Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. september 1995 9 Cuörún Ásmunds- dóttir á fjörutíu ára leikafmœli á þessu leikári: Gu&rún Ásmundsdóttir er flestum íslendingum allvel kunn og hefur nú verib að leika á fjölum leikhúsanna í fjörutíu ár. Hún byrja&i leikferil sinn hjá Þjó&leikhúsinu ári& 1955 og var þá nýútskrifu& úr Þjó&Ieik- hússkólanum sem þá var. Hún lék í Þjó&leikhúsinu í einn vetur og fór þá til Englands í frægan leiklistarskóla í London þar sem hún var vi& nám í einn vetur. I tilefni afmælisins ræddi Tíminn lítillega vi& hana um leiklistina og hva& fengi fólk til a& halda svo lengi trygg& viö sömu listgrein. Það er nokkuð áberandi hvab ný- útskrifaðir leikarar stunda alls kyns akróbatík á svibi og bendir það kannski til ab meiri áhersla sé lög& á líkamsþjálfun nú en áöur. Nú eru um 40 ár síöan þú stundaöir nám í leiklist, finnur þú mikinn mun á menntun leikaraefna nú á tímum en þegar þú varst í námi? „Já ég veit aö þeir fá annars konar menntun því ég hef kennt í Leiklist- arskólanum. Fyrst er auðvitaö að telja aö Þjóöleikhússkólinn var kvöldskóli, þetta var bara vinnandi fólk sem kom þarna eftir vinnu og voru fram á kvöld í skólanum en nú eru þau í skólanum allan daginn. Auk þess veit ég að þann grunn sem mig vantaði úr Þjóðleikhússkólan- um, varðandi radd- og líkamsbeit- ingu og aöra grundvallarvinnu fá þau í Leiklistarskólanum í dag. Við fengum aö vísu líkamsþjálfun en hún fólst aðallega í ballett. Þá voru strákarnir í Þjóðleikhússkólanum oft fengnir sem alvöru dansarar í ballettsýningar því það vantaði allt- af stráka. Ég man t.d. eftir því að Er- lingur Gíslason var einhvern tím- ann fenginn til að dansa í alvöru ballett. Hann haföi auðvitað horft á ballett og tekið eftir því að þegar dansarar slepptu ballerínunum þá svifu þær tignarlega niður á gólf. Hann hélt að ballerínur hefðu bara eitthvert svona element í sér sem storkuðu þyngdarlögmálunum. Nú þegar hann sleppti sinni ballerínu upp í lofti þá auðvitað hlunkaöist hún bara niður á gólf eins og hver annar, honurn til sárra vonbrigba." Guðrún hafði flest gott um yngri kynslóð leikara að segja og sagði þá hafa margt til að bera. Hins vegar taldi hún sig vera komin á þann aldur að hún mætti nöldra eilítið. „Mér finnst þeir ekki bera nægilega virðingu fyrir ljóðinu og hinu tal- aða orði. Þetta hefur ekkert með túlkun ab gera heldur er þetta spurning um hvernig fara eigi meb orðib. Þegar leikari er orbinn hræddur um þab ab geta ekki hald- ið athygli áhorfenda í langri ein- ræðu þá getur hann það ekki. Við höfum átt svo marga góða upples- ara, eins og Lárus Pálsson, Þorstein Ö. Stephensen og Karl Guðmunds- son, sem gátu haldið heilum sal föngnum í kvöldstund meb því að lesa ljóð." Guðrún telur þessum þætti ekki nægilega sinnt í mennt- un leikaraefna í Leiklistarskólanum. Eftir að Guðrún kom heim frá námi í Englandi lék hún hlutverk Önju í Kirsuberjagarðinum hjá Þjóðleikhúsinu og fór svo út í barn- eign. „Og ég eignaðist stelpuna mína, hana Sigrúnu Eddu sem er leik- kona. Á meðan ég stóð í því að eiga hana þá taföist ég frá leiklistarferl- inum. En þegar hún var svona 6 vikna þá var hringt í mig frá Leikfé- laginu og mér var bobið hlutverk í Iðnó sem hafði alltaf hafði verið draumurinn." Afhverju? „Ég veit það ekki. Ég held þab hafi verið þessi nánd áhorfandans í svona litlu rými sem mér fannst meira spennandi. Á þeim árum hafði ég afskaplega litla rödd þó svo ab ég hefði verib á leiklistarskóla er- Cuörún í greiösluerfiöleikum. Sumar leiksýningar geta orðið eins og galaur að hvert leikrit væri sérstakur heim- ur. Því væri erfitt að gera upp á milli leikrita og enn erfiðara að velja úr minnisstæð eba eftirlætishlutverk. „Stundum, ekki alltaf, verður vinn- an í kringum eitt leikrit eins og galdur." Hún segir hlutverkin sem slík ekki skipta mestu máli heldur ab hópurinn sem taka á þátt í búa til þennan litla heim sem verður til vib hverja sýningu. Og spennan við starfið væri fólgið í því þegar leik- stjóri og leikarar nái svo vel saman að sýningin verði eins og galdur. Það gerist þó alls ekki alltaf en nefn- ir sem dæmi hópinn sem lék í Fram- tíðardraugum eftir Þór Túliníus á síðasta ári. Þar var Guðrún langelst af leikendum en þau náðu saman og gátu því gefið sig af krafti í verk- ið. „Annað dæmi um slíkan hóp sem gerir sýninguna að svo skemmtilegum litlum heim þab var þegar vib vorum að leika Úr lífi ána- maðkana eftir Engkvist. Þar voru við fjórir leikarar