Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 8
8
wnnnvi
Fimmtudagur 4. maí 1995
Nemendaleikhúsib: MARÍUSÖCUR eftir
Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: ÞórTul-
inius. Leikmynd og búningar: Stígur
Steinþórsson. Höfundur tónlistar: Val-
geir Skagfjörb. Frumsýnt í Lindarbæ 27.
apríl.
Það liggur eitthvað í loftinu í
Lindarbæ þegar sýningin á
Maríusögum er að hefjast. Nú-
tímaheimili í Reykjavík,
kvöldboð, vinafundur. Fólk
boðið velkomið: Mikið er
gaman að sjá ykkur ... Vand-
ræðaleg þögn, síðan innan-
tómar setningar, snakk, til-
raunir til fyndni sem hlegið er
kurteislega að. — Allt er þetta
ósköp kunnuglegt, hversdags-
legur nútímarealismi sem
maður er búinn að sjá og
heyra margoft. En — og það
sker úr: Þessar hversdagsorð-
ræður, venjulegu kringum-
stæður, búa yfir spennu og
dul, frá upphafi heyrist undir-
tónn sem helst alla sýning-
una, með hæfilegri stígandi,
um leið og persónurnar verða
smám saman skýrari. Maríu-
sögur reyndist lifandi sýning,
gott leikverk sem fengur er að
fá á fjalirnar. Og það er vel sett
á svið og flutt af alúð og áhuga
af hinum upprennandi leikur-
um.
Mér skilst að Maríusögur sé
með einhverjum hætti unnið
upp úr bók höfundar, Engill
meðal áhorfenda. Þá bók hef
ég ekki lesið, enda ekki meðal
þeirra sem auglýstar hafa verið
með mestum fyrirgangi síð-
ustu ár.’En forvitnilegt væri að
glugga í hana. Þorvaldur mun
hafa samið leikritið fyrir Leik-
listarskólann. Áður hefur
hann skrifað Skilaboðaskjóð-
una, barnaleikrit sem Þjóðleik-
húsið setti á svið og var
skemmtileg sýning þótt leik-
ritið sjálft sé ekki veigamikiö.
Það er óhætt að hvetja hann
til ab halda áfram ab skrifa
leikrit.
Þessa kvöldstund, sem leik-
ritið gerist, eru á sviðinu fimm
persónur: Húsráðendur eru
Stefanía, þrítug húsmóðir, og
Þráinn, eiginmaður hennar,
þrítugur deildarstjóri. Þarna
eru líka Marteinn, bróðir Stef-
aníu, 29 ára, María, æskuvin-
kona hennar, 28 ára, og Egg-
ert, kærasti Maríu, 28 ára. —
Stefanía er möndullinn sem
samskipti persónanna hverf-
ast um, enda þótt leikritið sé
kennt við Maríu og sögurnar
hennar, sem enginn veit hvort
eru sannar eba lognar — frem-
ur en svo margt í lífinu.
Faðir þeirra Stefaníu og Mar-
teins er nýlátinn og þab er
býsna haglegt hvernig skuggi
hans hvílir yfir öllum sam-
skiptum og samræbum fólks-
ins. Þarna eru sem sagt opnaö-
ir ýmsir skápar og kemur sitt-
hvað öfugsnúiö í ljós í sam-
spili Stefaníu, bróðurins
Marteins og Maríu. Þetta er
raunar eins og altítt er í nú-
tíma-afhjúpunarleikjum um
borgarana. Bak við slétt yfir-
borð efnahagslegrar velsælu
sprettur fram maðkaveita þeg-
ar hnífi er brugðiö á. Mér dett-
ur í hug Lars Norén, án þess ég
líki Þorvaldi Þorsteinssyni við
hann, enda langt frá að Maríu-
sögur séu eins sterk inntaka og
leikrit hins fræga Syía. Allt er
hér með léttari brag. Um kyn-
ferðismálaþáttinn í leiknum er
það að segja aö þótt hann
virðist banal eða reyfara-
kenndur þegar upp er staðið,
skiptir það ekki máli; hann
hentar ágætlega sem drifkraft-
ur leiksins. Barátta um völd,
peninga og kynferðislega full-
nægju fer ágætlega saman.
Kynferbismálaþátturinn virbist reyfarakenndur, en hentar ágœtiega sem drifkraftur leiksins.
$ - 'T MSBllík* * * ' M
Wrxííu - ■ ' ’
Wm Hr . í sMgM, &&&&*- - - •> í jM
'mm BMteyfe'a' fíi
HraSp ■■■ |,
W ^ ; r ■”' ,, 1«
Htt -
Það sem liggur í loftinu
Blanda skops og alvöru er býsna grótesk.
