Tíminn - 04.08.1995, Qupperneq 3
Föstudagur 4. ágúst 1995
3
Sjúkraliöar undirrita kjarasamning. Kristín Á. Cuömundsdóttir:
Á sömu nótum og
önnur BSRB-félög
Félagar í Sjúkraliðafélagi ís-
lands greiöa atkvæöi um nýj-
an kjarasamning í næstu viku.
Samningurinn er á svipuöum
nótum og samningar annarra
félaga innan BSRB. Hjúkrun-
arfræöingar hafa gert sam-
komulag um breytingar á
Húsavík
- sex fjölskyldur flytja:
I6na6armenn
til Noregs
Sex fjölskyldur iönaöar-
manna á Húsavík hafa á síð-
ustu misserum flust til Noregs
til starfa þar. Er þetta milli 20
og 30 manna hópur.
Ástand í atvinnumálum
byggingamanna nyrðra hefur
ekki verið of gott og því hefur
fólk brugðið á þetta ráð. Heim-
ildarmenn blaðsins segja að
einnig sé fólk með þessu að
leita og freista ævintýra. Þá hef-
ur hópur iðnaðarmanna af Suö-
urlandi einnig flust til starfa í
Noregi. ■
kjarasamningi sínum, sem
fela í sér hækkanir í takt við
almennar launahækkanir á
þessu ári.
Samninganefnd Sjúkraliðafé-
lags íslands skrifaði undir nýjan
kjarasamning aðfaranótt mið-
vikudags.
Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélagsins,
segir að nýi samningurinn feli í
sér svipuð ákvæði og samningar
annarra félaga innan BSRB, þ.e.
2.700 króna hækkun á launa-
töflu strax og uppbót á laun
innan við 84 þúsund krónur.
Kristín segir að samningurinn
verði borinn undir félagsfund í
næstu viku og hún vonast til að
hann verði samþykktur þar.
Félag íslenskra hjúkrunar-
fræbinga hefur gert samkomu-
lag um breytingar á kjarasamn-
ingi sínum, sem samþykktur var
á síðasta ári. Breytingarnar eru
gerðar í samræmi við ákvæði
samningsins, sem kveður á um
að honum skuli breytt verði
samið um almennar launa-
hækkanir hjá stærstu launþega-
hreyfingum. Ásta Möller, for-
maður Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga, segir að í samkomu-
laginu felist 3% launahækkun á
launatöflu frá 1. júlí og 1,5%
launahækkun til stjórnenda,
sem jafngildir einum til tveimur
launaflokkum eftir stöðu. Þeir
sátu eftir við gerð kjarasamn-
ingsins fyrir ári, að sögn Ástu.
Sjúkraliðafélagið hefur haft
lausa samninga frá því um ára-
mót. Samningur, sem undirrit-
abur var 31. desember sl. eftir
sex vikna verkfall stéttarinnar,
rann út á miðnætti sama dag. í
tengslum vib gerð þess samn-
ings var rætt um ab lagt yrði
fram frumvarp um störf sjúkra-
liða á vorþingi. Það frumvarp er
enn til umfjöllunar í heiibrigð-
is- og trygginganefnd.
Kristín segir að ekki hafi verið
rætt um frumvarpið vib gerð
kjarasamnings núna. „Það er í
raun mál sem er óskylt gerb
kjarasamnings. Hitt er annað
mál að við vorum kannski lokk-
uð til að láta okkur nægja það,
sem var samið um þá, með lof-
orði um að frumvarpið færi í
gegnum þingið, sem var ekki
staðið við. Ég hlýt því að líta svo
á að umræða um breytingar á
lögum um sjúkraliba fari aftur af
stað þegar þing kemur saman í
haust." ■
Unniö ab vegabótum í Út-Blönduhlíb í Skagafirbi.
Tímamynd Ágúst Bj.
Skagafjöröur:
Vegabætur
í Blönduhlíð
Framkvæmdir eru nú langt
komnar við endurbyggingu
Siglufjarðarvegar um Út-Blöndu-
hlíð í Skagafirði. Hér ræðir um
tíu km vegarkafla og verður mik-
il samgöngubót komin í gegn
þegar framkvæmdum lýkur.
Það eru starfsmenn frá verktaka-
fyrirtækinu Firöi hf. á Sauðárkróki
sem annast framkvæmdirnar. Að
sögn Sveins Árnasonar, sem er í
forsvari, em framkvæmdir nokkub
á undan áætlun, en þeim á að
verða lokið um komandi mánaða-
mót. Þá á jafnframt að vera búib að
leggja klæðingu á veginn. Það, sem
gerir framkvæmdina nokkuð
óvenjulega aö mati Sveins, er þó að
leggja þarf 28 ræsi á vegstæðinu og
er það með því mesta sem þekkist.
Þá veröur reiðvegur jafnframt lagð-
ur samsíða hinum almenna vegi og
ekki að óþörfu, þar sem óvíða er
hestamennska algengari en í
Skagafirðinum.
