Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 4
4 tyýwttwn Laugardagur 23. september 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Endurgreiðsla námslána Stúdentaráð hefur vakið athygli á því í Stúdentablað- inu, sem nú er að koma út, að núverandi reglur um endurgreiðslu námslána geta hreinlega komið í veg fyrir að námsmenn geti komið sér upp húsnæði. Mál- flutningur forustumanna Stúdentaráðs er vandaður og vel undirbúinn, en þeir hafa fengið Húsnæðis- stofnun til að framkvæma fyrir sig greiðslumat þar sem nokkrum dæmum er stillt upp. Niðurstöðurnar er afar sláandi. í fyrsta lagi gera endurgreiðslur náms- lána samkvæmt nýju lögunum frá 1992 stórum hóp- um þaö hreinlega ókleift að standast greiðslumat. í öðru lagi hafa endurgreiðslurnar það í för með sér, að námsmenn, sem ekki hafa náð því að leggja fyrir og koma sér upp umtalsverðum höfuðstóli, geta ekki keypt sér húsnæði. Gildir það jafnt um þá sem tóku lán fyrir og eftir lagabreytinguna 1992. í þriðja lagi kemur fram að ef heimili býr við hámarks endur- greiðslu á námslánum samkvæmt lögunum frá 1992, þá þurfa heimilistekjur að vera 30% hærri en þær hefðu þurft að vera samkvæmt eldri reglum. Niðurstaða Stúdentaráðs er að með þessu sé í raun verið að þvinga ungt fólkt til að velja á milli þess að fara í nám og að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Stúdentaráð hefur því miður allt of mikið til síns máls í þeirri ályktun, svo mikið að stjórnvöld geta ekki hummað málið lengur fram af sér. Það er ekki undir neinum kringumstæðum réttlætanlegt að námsmenn þurfi svo mikið sem aö leiða hugann að því að þeir séu að fórna mikilvægum efnahagslegum framtíðarhagsmunum sínum, eins og því að geta eignast íbúð, með því að ákveða að fara í langskóla- nám. Það er enn síður ásættanlegt að efnáhagsstaða manna ráði ákvörðun þeirra um háskólanám, þ.e. hvort þeir geti sleppt því að taka námslán. Þess vegna verður að taka á þessu máli strax og það þarf að gera það á raunhæfan hátt, en ekki eins og gert var á sínum tíma með því að láta háskólamenn standast greiðslumat með því að taka námslán ekki með í greiðslumatinu. Slíkt er vægast sagt fráleit ráð- stöfun, eins og komið hefur á daginn, því greiðslu- byrðin minnkar ekki þó Húsnæðisstofnun loki öðru auganu þegar greiðslumatið fer fram! í raun var sú „björgunaraðgerð" að sleppa námslánum út úr greiðslumatinu glæpsamleg blekking, því verið var að tæla fólk til lántöku á fölskum forsendum. Þessi frá- leita „lausn" á vandanum var sem betur fer afnumin um síðustu áramót. Hér er á ferðinni sérvandi námsmanna og málið stendur því fyrst og fremst upp á menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra. Ekki er ástæða til að ætla annað en aö þeir taki á endurgreiðslum námslánanna fljótt, því ástandið eins og það er í dag vegur að sjálfri grundvallarstefnumörkun ríkisstjórnarinnar. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. apríl sl. er að finna tvær yfirlýsingar, sem vert er að rifja upp í þessu samhengi. Sú fyrri segir að „lög og reglur um Lánasjóð íslenskra námsmanna [verði] endurskoð- uð". Hins síðari segir: „Sérstök áhersla verður lögð á að hjálpa ungu fólki til þess að eignast sína fyrstu íbúð." Stjórnmálaöfl, sem setja slík fyrirheit í stefnuskrá sína, hljóta að taka til greina ábendingu Stúdenta- ráðs. Jón Kristjánsson: Skáld tilfmninganna Bókaútgáfan Vaka-Helgafell sendi nýlega frá sér heildarútgáfu á kvæö- um Davíös Stefánssonar skálds. Hundraö ár eru nú liöin frá fæðingu hans, og þess hefur verið minnst meö margvíslegum hætti á þessu ári. Gunnar Stefánsson skrifar inn- gang í fyrsta bindi ljóöasafnsins um ævi og skáldskap Davíðs