Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. maí 1995 5 Kristján Benediktsson: f Hótanir Árna Sigfússonar Nokkuð er um liðið síðan það málefni, sem hér verður fjallað um, var á dagskrá í borgarráði og borgarstjórn Reykjavíkur og í fréttum fjölmiðla. Fyrst voru það öll lætin í kosningabarátt- unni og síðan páskarnir, sem gerðu að verkum að þessu grein- arkorni seinkaði. Þessi seinkun kemur þó ekki að sök. Málið er þess eðlis að það hlýtur að verða til umfjöllunar lengi enn. Hér á ég við þá yfirlýsingu oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, að þeir embættis- menn, sem ráðnir verða til borgarinnar af núverandi meiri- hluta, verði umsvifalaust reknir þegar og ef sjálfstæðismenn komist þar til valda á ný. Menn skulu gefa því gaum að hér flyt- ur bobskap leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og fyrr- verandi borgarstjóri. Hér kveöur vissulega við nýjan tón, sem ég hef ekki orðið var við áður, þrátt fyrir löng kynni af borgarmál- efnum. Hér talar reiður og hefnigjarn maöur, sem ekki ætl- ar að víla fyrir sér, fái hann til þess völd, að brjóta samninga á fólki, sem ekki hefur annab til saka unnið en að vera ráðið til starfa af tilteknum meirihluta. Hér talar ekki sá yfirvegaði og virðulegi leiðtogi sem sæmir þeim stóra flokki, sem hann er málsvari fyrir. Satt að segja átti ég von á að flokksbræður Árna Sigfússonar í borgarstjórn mundu reyna aö milda þessi ummæli hans og jafnvel fá hann til að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi. Svo hefur ekki orðib. Þannig virðist óum- deilt að þessi brottrekstrarstefna er orðin mál borgarstjórnar- flokksins. Ekki einu sinni einn Eins og flestum mun í fersku minni, tapabi Sjálfstæðisflokk- urinn meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir tæpu ári, þegar Reykjavikurlistinn lagði hann að velli. Fram til þess tíma hafði hann stjórnað borginni, ab undanteknu kjörtímabilinu 1978-82. Ekki fer milli mála að svo langur valdaferill setti flokkslegt mark á alia starfsemi og starfs- hætti hjá borginni, sem gjarnan voru miöaðir við hagsmuni flokksins hverju sinni. Þetta kom einkar glöggt fram þegar VETTVANCUR „Þœr hótanir, sem hér hafa verið gerðar að um- talsefni, eru í eðli sínu grafalvarlegar og hljóta að vekja fólk til umhugs- unar um það sem að baki býr. Er tilgangurinn að hrœða, eða er um að rœða stórfelldan siðferð- isbrest hjá því fólki sem þannig hugsar og talar?" um mannaráðningar var að ræða. Fyrir borgarstjórnarkosn- ingar 1974 lét ég þess getið í blaðagrein, að af 40 æðstu emb- ættismönnum borgarinnar væru 39 annað tveggja flokks- bundnir eða yfirlýstir sjálfstæð- ismenn. Þetta olli nokkrum vangaveltum hjá þeim sjálf- stæbismönnum og reynt var að finna út hver þessi eini væri, sem sigldi undir „fölsku" flaggi. Vitanlega bar sú leit engan ár- angur. Þessi eini var ekki til. Embættismannakerfið var ein- litt. Þannig var ástatt varðandi embættismennina, þegar nýr meirihluti tók við stjórn borgar- innar á vordögum 1978. Tryggir og flokkshollir sjálfstæbismenn sátu í hverjum stól og á hverj- um kolli. Enginn var samt rek- inn. Slíkt hvarflaði ekki einu sinni að hinum nýja meirihluta. Kenning Árna Sigfússonar um brottrekstra var ekki komin