Tíminn - 04.08.1995, Page 9

Tíminn - 04.08.1995, Page 9
Föstudagur 4. ágúst 1995 9 Gísli jóhannsson viö einn bílanna sem fararstjórarnir nota til ab fara fyrir bílalestum. Myndin er tekin í Zenica ímaíá síbasta vori. við vorum á stríðsárunum frá 1939 til 1945. Viö hýstum heri banda- manna og áttum við þá margvísleg viðskipti, sem raunar komu fótum undir efnahagslíf hér á landi án þess að við yrðum nokkru sinni fyrir árásum af hálfu Þjóðverja. Með þessu er ég þó ekki að líkja þeim hugsunarhætti, sem ég hef orðiö var við á meðal Króata, við það hugarfar er hér ríkti á árum heimsstyrjaldarinnar síöari. Þar tel ég mikinn mun vera á. Þótt við höfum viljað hagnast á herjum bandamanna, þá gerðum við það fremur með heiðarlegum viðskipt- um en með þeim svikum og prett- um sem fyrir hendi er á Balkan- skaga og Króatar vibhafa gagnvart gæsluliöi og hjálparsveitum Sam- einubu þjóbanna." Gísli bendir á að þrátt fyrir ákveðiö uppgripáástand í Króatíu þá séu þeir margfalt fleiri sem eng- an gróða hafi af þessum hildarleik, því á stríbssvæbunum sjálfum sé allt mannlíf í heljargreipum átak- anna. Hann tekur dæmi af Mostar, borg á fyrrum yfirráðasvæði músl- íma. „Borgin hefur gjörsamlega verið lögð í rúst. Þar er tæpast unnt að finna eitt einasta heilt hús. At- vinnulífiö er algerlega lamað. Margir hafa fallið í árásum Serba og aðrir eru flúnir. Þó er talsvert af fólki enn í borginni, fólki sem lifir í húsarústunum og býr við mjög nauman kost. Ástandið í Sarajevo er lítið betra og svo er um fleiri svæbi að ræða. Þar sem stríðsátökin eru hvaö mögnuðust er ekki um neitt eölilegt athafnalíf að ræba. Atvinnutækin hafa annaðhvort veriö eyðilögð eða ekki er unnt að nýta þau á neinn máta. Nokkuð hefur verið um bændabýli, en bú- skapur er varla nokkurs staðar stundaöur. Þrátt fyrir að mikiö sé um skóga, virðist dýralíf einnig vera takmarkað. Að minnsta kosti verðum við ekki varir við dýralíf á feröum okkar um skógana og fjöll- in. Á meöan átökin halda áfram verður heldur ekki um neitt endur- reisnarstarf aö ræða. Miklir erfið- leikar eru viö að koma hjálpar- gögnum til fólks á þessum svæðum og á meðan ástandib er með þess- um hætti er engin von til að neitt breytist." Ökuréttindalausir ökumenn Starfsaðstæður liðsmanna hjálp- arsveitanna eru ólíkar því sem þeir eiga að venjast ab heiman og gildir það ekki eingöngu um íslendinga. Til starfa hafa valist menn frá ýms- um þjóbum og heimshornum og nokkuð áberandi er, að sögn Gísla, að menn frá Rússlandi og þriðja- heimsríkjum sækist eftir vinnu við hjálparstarf í Bosníu. í mörgum til- fellum eru launin hjá Sameinuðu þjóðunum mun hærri en þessir menn eiga kost á í heimalöndum sínum, en hæfni þeirra er einnig á margan hátt ábótavant. Gísli segir að allir þeir sem vinna við flutn- ingana séu látnir taka sérstakt öku- próf áður en þeir hefji störf. Slíkt sé nauðsynlegt, því margir séu alls óvanir akstri og hafi jafnvel ekki ökupróf frá sínum heimalöndum. Sem dæmi um „ökuréttinda- lausa" ökumenn nefndi hann nokkra Indverja, er nú aka flutn- ingatrukkum í þeim bílalestum sem hann fer fyrir. „Indverjarnir