Tíminn - 24.06.1995, Side 4

Tíminn - 24.06.1995, Side 4
4 Laugardagur 24. júní 1995 fÍMÉMH STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. yerb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Slappar uppeldisstofnanir Aldrei hefur verið gert átak til að bæta enskukunnáttu hér á landi. Ekki fluttar síendurteknar ræður um að hlúa beri að enskukennslu eða veitt verðlaun og viðurkenningar fyr- ir skerf til að bæta færni upprennandi kynslóða til að beita enskri tungu eöa auðga hana. Samt sýnir æskan ensku máli meiri ræktarsemi og beitir því af meiri kunnáttu en móður- málinu. Einkunnir úr samræmdum prófum grunnskólanna eru órækur vitnisburður um að ungir íslendingar leggja meiri rækt viö enska tungu en íslensku. Þó er ekki alveg víst að enskukennslan í grunnskólunum sé neitt betri en tilsögn í íslensku. Enskukunnáttan á rætur að rekja til mun fleiri þátta uppeldisins en skólalærdóms. Sama hlýtur aö vera uppi á teningnum hvað varðar slælega íslenskukunnáttu. Það er ekki eingöngu skólum um að kenna að þróunin er sú aö einkunnum í íslensku hrakar á sama tíma og ein- kunnir í ensku hækka verulega. Málfar á heimilum, upp- eldisstofnunum og í fjölmiðlum mótar málkennd og leikni í meðferö máls ekki síöur en skólinn. Hverjum sem um er að kenna, sýnist það staðreynd að þjóðin er að glutra móðurmálinu niöur og verður ekki ann- ars vart en að flestum sé sama og að farið hafi fé betra. And- ófið er fálmkennt og ef til vill meira einstaklingsbundið en aö staðiö sé gegn þróuninni með skipulögðum hætti. Átök að ofan til að efla íslensku hafa aldrei gert neina stoð, og fagurgali fyrirfólks um ástkæra ylhýra málið á há- tíðarstundum nær aldrei til þeirra sem helst þurfa áminn- ingar við. Barna- og unglingamál áhrifamestu fjölmiðlanna er ís- lensku máli mun hættulegri en vel með farin ensk tunga. Áhersla á atkvæði orða tekur stökkbreytingum. Forkunnar- fögur sjónvarpsþula beitir til að mynda enskum framburði er hún leggur áherslu á síöari atkvæði orða, með þeim ár- angri að þeir, sem hafa tamið sér að hlusta aðeins á íslensk- an framburð, skilja illa hvað blessuð stúlkan er að segja, þótt hún að öðru leyti kveði skýrt að. Nóg um slíkar að- finnslur, þótt af miklu sé að taka. Heimilin, dagvistunin, skólinn eru sá vettvangur sem einstaklingarnir læra að skilja og tala tungumál. Ef einhver eöa allar þessar stofnanir geta ekki sinnt því hlutverki að kenna móðurmálið og glæða málkennd og kunnáttu í meðferð íslensku, sér hver heilvita mabur hvert stefnir. Menntakerfið er viöamikið og hefur tekið að sér það hlutverk að koma öllum íslendingum til nokkurs þroska til undirbúnings lífsstríðs fulloröinsáranna. Hvernig til tekst er misjafnt og umdeilanlegt. Sumum þykir árangur ekki í samræmi við tilkostnað og umfang, en aðrir eru harla ánægbir með sitt tillegg til menntamálanna. Einhver ósköp er stundum kvartað yfir að grunnskólinn skili nemendum illa undirbúnum í framhaldsskóla og æðri skólar telja undirbúningsnám í framhaldsskólum ófull- nægjandi til að hefja háskólanám. Ef til vill er full ástæba til að endurskoða og skipuleggja allt menntakerfið frá rótum. Hjáfræbi og tískustefnur hafa leikið lausum hala á öllum stigum skólagöngunnar og Ieik- ib menntun og nemendur grátt. Niburstaða samræmdu prófanna sýnir að kunnátta nemenda er yfirleitt heldur slök, en þó eru þar ljósir punkt- ar eins og enskukunnáttan sýnir og sannar. En hún hlýtur samt ab skyggja á þá staðreynd að einkunnir í