Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 4. maí 1995 ÍfiíWfíMPi® STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Erlendar fjárfestingar Á ársfundi Seðlabankans, sem haldinn var nýlega, kom fram að gjaldeyrisvarasjóður landsmanna hefur rýrnað um 11 milljarða króna og meginástæða er flutningur fjármagns úr landi í kjölfar aukins frjáls- ræðis til fjárfestinga og verðbréfakaupa erlendis. Þetta frelsi er gagnkvæmt, en hefur ekki leitt til er- lendra fjárfestinga hérlendis í auknum mæli. Halldór Kristjánsson, skrifstofustjóri nýrrar fjár- festingarskrifstofu sem Útflutningsráð og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stofnuðu í mars síðastliðn- um, flutti erindi um erlenda fjárfestingu á íslandi á aðalfundi Útflutningsráðs, sem haldinn var síðastlið- inn þriðjudag. í erindi hans komu fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar um stöðu mála varðandi erlenda fjár- festingu hérlendis. Þar kom meðal annars fram að er- lend fjárfesting er um þessar mundir 0.1% af lands- framleiðslu hér á landi, á móti 0.7% á Norðurlönd- um og 2-3% í ýmsum löndum Vestur- Evrópu. Eina sviðið þar sem umtalsverö erlend fjárfesting hefur átt sér stað hér á landi, er í orkufrekum iðnaði og í takmörkuðum mæli í verslun og þjónustu. Hér á landi vantar áhættufjármagn í atvinnurekst- ur, og erlend fjárfesting ætti að vera keppikefli fyrir okkur eins og aðrar þjóðir. Eigi að síður hefur verið samstaða um það að gefa erlendum aðilum ekki færi á að kaupa sér aðgang að fiskimiðunum með fjárfest- ingum. Hins vegar er ljóst að fyrir hendi verða að vera staðbundnir kostir til þess að laða að erlenda fjárfesta. Þá er einkum litið til orkunnar, ferðaþjón- ustu sem til dæmis er tengd heilsurækt og matvæla- vinnslu, byggðri á gæðahráefni. Þótt samstaða sé um að halda fiskveiðum frá er- lendri fjárfestingu, gæti verið nauðsynlegt að búa svo um hnútana að völ sé á erlendu áhættufjármagni í fullvinnslu sjávarafurða. Fyrir þessa grein gæti ver- ið eftirsóknarvert að fá aðila til samstarfs, sem búa yfir markaðsaðstööu og tækniþekkingu sem nýtist í þessari starfsemi. Nauðsyn ber til að búa svo um hnútana að þetta stangist ekki á við það markmið að fiskveiðarnar sjálfar séu á forræði íslendinga. Markmiðið með að laða að erlenda fjárfestingu hlýtur fyrst og fremst að vera að styrkja grundvöll fyrirtækjanna í Iandinu og auka atvinnu, og það ætti að vera keppikefli að fá fjármagn og markaðs- og tækniþekkingu inn í landið. íslenskt efnahagslíf er háð útflutningi vegna lítils heimamarkaðar. Sá mark- aður freistar ekki erlendra fjárfesta, svo að útflutn- ingsstarfsemi hlýtur að vera verkefni þeirra sem fjár- festa hér á landi. Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að búa svo um hnútana að á skipulegan hátt sé unnið að því að fá erlenda fjárfesta til þess að leggja áhættufjármagn í íslenskt atvinnulíf. Hætta er á því að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum, ef enginn árangur næst í þessu efni. Ekki síst á þetta við nú, þegar efnahagsbati er í okkar viðskipalöndum, sem að öllu jöfnu örvar fjár- festingu og flæði fjármagns milli landa. Bjórsala og mömmuleikur ar knýjandi kröfur frá mótsgestum. Áfengissala á íþróttakappleikjum er á útleib alls stabar í heiminum og þetta vita þeir, sem á annab borb vilja vita þab. Þess vegna eru þab vonbrigbi að HM-forustan skuli ekki hafa tekib þá prinsippákvörb- un ab selja ekki áfengi á leikjunum og skipab sér meb því í þann ört vaxandi alþjóblega hóp, sem vill halda áhorfendum sæmilega alls- gábum. Ekki gott ab banna hiuti Hitt er svo ekki heldur gób latína ab vera sífellt ab banna hluti. Úr