standa einna verst að vígi hvað aksturskunnáttu varðar. Bílar eru ekki almenningseign á Indlandi og sumir þessara manna höfðu ekki ökupróf þegar þeir komu til Króa- tíu. Auk þess að vera óvanir akstri, þekkja margir þeirra ekkert til aö- stæðna sem þeir þurfa að fást við. Indverjar og fleiri íbúar hinna heit- ari landa hafa til dæmis aldrei séð snjó. í Bosníu eiga þeir síðan að aka um fjallvegi í snjó og hálku. Þótt bílar Sameinuðu þjóðanna séu vel útbúnir, þá krefst aksturinn ákveöinnar færni. Að sjálfsögðu læra menn að vinna þessi verk eins og annað, en ýmis vandræðaleg at- vik hafa orðib vegna vankunnáttu, þótt ég hafi ekki orðið vitni að al- varlegum óhöppum. Ég minnist Indverja sem var að aka niður fjallshlíð í fljúgandi hálku þegar hann mætti öðru ökutæki. Hann var ekki oröinn mjög þjálfaöur í vetrarakstri og vibbrögö hans vib að þurfa að stöðva trukkinn voru þau ab hemla af fulium krafti. Við það rann trukkurinn eins og sleði niður brekkuna með tengivagninn aftaní og á endanum lentu þeir í vinkil. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna þar sem kunnáttuleysi öku- mannanna veldur vandræðum til viðbótar þeim erfiðleikum sem stríðsástandið skapar hjálparsveita- mönnum." Tvisvar horft í byssu- hlaup Þótt fararstjórarnir á leiöum hjálparsveita Sameinubu þjóðanna til Bosníu þurfi að fást við margvís- legan vanda vegna erfiðra vega, óvana ökumanna og yfirgangs inn- fæddra á þjóðvegunum, þá á stríð- ið mestan þátt í þeim erfiöleikum sem þarf aö yfirstíga. Tvisvar hefur Gísli stabib frammi fyrir gapandi byssukjafti þar sem hermaður hef- ur haldið um gikkinn og stundum hefur þurft að aka í gegnum sprengjusvæði þar sem leiðangurs- mönnum er stranglega bannað að fara út úr farartækjum sínum, því við fyrsta fótmál gæti jarbsprengja leynst. „Ég hef tvisvar horft beint í byssuhlaup," segir Gísli Jóhanns- son. „í annað skiptib vorum við staddir skammt frá herstöð músl- íma í Bosníu. Við vorum að fara um yfirráðasvæöi þeirra og bann við að stöðva umferb gilti ekki síð- ur um okkur libsmenn hjálpar- sveitanna en aðra. Inn á þessu svæði springur dekk undir einum flutningatrukkanna. Við stöðvuð- um lestina og ætluðum að freista þess að skipta um hjólbarða, en múslímsku hermennimir skipuðu okkur ab hafa okkur þegar í stað á burt. Þessari skipun var fylgt eftir með því ab fyrst var skotið upp í loftið, en síðan var byssuhlaupi beint í andlit fararstjórans — það er ab segja í andlit mitt. Að sjálf- sögðu hlýddum við og fórum, og trukknum var ekið á sprungnum hjólbarða til friðvænlegri staðar." Gísli segir að nokkuð sé um til- raunir til að ræna bílum hjálpar- sveitanna og ef það eigi sér stað með vopnavaldi, þá hafi starfs- menn sveitanna skipun um að af- henda þá frekar en að setja sjálfa sig í óþarfa hættu. Varasamt geti verið að deila vib hermenn um eitt né annað. Brögð séu ab því að þeir séu drukknir og líf óbreyttra borg- ara virðist skipta þá litlu máli. