Tíminn - 19.08.1995, Side 4

Tíminn - 19.08.1995, Side 4
4 wyrnnwgi Laugardagur 19. ágúst 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Búvörusamning- urinn í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir svo aö eitt af meginmarkmiðum hennar sé „aö taka búvörusamning- inn frá 1991 til endurskoðunar, sérstaklega meö tilliti til þess mikla vanda sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir. Skapað verður svigrúm til aukinnar hagræðingar í land- búnaði og úrvinnslugreinum hans og gripið til þeirra að- gerða sem óhjákvæmilegar eru. í því sambandi er mikil- vægt að taka tillit til hagsmuna neytenda. Treysta verður tekjugrundvöll bænda. í því felst m.a. að losa um fram- leiðsluhömlur og auka sveigjanleika í framleiðslustjórnun, stuðla að nýsköpun og fjölbreyttari atvinnu til sveita og auðvelda bændum breytingar á búháttum eða búskapar- lok. Átak í útflutningi landbúnaðarafurða verður stutt, sér- staklega á grundvelli nýrra laga um vöruþróun og markaðs- sókn sem byggist á hreinleika og hollustu afurðanna. Rannsóknir og þróunarstarf á þessum sviðum verður eflt. Unnið verður að gróðurvernd og landgræðslu með það m.a. að markmiði að stöðva landeyðingu. Áherslur í land- græðslu og skógrækt miðist jafnframt við það að auka hlut bænda í framkvæmdum. Verkefnum verður raðað með það fyrir augum að mæta samdrætti í hefðbundnum búskap." í framhaldi af þessari stefnuyfirlýsingu hófust fyrr í sum- ar viðræður ríkisvalds og bænda um endurskoðun búvöru- samningsins frá 1992, nánar tiltekið þess hluta hans sem fjallar um sauðfjárbúskap. Óhjákvæmilega hlýtur stefnu- mörkun ríkisvaldsins í þessari samningagerð að taka mið af þeirri stefnuyfirlýsingu sem hér að framan greinir. Minnkandi sala lambakjöts á innlendum markaði setur sérlega þröngar skoröur í þessari samningagerð og það er ljóst að tekjugrundvöllur bænda verður ekki tryggður nema framleiðslan færist á færri framleiðendur sem hafi þá meira svigrúm. Einnig eru skiptar skoðanir um að losa um verðlagningu og framleiðsluhömlurnar, en ýmsar hug- myndir eru nú kannaöar um þau efni. Þaö er ljóst að ef framleiðendum í sveitum fækkar frá því sem nú er, þyngist enn sóknin úr sveitunum á vinnumark- aðinn, sem er víða veikur úti á landsbyggðinni. Víða hagar þannig til að auðvelt er að sækja vinnu úr sveitina í aðliggj- andi þéttbýli svo framarlega sem vinnu er að fá. Sú atvinna hefur því miður verið af skornum skammti. Vandi sveitar- fólksins er því samofinn þeim atvinnuvanda sem við er að glíma í þéttbýlinu. Sauðfjárræktin hefur verið ein helsta undirstaða byggð- ar í sveitum og gildur þáttur byggöarmála. Það er ljóst að ekki er hægt að gera þær kröfur til þessarar atvinnugreinar að hún varðveiti byggðina í landinu. Fleiri þættir þurfa að koma til. Landgræðsla og skógrækt eru atvinnugreinar sem skylt er að efla til þess að skila landinu í sæmilegu ástandi til komandi kynslóða. Sú barátta er hörö og þarfnast mann- afla og fjármuna. Það er mikil nauðsyn að huga sérstaklega aö þessum þætti og því hvernig þessi starfsemi geti orðið þáttur í atvinnulífi sveitanna, eins og fyrirheit voru um í búvörusamningum, en ekki hafa gengiö eftir til þessa. Þeir sem nú sitja yfir samningaboröinu um þessi mál munu vera sammála um að versti kosturinn sé sá að hafast ekki að og núgildandi búvörusamningur gildi áfram. Það mun leiða til þess að flatur niðurskurður upp á um 17% af greiðslumarki kemur á alla framleiðendur. Slíkt mun kippa grundvellinum undan afkomu allra. Þess vegna er nauðsyn að komast að niðurstöðu sem fyrst um nýjan samning því haustið