Tíminn - 26.08.1995, Page 14

Tíminn - 26.08.1995, Page 14
14 Laugardagur 26. ágúst 1995 Haavrðinqaþáttur Strandðglópur sendir þanka um pólitíkina og stjórnmálaflokkanna sér í lagi. Þótt hann telji aö þeir heföu betur átt heima nær úrslitum síöustu kosninga eru kveölingar hans í fullu gildi. Flokkafargan Hjá íhaldi átök má greina og óljóst hvort heldur þeir meina; að „ísland sé falt", eða „íslandi allt". Affrjálshyggjufári þeir veina. Framsókn á miðju vill móka, til misjafhra átta kóka; Til vinstri skal snú? Það er varasamt nú! Til hœgri er vissara að hróka. Afkrötum er kjörfylgið rúið og kvœðið um ESB búið. jón er farinn í frí, þjóðin fagnar á ný. Hans eðli er afandstaeðum snúið. Hjá allaböllum er efi hvort atkvœði sittþeirgefi misvitrum Grím eða Margréti Frím. Þar allt er í upplausn og þrefi. í konunum heyrum við hvína. Efklcemar þœr œtla að sýna er óbrigðult ráð, þótt sé annmörkum háð, að koma sem flestum til Kína. Að þjóð okkar vakni og vaki er vonlaust þó fóhanna kvaki. Hún er örlynd og óð, fetar örðuga slóð með auðjöfur Ágúst á baki. Við náttúrulegan fokk fyllum og framtak hans lofim og gyllum. Þar er óbeislað afl, býður œsandi tafl Allt sofandi sálarlíftryllum. Mál aö linni aö sinni. Strandaglópur Ólafur Stefánson skrifar og kveöur: Maöur er nefndur Pétur Stefánsson og hefur átt vís- ur í þættinum. Hann lendir í þvþblásaklaus maöur- inn, aö vera skráöur fyrir vísu eftir mig, fátæklegri, sem ég beindi til Búa hér í blaöinu á laugardaginn var. Líklega hefur honum brugöiö í brún sem von var. Eftir þennan nafnarugling þykir mér við hæfi að senda stjórnanda þáttarins þessa vísu: Oddur víst er œ í önnum svo ýmislegt fer hallt á hlið. Hafði víxl á heiðursmönnum og hengdi bakara fyrir smið. Meö bestu kveðjum. Ólafur Stefánsson. Um leið og Ólafi er þökkuð ágæt vísa og þaö um- burðarlyndi að finna afsökun fyrir fljótfærni og klaufaskap er rétt að sá frækorni efans í huga hans og spyrja hvort hann er ekki að hengja smiö fyrir bakara, eða þannig, eins og ungdómurinn segir. Vísu um þaö, Ólafur, takk fyrir. Og þar sem þeir Búi og Pétur eru flæktir í málið ætti þeim ekki aö verða skotaskuld úr því að leggja rímað orð í þann belg sem hér er fram réttur. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILECA Hreinsun og meðferb á vönduðum fatnaði Að kaupa föt og taka sig út í þeim reynir á smekkvísi og fjárhag, en aö fara vel með fatnað er líka stórt at- riði. Dýr föt eru verðmæti sem óþarfi er að sóa og eyðileggja með subbulegri og kæruleysislegri með- ferð. Séu innkaup gerð af einhverju viti úreldist fatnaður yfirleitt ekki, en með tímanum slitnar hann og með ógætilegri meöferö er hægt að eyðileggja vönduðustu flíkur á skömmum tíma. Spurningin er hvert á að snúa sér til að láta hreinsa vandaöan fatnað úr góðum efnum sem ekki þola mikið hnjask eða sterk þvottaefni? Spurningin nær til alls venjulegs fatnaðar bæði á karla og konur og má spyrja hvernig á að hreinsa karlmannabindi án þess að þau komi öll undin og snúin og krump- uð út úr þvottavél eða fatahreins- un. Svar: Algilt svar er ekki til en varöandi bindi og viökvæman fatnað get ég ekki bent á annað en hvert ég fer sjálfur meb mín föt. Ég vil meina aö fatahreinsunin Úða- foss sinni þessu vel. Mér vitanlega kann starfsfólkið þar alla þessa fínu vinnu og ég hef spurnir af fleiri fatahreinsunum sem vel er hægt ab treysta. Mistökin