íslensku fara hríblækkandi. Og hvað sakar það? Svari hver fyrir sig. En forystusauðir mennta- og menningarmála ættu að hafa þungar áhyggjur. Birgir Cuömundsson: Oddvitinn, sveitarstjórinn og formaöur jeppaklúbbsins Það er greinilega kominn tími til að hefja hvalveiöar á ný. Hvalveiðar eru ekki einasta at- vinnugrein, sem skotið gæti stoðum undir mannlíf í byggðum víða um land þar sem hallað hefur undan fæti frá því hvalveiðibannið var sett á tímabundið. Árleg fram- lenging bannsins aftur og aft- ur hefur t.d. reynst hrefnu- veiðimönnum fyrir vestan sí- _ fellt stærri biti að kyngja, og víst er að Konráð Eggertsson hefur ekkert legið á þeirri skoðun sinni að hann telur löngu tímabært að gefa frat í farsann sem fram fer á árs- fundum Hvalveiðiráðsins. Hvalir eru líka vargur í fiski- stofnum okkar og samkeppn- isaðilar um nýtingu þessarar auðlindar hafsins. Slíkt er ekki lítið mál, þegar við þurfum sjálf að slást innbyrðis um hvert tonn af sjávarfangi. Og á meðan mennirnir skammta sér naumt, eru hvalirnir í frjálsri beit á þeirra kostnað. Viðkoma helstu hvalastofna er enda slík að það kemur fljót- lega að því að hvalirnir verða orðnir allt of margir fyrir þessa litlu fiskistofna og annað sjáv- arlíf sem þeir þrífast á og hrun virðist óumflýjanlegt í stofn- unum vegna fæðuskorts. Þá hrynja í steríó, hvalastofnarn- ir og íslenskt efnahagslíf. Þannig er hinn beini efna- hagslegi skaði, sem íslenskt samfélag verður fyrir vegna hvalveiðibannsins, verulegur. Þetta er raunar nokkuð vel þekkt staðreynd úr umræð- unni um hvalveiðar, en sú umræða hefur verið í nokkuð föstum skoröum frá því Þor- leifur Einarsson jarðfræðingur sveiflaði trektinni í beinni út- sendingu í sjónvarpinu hér um árið, undir eldheitum ásökunum frá Jakobi Jakobs- syni um það að hann heföi aldrei migið í saltan sjó. Menning að glatast Það, sem minna hefur verið rætt um varðandi hvalveiði- bannið, er að þjóðin er aug- ljóslega að tapa niður þeirri menningu sem fylgdi hvaln- um, bæði verkmenningu varð- andi hvalbein, hvaltennur og hvalskíði og eins varðandi matargerð úr hvalaafurðum. Þó er goðsögnin um súran hval á þorranum enn sterk og einhver óútskýrð undirmeð- vituð fíkn í hvalkjöt virðist blunda í þjóðinni í öllu hval- leysinu. Þessi fíkn er auðvitaö að stórum hluta hefðbundin ásókn í eitthvaö, sem er spennandi af því það er af skornum skammti. En hún er líka eitthvaö meira. Það er augljóslega til staðar djúp þrá í þjóðarsálinni eftir hvalaafurð- um, sem ekkert getur læknað annaö en að hafnar verði hvalveiðar á ný. Það er t.d. engin tilviljun að menn um- turnast gjarnan og hrópa af gleði, ef þeir finna hvalkjöt í fiskbúðum, en þá er verið að selja sérstökum viðskiptavin- um og vildarvinum þetta hnossgæti, sem er þá kjöt af smáhvölum sem komið hafa í veiðarfæri fiskibáta. En sjaldan eöa aldrei hefur þessi djúpa þrá eftir hvalaaf- urbum komið eins vel fram og núna í vikunni, þegar þrír búr- hvalir syntu upp í fjöru í landi Hóla í Öxarfirbi, sem er ekki langt frá Raufarhöfn. Eins og í frumstæðu veiðimannaþorpi flykktust íbúar Raufarhafnar að þessum hvalreka og náðu sér í kjöt af sjálfdauðum skepnunum, skáru sér líka hvalspik og hugðust halda dá- samlega villibráðarveislu í vet- ur, þegar búib væri að verka þennan óvænta happafeng. Þrír foringjar úr þorpinu, sveitarstjórinn, oddvitinn og formaður jeppaklúbbsins, voru sérlega meðvitaðir um gildi hvalrekans og skáru kjálkana af dýrunum, enda fólgin í þeim