Tíminn - 24.10.1995, Side 16

Tíminn - 24.10.1995, Side 16
Vebrlb (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: NA stormur og rigning framan af en minnk- andi NA átt og smá skúrir síbdegis. Hiti 2-6 stig. • Breibafjörbur: NA stormur eba rok og rigning eba slydda. Hiti 1 -4 stig. • Vestfirbir: NA rok eba ofsavebur meb slyddu eba snjókomu. Hiti 0- 3 stig. • Strandir og Norburland vestra: NA stormur eba rok og slydda eba rigning. Hiti 1-4 stig. • Norburland eystra og Austurland ab Glettingi: A og NA stormur og rigning. Hiti 1-5 stig. • Austfirbir: NA hvassvibri eba stormur og rigning framan af. Heldur minnkandi NA átt og skúrir síbdegis. Hiti 1 -6 stig. • Subausturland: A og NA hvassvibri eba stormur og rigning framan af. Snýst í SA kalda meb skúrum þegar líba tekur á daginn. Hiti 2-6 stig. Menntamálaráöherra um samrœmd próf: Kennarar 10. bekkjar semja ekki prófin Menntamálará&herra hefur ákve&i& a& kennarar í 10. bekk grunnskóla taki ekki þátt í a& semja samræmd próf sem lög& eru fyrir nemendur 10 bekkjar, en þess í sta& veröur leitaö til grunnskólakennara sem hafa reynslu af því a& kenna í 10. bekk og framhaldsskólakenn- ara í vi&komandi námsgrein- um. Þetta er gert til samræmis við álit umboðsmanns barna, þess efnis að hann telji aö nemendur 10. bekkjar sitji ekki við sama borö, ef í hópi þeirra kennara, sem semja umrædd próf, eru kennarar sem jafnhliöa hafa með höndum kennslu nemenda í 10. bekk. Með þessari ákvörðun er farið að áliti umboðsmanns, en honum barst ábending þess efnis frá nemanda í 10. bekk. Stefnt er að því að mennta- málaráðuneytið gefi út reglugerð um gerð og framkvæmd sam- ræmdra prófa fyrir lok nóvember- mánaðar og þá verða jafnframt settar nánari reglur um þetta at- riði og önnur sem varða fram- kvæmd prófanna. í menntamálaráöuneytinu er jafnframt unnið að undirbúningi samræmdra prófa, sem lögð verða fyrir nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla í samræmi við ný lög um grunnskóla. Frá fundi Cotumbia Aluminium Corporation meb Landsvirkjunarmönnum. Bandaríkjamennirnir eru hœgra megin á myndinni, frá vinstri: Asim Bose, james Hensel og Kenneth Peterson, rúmlega fertugur lögfrœbingur og eigandi Um 70% í fyrírtœkinu. Tímamynd: cs Fulltrúar Columbia Aluminium komu á sunnudag: Innlendir framleiöendur kvarta yfir ólöglegum inn- flutningi Bónus á kjúklingum frá Svíþjóö: Voru seldir meö öllum innmatnum Landbúna&arrá&uneytinu hef- ur borist kvörtun kjúklinga- framlei&enda vegna innflutn- ings á sænskum kjúklingum á vegum Bónus á dögunum. Inn- lendir framlei&endur telja a& innflutningurinn hafi ekki far- i& aö íslenskum lögum sem þeir ver&a a& fara eftir. Bjarni Ásgeir Jónsson, forstjóri Reykjagarös hf. í Mosfellsbæ, sagði í gær aö umkvartanir til ráðuneytisins væm af tvennu til- efni. í fyrsta lagi vantaði merk- ingu sem innlendum framleið- endum er gert skylt að hafa, um aö vatn og blóö fari ekki á mat- reiðsluáhöld og annað og að var- an verði steikt strax. Þá reyndust sænsku kjúkling- arnir með innmat í plastpoka. Þetta er í dag bannað á Islandi, en 18. þing VMSÍ: Kjaramál í brennidepli Um 156 fulltrúar eiga seturétt á 18. þingi Verkamannasam- bands íslands, sem hefst í dag á Hótel Loftlei&um og lýkur sí&degis n.k. föstudag, 27. okt. Þing VMSÍ er haldiö annaö hvert ár en innan vébanda sambandsins eru tæplega 29 þús. manns í 52 verkalý&sfé- lögum. Helsta mál þingsins verður án efa uppsögn kjarasamninga og sú ólga sem skapast hefur í þjóð- félaginu vegna ákvörðunar Kjaradóms og Alþingis í launa- málum þingmanna, ráðherra og æöstu embættismanna. Af öðr- um málum má nefna atvinnu- mál, lífeyris- og