Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. maí 1995 7 Vegsummerki snjóflóösins eru greinileg, grunnar húsanna sem flóbib hreif meb sér. Tímamyndir: Pétur Bjarnason Ný byggö á Súðavík: Vigdís forseti tók fyrstu skóflustunguna Frá Pétri Bjarnasyni, fréttaritara Tímans á ísafirbi: Sunnudaginn 30. apríl sl. hófst formlega uppbygging nýrrar byggðar í Súðavík, með því aö Vig- dís Finnbogadóttir forseti tók fyrstu skóflustunguna að nýrri gatnagerð á byggingarsvæðinu. Mikið fjölmenni var við athöfnina og veður eins og best veröur á kos- ið, glaðasólskin og logn. Rétt fyrir klukkan tvö á sunnu- daginn fór forsetinn ásamt þing- mönnum kjördæmisins og ráða- mönnum í Súðavík á staðinn þar sem mest tjón varð í snjóflóðunum þann 16. janúar síðastliðinn. Þar var staldrað við um stund, veg- summerki skoðuö og síðan haldið inn á hið væntanlega bæjarstæði í Eyrardalslandi. Þar hófst athöfnin síðan klukkan tvö með því að forsetinn, frú Vig- dís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustungu að nýju vegarstæði og óskaði þorpinu og íbúum þess guðs blessunar í því uppbyggingar- starfi sem framundan er. Sr. Magnús Erlingsson flutti síð- an hugvekju, bæn og blessunarorð og viöstaddir báðust sameiginlega fyrir. Að þessari athöfn lokinni var gengið til hins nýja og glæsilega íþróttahúss, þar sem hreppsnefnd baub öllum gestum til kaffisam- sætis, en veg og vanda af fram- kvæmd þess hafði kvennadeild Slysavarnarfélagsins á staðnum. Þess má geta að þetta vandaða íþróttahús hefur verið notað í um eitt ár, en það var byggt í fyrravet- ur og libu um sex mánuðir frá fyrstu skóflustungu þar til það var tekib í notkun og þab er nú full- byggt. Bygging þessa húss og fram- Vigdís Finnbogadóttir skobar vegs- ummerki og uppbyggingu á Súba- vík í fylgd Elmu Daggar Frostadótt- ur. Elma Dögg grófst undir snjó- flóbinu og fannst ekki fyrr en eftir 15 klst. nokkub slösub. Hún var sú nœst síbasta sem fannst á lífi. Orðrétt sagði hún síðan: „Ég varð fyrir djúpum áhrifum þegar ég kom hér og var með ykkur á mikl- um sorgarstundum og mér hefur æ síðan fundist ég vera vinur ykkar allra og það vil ég að þið vitið." Af ráðherrum ríkisstjórnarinnar mátti sjá auk félagsmálaráöherra, heilbrigðisráöherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, landbún- aðar- og umhverfisráöherra, Guð- mund Bjarnason, og utanríkisráð- herra, Halldór Ásgrímsson. Atvinna hefur verið næg í Súða- vík eftir að starfsemi hófst eftir snjóflóðin í vetur en það má raun- ar segja að svo hafi verið mörg undanfarin ár. Framundan eru geysimikil verk- efni, bæði á sviðum sjávarútvegs- ins og fiskvinnslunnar, sem fyrr, svo og byggingarframkvæmdir við hið nýja hverfi og hreinsun og frá- gangur á snjóflóðasvæbunum. Ekki hefur enn verið gengið frá því til fullnustu hvaba hús verða flutt úr hinni „gömlu" Súöavík á nýja byggingarsvæðið, en í skipu- lagi er gert ráð fyrir tveimur götum þar sem pláss verður fyrir hús sem kunna að verða flutt af gmnnum sínum. Almennt gætir bjartsýni í máli Súðvíkinga, sem horfa fyrst og fremst fram á við og einbeita sér að þeim verkefnum sem nú blasa vib. Eftir ab forsetinn hafbi tekib skóflustungu ab nýju vegstœbi og sr. Magnús Erlingsson flutt bæn og blessunarorb gekk mannfjöldinn til hins nýja og glœsilega íþróttahúss og þábi veitingar íbobi hreppsnefndar sem kvennadeild Slysavarnarfélagsins sá