Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Miövikudagur 25. október 1995 200. tölublað 1995 Þaö var napurt fyrir Cunnlaug Vilhjálmsson lögregluþjón aö stjórna um- feröinni þegar nýja fangelsiö var opnaö ígcer. Stórmenni var viö opnun- ina einsog litla myndin sýnir. Þorsteinn Pálsson, Þorsteinn Geirsson, Ólaf- ur Ólafsson og Haraldur johannessen. Tímamynd: GS Uppsögn samninga tekur nýja stefnu eftir aö VSÍ ákvaö aö vísa sam- þykktinni til Félagsdóms: Ekki enn búib að skipa í Félagsdóm Center for Whales Research, sam- tökum rannsóknaraðila um líf- erni hvala, Kenneth C. Balcomb, er nú staddur á Eskifirði. Þar hyggst hann kanna hvort mögu- legt sé ab sleppa höfrungnum Keiko, sem er þekktur undir nafn- inu Willy, í Reyðarfjörö og gefa honum þar meb frelsi sitt. Höfrungurir.n Keiko er nú orðinn 17 ára. Hann var veiddur rétt utan vib Eskifjörð þegar hann var nokk- urra ára gamall og fluttur í dýragarð í Mexico. Keiko varð frægur þegar gerð var kvikmynd um hann þar sem hvatt var til þess að honum yrði sleppt lausum. í myndinni bar Keiko nafnið Willy. Samtökin Center for Whales Research hafa áhuga á að kanna hvort mögulegt sé ab sleppa Keiko aftur í náttúrulegt umhverfi sitt í Reyðarfirði. Amgrímur Blöndal, bæjarstjóri á Eskifirði segir að stað- aryfirvöld hafi bobið fram aðstob sína til að gera þetta mögulegt, verði önnur skilyrði til þess upp- fyllt. Arngrímur telur Eskifjörð heppilegan stab til að venja Keiko við breyttar aðstæður þar sem hann var veiddur þar rétt fyrir utan. Arngrímur tekur þó fram að áður en ákvörðun verði tekin um hvort Keiko komi aftur á sínar heimaslóðir verði ýmislegt að gerast. Það sé fyrst og fremst háb leyfi íslenskra stjórn- valda og einnig því hvort menn telji að Keiko muni yfirleitt þola ferðina og hvort hægt verði ab venja hann aftur við íslenskar aöstæður. Kenn- eth C. Balcomb kom til Eskifjaröar ásamt kvikmyndatökumönnum frá fyrirtækinu Earth View sem sérhæfir sig í gerö náttúrulífsmynda fyrir sjónvarp. Þeir komu til Eskifjarðar til að vinna ab gerð sjónvarpsmyndar um háhyrninga, síldveibar og síldar- verkun. Myndin á að verða tilbúin eftir eitt ár. -GBK Slökkviliðsmenn í viðbragðsstöbu Fulltrúaráð Landssambands slökkviliðsmanna telur að ef kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp, verði ekki annab séb en ab for- sendur kjarasamninga opinberra starfsmanna séu brostnar. í kjaramálaályktun fulltrúaráðs LSS er stjórn félagsins hvött til ab leita samráðs við önnur aðildarfé- lög BSRB og forystu þess um mat á forsendum kjarasamninga. -grh Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra segist vera reiðubúinn fyr- ir sitt leyti að skoða framkomna ósk borgarstjóra að Reykjavíkur- borg selji sinn hluta í Lands- virkjun. En ríkið er talib eini hugsanlegi aðilinn sem getur keypt eignarhlut borgarinnar sem er metinn á um 12 milljarða kr. Eins og kunnugt er þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- Framkvæmdastjórn VSÍ hefur ákveðið að vísa samþykkt félags- fundar í Verkalýðsfélaginu Baldri um uppsögn kjarasamninga til úrskurbar fyrir Félagsdómi. Einn hængur er þó á framkvæmd málsins vegna þess að ekki hefur enn verib skipab í Félagsdóm eftir ab þriggja ára skipunartími fráfar- andi dómenda rann út á árinu. Þór- arinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ býst vib að þau mál muni skýrast á næstunni og jafnvel í þess- ari viku. En fimm dómendur eru í Félagsdómi og tilnefna ASÍ og VSÍ sinn fulltrúann hvort í dóminn en arstjóri oftar en einu sinni viðrað þá skoðun sína að það komi vel til álita aö borgin seldi sinn hlut í Landsvirkjun. Hún hefur m.a. rök- stutt þetta álit meb því að þótt borgin eigi tæp 45% hlut í Lands- virkjun