Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. september 1995 19 rúnu konu sinni og börnum þeirra og skylduliði var hann umhyggjusamur fjölskyldufað- ir. Þeirra er missirinn mestur. Megi góður Guð styrkja þau og hugga í þungri raun. Fyrir hönd Prófastafélags ís- lands flyt ég kveðju og þakkir. Farsæll foringi, vinur og félagi og góður drengur er kvaddur með söknuði og eftirsjá og Guði falinn og gæsku hans. Sú er mín huggun satna, sem þín var, Jesú minn, krossinn þá að vill ama, ofsókn og hönnung stinn. Hjá þinni hœgri hendi, hér nú þó lífið endi, fagnaðamœgð ég finn. (Hallgr. Pétursson, Ps. 13.11) Sváfnir Sveinbjarnarson Kveðja frá hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps í dag er til moldar borinn séra Jón Einarsson, prófastur og oddviti í Saurbæ. Viö viljum með þessum orð- um minnast starfa hans fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp, þau voru mikil og unnin af miklum dugnaði og framsýni. Séra Jón tók fyrst sæti í hreppsnefnd Hvalfjarðarstrand- arhrepps árið 1974 og átti sæti í henni samfellt til dauðadags og oddviti síðustu 13 árin frá ár- inu 1982. Þessi tími er einn mesti fram- kvæmdatími á vegum hrepps- ins í sögu hans. Undir stjórn séra Jóns var ráðist í mörg stórverkefni hér í sveit. Árið 1976 var ákveðið að ráðast í byggingu nýs félags- heimilis hér í hreppnum og var séra Jón valinn í byggingar- nefnd þess og varð formaður hennar. Byggingu lauk með vígslu félagsheimilisins árið 1980. Árið 1982 var tekin ákvörðun um skipulagningu þéttbýlis- kjarna í hreppnum og var hon- um valinn staöur í hlíðinni of- an við félagsheimilið og hlaut nafnið Hlíðarbær. Hreppurinn stóð fyrir byggingu á fjórum húsum þar eftir félagslegu íbúðakerfi. Húsin voru síðan seld ungu fólki sem settist að hér í hreppnum. Síðar, árið 1988, byggði hreppurinn þriggja íbúða hús í Hlíðarbæ og eru tvær íbúðir í því í eigu hreppsins. Séra Jón hafði alltaf brenn- andi áhuga á að skjóta styrkari stoðum undir atvinnu- og bú- setumöguleika hér í hreppnum, og árið 1985 kom upp sú hug- mynd að sveitarfélagið og fisk- eldisfélagið Strönd, sem þá hafði starfsemi hér í hreppn- um, stæbu saman að jarðhita- leit. í framhaldi af því fóru jarðhitarannsóknir fram snemma árs árið 1986. Árangur þeirra rannsókna varð sá að lík- ur voru til að finna mætti heitt vatn í landi Hrafnabjarga. Ákvörðun var tekin um að bora þar eftir heitu vatni, sem skil- aði þeim árangri ab upp kom mikið af vel heitu vatni.. Miklar vonir voru bundnar við nýtingu þess. Hreppsnefnd- in tók þá ákvörðun að vatninu skyldi dreift til íbúa hreppsins eins víða og mögulegt væri. Til þess aö það mætti takast sem best, stób hreppsnefndin fyrir stofnun hitaveitufélags til að annast þab verk, og er hreppur- inn helmingsaðili að því á móti íbúum í hreppnum. Meb tilkomu heita vatnsins vaknaði mikill áhugi á bygg- ingu sundlaugar við félags- heimilib. Árið 1991 ákvað hreppsnefndin að ráðast í bygg- ingu hennar. Þeirri byggingu lauk meö vígslu sundlaugarinn- ar í ágústmánuði 1992. Þessar framkvæmdir, sem hér eru taldar, eru stórar í svo fá- mennu sveitarfélagi sem okkar og þarf mikib áræði og ráð- deildarsemi til að framkvæma þær. Séra Jón var í forsvari fyrir öllum þessum framkvæmdum og eigum vib honum mest ab þakka hversu vel hefur tekist til. Séra Jón gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat m.a. í héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu og var for- maður hennar í mörg ár. Tók auk þess þátt í mörgum fund- um og ráðstefnum, svo lítið eitt sé talið. Við, sem nú sitjum í