Tíminn - 24.10.1995, Síða 3
Þri&judagur 24. október 1995
fftMW
3
Stórslys i Hrútafiröi:
Tveir fórust og
yfir 20 slösuöust
Tvær konur fórust og á þriöja
tug slösubust í alvarlegu um-
feröarslysi sl. sunnudagskvöld
þegar rúta frá Noröurleiö fór
út af viö Þóroddsstaði í Hrúta-
firbi. Akstursskilyröi voru
vond, mikil hálka og svipti-
vindasamt.
Slysið varö um kl. 22 og var
allt tiltækt björgunarlið heima-
manna kallaö út auk beggja
þyrlna Landhelgisgæslunnar og
meðlima í Flugbjörgunarsveit.
Þá kom allt tiltækt lækna- og
hjúkrunarfólk frá Hvamms-
tanga. Það fólk sem var mest
slasað var flutt í Staðaskála í
Hrútafirði þar sem aðhlynning
fór fram áður en farþegarnir
voru sendir á spítala.
Líklegt má telja aö belta-
notkun hefði bjargaö miklu í
rútuslysinu í Hrútafiröi í
fyrrakvöld. Sem stendur er
farþegum skylt aö spenna sig í
belti ef þau eru fyrir hendi, en
svo er ekki nema í hluta rútu-
flotans. Formaöur Umferöar-
ráös segir aö þess sé hvergi
krafist í heiminum aö allir
farþegar séu spenntir, en slíkt
hljóti þó aöeins aö vera tíma-
spursmál.
Óli H. Þórðarson segir að ný-
lega hafi verið samþykkt reglu-
gerð um að í öllum innfluttum
hópbifreiöum eigi að vera belti í
þeim sætaröðum sem teljist
hættulegastar, svk. opin sæti. Þá
hafi Umferðarráð samþykkt
ályktun í sumar sem send var til
allra ökumanna hópbifreiða,
800-900 bréf, þar sem vikið var
að beltum og hvatt til aukinnar
notkunar þar sem belti væru
fyrir hendi. Einnig hafi öku-
menn eða eigendur hópbifreiða
verið hvattir til að setja belti á
Bára Guðmundsdóttir í Stað-
arskála tók þátt í aðhlynningar-
starfinu. „Þetta var hrikaleg lí-
freynsla en mér fannst þetta
slasaða fólk alveg sérstaklega ró-
iegt. Þarna voru m.a. unglingar
og börn sem stóðu sig eins og
hetjur." Hún segir framkvæmd
hafa gengið að óskum við erfið
skilyrði, fólkið hafi verib mis-
mikið slasað en allir mjög róleg-
ir miðað við abstæður. Alls hafi
þetta verið um 15 manns sem
læknar og hjúkrunarfólk hlúði
að í skálanum áður en fólkið var
flutt til Akraness og Reykjavíkur.
Aðeins einn mun vera mjög al-
varlega slasaður en þó ekki í lífs-
hættu.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlög-
þá bíla sem væru beltislausir.
Óli segir fulllangt að bíða eftir
endurnýjun flotans hvað þetta
varðar. „Ef vel á að vera þyrftu
að vera belti í öllum sætum.í öll-
um rútum, það er mín skoðun."
Óli segir það segja sig sjálft að
slysahætta í rútum myndi
minnka til muna ef allir farþeg-
ar væru spenntir. Til að mynda
fari rúður stundum út í heilu
lagi og fólk kastist út úr bílun-
um. „Reglan er sú að ef belti er
til staðar á að nota það. Það
þyrfti beltaskyldu í öll sæti. Ég
veit hins vegar ekki til að slíkt sé
í lögum nokkurs staðar í heim-
inum. Þetta tekur ákvebinn
tíma en ég er sannfærður um ab
eftir 10 ár þykir þetta jafn sjálf-
sagður hlutur og í fólksbílum í
dag."
Formaður Umferðarráðs vildi
að lokum hvetja alla lands-
menn til að nota belti þar sem
þau eru, hvort sem um ræðir
hópbifreiðir eða fólksbíla.
