Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 25. október 1995 7 Dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgeröar vill ekki hólfa íslenska menningu niöur í„lágmenningu, meöal-hámenn- ingu og hámenningu": Erum ab ræk j a lögbundið menningarhlutverk RÚV Unglingaþátturinn Ó er mebai nýmœia í innlendri dagskrá. Hér sjást um- sjónarmenn þáttaríns. Óánægjuraddir kve&a sér reglulega hljóðs vegna skylduáskriftar að Ríkisút- varpinu-Sjónvarpi. Sömuleib- is hefur vetrardagskrá Sjón- varpsins veriö gagnrýnd tölu- vert, þykir mettuö auglýs- inga- og kaupmennsku og þykir mörgum sem dagskráin geti varla staöiö undir því menningarhlutverki sem Sjónvarpinu er ætlaö sam- kvæmt útvarpslögum. Fyrir skömmu heyröist opinberlega í útvarpspistli aö af þessum sökum væru forsendur skylduáskriftar brostnar. Vetrardagskráin samanstend- ur annars vegar af föstum þátt- um, sem eðlilega eru meira áberandi, og hins vegar stökum dagskrárliöum. Fastir þættir í vetur eru Happ í hendi, Ó, Rad- íus, Þeytingur, Dagsljós, Nýj- asta tækni og vísindi, Hvíta tjaldiö, Stundin okkar og Píla. Neikvæö umfjöllun í fjölmiöl- um hefur m.a. beinst aö Happi í hendi.'Tíminn haföi samband viö Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóra innlendrar dag- skrárdeildar, og spuröi hvort veriö væri, aö hans mati, aö rækja lögbundiö menningar- hlutverk sjónvarpsins meö þessari dagskrá. „Já, þaö tel ég vera. Enda tel ég aö mér heföi veriö vikiö úr starfi, ef ég væri aö brjóta lög. Eg held aö þaö þurfi mjög sér- stæöan hugsunarhátt til þess aö geta vænt okkur um lögbrot í þessu sambandi." Sumir telja vafasamt aö þátt- urinn Happ í hendi falli undir umrætt menningarhlutverk, en hann er unninn í samvinnu viö Happdrætti Háskóla íslands. Auk þess eru önnur fyrirtæki auglýst inni í þættinum, en Sveinbjörn segir ekkert nýtt í því aö vinningar séu kynntir í þáttunum. Aöspuröur hvort þessi auglýsingamennska sé ekki í heldur meiri mæli en hef- ur veriö, segir Sveinbjörn aö Sjónvarpiö hafi aö vísu ekki ver- iö áöur meö þátt af þessu tagi. „Þetta er ákveöin þáttartegund sem kölluö er game-show á er- lendu máli og þaö hafa veriö geröar einhverjar tilraunir í þessa átt fyrr á árum, en þær ekki oröiö langlífar. Það hefur lengi verið áhugi hjá Sjónvarp- inu aö koma upp þætti af þessu tagi, og þegar okkur bauðst þetta samstarf við Happaþrenn- una þá leist okkur mjög vel á aö þarna gætum viö sinnt þessari tegund dagskrárgerðar, en hér er auðvitað um hreint skemmti- efni aö ræöa." Um gagnrýni á þennan þátt segist Sveinbjörn ekki óvanur því aö heyra ýmsa gagnrýni á dagskrána. „Viö fögnum því auðvitað að um hana hefur -spunnist mikil umræða og það lýsir því best hvað innlent sjón- varpsefni á rík ítök í þjóðinni." — Finnst þér ekki óeðlilegt að Innlenda dagskrárdeildin skuli taka upp þáttagerð eins og Happ í hendi, þegar hún á að hafa bol- magn til að vera með annars kon- ar innlenda dagskrárgerð en Stöð 2, og hefur það verið talin ein af forsendum skylduáskriftar, og flagga honum á besta tíma á fóstudagskvöldi? „Nei. Ég myndi náttúrlega ekki orða þaö þannig að Happi í hendi sé flaggað eitthvað frekar en margir aðrir þættir sem viö erum meö. Skylda okkar er ekki síst sú aö sinna sem flestum teg- undum dagskrárgeröar og viö- leitni í þá átt held ég aö sjáist skýrt í dagskránni í vetur. Þann- ig eru fleiri innlendir þættir á dagskrá í vetur en verið hefur áöur. Ég tel þaö afar mikilvægt aö hafa dagskrána fjölbreytta og hún er þaö." Innlend dagskrárdeild fær ákveðiö fjármagn til afnota á hverju ári og segir Sveinbjörn eðlilegt aö deilt sé um hvernig eigi að nýta þaö. Hann telur enn fremur að það, sem fram kom í útvarpspistli fyrir skömmu, hafi veriö ruddafeng- in árás á sig og dagskrárgerðar- fólk hjá Sjónvarpinu, en þar var sagt að sá maður væri göldrótt- ur sem gæti kallað dagskrárgerð sjónvarpsins framlag til ís- lenskrar menningar. „Við trú- um ekki á þá starfshætti aö þaö eigi aö hólfa íslenska menningu nibur í lágmenningu, meöal- hámenningu og hámenningu eöa eitthvaö slíkt og gera þá fasta þætti um hvert fyrir sig. Is- lensk menning er ein heild og hún á ekki bara heima á Þjóð- minjasafninu. Henni er fyrst og fremst sinnt í Sjónvarpinu með einum föstum þætti, þ.e. Dags- ljósi, sem er á dagskrá fimm daga í viku hverri yfir veturinn. Umfjöllun um menningu hefur