Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 23. september 1995 Hagyrðinaaþáttur Syrtir ab Eykkot nú vegur — eöa hvaö — öllum dyggðum sönnum. Sjálfgefið að sauma að stórreykingamönnum! A.B.S. Sannleikssnilld Við veiðitólin tryggð hann batt, títt í hylinn kíkti. Um afla hinna ei sagði satt, en sína snilld hann ýkti. ÓÞ Sami yrkir um fall úr hreppsnefnd: Út úr hreppsnefnd fíflið féll, fáum þótti skaði. Nú má eftir napran skeil norpa í eigin svaði. Þegar ráðherra Kínaveldis neitaði að stíga fæti í höf- uðból Reykjavíkur í sumar, orti ÓÞ: Enn er í Höfða illa reimt, þar andar hins liðna sprikla. Kínverjann hefur kannski dreymt kommaskelminn mikla? Búaríma Eigendur kinda og kúa, kvalara vesœlla hjúa, nauðgandi flengjendur frúa í fornöld þeir kölluðu „búa". í nútíð þann gagnslausa grúa, þá grimmu og siðlausu búa, sem heimsbyggð með hátekjum kúga úr hálsliðnum aetti að snúa. Þeir lífsþrótt úr landsmönnum sjúga, á landið þeir sauðkindum hrúga, en hrœddir í felur þeir flúa effólkið ei lœtur sig kúga. Þótt kvelji mig leti og lúi, þótt lítið á Brussel ég trúi, í felur þótt smeykur ég smjúgi smíða ég leirmuni Búi. Hringhend bullhenda Kom ég í Glerborg og gatan var auð — Geirfinnur þverböndin pússar. Sátu í herbergi borðandi brauð Bosníu-Serbar og Rússar. Þetta vel orta bull verða síðustu orð Búa í þættinum að þessu sinni, en við munum njóta orðkynngi hans enn betur síðar. Pétur Stefánsson þakkar Aðalbirni Úlfarssyni vís- una sem birtist í þættinum 9. september: Þakka hrósið það ég má, þessu skaltu trúa. Langt ég á í land að ná Ijóðagáfum Búa. Sami höfundur sendir vísu um þörf sína til að yrkja: Líkt og skáldin skrifa sögur skrúðmálugir hverja stund, eins þarfég að yrkja bögur, enga þó að gleðji lund. En Pétur og aðrir hagyrðingar skulu sannfærðir um að vel ort vísa gleður marga lundina og enginn efast um að hagyrðingar njóta þeirra stunda sem þeir banga saman vísu. Hér í þættinum er ekki alltaf jafnvel ort og er ekki laust við að sumir kvarti yfir því að birtur sé kveð- skapur sem varla eigi erindi á blað. En því er til að svara, að mörgum þykir gaman að sjá vísukorn eftir sig á prenti og er ekki ástæða til að svipta menn þeirri ánægju. Og minna þætti varið í góðan skáld- skap, ef ekki væri samanburður við minni spámenn. Umfram allt, haldið áfram að yrkja og senda til birt- ingar. Botn sr og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 ykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA „ „ ..... J Glæsilegir fylgihlutir og skinnkápur JPZsrjw Heibar Jónsson, & \ snyrtir, svarar % spurninqum lesenda Hvemig á ég ab vera? Háir og mjóir hcelar eru áberandi í haust. Demantar eru fremur tii oð geyma í bankahólfum en til ab bera utan á sér. Skrautib í dag er fremur efnis- miklir fylgihlutir, en rándýrir skartgripir. En góbmálmar og eb- alsteinar eru samt alltaf klassískir. Svonefndir fylgihlutir eru órjúf- andi þáttur tískunnar og þeir koma og fara eins og kjólasídd og axlapúöar. En fylgihlutirnir eru einnig klassískir og eiga þá alltaf viö. Skartgripir úr eöalmálmum og dýrum steinum fara seint úr tísku, en þeir eru ekki bornir eins mikiö og áöur. Skartgripir úr öör- um efnum eru mikiö notaöir og eins eykst fjölbreytni hvaö varöar töskur og hanska og sitthvaö fleira, sem telst til fylgihluta, sí- fellt. Ný efni og ný hönnun er þaö sem gerir tískuna fjölbreytta og þótt oft sé dregin upp mynd af gamalli fatatísku í því