Tíminn - 28.06.1995, Side 5
Miðvikudagur 28. júní 1995
5
Magnús H. Gíslason:
„Þarna gerðirðu það gott, greyið"
Eitt sinn þurfti Sveinn heitinn
móðurafi minn að bregða sér
bæjarleið, sem út af fyrir sig er
ekki í frásögur færandi. í för
meö afa slóst bróðursonur hans,
Sveinn Bjarman, sem einnig átti
erindi að reka á sama bæ og afi.
Styðst ég hér eftir við frásögn
Sveins af þessu ferðalagi.
Þeir félagar fóru ríðandi og
hafði afa verið fengin til reiðar
hryssa ein, grá að lit og hinn
mesti stólpagripur. Grána hafði
hinsvegar þann ókost að vera
ákaflega. hnotgjörn. Afa var
kunnugt um þennan annmarka
hryssunnar, en taldi ekki ástæðu
til að setja hann fyrir sig, því
hún var bæði góðgeng og viljug.
Segir nú ekki af ferðum þeirra
félaga um sinn og tóku þeir óð-
um að nálgast áfangastaöinn.
Og enn hafði þeirri gráu ekki svo
mikið sem skrikað fótur. Var það
með miklum ólíkindum að hún
kæmist heila bæjarleið, og hana
alllanga, án þess ab hnjóta. En
ferðinni átti nú samt sem áður
ekki að ljúka óhappalaust og
skyndilega henti slysið: Gránu
skrikaði fótur og það svo verk-
lega að hún fór kylliflöt, en afi
þeyttist fram af henni. Kom þó
fyrir sig fötunum og slapp meb
öllu ómeiddur. Hið sama varð
því miður ekki sagt um vesalings
Gránu, því hún hálsbrotnaöi við
staðhæfingar skal ég ekki deila.
Eg er raunar þeirrar skoðunar að
aldrei hafi til fulls verið látið
reyna á möguleika til myndunar
„vinstri" stjórnar og tel mig hafa
fyrir því rök, sem ég ætla annars
ekki að tíunda hér og nú.
En hvað um það. Ihaldsstjórn
varð staðreynd og fyrir vikið
fékk Framsókn fimm ráðherra-
stóla. Er það auðvitað töluverðs
virði fyrir flokk, þar sem annar
hver þingmaður, eða fleiri
mæna á slíka stóla, enda bjóða
menn sig nú til dags frekar fram
til ráðherradóms en þing-
mennsku, eins og Ingvar Gísla-
son sagði í útvarpinu á dögun-
um. Stjórn til hinnar handar-
innar hefði aftur á móti naum-
ast fært Framsókn nema tvo
ráöherrastóla, sem þeir hefbu þá
aubvitað hlotið, Halldór útgerð-
armaður og hinn gamli Möðru-
vellingur, Guðmundur Bjarna-
son. Páll, Finnur og Ingibjörg
hefðu þá áfram orðið að skipa
hinn óæðri bekk. Eru miklar lík-
ur á að ráðherradraumur Páls,
sem hann hefur fariö frekar vel
með til þessa, væri þar með end-
anlega úr sögunni. Mér sýnist
Páll hinsvegar vera kominn
þarna í heldur dimmleitan og
drungalegan félagsskap, þar sem
mér finnst hann engan veginn
eiga heima. Samstjórnir íhalds
„En hvað um það.
íhaldsstjóm varð stað-
reynd og fyrir vikið fékk
Framsókn fimm ráð-
herrastóla. Er það auð-
vitað töluverðs virði fyrir
flokk, þar sem annar
hver þingmaður
eða fleiri mœna á slíka
stóla, enda bjóða menn
sig nú til dags frekar
fram til ráðherradóms en
þingmennsku ..."
og Framsóknar hafa sjaldan
reynst þjóðinni heillavænleg
„fyrirtæki". Og ég er smeykur
um að svo kunni enn að reynast.
Því óttast ég mjög að ráðherra-
dómurinn færi Páli þau örlög
ein að verða fyrir pólitísku háls-
broti. Þá hefði „framinn" veriö
of dýru verði keyptur. Og þó að
þessháttar slys væri auðvitað
vægara en það, sem veslings
Grána varð fyrir, þá myndi e.t.v.
einhverjum verða það á, þegar
svona væri komið, að taka undir
orð Sveins heitins afa.
Höfundur er frv. blabamaður.
VETTVANGUR
fallið og lauk þar meb ævi sinni.
Þegar afi sá hvernig komið var
fyrir hryssunni, varð honum að
orði: „Þarna gerðirðu það gott,
greyið."
Ég get ekki neitað því að þessi
orö afa, þar sem hann stóð yfir
gráu hryssunni hálsbrotinni,
komu mér í hug þegar ég frétti
að Páll minn Pétursson væri orb-
'inn ráðherra í ríkisstjórn þeirra
félaga, Davíðs Oddssonar og
Halldórs Ásgrímssonar. Ein-
Páll Pétursson og félagar.
hvernveginn fannst mér að Páll
ætti illa heima í þeim félagsskap.