um. kvæmdahraði hennar ber stórhug íbúa Súbavíkur gott vitni og þess er að vænta að þeir geti tekist á vib verkefni komandi tíma meb sama hugarfari. Yfir boröum flutti Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri ávarp og tvær ungar stúlkur úr Tónlistarskóla Súðavíkur, þær Alda Óskarsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir léku á blokkflautur. Einnig fluttu ávörp: forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrsti þingmabur Vest- fjarða, Einar Kr. Guðfinnsson, og félagsmálaráðherra Páll Pétursson. Viðstaddir vígsluna voru vel- flestir íbúar Súðavíkur auk fjölda gesta úr nágrannasveitarfélögum, fulltrúar sveitarstjórna ásamt full- trúum Sambands íslenskra sveitar- félaga, forsvarsmenn ýmissa stofn- ana og félagasamtaka. Jón Gauti Jónsson sagði m.a. að Nýja „Bústabahverfib" íSúbavík. á næstu dögum yrði boðab til borg- arafundar til þess að ræba næstu skref í uppbyggingunni, en vonir stæðu til þess að framkvæmdir gætu hafist af fullum krafti á næst- unni. í ávarpi Vigdísar forseta kom fram að þetta væri meðal gleðileg- ustu starfa sem hún hefði tekist á hendur. Hún sagði að ekki hefði liðið sá dagur síðan hún kom vest- ur eftir hamfarirnar í vetur að hún hefði ekki hugsað til Súbvíkinga. Akureyrarbær leggur fe til rekstrar Foldu hf. Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Framkvæmdasjóður Akureyr- arbæjar mun leggja fram 25 milljónir króna til rekstrar foldu hf. og skuld við Landsbanka ís- lands að upphæð um 40 millj- ónir króna verður breytt í hluta- fé er veröur í eigu Regins hf. Auk þessara fjármuna munu nýir að- ilar koma að rekstri fyrirtækisins og leggja því til rúmar 20 millj- ónir króna. Núverandi hlutafé í Foldu hf. er 79 milljónir króna og verður það fært niður að fullu. Eftir þessar breytingar verður nýtt hlutafé í fyrirtækinu 87,5 milljónir króna og eigin- fjárstaða þess jákvæð um 40 milljónir króna. Ástæður þessarar endurskipu- lagningar á fjármálum fyrirtæk- isins eru erfiðleikar í rekstri, einkum á fyrsta starfsári þess en einnig á síðastliðnu ári. Fyrir- tækið var stofnað eftir að Álafoss hf. varð gjaldþrota á árinu 1991 og markmið þess og tilgangur er að fullframleiða ullarvörur til út- flutnings, en fyrirtækið íslensk- ur textíliðnaður hf. í Mosfellsbæ var stofnað um frumvinnslu ull- arinnar. Strax á fyrsta starfsári Foldu sköpuðust erfiðleikar sem rekja má til þjóðfélagsumróts í Rússlandi er varð þess valdandi að áætlanir um sölu á fram- leiðsluvörum þangað urðu ekki að veruleika. Af þeim ástæðum eyddist þáverandi eigið fé fyrir- tækisins að mestu og gerði því erfitt fyrir um áframhaldandi rekstur og einkum að taka á sig fleiri áföll. Á síðasta ári varð síð- an einn af stærri viðskiptavin- um Foldu hf. gjaldþrota er or- sakaði um 30 milljóna króna tap sem fyrirtækið var vanbúið að taka á sig. Af þeim ástæðum var hafist handa við endurskipu- lagningu á rekstri þess sem nú er lokið með framangreindum ráð- stöfunum. Stjórnarformaður Foldu hf. er Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar en hann hefur jafnframt gegnt framkvæmda- stjórastarfi hjá Foldu hf. frá ára- mótum. Hann hefur nú verið ráðinn framkvæmdastjóri til frambúðar og mun láta af störf- um hjá iðnþróunarfélaginu, en ný stjórn verður kosin á aðal- fundi Foldu hf. sem fram fer í byrjun maí. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.