og varð mikil vin- átta milli okkar á æfingatímabilinu ekki síst af því ab við vorum öll að lesa ævisögu frú Heiberg sem ég lék. Við vorum að segja hvort öðru frá því sem við vorum að lesa daginn áður og jafnvel drauma okkar. Margrét tók upp á því aö bjóða okk- ur í Heiberg-kvöldverði þar sem hún eldaði hinn dýrlegasta mat og bar fram með öllu sínu silfur- og kristalsskarti. Svo okkur fannst eins og vib sætum í stofunni hjá frú Hei- berg árið 1898." Aö sögn Guörúnar hefur sýning- in, Hvab dreymdi þig Valentína?, einmitt la&ab fram þennan galdur sem einkennir góðar sýningar og fýrir henni sé það afar dýrmætt a& svo skuli vera á þessum tímamót- um. Ab þeim oröum sög&um var Guðrúnu sleppt út í rokið sem fór meö hviöum kringum Borgarleik- húsiö á fimmtudaginn var. ■ krefjast nándar við áhorfandann." Guðrún nefndi sem dæmi um slíkt leikritiö sem hún tekur þátt í núna. „Þar koma saman þrjár manneskjur af þremur kynslóðum, amma, mamma og sautján ára dóttir. Þó ótrúlegt megi virbast fæ ég að leika ömmuna, ég skil þetta ekki en ömmuhlutverkum mínum er alltaf að fjölga," segir Guðrún og hlær. „Þær koma saman til að undirbúa afmæli þeirrar yngstu og þá kemur ýmislegt í ljós en ég vil nú ekki fara nánar út í það. Það er Sigrún Edda sem leikur dóttur mína í leikritinu og mér finnst það dásamlegt að fá að fagna 40 ára leikafmæli í leikriti þar sem við leikum mæðgur. En í svona leikriti með fáum persónum þá þarf áhorfandinn að fá ab kom- ast inn í heimilislífið og það gerist ekki nema í svona litlum sal." Þab er í tilefni af 40 ára leikaf- mæli Guörúnar sem þetta fyrsta leikrit Ljúdmílu Razumovskaju, Hvað dreymdi þig Valentína, er sett á svib og verður frumsýning á verk- inu á morgun, sunnudag. En yngra leikrit Ljúdmílu, Kæra Jelena, varö mjög vinsælt í uppfærslu Þjóðleik- hússins. Gubrún segir mjög skemmtilegt hvernig það bar til að þetta leikrit var valib til að heiðra hana á 40 ára leikafmælinu. Vinur hennar Árni Bergmann mætti með leikritið, tilbúið í þýðingu, til leik- hússtjóra og varð hann svo hrifinn af því ab ákveðib var að taka leikrit- iö til sýningar. Eftir fjóra tugi ára í sama starfi hefði margur haldið fólk orðið út- brunnið og leitt á sínu starfi. En það var ljóst í samtalinu við Guðrúnu að svo er ekki í hennar tilviki. Hún hafði álíka áhuga á umræbuefninu og hver annar yngri leikari. Að- spurb um þab hvað héldi neistan- um viö, hvers vegna hún fengi ekki leib á þessu svaraöi Gubrún því til Þess vegna er þetta alltaf gaman I hlutverki ömmu. lendis, Central í London sem er frægur fyrir góða kennslu í radd- beitingu, að þá var röddin hjá mér ekki orðin það þroskuð að hún drægi í Þjóðleikhúsinu. Þannig að mér fannst að það hlyti ab vera stór- kostlegt að fá ab leika í minna leik- húsi og þurfa ekki að vera alltaf með hugann við ab það heyrðist sem ég væri að segja. En svo fann ég kenn- ara hér á Islandi sem hjálpaði mér meb þessi vandamál. Það var Gagga Lund söngkona. Sú kona er nú merkilegur kapítuli út af fyrir sig. En hún kom hingað til að kenna eftir að hún hætti með sinn söng- feril. Þessi kona hefur kennt mörg- um okkar raddbeitingu. Ég var satt a& segja hjá henni í 10 ár í námi. Hún sagði mér strax ab hún kynni enga stutta aöferð. Hennar abferð við kennslu í raddbeitingu er sú að finna kjarna raddarinnar. Hún sagði að allar manneskjur ættu sinn kjarna, hvort sem hann er mikill eða lítill, og það sem hún vildi gera var að ná utan um þennan kjarna. Tímamyndir: CS Komast framhjá öllu þessu sem við búum til í þeim tilgangi að gera röddina stærri. Eftir að ég byrjaöi í námi hjá henni þá hættu þessir komplexar út af röddinni að hrjá mig. En þess vegna var ég mjög lukkuleg með að komast í Iðnó sem gerði ekki þessar sömu kröfur um stærð í rödd og leik. Hins vegar finn ég ekki fyrir neinu við að flytja í Borgarleikhúsið af því að ég hef fengið þessa þjálfun. Ég hef einmitt talab um þetta við Diddú og hún sagði mér að í hennar tilfelli gerðist það sama. Hún fann líka sinn Kenn- ara sem tókst að ná kjarnanum fram og hún sagðist alltaf verða að hitta hann a.m.k. einu sinni á ári." Varöandi nándina sem þú talar um í lönó. Nú er þaö svo aö oft nœr maö- ur engum tengslum viö persónur á sviöi í stórum leikhúsum. Finnur leik- arinn líka fyrír þessari fjarlcegö og er hún ekki heftandi? ,Jú, svo sannarlega. Það eru til leikrit sem í raun mega ekki fara upp á stóra sviðiö af því ab þau

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.