hefur ríkiö einatt ráöið feröinni í krafti meirihlutaeignar sinnar, auk þess sem þessi eignar- hluti hefur ekki fært borgarsjóöi neinar tekjur á liðnum árum. „Það sem maöur horfir á er aö Hæstiréttur skipar tvo. Félagsmála- ráðherra skipar svo einn úr þriggja manna hópi sem Hæstiréttur til- nefnir. Þórarinn V. segir að ástæðan fyrir því að uppsögn Baldurs á ísafirði er vísað til úrskurðar Félagsdóms sé að fá úr því skorið fyrir dómnum hvort einstök stéttarfélög geti nánast með gebþóttaákvörðun sagt upp gild- andi samningi eða ekki. Hann segir nauðsynlegt að fá þetta mál á hreint því ella sé ekkert tilefni til að halda fundi í launanefnd aðila vinnumarkabarins. „Til þess að launanefndin hafi borgarbúar liggja þarna inni með þessa eign upp á 12 milljaröa, sem gefur óverulegan arð. En þar að auki hafa áhrif borgarinnar ekki verið í neinu samræmi viö þessa stóru eignaraðild. Markaðssetning Landsvirkjunar er öll í gegnum rík- ið. Ef ríkið vill kaupa finnst mér rétt ab kanna það mál," sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri í samtali vib Tímann í gær. -grh/jbp einhverju hlutverki að gegna er full- komlega nauðsynlegt að fá niöur- stöbu í þab hvort einstök félög geti sagt upp samningi vegna þess að menn eru ergilegir með eitthvað í umhverfi sínu," segir Þórarinn V. Hann minnir einnig á að Verka- lýðsfélagið Baldur hefur ekki sagt upp gildandi samningi á samnings- bundnum forsendum, heldur á grundvelli „almenns ergelsis í nokkrum liðum." Það þýðir að ver- ið sé ab segja upp samningi á allt öðrum forsendum en launanefnd- inni er ætlað að vinna eftir, sam- kvæmt kjarasamningunum. Verkalýðsfélagið Baldur er eina aðildarfélag innan VMSÍ sem hefur sent VSÍ bréflega yfirlýsingu um samþykki félagsfundar um uppsögn samninga. Stjórn og trúnaðar- mannaráb Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur hinsvegar ekki gert þaö enn sem komið er, þrátt fyrir heimild félagsfundar þar að lútandi. En þessi tvo félög eru þau einu sem hafa borið uppsögn samn- inga undir atkvæði á almennum fé- lagsfundum. Önnur félög hafa ein- ungis látið sér nægja að samþykkja almennar og oftast harðorðar álykt- anir um málið þar sem skorað er á abra að segja upp samningum. -grh Finnur vill skoba máliö Lyfja hugsar sér til hreyfíngs: Húsib enn autt Lyfjabúbin Lyfja er farin ab huga ab innkaupum á ýmsurn varningi sem apótek bjóba, snyrtivörum og öbru slíku, en ekki lyfjum. Ró- bert Melax lyfjafræbingur segir þab rétt vera ab menn séu farnir ab tala vib heildsala og umbobs- menn, en enn sem komib er sé ekki Ijóst hvenær apótekib opnar. „Við ætlum ekkert að taka ákvörð- un fyrr en viö vitum hvenær vib get- um opnað apótekib," sagði Róbert Melax lyfjafræðingur og annar eig- enda Lyfju við Lágmúla í Reykjavík. Húsnæði Lyfju hefur staðib autt frá því það var keypt en rætt er um ab hugsanlega megi reka þar verslun án lyfja fyrst um sinn. -JBP Kannaöir möguleikar á aö sleppa höfrungnum Willy i Reyöarfíröi: Kemur Willy aftur heim? Vísindamabur frá samtökunum Nýtt fangelsi á Litla-Hrauni: Eykur vistun- arrými um þriojung i gær var tekib í notkun nýtt af- plánunarfangelsi á Litla-Hrauni. Meb tilkomu hússins eykst vist- unarrými á landinu um þribjung. Aðeins er eitt og hálft ár liöið síð- an fyrsta skóflustungan að nýju við- byggingunni var tekin og hafa framkvæmdir því gengið mjög vel. Alls eru 53 fangaklefar í húsinu og verbur hluti gömlu álmunnar á Litla- Hrauni lagður nibur, enda sumar vistarverurnar orðnar úr sér gengnar. Þorsteinn Pálsson dóms- fnálaráðherra flutti ávarp við opn- unina og áletrabur veggskjöldur var afhjúpaður sem minnisvarði um framkvæmdirnar. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.