Tíminn - 19.08.1995, Side 14
14
ItB BLÍ
V* Wfv^rrr
Laugardagur 19. júlí 1995
Hagvrbingaþáttur
Biliö milli hagmælsku og ljóöageröar er stundum
örmjótt og skilin óglögg þar á milli. Þrasa má um
hvort eftirfarandi Ijóö á heima í þætti hagyröinga
eöa færi betur á öörum staö í blaöi eöa á bók. En
hvaö sem því líöur birtist ljóöiö hér:
Lúpínan
Örfoka melar breytast í blómahaf
á blásnauðum söndum myndast lifandi reitir.
Hvarvetna auðninni hlýlega svipinn gaf
þessi harðgjöra jurt, sem lifir veturinn af,
Alaska lúpína auganu gleiði veitir.
í flóru landsins er framandi í hálfa öld
á fomum söndum dafnar hún gegnum árin.
Hún ber sitt frœ þótt blaut sé mölin og köld,
hennar björtu litir minna á himintjöld.
Hún grœðir upp gömlu sárin.
Hún unir sér vel þó um hana blási kalt
á eymnum vaggar hún blómskrúði daga og nœtur.
Landnemi er hún en breiðir blöð sín um allt
hún bindur foklönd og vinnur þar þúsundfalt
og margir teija, að máttugar séu hennar rœtur.
Pálmi Eyjólfsson
Hagyröingur hnýtti í Árna Helgason í þættinum
og er nú ort á hann:
Til ÓÞ lestrarhests
Allar greinar lceri og les,
laus við ýkjur segi frá.
Ég er karl svo klár og spes,
karakter sem treysta má.
Þótt orðstór sért í yrkingunni
um Áma í Hólmi og kannski mig,
þá er eins og að mig gmni
að ofmetirðu sjálfan þig.
N.N.
Ólafur Stefánsson sendir bréf í óbundnu máli sem
bundnu og skrifar:
Ég er ekki einn þeirra sem kaupi Tímann aö stað-
aldri, en á laugardögum get ég ekki á mér setið og
er þaö vegna Hagyrðingaþáttarins sem þá er í blað-
inu.
Ekki er þar allt jafn stórbrotið, hvorki hjá mér né
öörum. Einhvern tíma þegar mér þótti kveðskapur-
inn bragðdaufur kom þessi vísa:
Sú Ijóðraena afurð sem lögð er á borð
og lesendum Tímans er boðin,
er lágvaxinn gróður og léttmetisorð
og linlega steikt eða soðin.
Eitt er það höfndarnafn sem ég sé oftast í þáttun-
um, en þaö er Búi. Þó að vissulega geti það verið hið
rétta nafn höfundar, þá hef ég einhvern veginn tek-
iö þaö sem dulnefni. Búi er nokkuð góöur, og því
væri gaman að vita deili á skáldinu:
Búi er seigur og Búi er kœnn
hann bragina ósínkur veitir.
Má bið'jann að kynna sig, vera það vcenn
svo vitum hvað maðurinn heitir?
Pétur Stefánsson
Á hvern hátt Búi tekur áskoruninni ræöur hann
sjálfur en því er treyst aö hann svari Pétri í bundnu
máli.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Föt úr gerviefnum. Pilsin úr gerviefnum og peysur úr blönduöum þrœbi.
Gerviefnin fínni og betri
en nokkru sinni fyrr
Fyrir allmörgum árum fóru gervi-
efni aö ryöja sér rúms í fataiönaöi.
Fyrst voru þaö nælonsokkar, síöan
nælonskyrtur og svo enn fleiri teg-
undir af gerviefnum og fatnaöi.
Um skeiö minnkaöi notkun gervi-
efna verulega og ull, bómull og
silki uröu allsráöandi á ný í iönaöi.
En aftur sóttu gerviefnin á og voru
og eru mikiö notuö meö náttúru-
legum þræöi. Nú er spurningin sú
hvort gerviefni séu ófínni eða
óæskilegri í vefnaði en ull og
baömull.
Heiöar: Núna eru gerviefnin
komin til meö að vera. Ástæðan er
sú aö í micro-fiber, sem er kannski
aöalheitið á nýjum efnum, er með
miklu fínni þræði en manninum
tókst áöur aö búa til. Það breytir
öllu sem heitir gerviefni, því þegar
maöur er kominn í flík, sem er
með micro-fiber og öllum þeim
undirheitum sem þráðunum eru
gefin, að þá er maður kominn í
fatnaö sem er meö íverueiginleik-
um ekta efnisins gagnvart öndun
frá líkamanum.
Vandamálið meö gömlu gervi-
efnin var að þræðirnir önduðu
ekki eins og þeir sem núna eru
framleiddir. í gömlu nælonskyrt-
unum kom meiri svitalykt af
manni og þar fram eftir götunum.