mikil verðmæti fyrir hagleiksmenn. Þegar landeigendur áttuðu sig á því að kjálkarnir voru horfnir og meb þeim talsverð verðmæti, brugbust þeir ókvæða við og vildu ab þessir framámenn Raufarhafnar skilubu kjálkun- um, sem og varb raunin. Ekki verbur sú saga rakin hér frekar ab öðru leyti en því, ab hótan- ir um kæru til lögreglu og um meiðyrðamál hafa borist á milli aöila og er enn ekki útséð með hverjar lyktir málið kann að fá. Þjóbin samgladdist meb Raufarhafnarbúum fyrir þessa búbót, því enginn vissi þá um hver slæmu tíðindin voru, ekki síst fyrir þá sem létu sér nægja spik og kjöt. Vondu fréttirnar færði þjóð- inni einhver fræðingur af Haf- rannsóknarstofnuninni hér fyrir sunnan, en hann upp- lýsti að aldrei hafi tíðkast að borða búrhval, enda sé hann og hafi alla tíb veriö talinn hið mesta óæti. Gott ef það telst ekki beinlínis hættulegt að borða mikið af búrhvalskjöti, hvað þá spikinu. Á meðan búr- hvalur var enn veiddur fór hann af þessum sökum í bræðslu. Tennurnar úr honum þóttu hins vegar hinir mestu kostagripir til ab smíba úr. Ef marka má fréttir, snerist því hvalaveislan á Raufarhöfn upp í allsherjar vonbrigði og nánast þjóðarsorg, því fíknin í hvalaafurðir fékk ekki eðlilega útrás. Þó bárust fréttir af því að a.m.k. ein fjölskylda hefði svælt einhverju af búrhvals- kjötinu í sig og ekki orbið meint af, að heitið gæti. Megni herfangsins var svo hent. Veljum íslenskt Uppistandið á Raufarhöfn, með tilheyrandi rifrildi odd- vitans, sveitarstjórans og for- manns jeppaklúbbsins annars vegar og landeigandanna hins vegar, er auðvitað alveg ótrú- lega íslenskt fyrirbæri og vekur upp svipaðar þjóðerniskennd- ir í brjósti manns og að heyra góða rímu kveðna. En umfram allt sýna atburð- irnir á Raufarhöfn að það er kominn tími til að huga að hvalveiðum í atvinnuskyni. Þetta gæti farið að verða bein- línis hættulegt ástand, ef fíkn þjóðarinnar í hval fær hvergi útrás, á sama tíma og hval fjölgar svo ört að hann syndir æ oftar upp í fjörur og verður sjálfdauður þar. Landsmenn eru búnir að tapa niður vitn- eskjunni um þab hvaða hvali á að borba og hverja á ab bræða. Einn góðan veðurdag eiga ein- hverjir hvalfíknir íslendingar — kannski heilt þorp — eftir að rekast á sjórekinn hval og ráðast á hann og skera sér væna bita af kjöti og spiki. Þá er eins gott að ekki sé um ein- hvern bræðsluhval ab ræða, sem er jafnvel enn meira óæti en búrhvalurinn, ef ekki á illa að fara. Hvalveibar eru slysavörn Staðan er því einfaldlega orðin þannig, að þab er ekki eingöngu brýnt að veiða hval til að sporna gegn samkeppni hvala og manna um fiskistofn- ana, eða til að koma í veg fyrir að hvalir spilli veiðarfærum eba til að bjarga hefðbundn- um hrefnuveiðiplássum frá gjaldþroti. Það er beinlínis slysahætta af vaxandi fjölda sjórekinna hvala út um allar fjörur, vegna þess að íslend- ingar rába hreinlega ekkert við hvalkjötsfíknina sem í þeim blundar. Konráð Eggertsson og aðrir öflugir talsmenn hval- veiða ættu því að leita til aöila eins og Herdísar Storgaard hjá Slysavarnafélaginu um aðstoð í baráttunni fyrir hvalveibum — Herdís er jú nýbúin að vekja mikla athygli á Norðurlönd- um fyrir forvarnarstarf sitt á vettvangi slysavarna. Meira ab segja Arni Finnsson, stór- frærtdi rásarskrifara og at- vinnu-hvalavinur hjá Green- peace í Svíþjób, myndi verba að taka tillit til þess, ef Herdís kæmi og kynnti hvalveiðar sem brýnar slysavarnir. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.