Mikil umferð er um Siglufjarðar-
veg á þessum slóðum. Þarna fara
um allt að 500 bílar á dag yfir sum-
artímann og um 200 á vetrarmán-
uðum. Þá hefur gjaman verið snjó-
þungt á þessum slóðum, en vegur-
inn nýi er þannig lagður að snjó
ætti þar síður að festa.
-Ág. Bjömsson
Sýning Páls Cuömundssonar í Surtshelli vekur veröskuldaöa athygli:
Listamaburinn Páll Cubmundsson og rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson
ræba vib leikhússtjórann ítalska frá Flórens, sem œtlar ab gera íslenskri
menningu skil á næsta ári. Tímamyndir: TÞ, Borgarnesi
Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Sigurbur Cubmundsson frá Kirkjubóli í
Hvítársíbu og Páll Cubmundsson myndlistarmabur í Surtshelli.
Höggmyndasýning Páls Guð-
mundssonar frá Húsafelli,
sem stendur yfir í íshelli í
Surtshelli, hefur umtalsvert
abdráttarafl. Við undirbúning
sýningarinnar naut Páll að-
stobar Magnúsar Inga Magn-
ússonar veitingamanns í
Munabarnesi, en Magnús sá
um veitingar á opnunardag-
inn ásamt því ab útbúa boðs-
kort og plaköt til kynningar á
sýningunni.
Eins og komið hefur fram í
Tímanum, voru um þúsund
manns við opnun sýningarinn-
ar um síöustu helgi. En gestun-
um fjölgar dag frá degi. í vik-
unni var hópur af þekktu fólki
úr menningarlífinu, bæði frá ís-
landi og Ítalíu, á ferð í Surtshelli
og skoðaði sýningu Páls og naut
hughrifanna.
Meðal þeirra, sem þarna voru
á ferð, voru Brynja Benedikts-
dóttir og Erlingur Gíslason leik-
arar, Einar Már Guðmundsson,
Thor Vilhjálmsson og Guð-
mundur Andri Thorsson rithöf-,
undar, Þórunn Hafstein frá
menntamálaráðuneytinu ásamt
Sverri Guðjónssyni kontraten-
ór. Sá síðastnefndi söng fyrir
samkomugesti, en hann söng
einnig við opnun sýningarinn-
ar.
Þarna voru einnig á ferð
nokkrir Frakkar og þrír ítalir frá
leikhúsi í Flórens, en ítalirnir
eru á ferð hérlendis til að undir-
búa hátíð sem haldin verður í
Flórens á næsta ári og veröur til-
einkuð íslenskri menningu.
Thor Vilhjálmsson hefur tekið
þátt í Jjví ab skipuleggja íslands-
ferð Italanna, en Thor er ein-
mitt mikill áhugamaður um list
Páls Guðmundssonar á Húsa-
felli:
„Ég var svo heppinn að kom-
ast hingað á laugardaginn. Þetta
var þjóðarvakning þá og mikill
sigur fyrir vin okkar Pál og verb-
skuldaður. Þetta er gert af svo
mikilli virðingu og lotningu fyr-
ir náttúrunni og túlkun hans á
íslenskum andlitum, geði og ör-
lögum er fögur og máttug.
Hann er skáld á sínu sviði."
Thor orðar það svo, að farið
Sverrir Gubjónsson kontratenór
heillabi gesti meb söng sínum,
íklæddur eins konar munkakufli
sem undirstrikabi áhrifin.
hafi verið með ítalina á sýning-
una í Surtshelli fyrst og fremst
til þess að þeir fengju að njóta
sýningarinnar og söngsins, auk
umhverfisins og galdra, „og ab
fá að taka þátt í þessu undri með
okkur."
Um leikhúsfólkið ítalska segir
Thor: „Þetta fólk er frá leikhúsi í
Flórensborg, sem er kennt við
sítrónur og kallab Límónuleik-
húsið. Þau hafa hátíð árlega,
sem þau tengja við einhverja
heimsborg. Þau hafa tengt há-
tíðina Montreal í Kanada, Búda-
pest, Moskvu, Stokkhólm og
núna í ár Lissabon. Næsta ár
verður það heimsborgin Reykja-
vík og landið okkar og okkar
menning sem hátíðin mun
tengjast. Þau ætla að gera því
skil og flytja tvö leikrit, öðru
verður stýrt af ítölskum leik-
stjóra og hinu af íslenskum.
Einnig munu þau leiklesa all-
mörg leikrit og kynna íslenska
menningu á annan hátt."
Um áhrif sýningarinnar á
gestina segir Thor: „Þetta er
mesta ágætisfólk, skemmtilegt
og gáfab. Það er mjög snortið,
held ég, enda hljóta allir að vera
það. Mér finnst að það hljóti
bara eitthvað að vera að þeim
sem verður ekki snortinn af
svona undrum, þar sem er leikiö
svona vel í samræmi við náttúr-
una eins og Páll gerir, að leitast
við að fara inn í hulibsheima
náttúrunnar og sýna okkur inn
fyrir."
-TÞ, Borgamesi