Auðvitað fékk Páll engu ráðið
um þessa stjórnarmyndun, því
eblilega lætur ekki útgerðarjaxl
úr Höfn búhnubb úr Blöndudal
segja sér fyrir verkum um pólit-
ískar athafnir. Raunar er haft eft-
ir Páli að Framsókn hafi ekki átt
annan kost á stjórnarþátttöku,
því ógerlegt væri fyrir sæmilega
siðaða menn að vinna með Jóni
Baldvini. Um réttmæti þeirrar
Raufarhöfn.
50 ára afmœli Raufarhafnar:
Öllum íbúum
Hólmavíkur
sent boösbréf
AUir íbúar Hólmavíkur í
Strandasýslu hafa fengib per-
sónulegt boðsbréf á 50 ára af-
mælishátíb Raufarhafnar-
hrepps, en Hólmavík er vina-
bær Raufarhafnar. Afmælisins
verður minnst dagana 21.-23.
júlí n.k., en árið 1945 var
hreppnum skipt út úr Prest-
hólahreppi, samkvæmt ákvörö-
un stjórnvalda en gegn vilja
íbúa staðarins.
í tengslum við afmælishátíöina
hefur verið lögð mikil áhersla á
fegrun þorpsins og m.a. var sam-
þykkt sérstök umhverfisáætlun
fyrir sveitarfélagið á hátíðarfundi
sveitarstjórnar í ársbyrjun. Þá
fékk hreppurinn hagstætt tilbob í
útimálningu frá Slippfélaginu og
í framhaldi af því hefur fjöldi
húsa verið málaður á undanförn-
um vikum eftir að það fór að
hlýna.
I samræmi við umhverfisáætl-
unina var rábist í öflugt hreinsun-
arstarf sl. vor í þorpinu og nálæg-
um fjörum. Drasl hefur verið
hreinsað af ióðum, skúrar rifnir
og bílhræ hafa verið fjarlægð.
Búist er við fjölmenni á afmæl-
ishátíbina þar sem boðið verbur
upp á veglega og fjölbreytta dag-
skrá. Þá mun forseti íslands heim-
sækja Raufarhöfn laugardaginn
22. júlí n.k. 'Framkvæmdastjóri
hátíðarinnar er fjöllistamaðurinn
Örn Ingi Gíslason. a
Glæsilegir einsöngstónleikar
Tenórsöngvaranum Ólafi Árna
Bjarnasyni nánast skaut upp á
stjörnuhimininn í einu vetfangi
meö sýningu Söngsmiðjunnar á
La Bohéme fyrir fáum árum, því
áöur höföu fæstir svo mikið sem
heyrt hans getið. Fimmtudaginn
22. júní hélt hann einskonar dé-
but-tónleika í Háskólabíói þar sem
hann söng frægar óperuaríur með
Sinfóníuhljómsveit íslands undir
stjóm Bandaríkjamannsins Nicola
Rescigno, sem er um áttrætt. Resc-
igno hefur helgaö líf sitt óperu-
stjórn, og m.a. kynnt fjölda frægra
listamanna fyrir • bandarískum
áheyrendum, eins og það er orðaö
í tónleikaskránni. Frægust er sam-
vinna þeirra Maríu Callas, en
meðal annarra má nefna Dom-
ingo, Sutherland og Zeffirelli. Og
nú hefur hann tekiö Ólaf Árna
undir sinn verndarvæng og segist
hafa tröllatrú á strák. Enda er
greinilegt aö Ólafur Árni tekur vel
tilsögn, því hans mikla og prýbi-
lega náttúrurödd hefur skólast
verulega. Ölafur Árni hefur raunar
ekki setið á skólabekk öll þessi ár,
því undanfarin fjögur ár hefur
hann verið fastráðinn sem fyrsti
Ólafur Árni Bjarnason.
TONLIST
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
tenór við óperuhús í Þýskalandi
og sungið þar ýmis stór hlutverk.
Á tónleikunum söng Ólafur
Árni frægar aríur úr óperum
ítölsku tónskáldanna, Verdi, Pucc-
ini og Donizetti, aríur sem ýmist
voru „á lágu nótunum" eða þeim
háu, og gerði það allt mjög vel.
Þarna sýndi Ólafur Árni að hann
hefur vald á hinu mikla litrófi
tónlistarinnar. Eins og góöum
tenórsöngvara sæmir réðst hann
ótrauður til atlögu vib nokkur há-
C við mikil fagnaöarlæti áheyr-
enda, sem elska slíkt mest af öllu,
og troöfylltu raunar bíóiö stóra,
enda ríkti gríðarleg og óvenjuleg
stemmning í salnum. Ólafur á
sjálfsagt eftir að styrkjast í þessari
íþróttagrein hins háa tóns, því
litlu munaði að röddin brysti, en
brast þó ekki.
Hinn aldni hljómsveitarstjóri
stjórnaöi af mikilli nærfærni og
hófsemd, og hefur hljómsveitin
sjaldan hljómað betur, og hljómar
þó oftast vel. Tónleikunum lauk
svo með einum fjórum aukalög-
um og ógurlegum fagnaðarlátum,
en á endanum varö hljómsveitar-
stjórinn að biðja skjólstæðingi
sínum vægöar svo hann ofgerði
sér ekki alveg. Tíminn óskar Ólafi
Árna Bjarnasyni til hamingju meö
þessa prýbilegu og ánægjulegu
tónleika. a