Tíminn - 04.08.1995, Side 11
Föstudagur 4. ágúst 1995
n
Kristján Sigurösson, sviösstjóri kvenlœkningasviös Ríkisspítala, segir þar ýmsar breytingar undirbúnar:
Óþarfi a 5 líta á fæöingu
sem sjúklegt fyrirbrigöi
Styttri sængurlega viö eblilegar
aöstæöur og lokun Fæöingar-
heimilisins. Rekstur sjúkrahót-
els á Fæöingarheimilinu.
Fækkun mæöraskoöana og
sameining mæöraverndar
Heilsuvendarstöövar og
Kvennadeildarinnar á 1. hæö
Fæöingarheimilisins. Stækkun
MFS-deildar (mæöravemd/
fæöing/sængurlega) og Glasa-
frjóvgunardeildar og flutning-
ur þeirra innan Kvennadeildar.
Aöskilnaöur dagdeildaraö-
geröa og innheimta beinna
greibslna frá sjúklingum fyrir
þær og e.t.v. fleiri abgerbir. All-
ar þessar breytingar hafa verib
til umræöu á Kvennadeild
Landspítalans undanfarna
mánuöi, meb hagræbingu og
sparnaö aö leibarljósi, ab því er
fram kom í vibtali vib Kristján
Sigurbsson, sviösstjóra kven-
lækningasviös Ríkisspítala.
Undanfarna mánuði hefur
komiö í ljós að langsamlega flest-
ar verðandi mæður viröast velja
gömlu góðu Fæðingardeildina á
sama tíma og Fæðingarheimilið
hefur varla verið hálfnýtt. Var
opnun þess kannski óþörf eftir
allt saman?
„Ég held aö eftirspurnin hafi
verið minni en ýmsir höfbu áætl-
að, hvaða ástæður sem liggja þar
aö baki. Mér sýnast meginrök
þeirra, sem haldiö hafa á lofti
þörfinni fyrir Fæöingarheimiliö,
hafa veriö þau aö konur ættu val-
möguleika — og auövitaö er þaö
æskilegt. En viö höfum líka Val-
möguleika hér innan dyra í
hinni nýju MFS-einingu, sem
fleiri og fleiri konur velja. Og viö
viljum gjarnan hlúa enn betur aö
MFS-deildinni meö skipulags-
breytingum hér innan dyra,
þannig aö hún rúmi enn fleiri
konur."
Heim innan 36
stunda
Fæöingarheimiliö segir Krist-
ján ekki nægilega góöa rekstrar-
einingu, því m.a. vegna þess aö
sérstaka lækna þurfi til aö sinna
vöktum þar úti. „Þaö ætti líka aö
vera nægilegt rými til þess aö
hafa þessar fæöingar — aö há-
marki 3 á sólarhring — hér inni
hjá okkur. Enda voru þær allar
hér inni meöan Fæöingarheimil-
iö var lokaö. Vissulega gátu
myndast vissir „tappar" á álags-
tímum. En þeir ættu aö veröa
miklu fátíöari veröi framfylgt
þeirri áætlun okkar aö stytta
sængurleguna til samræmis viö
þaö sem annars staöar gerist."
Kristján segir stefnt aö því, aö
reyna aö útskrifa konur innan 36
klukkustunda, eftir eölilegar fæö-
ingar. Konur, sem valiö hafa
MFS- þjónustuna, útskrifist núna
innan 48 stunda, sem hafi gefist
vel. Þær konur, sem fara heim
innan 36 stunda, eigi kost á
heimaþjónustu ljósmæðra.
„Þetta er hlutur sem viö viljum
gjarnan ýta undir; þ.e. að óþarft
sé að líta á fæöingu sem sjúklegt
fyrirbrigði, þar sem konur þurfi
aö liggja sólarhringum saman
inni á stofnun."
Óþarflega margar
mæbraskoöanir
Spuröur hvort rétt sé hermt að
hugmynd sé uppi um aö breyta
Fæðingarheimilinu í sjúkrahótel,
svaraði Kristján. „Það er hug-
mynd sem rædd hefur veriö af
fullri alvöru, og að sjálfsögöu get-
ur þaö allt eins komið til greina.