Nú er hægt að fara í skyrtu úr
micro-fiber og þær fara eins vel á
skrokknum og silki.
Blandab og óbland-
ab
Stórhönnuöir tískuheimsins,
sem búa til vönduðustu flíkur sem
völ er á, nota flestir hverjir gervi-
efni í dag í föt sín, en þeir hafa
ekki gert þaö áður. Þaö er af því aö
þeir eru búnir aö sannprófa hina
nýju þræði og vita að efnin sem of-
in eru úr þeim eöa náttúruhráefni
eru blönduð fínu þráöunum, eru
fyrsta flokks.
Ég var nýlega að skoða kvenkáp-
ur, sumarkápur, sem geröar eru úr
micro- fiber og þær eru jafnvel
dýrari en bómullarkápurnar í dag.
Framleiöslan á-efninu er dýr, plú-
sinn er miklu meiri ending.
Þau nýju efni sem hér er um aö
ræða em mikið til notuð í heilu
flíkurnar og blanda þaö þá ekki, en
Spariklæbnaburinn er ab mestu úr
gerviefnum.
einnig eru þau ofin saman viö
náttúrulegan þráö, svo sem ull og
bómull.
En blöndunin er oft til bóta.
Tökum hör sem dæmi. Hör á aö
vera kmmpuð og af því að ég held
mikið upp á þaö efni er ég stund-
um kallaður „krumpaði maður-
inn", ég sem er aö kenna öðmm
að líta vel 'út, en er kmmpaður
sjálfur af því aö ég er hrifinn af
hör.
Nú eru vandaðir framleiöendur
farnir að setja svolitla prósentu af
þessum nýju efnum saman við
hörina, sem gerir það aö verkum
að hún stendur sig betur, veröur
sterkari og krumpast síöur.
Ekki hræbast gervi-
efnin
Um nútímalegu gerviefnin má
segja aö núna eru þau að koma inn
á markaðinn með verulegan plús,
gera gamalþekktu efnin betri meö
íblöndun og eru sjálf miklu betri
aö sumu leyti, fötin veröa sterkari,
fallegri, þægilegri í allir meðferö.
Þetta munu yfirleitt vera efni unn-
in úr olíuefnum og eru sum hver
þróuö frá öömm eldri gerviefnum.
Það sem heitir eöa hét þolyester
heitir nú polyner, sem þýöir aö
það síöarnefnda er miklu fíngerö-
ara.
Kaupendur eiga ekki að vera
hræddir viö aö kaupa föt úr gervi-
efnum. Þau eru orðin miklu betri
en áöur. í betri verslunum er
óhætt að spyrja afgreiðslufólkiö
um efnin sem flíkurnar eru búnar
til úr. Það fylgist vel meö og á aö
kunna að leiðbeina viöskiptavin-
unum um hvaða efni eru í fatnað-
inum sem er á boðstólum og frætt
væntanlega kaupendur um eigin-
leika, meöferö og endingu.
Yfirleit á aö vera nóg aö spyrja
hvort þaö séu einhver af þessum
nýju micro-fiber efnum í fötunum
og þá á afgreiöslufólkiö aö vita
hvað um er aö ræöa. Eftir minni
reynslu veit fólk nákvæmlega
hvað verið er að tala um.
Aðalatriðið er aö þaö er í góöu
lagi að kaupa dýrar flíkur úr gervi-
efnum. Einu sinni fengu slík föt
heldur ill orö á sig, en þaö er löngu
liðin tíö. Gerviefnin eru ágæt og
seld í gæöatískuhúsum, eins og
Vöruhúsi KEA og Hagkaup og fleiri
stöðum sem selja ágæta vöru.
Ef ég væri aö versla þar og vildi
fá aö vita nánar um efni í flíkum
mundi ég biðja um deildarstjóra.
Það er eki viö því aö búast aö þar
sem fjöldi manns vinnur viö af-
greiöslu viti allir allt um allar teg-
undir. En deildarstjórarnir eru vel
meðvitaöir og í mörgum verslun-
um ágætlega að sér um þá vöru
sem á boðstólum er.
En gömlu efnin munu halda sér
fullkomlega á markaðinum. Það er
til að mynda alltaf nokkur hópur
fólks sem alls ekki þolir gerviefni
og mun því eingöngu ganga í föt-
um úr bómull, ull og silki og þau
efni eru svo klassísk að þau verða
ávallt mikið notuö í fínan vefnaö
til klæöagerðar.
En samt er engin ástæöa til aö
forðast gerviefnin. Síður en svo.
Heiðar
jónsson,
snyrtir,
svara
spurningum
lesenda
Hvernig
/ / * u
aegao
vera?