Stefanía, hin þrítuga hús-
móðir, er vel gerð persóna og
Halldóra Geirharðsdóttir skil-
ar henni á mjög sannfærandi
hátt. Fljótt á litið er þetta
dúlluleg húsmóbir, hún kýs
hið slétta yfirborð, hefur náð
sér í eiginmann sem er auð-
sveipur og heldur litlaus deild-
arstjóri og dundar nibri í kjall-
ara. Þegar flett er utan af per-
sónu Stefaníu, kemur auðvit-
ab annað í ljós: Bak viö slétt og
bjart gervi hinnar gestrisnu
húsfreyju leynist hið mesta
forað, kaldrifjaður eiginhags-
munaseggur. Þetta er vissulega
lunkin kvenlýsing og skýr inn-
an ramma verksins.
Bróðirinn Marteinn, sem
búið hefur í Svíþjób, er ekki
síðri persóna. Sveinn Þórir
Geirsson er mjög efnilegur
leikari, því honum tókst að
miöla hinum sálræna óhugn-
aði sem fylgir Marteini. Hann
LEIKHUS
GUNNAR STEFÁNSSON
er eins og taugaflak og fram-
ganga hans einkennist af
bældum ofsa, hann getur tek-
ið upp á hverju sem er. Um
leib og hann er ofvaxib barn,
þjakað af komplexum frá upp-
vexti sínum. Þessu skilaði
Sveinn Þórir á sannfærandi
hátt.
Kjartan Guðjónsson leikur
deildarstjórann Þráin (þessi
harla almenni starfstitill virð-
ist henta vel á smáborgaralega
streðara!). Þráinn er eins og
annar hver maður og því ekki
upplögð persóna til að vinna
úr dramatískt sköpunarverk.
Naerfærib raunsæi höfundar
og leikstjóra nýtur sín þó vel í
hófstilltum leik Kjartans, sem
lýsti góðu skopnæmi. Atriðið
þar sem karlmennirnir þrír
standa í kjallarakompu Þráins
og litast um var brábskemmti-
legt. Þar léku Sveinn Þórir og
Bergur Þór Ingólfsson (Eggert)
ágætlega á móti Kjartani.
Eggert er annar meðaljón-
inn til. Hann reynir sífellt að
vekja á sér athygli með glamri
sem ekkert er á bak við. Mað-
urinn sem segist átta sig á öllu,
en er bara þurs sem ekkert skil-
ur. Hann er utanveltu við
leyndarmál fjölskyldunnar og
þjónar eins o£ spegill fyrir
hana ab skoba sig í. Oborgan-
leg var sagan af Grímseyjarför
hans frá Akureyri með hinum
stórgóða antíklímax í ná-
kvæmri frásögn. Áhorfandinn
átti ab halda að Eggert lumaði
á einhverju, en auövitað var
það ekkert. Bergur Þór teikn-
aði þessa persónu einkar
glöggt upp fyrir sjónum
manns.
Þá er loks María sjálf, sem
Pálína Jónsdóttir leikur. Hún
er í rauninni eina persóna
leiksins sem sýnir manneskju-
legar tilfinningar, ást, sárs-
auka, ærleg viðbrögð vib líf-
inu. Hún er kvika leiksins eins
og Stefanía er möndull hans.
— Pálína leikur Maríu af mikl-
um krafti og innlifun, en
kannski heföi ögn hófstilltari
leikur skilað betur tragidíunni
í lífi þessarar konu. — Þegar
að afhjúpuninni kemur verður
blanda skops og alvöru býsna
grótesk og fer raunar vel á því:
leikurinn vegur salt á mörkum
harmleiks og grínleiks, eins og
mörg nútímaverk gera.
Höfundur skrifar skemmti-
legt „samtal" við eina persón-
una í leikskrá: Það er aðeins í
augum leikpersónanna sem
ekkert gerist, segir hann, „eða
réttara sagt það er mismun-
andi sterk óskhyggja þeirra
flestra að ekkert gerist sem geti
breytt þeirra stöðu. Og það er
þeirra harmleikur. Frá sjónar-
horni áhorfandans gerist hins
vegar miklu meira." Þarna er
sem sé fólgiö það tvísæi sem er
forsendan fyrir lifandi leik-
verki. Að láta það verka sem
ekki er sagt á sviðinu.
Þór Tulinius hefur stýrt hin-
um ungu leikurum af mikilli
prýði og búið til heilsteypta
sýningu þar sem leikmyndin
hjálpar vel til að vekja réttu
stemninguna. Rýmið er notað
bæði innst og fremst með út-
sjónarsemi. Músíkin er í fjör-
legum takti, í andstöðu vib
sitthvað sem á sviðinu gerist,
notuð til að brjóta upp atriðin
og gerir það nokkuð vel. —
Mér hefur skilist að stóm at-
vinnuleikhúsin kvarti undan
því að fá ekki nógu gób íslensk
leikrit, enda hefur sumt af því
tagi, sem sést hefur í vetur,
bent til þess að þau eigi ekki
margra góðra kosta völ. En
Maríusögur er leikrit sem
hefði sómt sér hvar sem er.
Það má mikib vera ef höfund-
ur þeirra á ekki eftir að leggja
leikhúslífi okkar til spennandi
verkefni í framtíðinni. ■