-BÞ
regluþjónn á Blönduósi, sagði í
gær ab rannsókn slyssins stæði
yfir. Aðspurbur um dekkjabún-
að rútunnar sagði hann að lög-
reglan gæti ekki dæmt um það,
til þyrfti sérfræðing til ab meta
slit og annað slíkt. Búist er við
að rannsókn geti dregist á lang-
inn. „Það þarf að ræða við fjölda
manns út um allt land," sagbi
Kristján í gær.
Hann kom sjálfur á slysstað og
telur að nánast allir sem voru í
rútunni hafi marist, brákast eða
þaðan af verra. Kristján sagði
mjög yfirvegaða og góba stjórn
hafa verið á vettvangi, þeir fjöl-
mörgu aðilar sem stilltu saman
strengi sína hafi unnið saman af
yfirvegun og björgunarstarf
gengið mjög vel. „Það tókst til
að mynda mjög vel ab hlúa að
andlegu hliðinni hjá farþegun-
um," sagði yfirlögregluþjónn-
inn á Blönduósi í gær.
Forráöamenn Norðurleiðar
treystu sér ekki til að tjá sig við
fjölmiðla um málið í gær. „Við
viljum sem minnst um þetta
tala í bili, menn eru gríðarlega
slegnir yfir þessu," sagði starfs-
maður fyrirtækisins í gær. -BÞ
Tillögur Landsþings
Landssambands framsók-
arkvenna:
Sunnudagar
virkir fjöl-
skyldudagar
Landsþing Landssambands
framsóknarkvenna hvetur
þingflokk Framsóknarflokks-
ins til að hafa forystu um að
sunnudagar verði virkir fjöl-
skyldudagar í þjóðfélaginu.
Ennfremur var samþykkt til-
laga þess efnis að LFK beini því
til iðnaðar og viöskiptaráö-
herra, Finns Ingólfssonar, að
komið verbi á fót sérstökum
kvennabanka.
Þingið beinir því einnig til
landbúnaðarráðherra að bæta
hlut kvenna innan félagskerfis
bænda. ■
Óli H. Þórbarson, formabur Umferbarrábs, um bíl-
beltanotkun í langferbabifreibum:
Þyrfti belti
í allar rútur
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna:
Skynsemisstefna Framsókn-
ar aftur í stjórnarráði5
Sjöunda landsþing Landssam-
bands framsóknarkvenna var
haldið í Kópavogi um helgina
og í stjórnmálaályktun sem
þingiö sendi frá sér kemur
fram aö framsóknarkonur
fagna því aö skynsemisstefna
Framsóknarflokksins er aftur
kominn inn í stjórnarráðið.
Framsóknarkonur minna á
ályktun flokksþings Framsókn-
arflokksins í nóvember á síðasta
ári, þegar flokkurinn var utan
stjórnar, en þar kom fram að
jafnvægi í ríkisfjármálum og
hallalaus fjárlög væru forsenda
þess ab skapa mætti stöðugleika
og uppbyggingu atvinnlífs á
næstu fjómm árum. Stefna nú-
verandi ríkisstjórnar er einmitt í
anda þeirra ályktunar. Fram-
sóknarkonur segja ennfremur
að mikilvægt sé að íþyngja ekki
almenningi frekar en orðið sé
með auknum skattaálögum og
að nauðsynlegt sé að skattakerf-
ið sé vinnu- og sjálfsbjargar-
hvetjandi. Tekjuskattskerfið nái
ekki tilgangi sínum á meban að-
eins þrír af hverjum 10 greiða
tekjuskatt.
LFK skorar ennfremur á Frið-
rik Sophusson að taka á skatt-
svikum hið fyrsta m.a. með því
ab efla skattrannsóknir. Rétt sé
að greddur sé skattur af fjár-
magnstekjum eins og öbrum
tekjum og það sé réttlætismál að
hægt verði ab nýta persónuaf-
slátt á milli maka að fullu.
Þingið fagnar því starfi sem
hafið sé undir forustu Páls Pét-
urssonar, félagsmálaráðherra, í
þá átt að minnka launamun
kynjanna, en nú sé unnið að því
að skoða hvort starfsmat geti
verið leib til þess.
Stjórnarskrárbrot?