Þau mistök sem fólk gerir með fíneríið sitt þegar það fer með föt í hreinsun, er að koma með stóran bunka, skella honum á afgreiöslu- borðið og biðja um ab allt sé það sett í þvottavélina. Þegar eitthvað fer úrskeiðis verður það óánægt og skilur ekki hvers vegna silkib er ekki lengur slétt og mjúkt. Maður þarf að halda svolítinn fund við afgreiðsluborðiö og ræða við fólkiö. Starfsfólk í rótgrónum hreinsunum kann þessa hluti en oft þarf að bibja sérstaklega um sér- hæfða merðferð á til dæmis háls- taui og öðru slíku. Fólk verður sjálft að vera mebvit- að um þau efni sem eru í flíkunum og biðja um hreinsimeðferð eftir því sem við á hverju sinni. Benda má á að í Garöabæ er fata- hreinsun sem jafnframt er með leigu á selskapsklæðnaði og fíneríi. Eftir hverja notkun þarf að hreinsa fötin og maður hlýtur að gefa sér að þarna kann fólkið vel til verka. í erlendum stórborgum, og nú erum viö í stórborg hérna, eru fata- hreinsanir sem eru þó nokkuð dýr- ari en almennt gerist. Þær eru með hærri taxta og taka aðeins að sér hreinsun á vöndubum viðkvæm- um fatnaði. Satt best að segja er þetta nokkuð sem mér hefur alltaf þótt vanta hér. Væri ágætt ef góðar efnalaugar hefðu sérstakan af- greiðslukrók til að taka við við- kvæmum efnum og vandmeðförn- um. sem skipta um skyrtu og slík föt daglega ab setja þau í þvottákerfi sem notub voru þegar fólk gekk í flíkinni í viku. Fyrir venjulegar skyrtur er alveg nóg að láta þær rúlla á 30-40. Svo má vel gera eins dags skyrtuna að tveggja daga skyrtu á milli þvotta með því að menn fara úr skyrtunni þegar kom- iö er heim úr vinnu og fari í aðra eba eitthvaö annað í staðinn. Það Pressun mikilvæg Þá er spurningin um hve oft og mikið á að þvo og hreinsa föt. Þvottur og hreinsun slítur fötum vissulega. Þegar fatnabur er nýr er viss steining í honum, sem er dálít- iö atribi þegar um er ab ræða jakka- föt og dragtir og yfirhafnir og því- umlíkt. Steiningarefnin sem gera fötin sléttari og fallegri hverfa smám saman vegna hreinsunar: Ekki þarf alltaf kemíska hreinsun eða mikiö sull til ab þrífa föt. Vel er hægt að taka flík úr náttúruefni, svo sem ull, og gufupressa hana vel og hengja út og síðan pressa yfir aftur, þá verður flíkin algjörlega hrein. Það er helst þegar maður slettir á sig sósunni eða dembir einhverju ofan á sig, að fara þarf með föt í hreinsun. Það er ekki þar með sagt að hætta eigi að fara með föt í efna- laug, en það má spara ferðirnar þangað með því að hreinsa og pressa heima og viðra vel. Eins dags skyrta í tvo daga Skyrtur eru náttúrlega þvegnar oft og margir eru þeir karlmenn sem aldrei eru í skyrtunni nema einn dag og þá fer hún í þvottavél- ina. En það er ágætis regla fyrir þá er yfirleitt góður siður að skipta um föt eftir vinnu eða þegar fólk skipt- ir um vettvang. Um föt yfirleitt er óhætt að gefa þau ráð að pressa oftar en hreinsa sjaldnar. Þeir sem ekki kunna eba nenna að pressa heima hjá sér geta sem best látið gufupressa í fata- hreinsunum, því þær taka það að sér þótt fötin séu ekki hreinsuð líka. Það er allt að vinna að fara vel með fötin sín. Þá endast þau betur, eru fallegri og klæðilegri og það sem er mikilvægast, manni líður betur í vönduðum fatnaði sem nýt- ur góbrar meðferðar en í krumpuðu og skítugu. Heiöar Jónsson, snyrtir, svara spurningum lesenda Hvernig aegao vera?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.