til borgarinnar og verð
lækkar." Viðbrögð 25 ára hótel-
eiganda í Lúanda voru hins veg-
ar önnur: „Nú, ætla þeir loksins
að hittast? Þessir tveir menn,
frekar en ab nota menntun sína
og þau verðmæti sem portú-
gölsku nýlenduherrarnir skildu
eftir sig ... hafa þeir ekki gert
annað en að leiða landið út í
styrjöld sem engan enda tekur."
Enn er ekki Ijóst hvað leibtog-
arnir vonast til að fá út úr fund-
inum, annað en að binda loks
enda á borgarastyrjöldina. Sam-
kvæmt samkomulaginu frá í
nóvember, sem nábist fyrir
milligöngu Sameinuðu þjóð-
anna, er gert ráö fyrir að sameig-
inleg ríkisstjórn verði mynduð,
þar sem UNITA-hreyfingin fái
nokkur rábuneyti: heilbrigðis-
ráðuneyti, viðskiptaráðuneyti,
rábuneyti feröaþjónustu og hót-
elmála og ráðuneyti námu-
vinnslu og jarðfræði. Auk þess
fái hún í sinn hlut sjö vararáð-
herra, sex sendiherra, þrjá af 18
héraðsstjórum landsins og sjö
varahéraðsstjóra, ásamt ýmsum
öðrum af æbri embættismönn-
um landsins.
Sumir þykjast hafa tekib eftir
því að frá því í nóvember hafi
ríkisstjómin, hvort sem þab er
með ráðum gert eða ekki, sleppt
hendinni af þeim ráðuneytum
sem eiga ab fara undir stjórn
UNITA og þar ríki nú algjört
stjórnleysi.
í Angóla er nú 40% verðbólga
á mánuði, 80% allra matvæla
eru innflutt og styrjöldin hefur
nánast lagt allt samgöngu- og
samskiptakerfi landsins í rúst. ■
Kari Jalas frá UNICE:
6% hagvöxtur á
fyrsta ari Finna
innan ESB
Fréttamenn í lífshættu
UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . ..
Kari Jalas, fastafulltrúi Finna hjá
Samtökum atvinnu- og iðnrek-
enda í Evrópu (UNICE) og vara-
maður í Efnahags- og félagsmála-
nefnd Evrópusambandsins, var
erlendur gestur Iðnþings. í ræðu
hans á þinginu kom fram að hag-
ur Finna af aðild aö Evrópusam-
bandinu hefur þegar reynst mun
meiri en ráð var fyrir gert áður en
hún gekk í gildi um áramótin síð-
ustu og stefnir nú í aö hagvöxtur
á árinu verði um 6%, en hagvöxt-
ur hér á landi var 3%. Gert er ráð
fyrir að hann veröi svipaður í ár.
Kari Jalas sagði að þennan
mikla hagvöxt mætti rekja beint
til ESB-abildarinnar. Þegar um
miðjan febrúar hafði orðið 7%
lækkun á matvöru í Finnlandi en
nú er áætlab ab lækkunin nemi
um 10 af hundraði á árinu 1995.
Minnst hefur lækkunin orðib á
mjólkurvörum, eba 3%. mest hef-
ur hún orðið á eggjum, eöa 48%.
Kjöt og unnin kjötvara hafa
lækkaö um 13%.
Kari Jalas segir ab þrátt fyrir
þab að mjög hafi verið deilt um
ESB-aðild í Finnlandi fyrir
nokkrum mánuðum sé sá
ágreiningur úr sögunni nú, eins
og ráða megi af því aö fyrir þing-
kosningar sem fram fóru í mars
sl. hafi málið varla komib til um-
ræðu. Þó sé of snemmt ab hrósa
happi þar sem forsendur kunni
að taka breytingum á ríkjaráð-
stefnunni sem hefst ab ári, en
Finnar leggi mikla áherslu á að
hafa áhrif á þá endurskobun sem
þar á að fara fram. ■
París — Reuter
Árið 1994 létu a.m.k 103
fréttamenn lífið af manna-
völdum víða um heim, en
1993 var sambærileg tala 63.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
frá samtökunum Fréttamenn
án landamæra, sem hafa að-
setur í París. Þar segir einnig að
í flestum hinna 185 aðildar-
ríkja Sameinuðu þjóðanna séu
þeir fréttamenn sem „til vand-
ræða eru" ýmist ritskoðaðir,
fangelsaðir, pyntir eða jafnvel
drepnir. Ab mati samtakanna
virða einungis 50 aðildarríkj-
anna fjölmiðlafrelsið.
„1994 var hræbilegt ár í sögu
fréttamennskunnar," segir í
skýrslunni. „Það eru ekki leng-
ur slysaskot og jarðsprengjur
sem verða fréttamönnum að
bana. Hér eftir reyna öfga-
menn að koma í veg fyrir að
þeir segi frá því sem þeir verða
vitni að."
Ennfremur segir í skýrsl-
unni: „Á nokkrum svæðum í
heiminum (Alsír, fyrmmjúgó-
slavíu) er kerfisbundib unnið
að því að útrýma fréttamönn-
um þar sem nærvera þeirra ein
veldur óþægindum." í Rúanda
hafa 48 fréttamenn látið lífið,
en það er helmingurinn af öll-
um fréttamönnum í landinu. í
Alsír hafa 35 fréttamenn verið
myrtir frá því í maí 1993, og
átta drápust í Bosníu á sl. ári.
Auk þess kemur fram aö í
síðasta mánuði vom 98 frétta-
menn á bak vib lás og slá, þar
af þriðjungurinn í Asíu, og 19
þeirra sátu í kínverskum fang-
elsum. Lýbíski fréttamaðurinn
Abdullah Ali al-Sanussi al-
Darrat hefur setið í fangelsi frá
því 1973, eða í 22 ár, án þess
að ákæra hafi verið lögð fram
eða réttarhöld haldin yfir hon-
um.
Sums staðar hefur fjölmiöla-
frelsi aukist á sl. ári, m.a. í Suö-
ur- Afríku, Haítí, Jórdaníu,
Marokkó, Nepal og Slóveníu.
En annars staðar hefur ástand-
ið versnað, t.a.m. í Alsír, Búr-
úndí, Egyptalandi, Mexíkó,
Serbíu, Rúanda og Túnis.
Á þessu ári hafa 16 frétta-
menn verið drepnir, helming-
urinn í Alsír.