Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 15
15 Laugardagur 2Í. september 1995 80 áro: Hákon Jóhanns- son stórkaupmaöur ÍBlásteinum er blika sund, björt við Kollafjörðinn, eiga hjónin unaðsstund, er ilmar vorgrœn jörðin. Þar hefur bóndinn bjástrað við að byggja, rœkta oggirða, og fallega að fomum sið fákana vill hann hirða. Oft til veiða víst sér brá, var þar kyrrlát gleði, þegar lax var öngli á oft, sem forðum skeði. Veiðarfcerin voru klár, varla á búnað skorti, virkaði á vötn og ár vara góð frá „Sporti". ARNAÐ HEILLA Hestum ríður Hákon greitt, hugsar um þá og temur. Knaþinn eldist ekki neitt, yngist jafnvel fremur. Pálmi Eyjólfsson DAGBÓK VAAAAAJVJUVJVAAAJI Laugardagur Í3 september X 266. dagur ársins - 99 dagar eftir. 38. vika Sólris kl. 07.12 sólarlag kl. 19.27 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Á morgun, sunnudag, í Risinu: Brids, tvímenningur, kl. 13 og fé- lagsvist kl. 14. Dansaö í Goöheimum kl. 20. Næstkomandi miövikudag og fimmtudag, 27. og 28. sept., kl. 17 til 19 fara fram raddprófanir fyrir kórastarf Félags eldri borgara í vetur. Gjábakki, Fannborg 8 Námskeiö í keramik hefst mánudaginn 25. september kl. 09.30. Enn er hægt aö bæta við í kortagerð (marmorering), mat- reiðslu í örbylgjuofni og Ijóöa- lestri. Upplýsingar eru veittar í síma 554-3400. MS-félag íslands: MS-dagur MS-félagiö hefur ákveöið að til- einka einn dag árlega baráttunni gegn MS-sjúkdómnum. í dag, laugardaginn 23. sept., veröur slíkur dagur, þar sem félagið hyggst standa fyrir kynningu á starfsemi sinni meö opnu húsi Dagvistar félagsins milli kl. 14 og 17 aö Sléttuvegi 5R. Margt verður til fróöleiks og skemmtunar. Bubbi Morthens kemur og spilar af sinni alkunnu snilld, fólki gefst kostur á aö ræða við sjúklinga og starfsemi Dag- vistar verður kynnt. Margir aðilar, bæði opinberir og félagasamtök, hafa stutt myndarlega viö bakið á MS-félag- inu til aö gera byggingu Dagvist- ar mögulega. Félaginu þætti vænt um að sjá sem flesta af sínum vel- unnurum á þessum degi og von- ast til aö fólk verði einhvers vísari um þennan dularfulla sjúkdóm, sem engin skýring hefur enn fengist á. Dagur heyrnarlausra 1995 Alþjóðlegur menningar- og baráttudagur heyrnarlausra 1995 er sunnudagurinn 24. september. Að þessu sinni eru hátíðahöld á íslandi helguð menningu heyrn- arlausra. í gær, föstudag, var opn- uð sýning á verkum heyrnar- lausra myndlistarmanna í List- húsi í Laugardal, Engjateigi. Sýn- ingin verður opin alla daga kl. 14-18 til 6. október. í dag, laugardag, kl. 13 veröur komið saman við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Kl. 13.30 verður geng- ið af stað til Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26. KI. 14 hefst opið hús hjá Félagi heyrnarlausra. Ávörp og léttar veitingar. Leik- hópur barna í Vesturhlíðarskóla sýnir. Spjall til kl. 18. Um kvöldið hittast allir og skemmta sér saman á Kaffi Reykjavík. Á morgun, sunnudag, dag heyrnarlausra, verður messa í Ás- kirkju kl. 14. Sr. Miyako Þórðar- son messar. Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson flytur ræðu. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Dagskráratriði verða túlkuð á íslensku og rittúlkuð. Allir vel- komnir. Kvenna- og karla- keðjan Félagsfundur Kvenna- og karla- keðjunnar, samtaka áhugafólks sem vill beita sér gegn kynferðis- ofbeldi og fyrir úrbótum í réttar- kerfinu, verður haldinn mánu- daginn 25. september n.k. kl. 20.30 í Borgartúni 6, Reykjavík (Rúgbrauðsgerðinni). Aðalefni fundarins verður sam- starfsverkefni sem keðjunni hef- ur verið boðið aö taka þátt í. Einnig verður gerð grein fyrir starfi keðjunnar síðastliðið ár. Máíþing á Hótel Borg Málþing um þjóðarátak í at- vinnu- og launamálum verður haldið á Hótel Borg mánudaginn 25. sept. n.k. kl. 14. Að því stend- ur Kristileg stjórnmálahreyfing. Frummælendur verða nokkrir lykilmenn úr íslensku atvinnulífi og frá aðilum vinnumarkaðarins. Svarað verður spurningunni: Hver er framtíðarsýnin? Málþingið er opiö öllum. Háskólafyrirlestur í tengslum við ERASMUS-áætl- unina er nú stödd hér á landi dr. Giovanna Camani, prófessor í uppeldis- og menntunarfræbi við Háskólann í Flórens á Ítalíu. Þriðjudaginn 26. september n.k. heldur dr. Camani fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Há- skóla íslands. Hann verður flutt- ur á ensku og nefnist: „Intercult- ural Education: European and International Perspectives". Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, er öllum opinn. Háskólabió frumsýnir: Indíáni í stórborginni Háskólabíó frumsýnir í dag, laugardag, frönsku kvikmyndina Indíáni í stórborginni (Un indien dans la ville), sem er bráð- skemmtileg fjölskyldumynd. Fjallar hún um hjartagóðan við- skiptafræðing í París, sem upp- götvar að hann á son sem býr í regnskógum Venesúela. Hann af- ræður að fá hann til sín til Parísar þar sem stráksi þarf að fóta sig á götum stórborgarinnar og glíma við framandi umhverfi. Lögmál stórborgarinnar eru ekki þau sömu og í frumskóginum, en stráksi kann ýmislegt fyrir sér og honum til aðstoðar er tarantúla- könguló, sem hann tekur með sér hvert sem hann fer. Hann þarf aö klífa Eiffelturninn, glíma við rússnesku mafíuna og ástin er auðvitað ekki langt undan. Með hlutverk „indíánans" fer Ludwig Briand og verður hann viðstaddur frumsýninguna í dag. Dregib í getraunaleik Skjaldborgar Símasöludeild Bókaútgáfunnar Skjaldborgar hf. bryddaöi upp á þeirri nýbreytni í sumar að bjóða viðskiptavinum sínum ab taka þátt í léttum getraunaleik. Hann var fólginn í því að svara einni léttri spurningu og senda svarið til Skjaldborgar. Vinningur í get- raunaleiknum er helgarferð fyrir tvo til Parísar eða London að verðmæti kr. 70.000. Dregið var úr réttum innsendum svörum 15. september s.l. og upp kom miði nr. 0071. Vinningshafinn er Guðrún Guömundsdóttir, Lyng- holti 22, Keflavík, og verður henni sent gjafabréf frá Flugleið- um þessu til staðfestingar. Bókaútgáfan Skjaldborg óskar vinningshafanum til hamingju og vill þakka öllum þeim viö- skiptavinum sínum, sem sendu inn rétt svör, fyrir þátttökuna. Næst verður dregið í getrauna- leiknum 15. janúar n.k. og verður vinningurinn þá einnig ferðaút- tekt hjá Flugleiöum að verbmæti kr. 70.000. Deilt um Fæbingarheimilib Deilt hefur verib um Fæðingarheimili Reykjavíkur í vikunni. Viör- aðar hafa verið hugmyndir um að húsið verði notað undir mæðra- vernd, en fæðingar verbi alfarið á Landspítalanum. ígulkeravinnslum stórfækkar ígulkeravinnslum hefur stórfækkað. í fyrra þreifuðu um 18 fyrir- tæki fyrir sér á þessu sviði, en nú eru starfræktar aðeins 3 ígulkera- vinnslur. Kuml finnst í Skribdal Kuml hefur fundist í Skriðdal á Austurlandi. Reyndar er talið aö gröfin hafi fyrst fundist fyrir tíu árum, en síðan týnst aftur. Ýmis- legt bendir til að kumliö sé gröf höfðingja. -----------------------------------------£---- Fréttir í vikulok Flugslys á Tröllafjalli Þrír ungir menn frá Patreksfirbi létust þegar Cessna-flugvél þeirra brotlenti á Tröllafjalli austan við Bægisárjökul. Víötæk leit stóð yf- ir, en neyðarsendir vélarinnar eyðilagðist í slysinu og áttu leitar- menn því erfiðara um vik. Orsök slyssins liggur ekki fyrir. Bensín hækkar Bensínverð hækkaði í vikunni, svo og verð á díselolíu og svartolíu. Ástæðan er hækkandi gengi Bandaríkjadollars. Sænskir kjúklingar í sölu hérlendis Fyrsta hráa kjötið frrá útlöndum um áratuga skeið er nú til sölu í verslunum Bónus. Það eru sænskir kjúklingar, sem seldir eru á mun hærra verbi en innlendir vegna hárra tolla. Gististöbum fjölgab, en nýting minnkab Gististöðum hefur fjölgað um 16% á síðustu 2 árum, en á sama tíma hefur nýting minnkað. Þetta kemur fram í gistiskýrslum Hag- stofunnar. Súövíkingar vilja heldur uppkaup á húseignum Hreppsnefndin í Súðavík hefur óskab eftir uppkaupum á 55 íbúð- um í stað varnarmannvirkja. Kostnaöur við varnir er um 700 milljónir og eru kaup húseignanna talin kosta álíka fjárhæö. Of- anflóðasjóði er ætlað að veita fé til nýrra hverfa, einkum á hættu- Iausum svæöum í Súöavík, Flateyri og Hnífsdal. Gjaldþrot Reykvíkinga fjórfaldast á 2 árum Rúmlega 1000 Reykvíkingar voru gerðir gjaldþrota 1994-1995. Gjaldþrotaúrskurði einstaklinga í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa meira en fjórfaldast á 2 árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.