því ab forustumenn HM tóku ekki þessa prinsippákvörbun og Ijóst var ab bjór myndi vera á bobstólum á keppnisstöbum í öbrum sveitarfé- lögum, er aubvitab nokkub öfug- snúiö ab borgarráb leggist gegn málinu. Þab ber vott um ab mömmuleikurinn hjá R-listakon- unum sé genginn fulllangt. Þó veröur ab segjast eins og er ab af- staban, sem birtist í þeim mömmu- leik, er margfalt skárri en þaö prinsippleysi sem handboltaforust- an sjálf sýnir. Verst af öllu er þó ab sjá annars brábefnilegt fólk úr hópi bjórsölusinna gera sig kjánalegt viö aö reyna aö finna haldbær rök fyrir áfengissölu á fjölskylduhátíö. Dæmi um þetta eru ummæli Gub- rúnar Zoega borgarfulltrúa í DV í vikunni, þar sem hún segir: „Bjór er mjög veikt áfengi og þess vegna gildir ekki þab sama um bjór og annaö áfengi. Þab hefbi ekki komiö til greina aö setja upp bar í Laugar- dalshöll, en hins vegar er sjálfsagt að leyfa mönnum að kaupa bjór á staðnum...." (Sic!) Garri Samsekt 1 Ein sérkennilegasta verkfallsab- gerb sem sögur fara af, er aö bíl- stjórar Strætisvagna Reykjavíkur fara ab lögum til aö sýna vinnu- veitendum sínum í tvo heimana Að fara sér hægt við vinnu er vel þekkt aðferð í stimpingum um launakjör, en aö neita að brjóta lög til ab þóknast atvinnurekend- um er nýlunda sem hvergi er hægt aö beita nema í agalausu samfélagi og löglausu. Leiöakerfi SVR er svo haganlega upphugsað ab áætlanir standast ekki nema ab ferlíkjunum, sem kölluð eru strætó, sé ekiö á ólög- legum hraöa í þéttbýli Innnesja. Enginn hefur neitt viö þetta ab at- huga, vegna þess ab umferöarlög eru ekki annað en eitthvaö til að stybjast vib, þegar gerðar eru skýrslur um slys sem þegar hafa átt sér stað. Þangab til hafa öku- níðingar „fri bane" til aö djöflast á og beita samferbamenn sína yf- irgangi og ofbeldi og þjóna andfé- lagslegu skapferli sínu. Vinnuskylda Strætisvagnabílstjórar eru ráön- ir til að brjóta lög. Geri þeir það ekki, teljast þeir ekki hæfir til starfans, þar sem þeir skila ekki tilskildu vinnuframlagi ef þeir halda sig innan ramma umferbar- laga. Viö hverja er svo aö sakast? Bíl- stjórana, sem geysast um göturn- ar og brjóta lögin af einskærri trú- mennsku við atvinnurekendur sína, eba þá sem fyrirskipa þeim aö virða lög landsins að vettugi? í 22. grein refsilaga, sem fjallar um hlutdeild aö refsiveröu at- hæfi, segir svo: „Hver sá maður, sem meb libsinni í orbi eða verki, fortölum, hvatningum eða á ann- ögbrjóta an hátt á þátt í því, aö brot sam- kvæmt lögum þessum er framiö, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögb." Síöar í sömu grein: „Nú er brot fullframið, og skal þá sá, sem veitir brotamanni sjálfum eöa öörum liðsinni til þess aö halda við ólögmætu ástandi, er skapast hefur fyrir brotið, eða nýtur hagnaðar af því, Á víbavangi sæta refsingu eftir ákvæöum þess- arar greinar, enda taki önnur ákvæði laga ekki til verknaðar hans." Þeir, sem hvetja strætóbílstjóra til aö brjóta umferöarlög eða bein- línis heimta þaö af þeim, hljóta ab vera samsekir og þar meb hlut- deildarmenn í lögbrotum. En bíl- stjórar hafa einmitt bent á, aö verbi þeim á í messunni og valdi slysum meb glannaakstri sínum, séu þeir einir geröir ábyrgir, sem samkvæmt laganna hljóöan á sér tæpast stoö. Glæpir og refsing Þeir, sem skipuleggja lögbrot bílstjóra SVR, ættu ef allt væri meö felldu að svara til saka fyrir aksturslag þeirra. Fljótt á litiö sýn- ast þeir eiga hlutdeild aö ólög- mætu ástandi, svo notab sé oröa- lag hegningarlaga, sem skipu- leggja áætlanir vagnana. Það gera þeir á ábyrgð stjórnar og forstjóra SVR, sem starfar í umboði borgar- stjórnar og undir yfirstjórn fram- kvæmdastjóra