Er þab brot á stjórnarskránni ab karlar hafi ekki jafnan rétt og konur til
fœbingarorlofs? í stjórnarskrá stendur ab allir skuli jafnir fyrir lögum og
njóta mannréttinda án tillits til kynferbis. Enn fremur segir ab karlar og
konur skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Þegar litib er til réttar t.d. opin-
berra starfsmanna og febra til fœbingarorlofs virbist vera síbrotib á stjórn-
arskránni. Karlar hafa ekki sjálfstœban rétt til fœbingarorlofs, einungis af-
leiddan rétt. Sem þýbir ab réttur þeirra til fœbingarorlofs er hábur sam-
þykki móbur. Af þessu tilefni sagbi Páll Pétursson, á blabamannafundi í
gœr vegna nýkominnar jafnréttisáœtlunar Norburlandarábs, ab efgild-
andi lög á íslandi hljómubu ekki saman vib stjórnarskrárákvæbi „þá verb-
ur ab breyta þeim." Abspurbur um hvort ekki þurfi ab breyta lögum um
rétt febra til fæbingarorlofs sagbi hann ab vœntanlega þyrfti ab endur-
skoba þau. Á myndinni sjást þau Berglind Ásgeirsdóttir, rábuneytisstjóri,
Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri jafnréttisrábs, Páll Pétursson, félags-
málarábherra og Elfn R. Líndal, formabur jafnréttisrábs. Tímamynd: cs
Rábherra sagbur hafa laekkab heimsmarkabsverb á áli vegna
ótímabcerra yfirlýsinga. Finnur Ingólfsson um leibara Mbl.:
Raunar hækka&i
verbib á álinu
„Þaö hefði nú verið svolítiö
nær fyrir Morgunblaöið að kynna
sér máliö ofurlítið betur áður en
þessi leiðari var skrifaöur, og þá
hvað ég í raun og veru sagði. Ég
sagði aldrei að náðst hefði sam-
komulag um stækkun álversins.
Ég sagði að komiö væri sam-
komulag milli samninganefnd-
anna og á því er grundvallarmun-
ur. Ég hef alltaf slegib þann fyrir-
vara ab eftir væri að fjalla um
málib í stjórh Alusuisse-Lonza,"
sagbi Finnur Ingólfsson í gær.
Morgunblaðið gagnrýndi ráð-
herrann í leiðara á laugardag fyr-
ir „ótrúlega vanþekkingu og
reynsluleysi" að gefa út yfirlýs-
ingar þessar. Blaðib hefur eftir
Christian Roth forstjóra ísal hf.
að yfirlýsingarnar hefðu „Ieitt til
verðlækkunar á álmörkuðum í
fyrradag (þ.e. á föstudaginn)".
„Ég var að gera ríkisstjórninni
grein fyrir niðurstöbum samninga-
nefndanna í því skyni að við getum
hraðað sem mest undirbúningi þeg-
ar og ef til þess kemur að jákvæð
niöurstaða verður hjá stjórn Alusu-
isse-Lonza í byrjun nóvember. Það
hljóta að vera hagsmunir beggja að
hægt verði að ljúka málinu í þing-
legri meðferð fyrir áramót," sagði
Finnur Ingólfsson.
Iönaðarráðherra og forstjóri ísal
hittust að máli í gærdag og ræddu
málin. Finnur segir að þeir hafi átt
góðan fund. Milli þeirra væri eng-
inn ágreiningur, hvorki um máls-
meðferð né aðra þætti málsins.
„Það skemmtilega er að álverð
mun hafa hækkað á föstudaginn,
en ekki lækkað eins og fram kom í
Morgunblaðinu og þá er ekki mikið
eftir af fullyrðingum leiðarahöf-
undar Morgunblaðsins," sagði
Finnur Ingólfsson.
-JBP
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilbob-
um i 1. áfanga á endurbótum og breytingum á leikskólanum
Ásborg. Verkið felst í breytingum og endurbótum á 372m2 hús-
næði. t
Útbobsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilbobin verða opnub á sama stað fimmtudaginn 2. nóvember
1995, kl. 15.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 5525800
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tiiboð-
um í 1. áfanga á frágangi utanhúss við Keilusalinn í Öskjuhlíð.
Verkið felst í að steypa stoðveggi, lagningu drenlagna og jarð-
vinnu.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilbobin verða opnub á sama stab fimmtudaginn 2. nóvember
1995, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 5525800