hrepps- nefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps, þökkum séra Jóni fyrir samstarfið, það var ánægjulegt og lærdómsríkt. Við þökkum honum það mikla starf sem hann vann fyrir sveit okkar, verk hans munu um ókomin ár minna á góð og farsæl störf hans fyrir Hvalfjaröarstrandar- hrepp. Hugrúnu og fjölskyldu send- um við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstund. Kveðja frá Skálholtsskóla Lífið manns hratt fratn hleypur, hafandi öngva bið. Kvæði sr. Hallgríms Pétursson- ar, „Um dauðans óvissan tíma", leitar á hugann vib fráfall sr. Jóns Einarssonar, prófasts í Saurbæ, og einkum ofanskráb orð. Guð hefur kallab mikil- virkan verkamann sinn heim af akrinum fyrr en kvöldsett var. „Hvenær sem kallið kemur, / kaupir sig enginn frí." Sr. Jón Einarsson sat í nefnd þeirri sem kirkjumálaráðherra skipaði árið 1991 til að fjalla um málefni Skálholts. Hann kom mjög við sögu þegar nefndin tók starfsemi Skál- holtsskóla til endurskoðunar, og átti mikinn þátt í samningu hinna nýju laga um skólann 1993 og þeirrar greinargerðar sem lögunum fylgir. Sr. Jón hafði hugsað mikið um starfsemi skólaxis og grund- völlun hans og var m.a. af þeim sökum sérstakur aufúsugestur hér í skólanum. Heimsóknir hans og konu hans, Hugrúnar, eru nú kærar minningar og mikið þakkarefni. Sr. Jón spurbi grannt og af þekkingu um allt sem laut að rekstri stofnunarinnar og lét sér aldrei nægja óljós svör. Sem kirkjuráðsmaður kom hann beint að stjórn skólans, og þar mátti finna í senn vilja hans til þess ab axla ábyrgb og ab treysta öðrum til ábyrgbar. Hann var hreinskiptinn og já- kvæbur og í orðræðu hans var hvatning til dáða. Skálholts- skóli átti í sr. Jóni Einarssyni hollvin. Guð blessi hann og styrki Hugrúnu og fjölskylduna í sorginni. „Þjónar Guðs munu honum þjóna. Þeir munu sjá ásjónu hans og nafn hans mun vera á ennum þeirra. Og nótt mun ekki framar til vera ..." (Opb. 22, 3a-5a). Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti Líklega er eölilegt að þeir, sem komnir eru fram yfir miöjan aldur, verbi ab sæta því að horfa á bak jafnaldra vinum yfir landamærin miklu. Þetta minnir á, að enginn veit sinn vitjunartíma, og því er gott að lifa meb gát og hyggja að fleiru en því, sem forgengilegt er. Gott er að vera vel ferðbúinn þegar lagt er af stað. Enginn getur þó verib betur undirbú- inn en maburinn, sem átti þann lífsdraum að þjóna gubi og kirkju hans, sá sem undirbjó aðra fyrir ferðina og huggaði þá sem eftir sátu fullir saknaöar og sorgar. Séra Jón Linarsson var slíkur maður. Ungur sagði hann mér að sig langaði mest til að verða prestur, þótt hann væri ekki vongóður um ab úr því gæti orðið. Hann sagöist ekki skilja mig, prestssoninn, sem ætti þess arna kost, en hefði ekki áhuga. Vib Jón vorum sveitungar, hann átti heima að Kletti, neðst í Reykholtsdalnum, ég í Reykholti. Við vorum báðir í ungmennafélaginu og samtímis í farskóla. Venjulegur barna- skóli var enginn í dalnum. Þá vorum við vinnufélagar í brúar- flokki Kristleifs Jóhannessonar. Einnig vorum við pólitískir samferðamenn. Oft hafa leiðir okkar legið saman á fullorbins- árunum, síbast í erfisdrykkju fyrirrennara séra Jóns í Saurbæ, séra Sigurjóns Guðjónssonar. Það var í júní 1955, að við Jón vorum saman í tjaldi við Deildargil í Hálsasveit, þar sem unnið var vib brúargerð. Þar sem við sátum saman í tjaldinu kom inn vinnufélagi okkar og sveitungi, Pálmi Jónsson frá Geirshlíb. Sagðist hann ætla niður í Reykholt til þess að senda skeyti til Menntaskólans á Akureyri og sækja um skóla- vist. Þegar Jón heyrði þetta varö honum að oröi, ab gaman væri ab