aukist í Sjónvarpinu á síöustu árum, en hún er vissulega með öbrum hætti en áður var. Tím- arnir breytast og Sjónvarpiö endurspeglar þaö." — Talandi um Dagsljós, finnst þér breyttur útsendingartími koma vel út? „Viö erum ánægö meö þaö aö hafa getað komið Dagsljósi inn eftir fréttir og erum ánægð meö aukna samvinnu við frétta- og íþróttadeild. Við teljum aö margt af því, sem var í Dagsljósi áður, heföi átt aö koma eftir fréttir." — Ykkur finnst þá ekki að þátt- urinn missi dampinn þegar hann er slitinn í tvennt? „Þetta verður náttúrlega dálít- iö eins og tveir þættir. Viö myndum auðvitað helst vilja hafa þetta eina samfellu, t.d. án allra þessara auglýsingatíma." — Fyrirkomulaginu verður þá ekki breytt? „Nei, þaö hefur ekki komið til tals. En þátturinn er í stööugri endurnýjun og endurskoöun, einmitt af því aö hann er svona þétt." Fastir þættir á vegum Inn- lendrar dagskrárdeildar eru nú allir farnir af staö, en ýmsir stakir liðir eru í vændum, fram- leiddir innan dagskrárdeildar, utan hennar eöa í samvinnu viö kvikmyndafyrirtæki. „Það hentar sjónyarpsstöð best aö vinna sjálf fasta þætti, en leggja sértæk verkefni í hendurnar á sjálfstæöum framleiöendum meö einum eöa öörum hætti." Nokkrar íslenskar stuttmynd- ir bíða sýningar, t.d. í draumi sérhvers manns eftir Ingu Lísu Middleton, Björgun eftir Sigur- björn Aöalsteinsson, Nifl eftir Þór Elís Pálsson, Ertu sannur? eftir Jóakim Reynisson og Lýö Árnason. Einnig eru væntanleg- ar heimildamyndir m.a. um Ðavíð Stefánsson og Stefán frá Möðrudal. Af íslenskum bíó- myndum má nefna að Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson veröur sýnd á ann- an í jólum. Ýmsar leiknar sjón- varpsmyndir og þáttaraöir eru á handritsstigi eða í vinnslu, en enn er ekki ljóst hvenær sýn- ingar á þeim hefjast. Skeljungsbílar meb hressilegu yfirbragbi Olíufélögin eru í óöaönn að undirbúa harðari samkeppni. Skeljungur er þessa dagana að hressa upp á útlit bílaflota síns, sem er meira en 100 bílar. Þetta er reyndar gert í samræmi viö nýtt útlit sem Shell Interna- tional Petroleum hefur tekið í notkun. Á myndinni má sjá tvo af bílstjórum Skeljungs. Jósef Gunnlaugsson stendur viö nýj- ustu bifreiðina, Scania, en hún dreifir olíu- og smávörum á suövesturhorni landsins. Til hægri er olíubíll meö dráttar- vagni, sem þjónustar hérabið í kringum Drangsnes á Strönd- um og viö hann stendur Tryggvi Bjarnason bifreiðar- stjóri. ■ Jóhannes í Bónus segir þaö mistök aö innmatur fylgdi sœnsku kjúk- lingunum, en umhugsunarefni hvers vegna slíkt er ekki leyft á íslandi: Skorar á framleiðendur að opinbera verömyndun sína Sala á innmat meö kjúkling- um hefur ekki veriö leyfö hér á landi um nokkurra ára skeiö. Jóhannes Jónsson í Bónus sagöi í gær aö hann heföi beöiö sænska kjötsölu- fyrirtækiö aö setja innmat- inn ekki meö kjúklingunum sem hann flutti inn. Þarna hafi oröiö mistök, sem þó hafi ekki veriö gerö aö ásteyt- ingarsteini af yfirvöldum. Jóhannes í Bónus segir ab Bjarni Ásgeir Jónsson í Reykja- garöi fari meö rangt mál í Tím- anum á þriðjudag, þegar hann tali um aö innmatur í sænsku kjúklingunum sem verslunin seldi á dögunum hafi numið 10% í vigt. Þaö rétta sé aö meö kjúklingunum hafi fylgt fóörn og hálsar til sósugerðar, eins og alsiða sé í Svíþjóö og fleiri menningarlöndum, og hafi þessi viöbót numið um 4% af vigtinni. „Það er hart aö fuglaslátur- húsin hér skuli ekki fá aö selja innmatinn meö, eins og sjálf- sagt þykir til dæmis í Svíþjóð. Slíkt vekur ýmsar spurningar," sagöi Jóhannes. Jóhannes Jónsson sagði að ööru máli gegndi um slátrun á þúsundum kalkúna í Mosfells- bæ. Þar væri innmatnum troð- iö með og yrðu húsmæöur væntanlega undrandi ef slíkt yrði ekki leyft, enda yröi jóla- máltíbin ekki sú sama á eftir. „Bjarni Ásgeir segist geta aukið afuröir sínar um 70 tonn meö því aö selja innmatinn meö kjúklingunum. Ég skil ekki hvernig honum dettur annaö eins í hug. Þaö gegnir allt öðru máli meö þennan táknræna innflutning minn, því ekki var þetta annaö. Ég var aö sýna fram á alla gleðina í kringum GATT. Ég opinberaði mína verömyndun. Ríkiö fékk í sinn hlut 606 krónur, en út- söluverð kjúklinganna frá Bón- us var 849 krónur. Ég skora bara á Bjarna Ásgeir í Reykjagarði aö opinbera sína verðmyndun eins og ég hefi gert," sagöi Jóhannes Jónsson. -JBP-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.