Tíminn - 19.08.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 19.08.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 19. ágúst 1995 5 Tímamynd CS Oddur Ólafsson: Röng skilaboö og notkun fíkniefna eykst Miklar fréttir berast linnulítið um hetju- lega baráttu gegn fíkniefnum. Bófarnir eru smyglarar og „sölumenn dauöans" en bjargvættirnir tollj)jónar og fíkniefna- deildir lögreglu. I björgunarliðinu eru einnig þeir sem tala oft og mikið um skað- semi eiturlyfja og reka áróöur fyrir því að fólk, einkum og sér í lagi unglingar, ánetj- ist þeim ekki. Stjórnmálamenn og ábyrgir forsvars- menn fjölmiðla rjúka til með mátulegu millibili að taka þátt í baráttunni við eitur- efnaneyslu unga fólksins og tala og skrifa af sannfæringarkrafti og litlu viti um skað- semina og að nú þurfi að fara að taka á málunum af festu. Og undantekningalaust er lausnin aðeins sú að handsama smygl- ara og sölumenn og koma þannig í veg fyr- ir ab ungu fíklamir komist yfir hin eftir- sóknarveröu efni. Sælustundir til sölu Úti í heimi eykst notkun fíkniefna jafnt og þétt. Austan hafs og vestan eykst fram- boð og eftirspurn og unga fólkið lætur fátt aftra sér frá að prófa sæluvímurnar sem fíkniefnasalarnir skaffa. Sumir ánetjast, aðrir sleppa, rétt eins og að sumir varba alkar þegar þeir fara að neyta áfengis, á aðra hefur það vægari áhrif. Þar sem fíkniefnamarkaðurinn verður sí- fellt stærri eykst framboðið og samkvæmt alþekktum lögmálum lækkar veröið. Fleiri hafa efni á að veita sér fíkniefni. Hinir efn- aðri kaupa vandað kókaín í nös og þeir sem verða að spara láta sér duga krakk, al- sælu eba LSD eba allt þetta og alkóhól í ofaálag. Þessi þróun helst nokkurn veginn í hendur í Evrópu og Ameríku. Eina sérstab- an sem ísland hefur varðandi fíkniefnin er ab enn sem komið er hafa harðsnúnir glæpamenn ekki haft sig mjög í frammi vib markaðssetningu og er samkeppnin heldur linlegri en þekkt er í nágrannalönd- unum. Enda mun raunin sú, að viðskiptin ganga tiltölulega greiðlega og jafnvægi rík- ir hvab varðar framboð og eftirspurn. Árangurslaus áró&ur Áróðurinn gegn fíkniefnum sýnist ekki bera mikinn árangur og laganna verðir og dómstólar stöbva hvorki eftirspurn né framboð. Herferðir og átök virðast heldur auka sölu og neyslu heldur en hitt. í vikunni birtist grein hér í Tímanum um ungt fólk og fíkniefni í Bretlandi, þar sem neyslan jókst um 20 af hundraði á síð- asta ári. Öll varnaðarorbin og áróburinn gegn ófögnuðinum virbist ekki bera árang- ur og þar í landi sem víðar spyrja menn hvort ekki sé vitlaust að málum stabiö og hvernig eigi að ná til unglinganna svo þeir skilji hvaða hætta liggur í því að byrja notkun fíkniefna. Skilaboðin" eru einhver allt önnur en til er ætlast af þeim sem skipuleggja herferðir gegn fíkniefna- neyslu. Dæmi þar um er að hengdar voru upp myndir af nöturlegum og útlifðum strák, meb dauð augu og illa útlítandi á allan hátt. Þessu var dreift þar sem unglingar komu saman og birt í blöðum sem víti til varnaðar. Árangurinn var sá ab ungu stúlk- unum þótti peyinn töfrandi og eftirsókn- arverður. Aöla&andi fyrirmyndir Uppdópabir og skítugir strákar hafa meira aðdráttarafl en hina fullorðnu grun- ar. Og stelpurnar hika ekki við að slást í sel- skapið og njóta lífsins á meðan víman var- ir. Sé aöeins betur ab gætt er bersýnilegt að skilaboðin sem fjölmiðlarnir eru sífellt ab senda unga fólkinu hafa öbruvísi áhrif en ætlað er. Ritstjórar og sjónvarpsstjórar fjalla fjálglega um hættuna sem stafar af vímuefnum og frétta- og dagskrárgerðalib flytur fréttir af smyglurum og viðtöl eru tekin við fólk sem ekki má sýna myndir af og allir eru voðalega meðvitabir um hlut- verk sitt að berjast á móti eiturefnanotkun unglinga. En sömu fjölmiðlar auglýsa og dásama eiturfíkla og hefja þá í goða- og guðatölu og eiga ekki orð til að