gera þetta sjálfur. Pálmi hvatti hann á alla lund, en Jón var á báðum áttum. Hann var þá að verða tvítugur, á þeim aldri þegar menn ljúka mennta- skólanámi. Ég lagbist nú hart á sveif með Pálma og loks ákvab Jón að fara með honum. Það var glaður piltur sem kom til baka i tjaldbúöirnar. Ákvörðun var tekin, gæfuspor stigið og tímamót höfðu orðið í lífi hans. Spennandi ár voru framundan. Þaö var til mikils láns, að Jón Einarsson lagði út á mennta- veginn, því séra Jón varð góbur verkamaður í víngarði drottins. En séra Jón var ekki einungis prestur, sem þjónaði vel kirkiu séra Hallgríms Péturssonar, sem prófastur Borgfirðinga og sem virtur vit- og kennimaður inn- an kirkjunnar. Hann varb einnig höfbingi sveitar sinnar, foringi í framfarabaráttu henn- ar og forustumaður í veraldleg- um málefnum héraðsins, bæði í málum framtíðar og fortíðar. Draumur unga mannsins um að verða prestur hafði ræst svo vel, að hann varð einmitt þess konar prestur sem hann helst vildi verða. Gæfa hans var mik- il, en hún náði miklu lengra. Stuttu fyrir jól 1963 gekk Jón að eiga Hugrúnu Valnýju Guð- jónsdóttur, mikla afbragbs- konu, sem varð honum hinn fullkomni lífsförunautur og fé- lagi í starfi. Börn þeirra eru ein- staklega mannvænleg og góðir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem nú tekur viö forsjá landsins okkar og vonandi leiðir frjálsa og fullvalda þjóð inn í framtíð- ina. Séra Jón Einarsson boðaði kristna trú af hógværb og ein- lægni. Hann trúði á endalausan kærleika guðs og eilíft framhald lífsins. Þetta er trú bjartsýninn- ar, þjóbartrú flestra okkar sem byggjum þetta land. Þessi lif- andi trú er meðal þess, sem hef- ur gefið okkur mátt til að horfast í augu viö harbneskju íslenskrar náttúru, en einnig til ab nýta kosti hennar til að brjótast úr örbirgð fyrri alda og byggja upp samfélagið sem við nú lifum í. Hann Jón var vinur minn og ég sakna hans. Miklu meiri er þó söknuður eiginkonu og barna. En eins og hann var kallaöur til þjónustu við guð hér á jörð, hefur hann nú verið kallaður heim. Sorg og söknuð- ur eru sár, en fullvissan um endurfundi mun bæta úr. Ég bið algóðan guð ab blessa ykk- ur öll. Bjami Einarsson Við ótímabært fráfall sr. Jóns Einarssonar, prófasts í Saurbæ á Hvalfjarbarströnd, koma upp í hugann fjölmargar minningar frá kynnum okkar og samstarfi á mörgum sviðum, sem staðið hefur með nokkrum hléum í meira en fjóra áratugi. Ég kynntist honum fyrst á þingum Ungmennasambands Borgarfjarðar meðan vib vorum bábir ungir menn og kappsfull- ir. Ekki fóru þó skoðanir okkar á málum ætíb saman og minnir mig að við höfum deilt af tals- verðu kappi um markmið og leiðir. Þá kynntist ég vel mála- fylgju hans og rökfimi. Stuttu eftir þetta hvarf hann úr hérabi til náms og var því ekki næstu ár virkur í félagslífi hér, en alltaf fannst mér stundin góð þegar fundum bar saman og á- nægjulegt að fylgjast með námsferli hans og þátttöku í fé- lagslífi stúdenta. Eftir að hann vígðist prestur að Saurbæ fjölgaði fundum. Svipaðar abstæður í uppvexti og hugsunarhætti heima fyrir höfðu ásamt starfinu í ung- mennafélögunum og þeirri fé- lagshyggju, sem þar ríkti, mót- aö hjá báðum það lífsviðhorf, ab við áttum í mör gum efnum andlega samleið og meginlífs- skoðun okkar féll í svipaðan farveg. Því lágu leiðir saman í starfi innan Framsóknarflokks- ins. Mest og nánast varö þó sam- starf okkar í skólanefnd Reyk- holtsskóla á þeim árum þegar baráttan fyrir tilveru þeirrar merku skólastofnunar var hvað hörðust. í því starfi var sr. Jón bæði ótrauður og fylginn sér og brýndi okkur félaga