Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 10
10
mg*£---r,----
Mibvikudagur 25. október 1995
Kristinn Hugason fund-
ar meb Homfirbingum
Eftir fjór&ungsmótib í sumar
hafa orbiö miklar umræöur
um hrossaræktina í Horna-
firbi og talsverö blaöaskrif. Á
síöasta vetri lýsti Þorkell
Bjarnason hrossaræktar-
ráöunautur ástandinu og
hreyföi þaö viö mörgum.
Kristinn Hugason hrossa-
ræktarráöunautur tjáöi sig
um stööu mála í viötali í
Hestinum okkar og var ekki
myrkur í máli. Taldi hann á-
standiö mjög slæmt í Horna-
firöi og horfa til hreinna
vandræöa, ef ekki yröi
brugöist viö nú þegar. Hann
hvatti bændur til aö notfæra
sér leiöbeiningarþjónustuna
mun betur og beita nútíma
vinnubrögöum í hrossarækt-
inni.
Nú hafa hrossaræktendur í
Austur-Skaftafellssýslu tekiö
Kristin á oröinu og Ármann
Guömundsson, formaöur
hrossaræktardeildar Búnaöar-
sambands Austur-Skaftafells-
sýslu, boöaöi til fundar á laug-
ardaginn var meö Kristni
Hugasyni þar sem þessi mál
voru tekin til umræöu.
Kristinn lagöi sem fyrr á-
herslu á aö leiöbeiningarþjón-
usta í hrossarækt stæöi Horn-
firöingum ekki síöur til boöa
en öörum og hvatti menn til
aö skoöa málin af gaumgæfni
og nota nútíma aöferöir, en
hætta aö einblína á liöna tíö.
Þaö er greinilegt eftir fund-
inn aö fjölmargir ræktendur á
þessu svæöi vilja taka á þessu
máli og hefja' ræktun þeirra
hrossa sem hæfa markaönum í
dag. Miklar umræður urðu um
máliö og kom fram aö hrossa-
ræktarnefnd deildarinnar hef-
ur á undanförnum árum boö-
iö upp á marga af þekktustu
stóöhestum landsins, en þeir
hafa hins vegar fengið litla
notkun. Því er óréttlátt að
kenna nefndinni um ástandiö.
Miklu fremur er þaö einstök-
um ræktendum aö kenna, því
það þýðir lítið aö bjóöa fram
góöa hesta, ef þeir eru ekki
notaðir. Örn Bergsson, for-
maður Búnaöarsambands
Austur-Skaftfellinga, komst
svo aö oröi aö þaö þyrfti ekki
síður að „kynbæta suma
bændur á svæöinu hvaö þetta
varðar, en hrossin". Þaö væri
hins vegar þaö sama að hjá
hrossaræktendum á þessu
svæöi eins og víða annars
staðar að þeir væru með of lé-
legar hryssur. Þaö væri meira
áberandi í Hornafirði þar sem
hrossafjöldinn væri svo lítill.
Oftrú á hryssum, sem ættu sér
formæður sem reynst hefðu
vel, þegar allt aðrar kröfur
voru geröar, dygöi ekki til nú-
tímaræktunar. Hryssurnar
þyrfti að temja og sjá hvað í
þeim byggi og velja þeim svo
stóöhesta við hæfi. Hornfirð-
ingar yrðu aö skilja að þetta
væri ekkert öðruvísi með
hornfirsk hrpss en aðrar
hrossaættir. Á þessu yröu
menn aö taka og hætta aö slá
hausnum við steininn og telja
sjálfum sér trú um að ástandið
væri svona vegna þess aö
hross í Austur-Skaftafellssýslu
væru allt ööruvísi dæmd en
önnur hross.
Meö Kristni Hugasyni var í
för stjórnarmaður í Hrossa-
Frá fjórbungsmótinu á Fornustekkum.
ræktarsambandi Suöurlands,
Kristinn Guönason í Skarði.
Nærveru hans var óskaö, þar
sem ætlunin var að ræða hugs-
anlegt samstarf viö Sunnlend-
inga í stóðhestamálum.
Orn Bergsson varpaöi fram
þeirri tillögu að hrossaræktar-
deild Búnaöarsambands A-
Skaft. gengi í Hrossaræktar-
samband Suöurlands og yrði
deild þar. Breytingin félags-
lega yrði ekki mikil, þar sem
deildirnar í H.S. væru mjög
sjálfstæðar. Hornafjarðar-
deildin skapaði sér hins vegar
með þessu móti aögang að
stóðhestum Hrossaræktarsam-
bands Suðurlands.
