Tíminn - 30.09.1995, Side 11

Tíminn - 30.09.1995, Side 11
Laugardagur 30. september 1995 11 Sýningin Atta íslenskar konur í London: Rauðsokkusýning Helga Lára Haraldsdóttir, myndhöggvari og umhverfislistamabur. stofu. Ég fékk góða dagmömmu og þaö gerðist tvisvar hjá henni að Anna Mjöll missti meðvit- und. En dagmamman íhugaði að hætta. Eg fékk aldrei aðra barnapössun. Á leikskólanum hér vildu þeir ekki taka hana inn, nema fá vottorð frá lækni. Það kom einu sinni fyrir á leik- skólanum að hún datt út, í orðsins fyllstu merkingu. Hún er ansi kaldur krakki, óhrædd við allt, og þá er ennþá meiri hætta á að eitthvað gerist. Stelpan henti sér nefnilega út úr rútu. Það framkallaði svona kast. Þetta leiddi líka til þess að fólk ofverndaði hana og hélt á henni. Þá var engin hætta á að eitthvað kæmi fyrir. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta eru eðlileg viðbrögð, því þetta er sjúkdómur, ef sjúkdóm skyldi kalla, sem enginn þekkir. En ég hef aldrei þurft að hafa á- hyggjur af henni á nóttunni. Stelpan dettur aðeins út ef hún verður fyrir einhvers konar á- reiti. Þaö var kannski nóg fyrir hana að labba á eitt horn. Einnig var mjög ljótt að sjá þetta, því það var eins og hún lamaðist öðru megin. Og svo var hún auðvitað á þeim aldri að það var ýmislegt sem gekk á. Það sem róaði mig var hvað hún var fljót til meb allt. Það sýndi mér að þetta hafði engin áhrif á þroskann eða að hún hefði beðið andlegt tjón." Aðrir foreldrar hafi samband Hróðmar kom Hlíf í samband vib konu í Reykjavík sem átti barn með affect-krampa. Barnið var reyndar komið yfir þetta, þegar Hlíf talaði við konuna. Hlíf segir að það hafi verið mjög gott að tala við hana, því þær skildu hvor aðra svo vel, gátu talað um ýmis einkenni og vandkvæði þessu bundin. Sú kona var heima hjá barninu all- an tímann þangað til þetta gekk yfir. Hjónin fóru einu sinni út að borba og voru þá með sím- boða meðferðis. „Þab sem vant- ar er einmitt að fólk geti hringt í einhvern sem hefur átt svona barn. Þess vegna vil ég koma minni sögu á framfæri, tii þess aö upplýsa fólk um einkenni og til þess að benda því á að hafa t.d. samband við mig." Hlíf talaði við sveitarstjórnina í Þorlákshöfn'til að fá lánað boötæki eba eitthvað slíkt til að barnapía gæti náð beint í hana. Það gekk ekki í gegn, því sveitar- stjórninni fannst það hafa slæmt fordæmisgildi að Pétur og Páll gætu komið og fengið alls konar tæki. Hróðmar benti Hlíf hins vegar á ab fá fólk í lið með sér, einskonar tengiliði, þegar Anna Mjöll fengi kast. Hlíf gæti þá hringt í einhvern sem væri örugglega heima og sú mann- eskja gæti verið í símanum til að ná í lækn' á meðan Hlíf sinnti barninu. En aðstæður Hlífar leyfbu það ekki, því fjöl- skylda hennar er í Eyjum. Þrátt fyrir aö mikið hafi reynt á Hlíf undanfarin ár, reynir hún jafnframt ab sjá spaugilegu hlið- arnar á þessu, hversu kaldhæðn- islega sem það kunni að hljóma. Þegar Hlíf og Stefán voru að kynnast, fóru þau á Pizzahúsið í Reykjavík, en Stefán hafði þá aldrei séð Önnu Mjöll detta út. „Það var fullt af fólki þarna inni og Anna Mjöll fékk kast. Ég sá hvab var að gerast