og sláturtíðin nálgast óðum, en það er sá tími sem sauðfjárbændur gera áætlanir um framtíðina. Jón Birgir Pétursson: Þegar Móbir Jörb segir stopp í fréttum vikunnar sem nú er að líða er sagt frá þeirri spá Orkuspár- nefndar að oliunotkun lands- manna mun aukast svo um mun- ar á næstu þrem áratugum. Þetta þýöir aukna mengun í umhverfi okkar og stærra gat á ósonlagið yf- ir okkur. Þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar landsins eftir Ríó- ráöstefnuna er fullljóst að ísland mun því miður ekki standa viö eitt eða neitt í því efni. Skrifab út í loftiö í Ríó Viljayfirlýsingar um aö auka ekki losun á koltvísýringi út í and- rúmsloftið frá því sem var árið 1990 fá einfaldlega ekki staðist að bestu manna yfirsýn. Slíkar yfir- lýsingar áttu stjórnmálamenn okkar einfaldlega ekki að skrifa undir. Þeir vissu betur suöur í Ríó. Áhugi á að minnka olíu- brennslu á íslandi óx til muna þegar tvö stutt olíukrepputímabil dundu yfir heimsbyggðina tvíveg- is á áttunda áratugnum. Hitaveit- um hér á landi óx fiskur um hrygg og þeim fjölgaði á skömmum tíma til muna, enda þótt kostnað- ur við sumar þeirra yrði mörgum sveitarfélögum um megn. í dag er olía seld á nánast spott- prís á erlendum mörkuðum og ol- íuafurðir ódýrari en nokkru sinni þessi misserin. Bensín og olíur hafa verið aö lækka í verði, enda þótt það hafi nánast verið lögmál aö ^rlendar lækkanir á vöru skili sér ekki til sofandalegra íslenskra neytenda, sem sjaldanast æmta eða skræmta. Móöir jörö segir stopp Þaö er ekki annað að sjá en aö ódýrara bensín þýöi í raun að meira er ekið, mest auðvitað í eiröarleysi og tilgangsleysi og af einskærri taugaveiklun. Á sama tíma og bíleigandinn fyllir tank- inn, og allt of stór fiskiskipafloti er búinn til veiða í Smugunni með firnamiklar eldsneytisbirgð- ir, huga menn ekki aö því að móð- ir Jörð lætur ekki mjólka sig enda- laust. Olía í jörðu er ekki sjálfbær auðlind. Hún eyðist eftir því sem af er tekið. Nú segja sérfræðingar okkur að olíubirgðir heimsins muni aöeins endast í 3-4 áratugi enn. Þá þarf mannsandinn að koma tij og finna ný og góð ráð til aö knýja áfram farartæki sín. Aö lausn þessa vanda er þegar unnið í hinum ýmsu hornum heimsins. íslenskir ofurhugar í fréttunum í þessu blaði vakti þaö mikla athygli þegar greint var frá rannsóknum innlendra sér- fræöinga og ofurhuga á fram- leiðslu á ýmsum afuröum úr lú- pínu, jurtinni sem ýmsir hamast nú gegn og vilja tortíma úr ís- lenskri flóru. Helst þessara afurða er tvímælalaust svokallað ethan- ól, en því er blandaö saman viö bensín og sú blanda kölluð gasó- hól. Slíkt eldsneyti er þegar á boö- stólum í Bandaríkjunum. Sjálfur Bandaríkjaforseti berst fyrir fram- gangi slíkrar framleiðslu í landi sínu. Einmitt þessi afurð gæti mögu- lega fært okkur margfaldan lott- óvinning. Hún mundi í fyrsta lagi stuöla að minnkun koltvísýrings í andrúmsloftinu. í ööru lagi mundi hún enn lækka eldsneytis- kostnað. Og í þriöja lagi mundi slík framleiðsla færa okkur nokk- ur ný störf inn í landið. Þá mundi ræktunin í fjórða lagi hefta sand- fok á örfoka söndum Suöurlands og ef til vill víðar um landið. Nú er hér um að ræöa greinar- gerð valinkunnra vísindamanna, sem mark er á takandi. Þó vaknar að því er viröist fremur lítill áhugi við fyrstu sýn. Hér er þó um aö ræða framleiðslu, sem þegar er hafin í iðnaðarlöndum víða um heiminn og nýjar verksmiðjur rísa vítt um heiminn. íslendingar væru því ekki að gera tilraun til aö finna upp hjóliö með því að skoða kosti þessarar hugmyndar betur. Tíminn birti þessa frétt í síðustu viku og fylgi henni eftir með