tryggingamál, skatta- og húsnæðismál, starfs- menntamál svo ekki sé minnst á samanburð launa á íslandi og í Danmörku. Þingið hefst síðdegis í dag meö aöalfundum deilda sam- bandsins en formleg setning fer fram seinna um kvöldið með ræðu Björns Grétars Sveinsson- ar formanns VMSÍ. -grh var leyft varðandi sænsku kjúk- lingana. Þó var sagt í umsókn Bónus að varan væri án innmatar. Annaö kom í ljós. „Ég er með 700 tonna fram- leiðslu á ári, þar af eru 10% af því, 70 tonn, sem nýtast ekki til sölu. Það munar um minna," sagði Bjarni Ásgeir Jónsson í Reykja- garöi hf. í gær. - JBP Héldu rakleiðis til Grandartanga Fljótlega eftir komu sína til ís- lands á sunnudag héldu þrír fulltrúar Columbia Alumini- um Corp. í Washington-ríki nor&ur á Grundartanga og skoöuöu a&stæ&ur þar og ræddu vi& húsbændur í járn- blendifélaginu. Sá sta&ur kemur til greina fyrir 60 þús- und tonna álver sem félagiö hyggst reisa á næstunni. í gærmorgun var fundur með stjórn Landsvirkjunar og málin rædd. í eftirmiðdaginn í dag hitta fulltrúar Columbia Finn Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra að máli. Bandaríska fyrirtækið hefur augastað á íslandi, en kannar ekki síöur staðsetningu í Ve- nesúela og víðar. Héðan halda þremenningarnir einmitt til Ve- nesúela. -JBP Lýsi hf., hluthafi í franska fyrirtœkinu IS-France, framleiöir efni úr háfalifur: Franska tískuhúsið Christian Dior kaupir tvö og hálft tonn Lýsi hf. stofna&i áriö 1993 ásamt frönskum a&ilum fyr- irtæki& IS-France S/A. Hluta- fé er 1 milljón frankar og er markmiö fyrirtækisins a& vinna afur&ir úr fiskolíum og selja til snyrtivöru- og lyfja- framlei&enda auk heilsu- vörumarkaöa. Megintilgang- ur félagsins er a& framleiöa efnin squalene og squalane úr háfalifur. Framleiöslan fer fram hérlendis og fer fyrsta sendingin, 2,5 tonn, til franska tískuhússins Dior í næstu viku. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Lýsi hf. efndi til í gær. Baldur Hjaltason framkvæmdastjóri sagði að Lýsi hf. væri eitt af 5 fyrirtækj- um í heiminum sem eitthvað kvæði að á heimsmarkaði í lýs- isframleiðslu og nyti fyrirtækið mikillar sérþekkingar í vinnslu á fiskiolíum, auk þess sem tækjabúnaður væri góður. Væri það helsta ástæða þess að er- lendir aðilar leituðu samstarfs. Lýsi hf. á 34% hlutafjár í IS- FRANCE. Áætlanir fyrirtækisins miðast við 16% heimsmarkaðshlut- deild en squalane er einkum Framkvæmdastjóri Lýsis sagði einn helsta ávinninginn af samstarfinu við Frakka þann að komast inn á ESB- markað- inn. Frönsk og þýsk snyrtivöru- fyrirtæki væm langstærsti not- andinn að þessum efnum og erfitt væri að komast inn á þann eftirsótta markað. Einnig væri horft til markaðssetningar á eigin framleiðsluvörum Lýsis hf. í þessu efni. Tonnið af squalane kostar sautján til 20 þús. dollara. Út- flutningsverömæti er þannig 8 sinnum meira en þorsks svo dæmi sé tekið. Ef áætlanir fyr- irtækisins ganga eftir mun heildarútflutningsverðmæti vörunnar nema allt að 400 milljónum ísl. króna árið 1997. -BÞ Baldur Hjaltason, framkvœmdastjóri Lýsis og Cubmundur Gubmundsson matvœlafrœbingur, á rannsóknarstofu fyrirtœkisins. Á milli þeirra er tœki sem notab er til ab vinna efnib squalane úr háfalifur. notað í alls konar húökrem. Framleiðsluferlið er þannig að flutt er inn háfalifur frá Frakk- landi og hún brædd. Að því loknu er lifrin sett í skilvindu og grúturinn skilinn frá. Lýsið er síðan afsýrt og bleikt og svo- kallað squalene eimað frá lýs- inu. Því efni er síðan breytt í squalane með herslu og er þá efnið lyktar- og bragðlaust og tilbúið til pökkunar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.