En í þessu hagræðingarverkefni
okkar höfum viö einnig plön um
aö sameina mæðravernd Heilsu-
verndarstöövar og Kvennadeild-
ar undir einn geira á 1. hæðinni á
Fæöingarheimilinu." Þar yröi þá
miðstöö mæðraverndar á Reykja-
víkursvæðinu og í aukinni sam-
vinnu við mæöravernd á heilsu-
gæslustöðvum borgarinnar. Jafn-
framt, segir Kristján, að reynt
yrði að hagræða í fjölda mæðra-
skoðana, sem nú séu óþarflega
margar þegar um eðlilega meö-
göngu sé að ræða, eða allt að 12
yfir meögöngutímann. Þetta
mundi spara töluvert bæöi í
starfsliði og húsnæöi, sem nýttist
til annars.
Þessar breytingar og ýmsar aðr-
ar hafa, aö sögn Kristjáns, verið
ræddar undanfarna mánuði
bæði innan deildarinnar og
einnig við heilbrigöisráöuneytiö.
Nefnd, sem skipuð var til að at-
huga þessar breytingar, hafi líka
litið mjög jákvætt á þær.
Dagdeildaraðgerðir
ekki ókeypis lengur
Hagræðing á kvensjúkdóma-
ganginum er enn eitt sem aö er
stefnt. Frá 1 október er áætlaö að
skipta honum í tvennt, þannig
að allar dagdeildaraðgeröir verði
á sérstakri deild, sem þá geti ver-
ið Iokuð um nætur og helgar.
„Reglugerö um ferliverk gefur
okkur auk þess möguleika á að
innheimta hjá konunum hluta
kostnaöar við þessar aögeröir,
eins og raunar víða er gert á
sjúkrahúsum úti á landi. Ég vona
að Landspítalanum veröi einnig
heimilað slíkt," segir Kristján.
Spurður hvort þetta mundi þá
einnig eiga viö um beinar
greiöslur fyrir fóstureyöingar,
bendir hann á að fríar fóstureyð-
ingar séu bundnar í lögum.
Gjald fyrir fóstureyb-
ingu?
„Þaö þarf því væntanlega að
breyta lögunum til þess aö leyfa
okkur að innheimta gjald fyrir
þær aögeröir, sem langflestar eru
framkvæmdar hér hjá okkur. Á
þessum nýju tímum teljum við
að það sé ekkert endilega eðlilegt
aö kona, sem þarf á fóstureyð-
ingu aö halda, eigi að fá þá að-
gerð ókeypis, fremur en önnur
kona sem þarf á einhverri ann-
arri aðgerð að halda."
Sumum þykir þaö líka skjóta
skökku viö að konur geti fariö
ókeypis í fóstureyöingar, en þurfi
aö greiða stórfé fyrir glasafrjóvg-
anir. Að sögn Kristjáns þurfa
konur nú að borga 105 þús.kr.
fyrir fyrstu glasafrjóvgun. Þar eru
langir biölistar. Til þess að unnt
verði aö tvöfalda fjölda glasa-
frjóvgana á deildinni frá því sem
nú er, eins og fyrrverandi heil-
brigöisráðherra kostaöi kapps
um, segir Kristján nauösynlegt
að stækka rými deildarinnar.
Abstaba á Kvenna-
deijd gjörbreytt
„Viö erum með tillögur á borö-
inu um þaö að flytja hana hér
nibur á fyrstu hæðina. Sá flutn-
ingur gerir okkur jafnframt kleift
að betrumbæta rýmið fyrir MFS-
þjónustuna. Þá gefst einnig kost-
ur á að koma upp móttöku í and-
dyri Kvennadeildar þar sem unnt
verður að innheimta fyrir glasa-
frjóvganir, áðurnefndar dag-
deildaraðgerðir og aörar minni-
háttar skoðanir á konum, sem
eru aö kona hér inn af götunni í
skyndiskoðanir og borga oft ekki
neitt. Þannig aö þetta hangir allt
saman," sagði Kristján.
Komist þessar áætlanir og aör-
ar til framkvæmda, segir hann aö
öll aðstaða á Kvennadeildinni
mundi gjörbreytast.
„Jú, auðvitaö kostar þetta allt
saman eitthvað. En við teljum aö
því fylgi það mikiö hagræði ab
sparnaðurinn veröi aö lokum
mun meiri — og tekjuöflunin
sömuleibis mun meiri. En þá
verðum við líka að hafa í huga ab
óbreytt ástand varðandi sértekjur
sviöa gengur ekki upp: Þær hafa
alltaf runnið beint í ríkiskassann
og síðan dregist frá fjárveiting-
um. Þessu verbur að breyta,
þannig að viö fáum aö halda ein-
hverju af þessum sértekjum eftir
hér innan sviðsins, m.a. til nauð-
synlegra tækjakaupa," segir Krist-
ján Sigurösson. ■