Hrossaræktardeild Búnaðar-
sambands A-Skaft. væri svo fá-
liðuð að erfitt væri aö fjár-
magna rekstur stóöhests og
vonlaust að deildin gæti stað-
iö í kaupum á stóðhesti. Þaö
hefði einnig sýnt sig aö þó
deildin heföi verið aö kaupa
hesta, þá væru þeir umsvifa-
laust rægðir niður, svo engin
notkun fengist á þá. Þetta væri
m.a. skýringin á því aö árang-
ur í hrossaræktinni í A-Skaft.
væri ekki meiri en raun bæri
vitni.
Kristinn Guðnason sagöist
ekki sjá neitt á móti því að
þetta mál yröi kannaö til hlít-
ar og að sínu mati væri ekkert
þessu til fyrirstöðu. Samgöng-
ur væru nú orönar með þeim
hætti að auðvelt væri að koma
stóöhestum á milli staða.
Hrossaræktarsamband Suður-
lands ætti marga góða stóð-
hesta og ekki væri vafi á því að
margir þeirrá myndu gera
mikiö gagn á Hornafjarðar-
svæöinu.
Hrossarækt stendur á göml-
um félagslegum grunni í
Hornafirði og mun sjálfsagt
ýmsum þykja eftirsjá í deild
Búnaðarsambandsins. Þetta
var þannig í eina tíö líka í Ár-
nes- og Rangárvallasýslu, en
þar voru forystumenn nógu
framsýnir til að stíga skrefið til
fulls og láta sambandið ná yfir
allt Suöurland.
Litlar einingar hafa ekki afl
til mikilla átaka og þess vegna
getur oröið mikill vinningur í
því aö sameinast í stærri heild-
ir. Þróun felst í því að breyta
gildandi ástandi í annað á-
stand sem er betra. Þaö er
markmið sem allir hljóta aö
keppa að.
Kristinn Hugason var á-
nægður með þennan fund og
taldi þetta framtak hjá Hor-
firðingum, að fá starfsmann
leiðbeiningarþjónustunnar til
fundar, vera til eftirbreytni
fyrir önnur svæði. Það væri
nauðsynlegt að málin væru
skýrð og reynt að leita farsælla
lausna. ■
Norðmaður
kaupir hrossa-
bú á íslandi
Þau tíðindi hafa gerst að Norð-
maðurinn Sven Sortehog hefur
keypt öll hross Ingva Eiríksson-
ar, bónda á Þverá í Skíöadal.
Ingvi hefur undanfarin ár rekið
hrossaræktarbú á Þverá.
Hann hóf þar ræktun fyrir al-
vöru þegar loðdýraræktin hrundi.
Nú neyðist hann hins vegar til aö
selja hrossin vegna slæmrar fjár-
hagsstööu eftir loðdýraævintýrið.
Ingvi hafði náð góðum árangri og
var kominn meö hross í fremstu
röð á sýningum. Nægir þar að
minnast á hryssuna Björk, sem
hlau't 1. verölaun fyrir afkvæmi á
landsmótinu 1990, og hestagullið
Sögu frá Þverá, sem er í eigu Bald-
vins Ara. Samtals voru þetta 74
hross sem Sven keypti. í þeim
hópi voru 8 folöld undan Galsa
frá Sauðárkróki.
Hrossin hafa öll verið flutt frá
Þverá og þeim komið fyrir í Litlu-
Tungu í Rangárvallasýslu. Vil-
hjálmur Þórhallsson, bóndi þar,
mun annast hrossin fyrir Sven, en
þeir hafa átt talsverð viðskipti
áður. Sven ætlar sér að eiga hross-
in hér á landi og halda ræktun-
inni áfram. Hann hefur átt mikil
viðskipti með hross við íslend-
inga um árabil, jafnan sóst eftir
velættuðum gripum og iöulega
keypt ótamin tryppi. M.a hefur
hann verslað mikið við Bæring
Sigurbjörnsson á Stóra-Hofi.
Eitthvaö mun vera um það að
útlendingar eigi hér hryssur sem
eru í folaldseign, en ekki hefur
fyrr heyrst um að þeir hafi sett
hér upp bú. Það hefur þó mátt bú-
ast við því, eftir inngöngu okkar í
EES, að útlendingar gætu orðið
stórtækir á þessu sviði. ■
Loðdýraskála breytt í
hesthús og reibskemmu
Á bænum Miðsitju í Skagafirði
er nú verið aö breyta loðdýra-
húsi í aðstöðu fyrir hesta og
hestamennsku.