Stefáns- sonar, undir yfirskriftinni „Hinn frjálsi söngvari". Þótt margt hafi verið skrifað um Davíð í gegnum tíðina, er fengur að þessari ritsmíð Gunnars. Hún er góð aðstoö til auk- ins skilnings á skáldinu og þeim að- stæöum sem hann lifði og starfaði við, en manndómsár hans og þroskaár sem skálds voru á fyrri hluta þessarar aldar á umbrotatíma í sögu þjóðarinnar. Skáldib og tíbar- andinn Svartar fjaðrir, fyrsta ljóðabók Davíðs Stefánssonar, kemur út árið 1919. Til þessa viðburðar vitnar Halldór Laxness í snilldarlegri af- mælisgrein um skáldið á fimmtugs- afmæli hans árið 1945. Um skáldið og tíðarandann segir hann eftirfar- andi: „Enginn íslendingur hefur svarað álíka vel og hann ljóðaþörf þeirrar kynslóöar sem var að vaxa upp um og eftir 1920. Hann var hennar túlkur. Flestir sem lifaö hafa þessa tíma hafa einhvern tíma hrifist af ljóðum hans, fleiri eða færri, og hann er án efa fleiri mönnum af þeirri kynslóð hjartfólgnari en nokkurt annað skáld. Skýring þessa er að hann er sannast skáld þess umbrotatíma sem staðið hefur yfir í þjóðlífinu um skeið. Þjóðin finnur hvernig hann brýtur af sér í skáld- skap viðjar samsvarandi þeim sem hún er sjálf að brjóta af sér í hátt- um." Þama kemst Halldór Laxness að kjarna málsins. Tengsl skáldskapar Davíðs við tíðarandann á hverjum tíma eru mjög áhugaverb og þess virði að velta þeim fyrir sér. Hvaða sess eiga þau ljóð, sem Vaka- Helga- fell var að endurútgefa núna, í huga þeirrar kynslóbar sem er að vaxa upp nú, öld eftir fæðingu hans? Á það fyrir þessari vönduðu og snyrti- legu útgáfu að liggja að vera safn- gripur í bókahillum samtímans, eða lifa Ijób hans ennþá í hug og hjarta þjóðarinnar? Ég hef þá kenningu að þau hafi þar ennþá verulega fót- festu og svo muni verða enn um sinn. Galdur ljóðanna er sá að þau koma við tilfinningalífið. Það gerir þau sígild. Umbrotatímar og róttækni Halldór Laxness minnist á um- brotatíma í þjóblífinu. Það voru orö að sönnu. Þeir umbrotatímar, svo sem kreppuárin, leiddu það af sér að umræða um listir og menningar- mál blandaðist inn í stjórnmála- átök samtímans. Fjölmargir ungir og efnilegir rithöfundar hneigbust til róttækni, og þeim var fylkt sam- an í öfluga samfylkingu undir for- ustu Kristins E. Andréssonar. Libi var fylkt með útgáfu Rauðra penna og í mars 1938 kemur út fyrsta bindið af Tímariti Máls og menn- ingar, sem var vettvangur róttækra rithöfunda um áratugaskeiö og afar áhrifaríkt í umræðu um menning- armál hérlendis. Það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum að borgara- legir rithöfundar skópu viölíka vett- vang undir merkjum Almenna bókafélagsins, en tímaritaútgáfa þess var aldrei á borð við Tímarit Máls og menningar. „Krummi er fuglinn minn," orti Davíö Stefánsson íljóöinu Krummi, sem kom í Svörtum fjöör- um 1919, fyrstu Ijóöabók hans. Róttækir höfundar gerðu þá kröfu að skáldin beittu anda sínum og ritsnilld í þágu baráttu verka- lýðsins. Rómantískur andi þeirrar ljóð- byltingar, sem átti sér stab á þriöja áratugnum, átti ekki alls staðar upp á pallborðið. Ljóð eins og Dalakof- inn og Lofið þreyttum að sofa urðu skotspónn þessara viðhorfa, svo dæmi sé tekib, og Davíð var ásakað- ur fyrir að sitja hjá og klappa verka- lýðnum á kollinn, með því að biöja fólk „aö hafa lágt við litla gluggann hans". Hins vegar er staöa Davíðs sem ljóðskálds á þessum tíma svo styrk ab hann stendur þessar umræður af sér. Hvab hann er í miklum metum sem skáld sést mebal annars á þætti Kristins E. Andréssonar um hann í ritinu íslenskar nútímabókmenntir frá 1918-1948, sem gefið er út árið 1949. í þessum þætti rekur Kristinn skáldskap Davíðs og afstöðu hans í umróti tímans og