fram. Samkvæmt henni hefði sá meirihluti, sem stjórnaði árin 1978- 82, átt að losa sig við þá embættismenn sem þá voru hjá borginni. Þetta er rifjað upp hér fyrir Árna Sigfússon, sem nú fer mikinn og hneykslast mjög yfir því að fleiri en sjálfstæðismenn skuli ráðnir í embætti hjá Reykjavíkurborg. Hvab segja „Sjálf- stæbar konur'7 Fyrst ætlar Árni Sigfússon að reka nýráðinn borgarritara, Helgu Jónsdóttur, komist hann til valda. Staða borgarritara losnaði þegar Jón Tómasson, sem gegnt haföi henni með Helga jónsdóttir. ágætum um alllangt skeið, ákvað að gerast Iögmaður ríkis- ins. Var Helga valin úr hópi all- margra umsækjenda. Engan hef ég heyrt draga í efa hæfni henn- ar til að gegna þessu starfi, ekki heldur Árna Sigfússon. Slíks er líka engin von. Hún hefur bæði þá menntun og reynslu sem til þarf. Ekki hef ég heldur heyrt að aðrir umsækjendur um stöðuna hafi verið taldir henni fremri. Varla byggist afstaða Árna Sig- fússonar á því að um konu er að ræða. Ekki getur hinn glaðbeitti hópur innan Sjálfstæðisflokks- ins, sem kallar sig „Sjálfstæðar konur", lagst gegn því að kona sé ráðin í starf borgarritara. Mér kemur helst í hug að Árni hafi lært það í Stjórnmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins, aö embættis- segir frá stefnumálum kvenna í bæjarstjórn og er þar rakið hvernig konur vom, hér sem annars staðar, brautryðjendur þess velferðarríkis sem vib búum við í dag. í fimmta kafla segir svo af viðtökum bæjarstjórnar- manna við kröfum kvenna í bæj- arstjórn. Bókin er 136 bls. að lengd og í henni em 12 töflur þar sem m.a. Árni Sigfússon. menn borgarinnar ættu að vera sjálfstæðismenn og haldi sig við þá kenningu. Þær hótanir, sem hér hafa ver- ið gerðar að umtalsefni, em í eðli sínu grafalvarlegar og hljóta að vekja fólk til umhugsunar um þaö sem að baki býr. Er til- gangurinn að hræða, eða er um ab ræða stórfelldan sibferbis- brest hjá því fólki sem þannig hugsar og talar? Á ég þá við þá borgarfulltrúa sem nú skipa minnihluta borgarstjórnar. En hver svo sem ástæðan er, þá er hitt víst að Árni Sigfússon og fé- lagar hans hafa á eftirminnileg- an hátt brotið blað með ein- stæöum viöhorfum sínum og málflutningi. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. em sýndar niðurstöður kosninga í Reykjavík. Þar er einnig skrá yf- ir allar konur er setið hafa í bæj- arstjórn, skrá yfir fjölda kvenbæj- arfulltrúa flokkanna til þessa dags og ítarleg nafnaskrá. Barátta um vald fæst í flestum bókaversl- unum og kostar kr. 1.790. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. Fréttir af bókum Fyrstu stjómmálaaf- skipti kvenna á íslandi Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Barátta um vald: Konur í bœjarstjóm Reykjavíkur 1908- 1922. Höfundur er Auður Styrk- ársdóttir háskólakennari. Bókin skiptist í fimm megin- kafla, auk formála og samantekt- ar. Fyrsti kafli fjallar um upphaf kvenréttindabaráttu erlendis á 19. öld og stjórnmálaþátttöku kvenna með kvennaframboðum í byrjun 20. aldar, bæði hér heima og erlendis. Annar kafli rekur sögu stjórnmálafélaga í Reykjavík í byrjun þessarar aldar, þátttöku kvenfélaga og framlag til bæjarstjórnarmála og viðhorf rábamanna til stjórnmálaaf- skipta kvenna. í þriðja kafla er greint