Fyrir nokkrum árum keyptu
hjónin Jóhann Þorsteinsson og
Sólveig Stefánsdóttir Miðsitju í
Skagafirði og hugðust reka þar
hrossabú og loðdýrarækt. Loödýr-
in áttu aö skila peningunum sem
til þurfti til að koma upp hrossa-
búinu. En þaö fór á annan veg hjá
þeim, eins og flestöllum sem talin
hafði veriö trú um að loðdýrarækt
væri gimileg til að tryggja sér góö-
ar tekjur.
Þau voru það skynsöm að hætta
þessum rekstri áður en allt var far-
ið á versta veg. En loðdýrahúsiö
stóð eftir og ekki sjáanleg mikil
not fyrir það.
En aö því kom hjá Jóhanni og
Sólveigu að þau þurftu aö fara að
endurnýja útihúsin. Þá kom upp
sú hugmynd hvort ekki væri hægt
að breyta loðdýraskálanum í hest-
hús. Sú athugun leiddi til þess að
þau ákváðu ab koma þar upp hest-
húsi og reiðskemmu. Þau rifu
helminginn af húsinu og settu þar
nýja boga, en járnið gátu þau not-
að áfram. Þar kom upp skemma
sem er 12 x 25 metrar og að auki
fóðurgeymsla fyrir nokkrar rúllur.
Hinn helmingurinn var innrétt-
aður fyrir 35 hesta og verða þeir
eingöngu í eins eða tveggja hesta
stíum. Mjög rúmt verður í húsinu,
góður fóðurgangur og aðstaða fyr-
ir járningar.
jóhann á hryssunni Kröflu á Landsmótinu á Hellu 1986.
HEJTA-
MOT
KARI
ARNORS-
SON
Þessu verki er að veröa lokið og
verður húsið tekið í notkun um
áramót.
Þessi húsakostur gerbreytir allri
aðstöðu hvað viökemur hirðingu
og tamningum.
Þaö verður nú æ algengara að
menn komi sér upp aöstöðu til aö
vinna meb hrossin innanhúss.
Með þeim hætti nýtist tíminn að
vetrinum mun betur og einnig er
gott að vinna með frumtamning-
arhrossin í umhverfi þar sem þau
verða fyrir sem minnstum truflun-
um.
Þetta framtak hjónanna í Mið-
sitju er eftirbreytnivert fyrir þá
ræktendur og tamningamenn sem
eiga ónotuð loðdýrahús. Auðvitað
kostar þessi breyting eitthvað, en
hún á að geta borgað sig á stuttum
tíma vegna betri nýtingar á vinn-
unni sem í tamningamar fer.
Auk þess að vinna við tamning-
ar þá kennir Jóhann Hólanemum
að ríða til skeiðs og hann hefur
einnig meb höndum úttekt á verk-
lega þættinum sem Hólanemar á
hrossaræktarbraut taka vegna FT-
prófsins.
Það er margt af spennandi
hrossum í Mibsitju nú eins og
áður. í vetur byrjar Jóhann aö
temja tvo fola á fjórða vetur,
ógelta. Annar er foli undan Kveik
frá Miðsitju og Perlu frá Kúskerpi
og heitir sá Hrói. Hinn er móálótt-
ur undan Ofeigi frá Flugumýri og
Kötlu Kröfludóttur. Sá heitir
Spuni.
Mönnum er í fersku minni þeg-
ar Jóhann sýndi Nótt frá Skolla-
gróf á landsmótinu 1990. Nótt
stóð efst í hæfileikadómi á því
móti með 8.66 í einkunn. Nú er að
koma í tamningu hryssa sem er
dóttir Nætur og Kveiks og er í eigu
þeirra hjóna. Ekki er örgrannt um
að Jóhann hlakki dálítið til að fást
viö hana.
Folöldin, sem fæddust í Miö-
sitju í vor, eru undan Páfa frá
Kirkjubæ og segir Jóhann að sér
lítist vel á þann hóp. Páfi, sem er
rauðblesóttur, skili litnum vel og
eins viröist fótagerðin erfast vel
frá hpnum, en hann hefur háan
dóm fyrir fætur, enda sonur Anga
frá Laugarvatni. Páfi er hátt
dæmdur hestur meö 8.19 í aðal-
einkunn og 132 kynbótastig.
Ágæt sala var hjá Miðsitjuhjón-
um í haust, enda segir Jóhann ab
góð hross, vel tamin bæði í um-
gengni og til reibar, seljist alltaf.
HESTAMÓT óskar þeim hjón-
um til hamingju með þessa nýju
abstöðu í starfi sínu.