og tók hana strax í fangið og fór inn í eld- hús. Starfsfólkið í eldhúsinu komst í mikið uppnám og ég bað það að hringja fyrir mig í lækni. Allt í einu rauk ein starfs- stúlkan á Stefán, reif í hann og spurbi hvort þetta væri eitthvað sem væri aö ganga, eins og þetta væri plága sem breiddist út og dræpi allt libib á staðnum. Einu sinni var ég ab borða á Duggunni hér í Þorlákshöfn og þá fékk Anna Mjöll mjög slæmt kast. Stúlkan, sem var að vinna þar, varð svo æst að ég var í hin- um mestu vandræðum meb að sinna barninu. Svona sterk við- brögð voru mjög algeng. Það var samt ótrúlegt hvað allt gekk vel og Anna Mjöll virðist ekki hafa orðið meint af, alveg eins og læknarnir sögðu mér." Hlíf vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa reynst þeim mæðgum vel í gegnum þessa erfibu tíma. Sér- staklega vill hún nefna læknana á sjúkrahúsinu í Eyjum, foreldra sína og ættingja. En auðvitað hafi margir abstoðað þær, eins og t.d. maöurinn í Þorlákshöfn sem bauö Hlíf upp á ókeypis námskeið í skyndihjálp. „Ég er alveg tilbúin að aðstoöa, ef ein- hver á svona barn. Hafið þá endilega samband," sagði Hlíf og nú var tekið til óspilltra mál- anna við undirbúning afmælis- ins, sem reyndar var vel á veg kominn. Átta íslenskar listakonur, sem eiga þab sameiginlegt ab hafa fæbst og alist upp á íslandi en flust til Bretlands, auk einnar hálfíslenskrar, opnuðu sýningu í Galerie Vermillion í London á fimmtudag. „Þetta eru níu listakonur sem eru búsettar og hafa starfaö hér í London um árabil. Vib erum með skúlptúra, myndir í þrívídd og tvívídd, málmverk og felt- myndir. Þetta er nú svona hálf- gerð rauðsokkusýning. Það kem- ur mjög sterkt feminískt viðhorf í gegn þarna á sýningunni, sem er kannski einkennandi fyrir þessa kynslóð, en listakonurnar eru flestar fæddar á tímabilinu 1940- 50," sagði Helga Lára Haralds- dóttir, ein listakvennanna. Helga Lára stendur fyrir sýn- ingunni, en hún opnaði galleríið í apríl á þessu ári. Þar hefur hún verið með sýningar eftir lista- menn frá öllum heimshornum, en einnig er þar alltaf íslensk myndlist til staðar. Helga hefur búið í Bretlandi í um tíu ár. Hún fór upphaflega til London til að nema höggmynda- list. Síðar fór hún í public art, sem útleggst á íslensku umhverf- islist og er eins konar list innan arkitektúrs. Hún vann að eigin verkum í nokkur ár í stúdíói þar til hún setti galleríib á stofn. Að sögn Helgu Láru hefur gengib upp og ofan að selja verk- in, en nýleg listaverk hennar hafi þó fengib mjög góðar viðtökur. Konurnar 9, sem taka þátt í sýn- ingunni, eru allar starfandi at- vinnulistakonur og hefur þeim vegnað ágætlega. Helga Lára telur að áhugaverð- ara sé fyrir listamenn að búa í London en í Reykjavík. „Það er náttúrlega meira um að vera hér. London hefur á síðustu tveimur áratugum veriö staður fyrir sam- tímalistamenn og conceptlistina, sérstaklega í skúlptúrnum. Þann- ig að fyrir manneskju sem er í höggmyndalist þá er þetta ákjós- anlegur staður." Gallerí Helgu Láru heitir Ver- million og segir hún nafniö vísa í eldrauðan lit. „Þetta er svona rauðsokkulitur, sem við kynnt- umst flestallar á