Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 8
8 Mibvikudagur 25. október 1995 Frá Crosníj, höfubborg Tjetjeníu: nyröri leiöslan frá Aserbcedsjan á aö liggja um þann staö. „Olíusamningur aldarinnar" Fjölþjóöleg sam- steypa um stórfellda olíuvinnslu í Aser- bœdsjan og leiöslur þaöan til Svartahafs og Mibjaröarhafs. En hœtt er viö aö átök milli þjóöa á svœöinu setji strik í reikninginn Stofnuö hefur verið gríb- armikil fyrirtækjasam- steypa meb þab fyrir augum ab vinna olíu í lýb- veldinu Aserbædsjan og koma henni á markab á Vesturlöndum. Olíufélög þau, sem mestu rába í sam- steypu þessari, eru hib breska British Petroleum og norska Statoil. SOCAR, olíu- félag Aserbædsjans, á þar 10%. Aörir abilar eru banda- rísku olíufyrirtækin Amoco, Pennzoil, Unocal, McDer- mott International, Exxon og Ramco Energy, Delta Nimir (saúdiarabískt) og Turkish Petroleum og Luk- oil (tyrknesk). Stofnun samsteypu þessarar er af fjölmiðlum kölluð „olíu- samningur aldarinnar" og gef- ur það til kynna mikilvægi hennar í margra augum. Fram- leiðsla samkvæmt samningn- um á að hefjast í árslok 1996 og að verða 70.000-75.000 tunnur á dag til að byrja með. Árið 2010 er fyrirhugað að framleiðslan verði komin upp í 700.000 tunnur á dag. Tveggja leiðslu lausn Clintons Erfiðast reyndist að ná sam- komulagi um það hvernig as- ersku olíunni skyldi komið á markað á Vesturlöndum. Ákveðið var að leiöa hana í leiðslu vestur til sjávar, en bæði Rússland og Tyrkland sóttu fast að fá þá leiðslu á sitt yfirráðasvæði. En nú hefur verið samþykkt málamiðlun- artillaga frá Bill Clinton Bandaríkjaforseta, þess efnis að olía þessi skuli streyma vestur eftir tveimur leiðslum. Skal önnur liggja vestur yfir Norður- Kákasíu, sem heyrir undir Rússland, til hafnar- borgarinnar Novorossíjsk við Svartahaf. Hin á aö liggja um Georgíu til Batumi, en fyrir- hugað er að leggja síöar leiðslu þaðan yfir austur- og suðaust- ursvæði Tyrklands til hafnar- borgarinnar Ceyhan við Mið- jarðarhaf. Rússneskir aðilar eru ekki beinlínis meðeigendur að samsteypunni nýju, sem nefn- ist Aserbajdsjan Intemational Operation Co. (AIOC), en áhrif Rússlands í Aserbædsjan eru eigi að síður það mikil að aðil- ar þeir, sem að AIOC standa, munu hafa talið skynsamleg- ast að hafa samstarf við Rússa við umræddar framkvæmdir. Það er sem sé nokkuð ljóst að það voru viðhorf af stjórn- málalegum frekar en efna- hagslegum toga, sem réðu úr- slitum um að ákveðið var að leiða asersku olíuna vestur í tveimur leiðslum frekar en einni. Vestrænu olíufélögin og Tyrkland vildu láta eina leiðslu (yfir Georgíu og Tyrk- land) duga, en Bandaríkin, eina heimsveldi okkar tíma, skárust í samræmi við það í leikinn til þess að tryggia sam- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON komulag á breiðum grund- velli. Alþjóbahyggja og þjóbernisstefna Þar meö er ekki sagt að allur vandi sé úr sögunni olíusamn- ingi þessum viðvíkjandi. Samningurinn og kringum- stæður á svæðinu leiða athygl- ina að mótsögn, sem ýmsir að- ilar fróðir um alþjóðastjórn- og efnahagsmál þykjast merkja að færist í vöxt árin eftir fall Múrsins. Sú mótsögn sé á þá leið, aö jafnframt því sem efnahags-, fjár- og við- skiptamál í heiminum gerist sífellt alþjóðlegri og hnatt- rænni, magnist þjóbernis- hyggja í stjórnmálum. Viðbú- ið sé að þetta tvennt rekist á. Nyrðri olíuleiðslan kemur til með ab liggja um Tjetjeníu, þar sem stríðið milli Rússa og Tjetjena virðist vera að blossa upp á ný, og á því svæði eru fleiri þjóðflokkar, sem ekki una yfirráðum Rússa ýkja vel. Á milli Aserbædsjans og grannlands þess í vestri, Ar- meníu, er enn að formi til stríb, enda þótt vopnahlé hafi verið þar í rúmt ár. Armenar hafa um fimmtung Aserbæd- sjans á sínu valdi (Fjalla-Kar- abak þar meðtalið) og um milljón Aserar (næstum 15% íbúa landsins) hafa flúið heimkynni sín undan Armen- um. Þar með hefur verib snúib við gangi mála, sem oft hefur endurtekið sig í aldir, á þá leið að það hafa verið Armenar, sem flúib hafa heimili sín undan og verið strádrepnir af fólki Tyrkjaættar. Stjórn Aserbædsjans tekur ekki í mál að samþykkja yfir- ráð Armeníu í Fjalla-Karabak (sem er byggt Armenum og hefur verið það frá fornu fari) eöa öðrum héruðum sem Ar- menar hafa unnið, en gefur í skyn að til greina gæti komið að leggja syðri leiðsluna um Armeníu. Þar meb yrði hún styttri, svo að það þýddi minni kostnað fyrir AIOC. Á bak við þetta er líklega von af hálfu Aserastjórnar um að Ar- menar verði eftirgefanlegri, verði ákveðið að leggja Ieiðsl- una um þeirra land. En ekki þora Aserar að taka upp slag- inn við Armena að nýju, meb- fram vegna þess að Aserar telja að Rússar efli Armena hernab- arlega. Líklegt er að Rússar geri svo meðfram í þeim tilgangi að beita Asera þrýstingi. Vanmetakennd gagnvart „stórum bræbrum" Verði syðri leiðslan fram- lengd til Ceyhan, eins og gert er ráð fyrir, kemur hún til með að liggja um Norður-Kúrdist- an (tyrkneska Kúrdistan), þar sem Tyrkir eiga nú í þjóðar- hreinsunarstríði vib Kúrda. í því stríði draga Vesturlönd, einkum Bandaríkin, taum Tyrkja í raun, vegna þess að í augum Vestursins er sterkt Tyrkland vænlegt til að tryggja stöðugleika í Vestur- Asíu og Suðaustur-Evrópu. (Þaö viðhorf á drjúgan hlut að stuðningi Bandaríkjanna Vest- urlanda við Bosníumúslíma, vini Tyrkja.) Því gæti farið svo að með umræddum olíusamn- ingi yrbu Bandaríkin/Vestur- lönd enn andkúrdneskari en fyrr, en sá möguleiki er kannski ekki útilokaður að þau myndu, til ab tryggja frið meðfram leiðslunni, leggja að Tyrkjum ab koma til móts við kúrdneska sjálfstjórnar- og sjálfstæðissinna. PKK, aðal- flokkur þeirra, hefur fyrir löngu lýst sig reiðubúinn til viðræðna við Tyrklandsstjórn um réttarbætur Kúrdum til handa, án þess að setja kröf- una um sjálfstæði á oddinn. Meira en fjórir milljarðar tunna af olíu kváðu vera í jörðu í Aserbædsjan, mest af því líklega undir botni Kaspía- hafs, en bæði Rússland og Iran draga enn í efa að Aserbæd- sjan eigi rétt á þeirri olíu allri. Þjóðarsjálfstraust Asera er tak- markað; þeir tala um „stóru bræðurna" Rússland, Tyrk- land og íran. í Bakú, höfuð- borg Aserbædsjans, er sagt að stjórnmálamenn þar hafi fyrir reglu að hallast að þeim þess- ara þriggja aðila, sem líklegast- ur virðist til árangurs í svip- inn, í von um að fá í staðinn viðhaldið einhverju af sjálf- stæbi landsins (og tryggt sjálf- um sér völd). Haidar Alijev, núverandi forseti landsins (fyrrum háttsettur KGB-for- ingi, flokksforingi sovéska kommúnistaflokksins í Aser- bædsjan og fulltrúi í stjórn- málaráði Sovétríkjanna á valdatíð Bresjnevs), mun leit- ast við af fremsta megni að hafa Rússa góða, enda eru þeir sagðir hafa í bakhöndinni aðra stjórnmálamenn aserska til að tefla fram gegn honum. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Umsóknir um styrki til átaks viö markaössetn- ingu á hótelum Samgönguráðuneytib auglýsir eftir umsóknum um styrki til átaks vib markabssetningu á hótelum úti á landi sem opin eru allt árib. y Til rábstöfunar eru 4 milljónir króna en gert er ráb fyrir mótframlagi frá umsækjendum. Samtök hótela geta sótt um styrk eba styrki til sameiginlegs markabsátaks. í umsóknum skal koma fram hvernig styrk verbi varib, áætlabur afrakstur af vibkomandi átaki, markhópar sem átak beinist ab og annab sem málib varbar. Styrkir greibast út eftirframvindu einstakra verkefna. Umsóknum skal skilab til samgöngurábuneytisins fyrir 1. desember nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.