lýsa veraldlegri vel- gengni þeirra og stórfenglegum hæfileik- um. Útbrunnin, ung gamalmenni Hverjir eru það sem skapa fyrirmyndir óharðnaðra unglinga og allra annarra sem þurfa á ímyndum að halda? Skemmtana- bransinn auðvitað. í vikunni voru það stórfréttir að fimm- tugur gítarleikari hafi tekið einum og stór- an skammt og dáið drottni sínum. Þetta eru alvanalegar fréttir og eiga áróburs- meistarar eiturfíknar, sem eru starfandi á nær öllum fjölmiðlum, heima og heiman, varla orð til að lýsa harmi sínum fyrir frá- falli hinna og þessara eiturrokkara og poppara og hvílíkir höfuðsnill- ingar þeir hafi veriö á meðan þeirra naut við í mannheimum. Oftlega er verið að minnast þess að svo og svo mörg ár séu liðin frá fæðingu eða ótímabær- um dauða manna sem sömdu og frömdu tónlist í sturlaðri eitur- vímu eða framkvæmdu einhverjar geggjab- ar kúnstir í annarlegu ástandi. Aödáun- arslefan lekur af þessum dýrmætu endur- minningum og það er segin saga ab það þykir hátindur glæsilegs ferils að ljúka lífi sínu í brjálubum eiturrús. Vellí&an og lífsþorsti Sérstakir skemmtistaðir með tiltekinni tónlist heyra til þessari eða hinni tegund eit- urnautnar. Undantekningarlítið em tilheyr- andi efni til sölu innan veggjar eða utan. Á svona stöðum er yfirleitt ekkert verið að pukrast með hvað fer fram og allir eru svaka happy. Málið er það, að fíklum líður vel á meðan víman varir og er það atriöi sem alltaf er gengið fram hjá af þeim sem þykjast vera að reka áróður gegn eiturlyfjanotkun. Það gleymist líka að einatt er verið að senda unga fólkinu alröng skilaboð þegar verið er að sýna fram á áhrif fíkniefna. Druslulegur fíkill og útlifaöur poppari get- ur veriö eins aðlabandi og eftirsóknarverður í augum unga fólksins nú á dögum eins og rómantískur sjúklingur sem var að deyja úr tæringu fyrir ærið mörgum áratugum og var mæröur í sögum, ljóöum og ópemm. Allt rugla& Fjölmiðlunin er vitandi vits eba óafvit- andi sífellt að koma misvísandi og röngum skilaboðum til unga fólksins varðandi fíkniefnanotkun. Ekki er nema von að þab sé ruglað og viti ekki hverju á aö trúa og hvaöa ímynd eigi ab taka til eftirbreytni. íþróttafólk og kroppadýrekndur nota stera til að ná árangri og afskræma ímynd- ina um heilbrigða sál í hraustum líkama, sem auðvitab er ekki annað en léleg skrýtla. Utbrunnir og ellimóðir rokkarar og popparar eru gerðir að ímyndunum hins fagra og sanna og hverjum vilja menn líkj- ast ef ekki þeim? Vafasamar fyrirmyndir og röng skilaboð eru ein af þeim ástæðum sem valda því að eiturefnanotkun vex eftir því sem harbar er barist gegn henni. Umvöndunarsinnar ná ekki eyrum þeirra lingerðu enda eru prelát- ar skemmtanalífsins miklu áhugaverðari. Nú er málið ekki svo einfalt að hægt sé að skella skuldinni af niburlægingu þeirra samfélaga sem búa við síaukna fíkniefna- neyslu einvörðungu á skemmtanahald og uppauglýstar fyrirmyndir. Þab vantar eitthvað meira en lítið í lífs- fyllingu og framtíðardrauma þess fjölda sem flýr hversdagsleikann inn í furðuver- aldir eiturlyfjavímunnar. Uppalendur eru sjálfir margir sýruhausar og með brenglað skyn á umhverfi og samfélag. Öflugustu fjölmiðlarnir eru á bandi þeirra sem lofa og prísa fíkn og lausung og þarf enginn að vera hissa þótt krakkarnir gefi sjálfum sér lausan tauminn á umbrotatímum gelgju- skeiðsins. Ef einhverjir halda að til sé lausn á vanda fíkniefnaneyslunnar, þá felst hún áreiðan- lega ekki í því að vera að tína nokkur grömm af eiturefnum úr farangri fólks eða rausa eitthvað um skaðsemi eiturnotkunar. Unga fólkið og aðrir fíklar fá allt önnur og þekkilegri skilaboð um dásemdir eitur- lyfjaneyslu og fyrirmyndunum er hampab óspart. Enda stækkar markaðurinn jafnt og þétt og og eftirspurninni verbur sinnt svo lengi sem einhver vill kaupa. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.