áttunda áratugn- um þegar við vorum á íslandi. Listmálarar hafa notað litinn mikið í gegnum aldirnar. Nafniö á galleríinu er því eins konar tákn fyrir sýninguna." Aðspurð hvað þessar konur eigi sameiginlegt annað en að vera ís- lenskar og hvað gefi tilefni til sýningar sem þessarar, segir Helga Lára að þó margt sé ólíkt í þeirra myndlist, þá eigi þær það þó allténd sameiginlegt að vera konur. Að sögn Helgu vinna þær ekki sérstaklega með þennan tví- þætta bakgrunn, þ.e. þann ís- lenska og enska, heldur hafi hver listakona stnar hugmyndir upp á að bjóða. Á sýningunni sé fjallað um ímynd konunnar í samfélag- inu og komi þemu eins og hjóna- bandið, fjölskylduhefðin og kon- an í eldhúsinu mjög sterkt í gegn. „Konan í ensku þjóbfélagi á kannski erfibara uppdráttar en konan í íslensku eldhúsi. Við álitum það, þessar íslensku kon- ur, að vib hefðum heilmikið að gefa enskum konum. T.d. vegna þess að viö erum fyrstu konurnar sem eiga lýbræðislega kjörinn kvenforseta. Okkur finnst við geta frætt enskar konur heilmik- ið um frelsi." Listakonurnar níu eru Ásta Kristinsdóttir með feltmyndir, Borghildur Anna Jónsdóttir meb málverk, Guðrún Nielsen með skúlptúr, Helga Lára Haraldsdótt- ir meb skúlptúr og málverk, Kar- ólína Lárusdóttir í grafík, Nanna Dýrunn Björnsdóttir málverk og sérstaklega jöklamyndir, Olína með íslenskan hefðbundinn list- vefnað og Skúla Kjartansdóttir sem vinnur með málm. Sýningin stendur til 20. október. Nemendagaröar rísa viö Samvinnuháskólann: Vísir ab háskólaþorpi á Bifröst Framkvæmdir halda áfram vib Nemendagarða Samvinnuhá- skólans á Bifröst, en hafin er bygging tveggja rabhúsa meb samtals átta íbúðum. Þegar er búib að taka í notkun tólf íbúb- ir, en þrjú hús eru risin. Allt eru þetta raðhús á tveimur hæðum og fjórar íbúðir í hverju húsi. Mikil uppbygging hefur verið á Bifröst á undanförnum árum og má með sanni segja að þar sé kominn vísir að háskólaþorpi. Skóflustungan að fyrsta húsi nemendagaröanna var tekin vorið 1992, en samkvæmt fram- kvæmdaáætlun verða byggð átta hús með þrjátíu og tveimur íbúö- um og samkvæmt bjartsýnustu spám veröur þeirn lokið 1998. Byggingarfélagið Borg í Borgar- Bifröst, skólasetning haustib 1995. Cestum kynntir nemendagarbar og útiit hverfisins. Tímamyndir: TÞ, Borgarnesi . '.; nesi hefur byggt öll húsin, en bygging nemendagaröanna var boöin út í alútboöi. Arkitektar hqsanna eru Þórarinn Þórarinsson og Egill Guömundsson. Jónas Guömundsson, rektor Samvinnu- háskólans, segir útlit húsanna hafa verið hugsaö til þess að þau féllu inn í byggðina og tækju miö af þeim byggingum sem fyrir voru. Einnig hefði verið lögð áhersla á að húsin væru jafnframt ódýr í byggingu og yiöhaldslítil, hagkvæm fyrir þessa starfsemi og pössuöu vel ýmsum fjölskyldu- stæröum. Framkvæmdirnar eru fjármagn- aðar að mestu leyti frá Bygginga- sjóði verkamanna. Nemendagarð- arnir eru síðan látnir reka sig sjálf- ir meb leigutekjum: íbúbirnar eru leigöar út til nemenda yfir vetur- inn, en yfir sumartímann eru þær leigöar sem orlofsíbúðir, m.a. til stéttarfélaganna. TÞ, Borgamesi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.