Tíminn - 24.06.1995, Side 5
5
Laugardagur 24. júní 1995
Guöni Ágústsson:
GATT-málin afgreidd frá
Stærsta mál vorþingsins var án efa af-
greiðsla GATT, hvernig íslendingar
mörkuðu stefnu um innflutning á
landbúnaðarvörum samkvæmt al-
þjóðasamningi. Það hefur varla farið
framhjá neinum að gagnvart í íslensk-
um landbúnaði eru miklir breytinga-
tímar upprunnir og lágu fyrir um leið
og aðild að alþjóðaviðskiptastofnun-
inni var staðfest. Hitt var mönnum
líka ljóst að viðhorfin eru mismunandi
í stjórnmálaflokkunum, hvort ætti að
gefa bændum hér sama aðlögunartíma
og kollegar þeirra fá í nágrannalönd-
unum. Sem betur fer urðu stjórnar-
skipti í vor og Alþýðuflokkurinn fór í
frí, enda kom í ljós að ályktun um for-
ræði og meðferð málsins skiptu nú for-
mann þess flokks engu máli, þótt hann
greiddi því atkvæði fyrir tæpu misseri.
Ég vil við lok þessara mála undrast
þá umræðu sem ýmsir aðilar, þar á
meðal Neytendasamtökin og fleiri,
hafa viðhaft. Það er einsog hjálpin á
öllum sviðum verði að koma að utan
og íslenskir framleiðendur eigi að sitja
á öðru farrými. Þó liggur það fyrir að
frá því GATT-umræðan hófst hér um
svipað leyti og núverandi búvöru-
samningur var gerður, hefur verð á
innlendum landbúnaðarvörum lækk-
að til neytenda urn 20%.' Þessi mikla
verðlækkun treystir grundvöll inn-
lendrar landbúnaðarframleiðslu í sam-
keppni við þær vörur,
sem heimilt er að
flytja inn samkvæmt
lágmarksaðgangi
samningsins. Enn-
fremur höfðu íslenskir
bændur einir allra
bænda í Evrópu fallið
frá útflutningsbóta-
rétti.
Landbúnaðarnefnd eða meirihluti
hennar kom inn í lögin mjög mikil-
vægu atriði þar sem landbúnaðarráð-
herra „er heimilt að banna innflutning
á afurðum dýra og plantna sem gefin
hafa verið vaxtaaukandi efni á fram-
leiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér
leifar lyfja og annarra aðskotaefna,
umfram það sem leyft er við fram-
leiðslu innan lands, sem geta verið
hættuleg heilsu manna".
Það er ljóst að hér á landi hafa verið
boðnar heilnæmar, mengunarlausar
landbúnaðarvörur og þær sömu kröfur
verður að gera til innflutningsins. Má í
því sambandi minna á nýútkomna
skýrslu, útgefna af landlæknisembætt-
inu, um dýrafóður og afurðir dýra sem
nýttar eru til manneldis.
Efni þessarar skýrslu er það merki-
legt að kannski ætti hún að vera
skyldulesning á hverju heimili. Vill
fólk kjöt eða mjólkurafurðir úr pump-
uðum nautgripum? Neytendasamtök-
in ræða stundum um
neytendavernd, sem
er ekki síður í heil-
næmi vörunnar held-
ur en verði. Ég vona
að þau leggi þeirri bar-
áttu lið að haft verði
strangt eftirlit með
lyfjum, hormónum
og sýklum í fóðri og
matvælum. Við þessar aðstæður er fátt
brýnna en að herða eftirlit með inn-
flutningi. Það skilja altjent þeir sem
lesið hafa skýrslu landlæknisembættis-
ins, því löndin, sem við kunnum að
eiga viðskipti við héðan í frá, eru mjög
misströng í þessum efnum.
Þeim, er þetta ritar, blandast ekki
hugur um að GATT mun hafa mikil
áhrif hér á landi og íslenskur landbún-
aður á öllum sviðum verður að taka á
honum stóra sínum til að mæta fram-
tíðinni. Hér er að hefjast fyrsta tímabil-
iö að aðlögun með frjálsari viðskipti
með búvötur. Því veltur á miklu að
hagræða í milliliðakostnaði með það
markmið að lækka verð búvara til
neytenda og bæta kjör bænda í leið-
inni. Ekki bara til að verja íslenskan
markað, heldur til að stækka hlut okk-
ar með útflutningi á landbúnaðarvör-
um, en þar eigum við mikla mögu-
leika, ekki síst vegna þess að gæðin
gera vöruna eftirsótta. Hagræðingin
Alþingi
snýr að dreifingarkóstnaði vörunnar,
hvar er hægt að spara og hagræða á
millistigi, og einnig í frumframleiðslu.
Ég kvíði ekki framtíðinni, ef menn nú
taka þessi mál föstum tökum. Þau
kosta sársauka, en skila íslenskum
landbúnaði framtíðarmöguleikum í
landinu og í útflutningi, fyrir verð sem
skilar bóndanum tekjum. GATT virkar
nefnilega á báða bóga.
Mestar áhyggjur hef ég reyndar af ís-
lenskri garðyrkju við þessar aðstæður.
Hún fór illa út úr viðauka við EES-
samninginn, illu heilli. Garðyrkja fær
á sig mikinn ríkjandi markaðsaðgang
vegna innflutnings á viðmiðunarári,
sú viðmiðun gefur ranga mynd af
markaðshlutdeild garðyrkjunnar í dag.
Því skoraði undirritaður á landbúnað-
arráðherra við lokaafgreiðslu málsins á
Alþingi að taka til sérstakrar skoðunar
rekstrarskilyrði garðyrkjunnar miðað
við þessar aðstæður. Ennfremur álykt-
aði landbúnaðarnefnd um það og tók
undir sjónarmið garðyrkjubænda.
Að lokum er vert að þakka Guð-
mundi Bjarnasyni landbúnaðarráð-
herra fyrir hversu föstum tökum hann
tók þetta mál og vonandi verður nið-
urstaðan sanngjörn fyrir alla aðila. For-
ræðið verður í höndum landbúnabar-
ráðherra, sem var mjög mikilvægt við
svo flókið mál sem snertir þennan
annan aðalatvinnuveg landsmanna. ■