sína, for- ystumenn í héraði og þá sem meö umboð þess fóru á Alþingi til stuðnings við skólann og var ósínkur á tíma sinn og hugsun í þágu málefna hans. Formaður Fræðsluráðs Vest- urlands var hann á árunum 1978 til 1982. Undir forystu hans hélt ráðið uppi öflugu starfi með heimsóknum í skóla og öflun upplýsinga um hús- næöi og aöstöðu skólanna. Hafði hann frumkvæði aö því að árlega var á haustdögum efnt til fundar með alþingis- mönnum kjördæmisins og þeim kynnt ástand húsnæðis- mála skólanna og bent á hver þörfin væri fyrir fjárveitingar til nýbygginga, en einnig hvar hún væri brýnust. Þessir fundir og þær skýrslur, sem fyrir þá voru unnar, höfðu mikil áhrif ekki aðeins á Alþingi heldur einnig í sveitarstjórnum, sem hljóp kapp í kinn að ráða bót á því sem betur mátti fara og fræbsluráð hafði bent á. Er minnst á þetta hér sem dæmi um það með hvaða hætti hann sinnti þeim verkefnum, sem hann tók að sér, og hve sýnt honum var um ab finna farvegi til þess aö koma málum fram. Síðast en ekki síst minnist ég starfs hans fyrir Sögufélag Borg- arfjarðar, en hann var fram- kvæmdastjóri þess frá 1977 til 1990, vann mikið og gott starf fyrir félagið og átti stóran þátt í því að koma útgáfustarfi þess og fjárhag á traustan grundvöll. Fyrir það stendur félagið og raunar héraðsbúar allir í mikilli þakkarskuld við hann. Er mér fyrir hönd félagsins ljúft að bera fram þakkir þess nú við leiðarlok, en ekki síöur einlægt þakklæti okkar, sem með hon- um störfuðum að málum þess, fyrir gott samstarf. Sr. Jón Einarsson var traustur og mikilhæfur félagsmálamað- ur. Hann fylgdi málum fast eft- ir, en gætti þess ávallt ab farið væri að réttum leikreglum og gerði kröfur til þess að af- greiðsla mála væri formföst og skipuleg, en í fundarhléum og eftir fundarslit kom í ljós aö hinn kröfuharði formfestumað- ur kunni vel list samræðunnar, haföi næmt auga fyrir skopleg- um þáttum tilverunnar og átti auðvelt með að slá á hina létt- ari strengi. Þess nutu einnig í ríkum mæli þeir sem áttu því láni að fagna að sækja þau hjón, Hugrúnu og sr. Jón, heim. Þar sat gestrisni í önd- vegi og þau hjón veittu ríku- lega af gleði hjartans hressingu líkama og sál. Heimilið ber vitni um menntun og menn- ingu húsbænda og sterk tengsl þeirra við fornan arf og virb- ingu fyrir þeim þáttum hans, sem gerðu íslendinga aö sjálf- stæðri þjóð. í því sem öllu öbru stóð Hugrún við hlið eigin- manns síns og sómdi sér ávallt og alls staðar jafnvel fyrir ein- lægni sína, látleysi og alúð. Með sr. Jóni Einarssyni er genginn einn þeirra manna er settu svip á umhverfi sitt og lögðu sterka hönd á plóg á mörgum sviðum. Hans er því víba minnst. Merkið stendur þótt maðurinn falli, og við trú- um því að hugur hans og orka hafi verið leyst úr læðingi dauðans til nýrra verka á öðru sviði tilverunnar. Við hjónin sendum Hug- rúnu, börnum þeirra og fjöl- skyldum einlægar samúðar- kveðjur. Snorri Þorsteinsson ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Húsnæbisnefnd- ar Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í allt að 60 nýjar og/eða notabar íbúðir í Reykjavík. Æskilegustu ibúðar- stærbir eru 3-4 herbergi, en einnig koma tveggja og fimm herbergja íbúbir til greina. Hámarksstærb íbúða er 130 m2. Útbobsskilmálar verða afhentir á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilbobum skal skila á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar ab Fríkirkjuvegi 3, miðvikudaginn 18. október 1995, fyrir kl. 11.00, þar sem þau verba opnub ab vib- stöddum þeim bjóbendum sem þess óska. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.