Tíminn - 24.06.1995, Qupperneq 8
8
Laugardagur 24. júní 1995
Helga Jonsdottir borgarritari tekur viö starfi stjórn-
arformanns Landsvirkjunar:
„Finnst ég
æbi mikib
Helga Jónsdóttir, borgarrit-
ari í Reykjavík frá 1. ágúst,
hefur verib skipub formabur
stjórnar Landsvirkjunar og
tekur vib því hlutverki af Jó-
hannesi Nordal, sem hefur
verib stjórnarformabur frá
stofnun fyrirtækisins. í sam-
tali vib Tímann segir Helga,
sem undanfarin þrjú ár hef-
ur setib í stjórn Alþjóba-
bankans og búib ásamt fjöl-
skyldu sinni í Washington,
ab þab leggist vel í hana ab
taka vib þessum störfum.
„Ég ætla samt ekki aö neita
því," segir hún, „ab mér finnst
ég hafa færst æbi mikiö í fang
og ég geri mér grein fyrir því
að ég verö aö hafa mig alla viö.
Á hitt er aö líta, aö þaö hefur
tíðkast hingað til aö stjórnar-
formennsku í Landsvirkjun
hafi verið gegnt meö fullu
starfi annars staöar, starfi sem
hefur nú ekki verið talið létt-
vægt. En aö sjálfsögöu hafa
leitað á mig spurningar um
þaö hvort ég geti þetta og
hvort ég sé fær um að axla alla
þessa ábyrgð. Þá spyr ég á
móti, hvort svo hljóti ekki aö
vera aö ég valdi þessu, rétt eins
og karlarnir sem hafa gert það.
Það hefur líka oröiö til aö
styrkja mig að tíminn hér í
Washington hefur verið mikil
prófraun, sem ég veit að ég hef
staðist."
Eiginmaður Helgu er Helgi
H. Jónsson fréttamaöur og
eiga þau þrjú börn: tvær dæt-
ur, fjórtán og tíu ára, og son
sem er sjö ára.
„Viö erum að undirbúa
flutninginn heim. Ég held aö
flutningarnir reyni ekki mikið
hafa færst
í fang"
Helga jónsdóttir — kemur til
starfa hjá borginni og Landsvirkj-
un í ágúst.
á fjölskylduna, börnin eru af-
skaplega jákvæö gagnvart
þessu og hlakka mikið til aö
koma heim."
Af fjölskyldunni þaö annars
aö frétta aö Helgi var að ljúka
Mastersprófi í alþjóöastjórn-
málum frá Johns Hopkins-há-
skóla og hverfur nú aftur til
sinna fyrri starfa á fréttastofu
Sjónvarpsins við heimkom-
una.
Helga Jónsdóttir kemur til
starfa í Ráðhúsinu þegar vika
er af ágúst, en nýlega fór hún
með Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra á höfuö-
borgaráöstefnu í Stokkhólmi,
auk þess sem hún var hér í
Reykjavík fyrir skemmstu og
átti þá fundi meö forstöðu-
mönnum sviða og stofnana
borgarinnar. ■
PÓSTUR OG SÍMI
Utboð
Pósts og síma, Selfossi
Bifreiðageymsla
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboöum í bygg-
ingu og fullnaðarfrágang á bifreibageymslu á lóð Póst-
og símamálastofnunarinnar, Austurvegi 24-26, Selfossi.
Húsiö er ein hæb, 103,2 m2 og 407,5 m\
Útbobsgögn verba afhent frá þriðjudeginum 27. júní á
skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti
5, 3. hæb, 101 Reykjavík, og á skrifstofu stöbvarstjóra
Pósts og síma á Selfossi, gegn 20.000 kr. skilatryggingu.
Tilbob verba opnub á fasteignadeild Pósts og síma
þriöjudaginn 18. júlí kl. 11.00.
Póst- og símamálastofnun
Aðstaða til bleikjueldis
Óska eftir jörb eöa jarbarparti til kaups eba leigu undir bleikjueldi.
Sjálfrennandi vatn skilyrbi og möguleiki á jarbhita æskilegur. Fisk-
eldisstöö kæmi einnig til greina. Æskilegt ab stabsetning sé ekki
lengra en 150 km frá Reykjavík. Svör sendist Tímanum, merkt
„Bleikjueldi", fyrir 8. júní.
Tíminn
Brautarholti 1
105 Reykjavík.
Sími: 563-1600.
Fax: 551-6270.
Frá Sólborg, framtíbarabsetri Háskólans á Akureyri. A innfelldu myndinni tekur Þorsteinn Gunnarsson rektor
formlega vib stabnum úr hendi Halldórs Blöndals samgöngurábherra, sem afhenti hann fyrir hönd Ólafs G. Ein-
arssonar, þáverandi menntamálarábherra, 7. apríl síbastlibinn. TímamyndÞi
Háskólinn á Akureyri:
Brautskráði 5 2
kandídata
Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara
Tímans á Akureyri:
Háskólinn á Akureyri lauk
vorönn sinni meb brautskrán-
ingu 52 kandídata síbastliöinn
laugardag. Alls luku 18
kandídatar BS-prófi í hjúkrunar-
fræði, 7 BS-prófi í rekstrarfræöi
og gæðastjórnun og 7 BS-prófi í
sjávarútvegsfræði. Þá luku 11
nemendur tveggja ára námi í
rekstrarfræði og 9 nemendur
tveggja ára námi í iðnrekstrar-
fræöi. Er þetta stærsti hópur,
sem útskrifast hefur frá Háskól-
anum til þessa, og óbrigöult
merki um vaxandi háskólastarf
á Akureyri. Alls stunduðu 385
nemendur nám við Háskólann
á Akureyri á libnu skólaári og er
þaö um 40% fjölgun frá árinu
áður. Flestir stunduðu nám viö
kennaradeild skólans, eba 136,
og nokkru færri, eöa 110, viö
hjúkrunardeild. Um 75 manns
stunduðu nám viö rekstrardeild
og 64 við sjávarútvegsdeild.