sem er há- tíska hverju sinni er ávallt um einhverjar breytingar áð ræða, því hver hönnuður hefur sinn stíl og ræöur smekk og fatavali þess breiða fjölda sem ekki vill veröa gamaldags og púkó. En svo er stundum í tísku að vera gamal- dags og púkó og þá er það ekki hallærislegt, .heldur hátíska. Um síðustu helgi svaraði Heiö- ar sígildri spurningu um haust- tískuna og upplýsti þá einkum um fatnað. í framhaldi af því er hann spurður um fylgihlutina. Hafa þeir breyst og þá hvernig, og spurningin er hvernig á ég aö vera í vetur? Tískugripir ekta, en úr óhefóbundnum efnum Heibar: Glæsileikinn er mikill í skartgripum og fylgihlutum. Hæl- ar eru mjóir og mjög háir og skó- tauið eftir því. Tískuskartgripirnir í dag eru ekki ekta. Þróunin, sem heldur áfram, er sú, að konan sem á ekta og mjög dýra skartgripi geymir þá í læstu hólfi, en notar hönnunar- skartgripi. Það er mikið í tísku að vera meö skartgripi sem eru sérhannaðir og búnir til úr efnum sem telja má að séu frumleg til þeirra nota. Ég hef til að mynda verið að kynna mikla tískuskartgripi í versluninni Flex, sem búnir eru til af dönskum hönnuði, en flest sem hún gerir um þessar mundir er úr vísundahorni, og það er ekta. Tískan er dálítið á þessa leiðina, að fylgihlutirnir eru ekta, en kannski ekki úr því hefðbundna efni sem skartgripir hafa verib mest gerbir úr til þessa. Það er svo Skartgripir úr ekta vísundahorni eftir danska hönnubinn Gerdu Lyngga- ard. Þetta skart er sannarlega ekta, þótt þab sé ekki úr hefbbundnu efni gull- og silfursmiba. Skart eftir Gerdu er til sölu í versluninni Flex í Banka- strœti, sem sérhæfir sig í fylgihlutum sem punta upp á tilveruna. margt annað sem er ekta í dag. Loökápur fyrir veturinn Leður er alltaf í tísku, en skinnavaran er yfirleitt gervi- skinn. Það er vegna andstöbu alls kyns samtaka sem hafa dýra- verndunarsjónarmið að mark- miði. En samt eru dýraskinnin að ryðja sér til rúms aftur. Skinna- framleiðendur eru farnir að hætta á stórar pelsasýningar og kaup- endur eru fyrir hendi. Pelsarnir eru lúxus sem kvenfólkið vill helst ekki vera án. En skinn og pelsa verbur að nota af skynsemi. Sjálfur er ég dýraverndunarsinni og vil spara pelsanotkun. Ég skil ekkert í því hvers vegna kona í Los Angeles þarf að eiga loðfeld, eða fólk yfir- leitt sem býr á heitari breiddar- gráðum. En ef einhver þarf að eiga loð- kápu og hefur efni á því, þá er það íslenska konan. Það er besta flík sem hún fær. Og sé enn hugsað út í heim, þá þarf konan í Chicago meira á loðkápu ab halda en kon- an á íslandi. Þótt það sé hlýtt þar á sumrin, eru veturnir í Miðríkj- unum miklu kaldari en hér. Ég hef alltaf litið þannig á að skinnavara sé lúxus, en það er engin ástæðá til þess að eiga pelsa á Kanaríeyjum. Þá eru konurnar aðeins að taka sig úr og láta vita að þeir eigi pels, en ekki að þær þurfi á honum að halda. Þetta er svipab og með dýra skartgripi, þeir eru ekki bornir nema endrum og eins, en eigendur þeirra þurfa að koma þeim skilaboðum áleiðis að grip- irnir séu í þeirra eigu og oftast geymdir í peningahólfi. En hvað skinnavöruna snertir, mætti sýndarmennskan detta út. Pelsa og hlýjar flíkur á að nota þar sem loftslag er kalt, en ekki þar sem engin þörf er á slíkum fatn- abi. ■ Aftur er farib ab halda miklar pelsasýningar og konurþora í lob- kápum út á götu. En pelsar eiga ekki vib nema í köldu loftslagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.