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna séu ekki betur sébir en aðrir, ef því er að skipta. í hitt skiptiö, sem byssu var beint að Gísla, hafði lest hans beð- ib í sólarhring á Pankingfjalli. Inn- fæddir hleyptu aöeins sínum mönnum áfram eftir veginum, en létu bíla hjálparsveitanna bíða. Þetta var í febrúar, en snjór enn á vegum. Vegna lélegs búnaðar margra bíla gekk umferbin veru- lega illa. „Eftir sólarhrings bið ákváðum við að fara af stað, en þá fékk ég sem fararstjóri byssuhlaup- ið í andlitið. Ekkert varð hinsvegar úr aðgerðum og máliö leystist meö samningum." Engum verbur líkt vib Hróa hött Þótt starfsmenn hjálparsveita Sameinubu þjóðanna hafi ekki rat- að í þær raunir, sem margir inn- fæddir þurfa ab lifa við, þá hafa þeir engu ab síður séð sitt af hverju og kynnst þeim hildarleik sem fram fer á Balkanskaga frá öðru sjónarhorni en því sem fréttamiðl- ar flytja. Niðurstaða Gísla Jóhanns- sonar, eftir ab hafa dvalið og starf- að í um átta mánuði á vegum Sam- einuðu þjóðanna á Balkanskaga, er sú ab stríðsaðilar verði ekki dregnir í dilka hins góða og vonda eða staðsettir í ævintýraheimi bók- menntanna. Engum verði líkt við Hróa hött, heldur beri hinir stríð- andi aðilar hver sína ábyrgð, Hið gróna hatur þeirra þjóða, sem byggja Balkanskaga og byggðu fyrr- um Júgóslavíu, sé undirrót átak- anna. Síðustu daga hafa borist fréttir af því að Króatar hafi blásib til sóknar gegn Serbum. Gísli segir ab ef fram- hald verður á stríðsaðgerbum þeirra, sé hætta á að átökin breiðist út til landsvæða þar sem áður hef- ur verið fremur friðvænlegt. „Ef stríðið breiðist út, er engin leið að segja til um hvert átökin koma til með að ná. Ég tel engan mun á Serbum og Króötum að því leyti. Þab er almenningur sem líöur fyrir þetta stríð og múslímar eru í þeirri stöðu að lenda sífellt á milli hinna stríðandi þjóðflokkanna. Þeir eiga enga sigurvon í þessu stríði, en hrekjast þess í stað fram og til baka eftir því á hvern hátt átökin þróast frá degi til dags." Gísli kveðst telja litlar líkur á aö stríðið sé á enda, þótt forseti Bo- sníu-Serba segi nú allt í einu að binda þurfi enda á þab, þegar Kró- atar eru farnir að svara herjum hans. Hann hafi ýmislegt látið sér um munn fara sem ekkert mark sé takandi á, fremur en mörgum um- mælum í þessu stríði. Hatrib er verst í þessu stríbi Um dvöl sína segir Gísli að á margan hátt sé gott ab búa í Split. Þar hafa engin átök átt sér stað — a.m.k. ekki til þessa — og mannlíf- ið gangi fyrir sig meö nokkuð eðli- legu móti. Átökin handan landa- mæra Króatíu og Bosníu setji þó sinn svip á mannlífib og Króatarnir í Split eigi þab sameiginlegt meb löndum sínum að vilja græða sem mest á ástandinu, auk þess sem þeir séu gegnsýrðir af sama haturs- hugnum L garð nágrannanna og einkenni þjóðirnar á Balkanskaga. „Hatrib er verst í þessu stríði," segir Gísli og bætir við að þótt svo fari að stríðinu ljúki, þá sé áratuga starf framundan við uppbyggingu atvinnu- og mannlífs í þessum ríkj- um, sem hafi aldrei í raun náð að þróa vestræna atvinnuhætti og efnahagslíf. „Það eru ár og dagur þar til þetta fólk mun eiga þess kost ab lifa við aðstæbur sem við þekkj- um." Vibtal: Þórbur Ingimarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.