sveitarfélagsins, sem er borgarstjórinn sjálfur. Nú væri ráb fyrir strætóbílstjóra að sæta lagi og heimta aö þeir fái aö stunda vinnu sína án lögbrota eba kæra hlutdeildarmenn sína fyrir hvatningu til ab brjóta lögin ella. Með slíkum hótunum gætu þeir kannski kríað fram einhverja umbun fyrir að keyra strætis- vagna í trássi vib lög og rétt. ' Ef fyrirbyggjandi löggæsla væri ekki í molum, væri sjálfgert aö koma í veg fyrir hraðakstur stræt- isvagna og láta þá, sem ábyrgöina bera, svara til saka. Þá kæmi kannski í ljós hvers konar stjórn- un þab er, að heimta ólöglegan akstur af starfsfólki á skítalaun- um, en reka þab úr starfi ella fyrir ónóg vinnuframlag. Þessi svívirba hefur tíbkast lengi og er fjandakornið ekkert skárri undir núverandi stjóm borgar- innar en þegar íhaldið stóö fyrir lögbrotunum. En þjóö, sem gloprar niður einni milljón króna á klukku- stund allan sólarhringinn árib um kring með glööu geöi vegna um- feröaróreiðu, skilur auðvitað ekki aö umferðarlög eru til að skapa og viðhalda öryggi. Verst er samt ab stjórnendur eru álíka blankir gagnvart umferðar- öryggi og hin bíladelluflónin. OÓ Flest bendir til að hægt verbi að halda Heimsmeistaramótib í hand- knattleik meb sómasamlegum hætti á íslandi, eftir ab borgarráb ákvab ab leyfa bjórsölu í Laugar- dalshöllinni. Þab gekk þó ekki átakalaust ab koma þessu þjóbþrifa- máli í höfn og kostabi þab hvorki meira né minna en klofning í meiri- hluta borgarrábs, þar sem R-listak- onurnar voru í eins konar mömmu- leik meb þegnana og vildu passa upp á ab börnin þeirra færu sér ekki ab voba meb brennivínsdrykkju, en karlarnir í rábinu léku hlutverk þreytta pabbans sem segir „Allt í lagi, þib megib selja—bjór" til ab kaupa sér frib fyrir subinu í krökk- unum. Bjórsölumenn í borgarrábi hafa bent á ab handboltaforustan segi ab bjór sé seldur í útlöndum og þess vegna sé bjórsala skilyrbi fyrir því ab hægt sé ab halda keppnina meb reisn á íslandi. Þessi síbasta röksemdafærsla handboltaforustunnar er raunar farin ab hljóma nokkub kunnug- lega. Sérhæföir í sóma ✓ Islands Einhvern veginn verbur þab allt- af ab spurningu um sóma Islands á erlendri grund, ef handboltaforust- an þarf á peningum ab halda eba á möguleika á ab eignast fjármuni fyrir tilstublan stjómvalda. Raunar má telja furbulegt ab HM skuli yfir- leitt vera haldib á íslandi, því þab er ekki nema um ár síban talab var um ab eina leibin til ab halda keppnina meb reisn og mannsæmandi hætti væri ab byggja nýja 7.000 manna íþróttahöll fyrir einhver hundrub milljóna kr. Ekki fékkst sú fjárveit- ing nema ab hluta til, og nú talar enginn um ab keppnin verbi ekki haldin meb mannsæmandi hætti. Aftur er farib ab tala um hættuna á ab íslendingar verbi sér til skammar sem gestgjafar. Nú er þab að vísu bjórinn en ekki höllin sjálf, sem er í brennidepli, og allt verbur ómögu- legt ef ekki verbur tekinn upp sá sibur að selja áfengan bjór á hand- boltaleikjum. Ekki er að efa ab handboltaforustan telur þetta al- gert grundvallaratribi í mótshald- inu, GARRI enda hefur verib upplýst ab ágób- inn af bjórsölunni muni renna til handboltahreyfingarinnar, þannig að beinharbir fjárhagslegir hags- munir eru á borbinu fyrir móts- haldarana. Garri leyfir sér hins veg- ar — með tilvísun í reynsluna af dómgreind handboltaforustunnar — ab efast um ab þessir ágætu menn séu þeir sérfræbingar, sem þeir segjast vera, í því hvemig ís- lendingar verbi sér til skammar gagnvart útlendingum. Enda kemur á daginn ab fjárhags- vandræbi handboltahreyfingarinn- ar virbast rába ferbinni í þessu bjór- sölumáli, miklu frekar en einhverj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.