Vegna takmarkaðrar húsnæðis-
aöstöðu skólans var þessi fjölg-
un nemenda á mörkum þess er
unnt var ab taka við, og af þeim
sökum ákvaö heilbrigöisdeild
aö beita fjöldatakmörkunum
inn á vorönn 1. árs.
Lausn er nú fengin á vaxandi
húsnæöisþörf skólans, en á-
kveöið hefur veriö aö framtíðar-
aðsetur hans veröi að Sólborg.
Gengiö var frá samningum þar
aö lútandi á síöastliðnum vetri
og var Þorsteini Gunnarssyni
rektor afhent Sólborgarsvæöið
viö athöfn aö Sólborg 1. apríl
síöastliðinn.
Þorsteinn Gunnarsson sagöi í
skólaslitaræðu sinni að Sólborg-
arsvæöiö væri ákjósanlegur
staður frá skipulagslegu sjónar-
miði, sem sé í miðju núverandi
íbúöarbyggðar á Akureyri. Nú-
verandi húsnæöi aö Sólborg
væri auðvelt aö nýta fyrir yfir-
stjórn, þjónustu við deildir,
skrifstofur kennara og vinnu-
herbergi nemenda, auk þriggja
kennslustofa og bókasafns. Þá
muni þær nýbyggingar, sem
rísa eiga á Sólborgarsvæöinu,
hýsa kennslu, rannsókna- og
þróunarstarfsemi auk bóka-
safns, en fyrirhugað er að öll
starfsemi Háskólans á Akureyri
Rannsóknir og
kennsla í nánu sam-
starfi viö atvinnulífiö,
segir Þorsteinn
Gunnarsson rektor
verði flutt á Sólborgarsvæðið
árið 2004.
Framtfóara&setrið
opnar nýja mögu-
leika
Þorsteinn Gunnarsson sagði
aö uppbygging háskólans á Sól-
borgarsvæðinu opni ýmsa
möguleika sem núverandi húsa-
kostur geri ekki. Meö samstarfi
háskólans og rannsóknastofn-
ana á næstu árum veröi unnt ab
byggja sérstaka atvinnudeild
þar sem efnt yrði til námskeiða,
er tengdust atvinnuvegum
landsmanna, auk þess sem
rannsóknastofnanirnar hefðu
þar aöstööu fyrir starfsemi sína.
I því sambandi nefndi hann
Stofnun Vilhjálms Stefánsson-
ar, rannsókna- og þróunarsetur
í matvælafræöi, rannsóknadeild
í ferðamálum, auk fleiri stofn-
ana. Þorsteinn gat þess aö með
stofnun Vilhjálms Stefánssonar
á liönum vetri hafi skapast ný
vídd í stefnumótun Háskólans á
Akureyri, er taka þurfi mið af
stöðu skólans sem háskóla á
noröurslóð, er líti á það sem
hlutverk sitt að rannsaka og
fræða um lífsskilyrði, náttúru
og atvinnulíf í norölægum
byggðum.
Starfssamningar vfó
rannsóknastofnanir
atvinnuveganna
Þorsteinn Gunnarsson sagöi
ab sérstaba Háskólans á Akur-
eyri fælist meðal annars í því að
skólinn hafi gert samstarfs-
samninga við rannsóknastofn-
anir á vegum atvinnuveganna
og fleiri aöila um samvinnu við
sérfræðinga sem sinna kennslu-
störfum vib skólann. Þannig
fari rannsóknir og kennsla há-
skólakennara á Akureyri fram í
nánu samstarfi viö atvinnulífib
og rannsóknastofnanir atvinnu-
veganna. Háskólinn á Akureyri
hefur nú gert samstarfssamn-
inga við fjórar rannsóknastofn-
anir, en það eru: Hafrannsókna-
stofnun, Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, Iðntæknistofn-
un og síöast Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. Þorsteinn
Gunnarsson rektor sagöi ab
rannsóknir og kennsla háskóla-
kennara á Akureyri fari þannig
fram í nánu samstarfi við at-
vinnulífið og rannsóknastofn-
anir þess.
Þróunarsetur mat-
vælaframleibslu í
Eyjafirði
Þorsteinn Gunnarsson sagði
einnig að nýlega hafi verið
gengið frá skýrslu um á hvern
hátt mæta megi þörf matvæla-
iðnaðarins á Eyjafjarðarsvæö-
inu fyrir menntaö vinnuafl og
bætt rannsóknaumhverfi. Þar sé
lagt til aö komið veröi á fót Mat-
vælasetri í tengslum viö Háskól-
ann á Akureyri og aö nám í mat-
vælagreinum á framhaldsskóla-
stigi verði samræmt. Þá sé gert
ráð fyrir að stofnuð verði náms-
braut í matvælaframleiðslu vib
háskólann, er verði sérstök
braut innan sjávarútvegsdeildar
hans. Varðandi þessa náms-
braut verði lögb áhersla á að
kynna nemendum markaðs- og
stjórnunarfræði, auk matvæla-
fræðinnar og gæðaeftirlits. ■
Útblástur bitnnr verst
á börnunum
K . m|UMFERÐAR /I