fréttaskýringu. Það undarlega er aö fréttamenn annarra fjölmiðla láta sér fátt um finnast og kveikja s I tímans rás ekki á snjallri tillögu. Það sannar enn og aftur að nýjungar á iðnað- arsviði heilla Islendinga ekki beint upp úr skónum. Talsmenn umhverfissamtaka og aðrir sem málið varðar viröast lítið vita um þessar hugmyndir og ætti máliö þó að vera þeim kærkomiö fyrir margra hluta sakir. Iðnaðarráðherra hefur hins veg- ar kynnt sér skýrsluna um lúpínu- ræktunina og kveöst munu skoða það mál ofan í kjölinn. Það lofar þó altént góðu. Vonandi hafa Samtök iðnaðarins líka horft á þessa möguleika — eða eru vanda- mál byggingariðnaðarins að kæfa þau samtök? Veiöimennskan og handverkiö íslendingar hafa löngum verið flokkaðir sem veiðimenn og þjóð- félagiö fengiö flokkun samkvæmt því. Iönaður á íslandi er afar við- kvæmt blóm og stendur á ótraust- um grunni. Meðan Evrópuþjóðir fyrri tíma státuðu af hvers kyns handverksmönnum, vorum við bændur fyrst og fremst, og síðar sjómenn. Iðnaöur og verslun hafa oröið útundan meðan aðrar þjóð- ir standa á gömlum merg í þeim greinum. Þó hafa einstaka menn hér á landi vissulega náð undra langt í ýmsum átöppunariðnaði, meöan aörir hafa safnað góðum sjóðum meö innflutningi á vör- um, sem er eitt auðveldasta form verslunar. Flókinn iðnaður hefur yfirleitt ekki átt upp á pallboröið hjá ís- lendingum. Til að stunda slíkan iðnaö hafa þeir hreinlega ekki biðlund. Til aö græða á verslun flytja menn inn — ekki út — því það er flóknara ferli, erfiðara og ekki hvað síst seinlegra. Þess vegna eigum við sárafáa hæfa menn til aö reka alvöru iðnað, og enn færri slynga sölumenn fyrir þær ágætu afuröir sem land og sjór gefa af sér. Óþolinmæði og vantrú Einar Benediktsson ætlaði fyrr á öldinni að rafvæða landið. Reyk- víkingar settu þá upp gasstöö. Hugmyndir Einars þótti mörgum firra ein og skáldiö dagaði uppi eins og nátttröll í óbyggðum Reykjanesskagans. Nokkrum ára- tugum síðar töldu íslendingar raf- orkuna meira en sjálfsagöa. En þá höfðu aðrar þjóðir búið við þann mikla munað um langan tíma. Óþolinmæði er eitt af einkenn- um, vantrú annað. Óþolinmæðin birtist til dæmis í því þegar vilji var fyrir því að loka Járnblendi- verksmiöjunni á Grundartanga vegna þess að ekki varð hagnaður um nokkurt árabil. Islendingar hafa ekki þolinmæði, fiskurinn á að bíta á agnið, strax. Vantrúin birtist í því að það er nánast ekki hlustað á þá menn sem hafa eitt- hvað nýtt fram að færa. Nýjungar virðast eitur í beinum þeirra sem meö voldin fara. Ekki síst á þetta viö í peningastofnunum, skað- brenndum eftir ýmsa dularfulla ævintýramennsku undanfarinna ára. Mér er sem ég sæi framan í Sverri Hermannsson og félaga í bönkunum, þegar ungir ofurhug- ar sæktu um lán til að setja upp verksmiðju til að vinna margvís- lega söluvöru úr lúpínu. Ég er ekki viss um aö þeir fengju viötal í þjóðbankanum. Lært til kerfisins Þróttur og þor íslendingsins í dag til að reyna fyrir sér í alvöru viðskiptum og iðnaði fer dvín- andi. Áhuginn er einfaldlega ekki fyrir hendi. Þjóðfélagið og skóla- kerfi þess hefur heldur ekki byggt upp kynslóö sem er til átakanna. Allt miðast að því aö sem flestir og helst allir setji upp hvítu kollana og taki síban til við aö læra til kerfisins í háskólanum vestur á Melum. Þaðan kemur blessað unga fólkið og sækir strax um laus pláss í ríkiskerfinu. Ævinlega er hægt að hola fólki niður á þeim kontórum, þar sem launin eru lág. Og sannarlega er viðveran löng og ströng við stífa áætlanagerö og margslungna útreikninga á þjób- arhagnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.