ítarlega frá framboðum og kosningaúrslitum í Reykjavík á ámnum 1908-1918. í fjórða kafla Vaxtalækkun Ekki eru ýkja mörg ár síðan vaxta- frelsi var lögleitt á íslandi. Með vaxtafrelsi var beinum af- skiptum stjómvalda af útlánsvöxt- um hætt, en markaðinum ætlað að ákveða þá, að sjálfsögðu samkvæmt kenningunni um framboð og eftir- spurn. Hingaö til hefur framboð á lánsfé verið miklu minna en eftirspurn á íslandi og eimir þar eftir af verð- bólguhugsunarhættinum „grædd er skulduð króna". Eftir að lán hættu að brenna upp í verðbólgueldi á þessi hugsunar- háttur ekki lengur við rök að styðj- ast, þótt enn hafi of fáir áttab sig á því. Smám saman er ab birta til eftir myrka daga veröbólgu og bmðls, þegar sú hugsun var ríkjandi að engin fjárfesting væri svo vitlaus að hún borgaði sig ekki einhvern tíma. Sú dögun hefur hins vegar tekiö miklu lengri tíma en okkur, sem fylgst höfum af athygli með þróun efnahagsmála, hefði órað fyrir. Það, sem aðallega hefur iagast, er þetta: Verðbólga heyrir sögunni til. Þar með er verðlag stöbugt og verð- skyn neytenda jafnt sem seljenda eflist. Lánastofnanir hafa lagt mik- ið fé í afskriftasjóöi og eru nú bún- ar ab leiðrétta afleiðingar vitlausra eldri útlána ab mestu. Þær hafa líka aukib kröfur sínar til lántaka, eru farnar að láta skoba veð með gagn- rýni og hugsa um gjaldþol skuldar- anna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa: Lánastofnanir landsmanna Frá i mmum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE hafa snúið tapi í hagnað. Með auknum hagnaði hafa lána- stofnanirnar svo meira fé til útlána og að viðbættri varkárni í útlánum hlýtur það að leiða til þess að rýmra verður um lánsfé — fyrir þá lántak- endur sem standast kröfur lánveit- enda. Þarna erum vib komin ab kjarna málsins: Með heilbrigðu efnahags- lífi færist starfsemi íslensks pen- inga- og lánakerfis nær því sem þekkist í umheiminum. Það fara sem sagt að koma þeir tímar, að lánastofnanir hagi sér líkt og tryggingarfélög. Lánastofnanir munu veita traustum lántakendum lán á lægri vöxtum en hinum sem ótryggari eru, alveg eins og öruggur ökumaður greiðir lægri iðgjöld en sá sem mörgum slysum veldur. Það fer að koma að því að sam- keppni verði milli lánastofnana um að fá góba lántakendur og lánaviö- skipti fá þá á sig þann svip sem öll viðskipti eiga að hafa: Þjónusta og lágt verð laöar að sér viðskiptavini. Jákvætt umtal þeirra eykur svo orb- stír lánastofnunarinnar með þeim afleiðingum að viðskipti hennar eflast enn og verða betri. Eftir að íslenskt peningakerfi var opnab að fullu fyrir erlendum áhrifum, er það aðeins tímaspurs- mál hvenær íslenskir útlánsvextir verba sambærilegir við þab sem gerist í nágrannalöndunum. í þessum pistli hef ég rökstutt að svo muni veröa og verð ég ab lýsa furðu minni á að nokkur maöur skuli opinbera svo vanþekkingu sína og skort á innsæi, að draga vaxtalækkun í efa. Viö megum meö öðrum orbum vænta vaxtalækkun- ar fyrr en síðar. Ég undirstrika hins vegar að með opnu fjárstreymi milli landa hljót- um við alltaf að enda á svipuðum nótum og umheimurinn, enda er þaö slík alþjóðleg viðmiðun sem menn hafa þegar þeir segja ab vext- ir muni lækka á íslandi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.