segir á þessa leið: „Hinir nýju tímar harðra átaka, stéttabaráttu og félagshyggju róta vib honum, en sá! hans skírist ekki í eldi þeirra, og eðli hans er þeim fjar- skylt. Sú kynslóð sem hann er full- trúi fyrir leitar gæfunnar í ótak- mörkubu frelsi, þráir ab njóta lífsins á hverri stund, sem líður. Ekkert liggur henni fjær en skipa sér í flokk eöa ganga á hönd ákveðinni hug- sjón." Lokaorð Kristins eru á þessa leið: „Það er mikið sem eftir hann ligg- ur og ljób hans eru fjölbreytt. En til- finningin er þeirra eitt og allt. Þau loga öll á hennar kveik, heit, nakin, einföld að efni og formi. Eiga oft ekki aðra mynd en þá, er geðblær andartaksins gefur þeim. Svo frjáls- leg tilfinningaljóð höfðu ekki áður verið ort á íslandi." Heima og heiman Davíð Stefánsson var ekki víðför- ull maður á nú- tímavísu, en ungur maður hleypti hann þó heimdrag- anum og fór meðal annars fræga ferð til italíu. Áhrifin af heimsókninni til hins heita og sögu- ríka lands með skapheitu fólki færir hann þjóð- inni í ljóðabókinni Kveðjur, sem kom út áriö 1922. Þau tilfinningaríku ljóð, sem birtast í þeirri bók, eru mebal þeirra sem lifa í söng enn þann dag í dag og munu án efa lifa lengi enn. i þeim söngbókum, sem gefnar eru út við ýmis tækifæri í dag og liggja við hliðina á diskum land- ans í ýmiss konar mannfögnuðum, má undantekningalítið finna ljóð eftir Davíð. Þau eru þeirrar gerðar ab vera góð til söngs og mörg af bestu tónskáldum þessarar aldar hafa gert lög við kvæðin hans. Þótt Davíð Stefánsson væri eign þjóðarinnar og löngu viðurkennt þjóðskáld, var hann ávallt órjúfan- lega tengdur átthögum sínum í Eyjafirði og brá þar „stórum svip yf- ir dálítið hverfi", eins og skáldbróð- ir hans Einar Benediktsson orðaði það. Akureyri er fallegur bær og söguríkur, en sú saga væri stórum fátæklegri ef menn á borb við Davíð hefðu ekki alið þar aldur sinn. Áhrif hans á menningarlífiö fyrir norðan hafa verið gífurlega mikil og væri þab verbugt verkefni fyrir bók- menntafræöing ab skoba þau. Nútíminn og frelsib Kristinn E. Andrésson vitnar til frelsistilfinningar kynslóbar Davíðs Stefánssonar. Sú tilfinning kynslóð- ar, sem var bláfátæk á nútímavísu, er umhugsunarefni. Þó er hún skilj- anleg, ef nánar er skoðað. Landið hafði nýfengið fullveldi á þriðja ára- tugnum. Þab var rúm fyrir róman- tískar hugmyndir um umheiminn. Sjónvarpiö hafði þá ekki sýnt á bak við holt og hæðir. Það voru engir kvótar eða slíkar takmarkanir til sjós eða lands. Seinni heimsstyrj- öldin var ekki hafin, en eftir hana var heimsmyndin gjörbreytt með tilfinningunni um gjöreyðingar- ógnina sem fylgdi kjarnorku og víg- búnaðarkapphlaupi. Til viðbótar hafa menn nú vakn- ab til vitneskju um það að mannleg athafnasemi getur ógnab umhverf- inu og gert það óbyggilegt. Það hef- ur reynt dálítib á frelsistilfinning- una meb árunum, þótt efnahagur margra hafi breyst. Það er vonandi að þjóðin kunni enn um langa hríð ab meta skáld- skap með heitum tilfinningum, frelsistilfinningu og rómantík, en það voru þessir þættir umfram aðra sem geröu Davíð aö þjóðskáldi. Þess vegna er útgáfa ljóða hans nú á hundrað ára afmæii skáldsins fagn- aðarefni. Það voru ljóbin sem gerðu veg hans mestan. I útvarpsviðtali nú nýlega ræddi Jónas Jónasson við Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræöing. Ragnar valdi lag til að spila í þættinum, sem var Capri Catarína í flutningi Tjarnarkvartettsins. Aðspurður sagði hann valið vera vegna þess aö sér þætti þetta fallegt. Svo er um sí- gild lög og Ijóð í góðum flutningi. Þau lifa af sviptingar samtímans, kynslób eftir kynslób. ■ Frelsistilfinningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.