Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.10.1995, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 25. október 1995 tKímíuw 11 Friður á jörðu - Vonir mannkyns á fimmtugsafmæli SÞ Nú á fimmtugsafmæli Sameinuöu þjóðanna gefur Fjölvi-Vasaútgáf- an út mikilvægt rit um stöðu og hlutverk þessara samtaka, þar sem þeirri athyglisverðu kenn- ingu er haldið fram, að það sé ekki nóg ab samtökin haldi sér á diplómatísku/pólitísku sviði. Ef koma eigi á alheims friðarríki, sé óhjákvæmilegt að huga betur að hinum innra friði sem einn getur veitt mannkyninu hið ytra frelsi. Bókþessi kallast „Fríðurá jörðu" og höfundurinn, sem heldur þessu fram, er indverski læri- meistarinn Sri Chinmoy, en Fjölvi/Vasa hefur áður gefið út þrjár bækur eftir hann: Hug- leiðsla, Andlát og endurholdgun og Móðuraflið Kúndalini. Hann er búsettur í New York og er þar tíður gestur í bækistöðvum SÞ, þar sem hann heldur daglegar hugleiðslusamkomur með fulltrú- um og starfsfólki. Sri Chinmoy bindur afar miklar vonir við Sameinuðu þjóðirnar í framtíðinni. Með þeim sé komið á fót því verkfæri eða skipulagi sem muni verða notadrjúgt til að sameina allt mannkyn. En til þess að svo megi verða þarf grundvall- ar hugarfarsbreytingu. Afnema þarf drottnunarvald ranglætis og hagsmuna, en taka upp hvar- vetna á opinberum vettvangi fórnarlund og óeigingirni sem sjálfsagða mannlega siðgæðis- kröfu. Um þessar mikilvægu forsend- Sri Chinmoy. ur ræðir Sri Chinmoy í löngu máli frá öllum hliðum, hvernig menn þurfa fyrst að ná innra friði sem byggist á ást til mannkyns og Guðs. Hér er ekki um að ræða innantóm orð, heldur háleita þrá, sem rís upp til móts við friðinn. Sri Chinmoy telur augljóst að mannkynið hljóti að þróast í þessa átt, hve langan tíma sem það muni taka að öðlast friðar- þroska. Bókin Friður á jörðu er 176 bls. og skiptist í 30 kafla auk lokaþátt- ar, sem kallast Orð friðar og er safn málshátta, lífsspeki og ljób- mála um frið. Guðný Jónsdóttir íslenskaði bókina, sem er prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Irlandsdagar Sigurbar Nú eru haldnar Írlandshátíðir og íslenskir ferðamenn flykkjast til Eyjunnar grænu. Hjá Fjölva- útgáfunni er þetta líka ír- landsárið, fyrr á árinu sendi hún frá sér leiðsögurit Jónasar Krist- jánssonar ritstjóra um Dublin og nú kemur út heljarmikil ferðabók Sigurðar A. Magnús- sonar, sem hann kallar írlands- Örsögur úr sveit- inni Út er komið hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi smásagnasafnið Litla skólahúsið eftir bandaríska rithöfundinn Jim Heynen. Hann hefur sent frá sér smá- sagnasöfn og einnig nokkrar ljóbabækur. Sögur hans njóta nú vaxandi vinsælda vestur í Bandaríkjunum, en sumarið 1994 kom hann til íslands" og las þá upp úr verkum sínum fyr- ir íslenska áheyrendur. Sögurnar, sem flestar eru ör- stuttar, gerast í sveitahéruðum Iowa og greina frá lífi drengj- anna á akuryrkjubýlunum á sléttunni og óvæntum uppá- tækjum þeirra. Samt eru þær ekki „drengjasögur" í venjuleg- um skilningi — þær spanna víð- ara svið en sýnist í fyrstu. Gyrðir Elíasson rithöfundur valdi sögurnar og íslenskaði. Bókin er 151 bls. Verð kr. 1.780. ■ Fréttir af bókum daga. Á dagskrá var einnig að gefa út stórt safn af írskum huldufólkssögum, en það verð- ur að bíða betri tíma. írlandsdagar er önnur ferða- bók Sigurðar, því að fyrir tveim- ur árum gaf Fjölvi út bók hans Grikklandsgaldur, þar sem róm- uð leiðsögn hans við ferðamenn var færð í letur. Meb þessum bókum er hafinn ritflokkur og næsta bók áætluð um landið Kenýa í Afríku. Má til nýmæla telja í íslenskri bókaútgáfu að ferðabækur þessar eru með urmul af fegurstu litmyndum. Myndir þessar í írlandsdaga tók Sigríður Friðjónsdóttir, unnusta höfundarins. Sigurður A. Magnússon varð Snjóbirta nefnist ný ljóöabók eftir Ágústínu Jónsdóttur, sem Fjölvaútgáfan sendir frá sér um veturnætur í von um ab birti upp öll vetrarél. í fyrra hlaut fyrsta ljóöabók Ágústínu, „Að baki mánans", hinar prýðileg- ustu undirtektir hjá mörgum unnendum fagurs skáldskapar. Nýja ljóðabókin hefur inni að halda 64 ljóð, en þeim er skipaö í tvo kafla eftir ljóðrænu tákn- formi og efnistökum. Kaflarnir nefnast Rökkurblá tré og Stakt tré, en í ljóöunum ferðast hún um undraskóga og fagurlim Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja draumaráöninga- bók sem ber heitið Draumamir þín- ir. Þóra Elfa Björnsson tók saman efni bókarinnar. Þar er að finna svör við spurningum um merk- ingu drauma, svo sem: ást og ham- ingju, gleði og sorg, liti, tákn og mannanöfn, svo nokkuð sé nefnt. í formála segir höfundur m.a.: „Draumar geta verið heillandi og gefið sterka þæginda- og öryggis- nákominn írlandi, er hann vann þaö stórvirki að íslenska Ódysseif James Joyce, þar sem írskt þjóðareðli er svo að segja krufið til mergjar. Því var það aðeins sem eðlileg ályktun að Fjölvaútgáfan samdi við hann að takast ásamt Sigríöi á hendur þessa könnunarferð. Bókin írlandsdagar er mikið verk, 224 bls. í stóru broti. í inn- gangi er fjallað um sögu og þjóðlíf íra. Mikið efni er um höfuðborgina Dyflinn, sem var upphaflega norræn víkinga- borg, en síðan hefst hringferð suður um Kilkenny og Cork, út á Kerrytanga, komið vib í Limerick, skroppið út í Araneyj- ar, áfram til Sligo og Donegal, dvalist á sögustöðum Tara og Newgrange, en lokakaflinn fjall- ar um tengsl íra og íslendinga. hugmynda. Einkenni Ágústínu eru mynd- vísi og hugmyndaauðgi og eins og gagnrýnandi einn lét orð falla um fyrstu bók hennar, „vísar hún án tilgeröar í bók- menntaarfinn". Ágústína varðveitir hér enn hnitmiðaö form, en ríkar til- finningar viröast brjótast hér fram meira en áður í knöppum stíl, þar sem hið ósagða verður mikilvægara en orðin. í káputilvitnun segir Ágústína: „Ljóðin eru ort í trún- aði við landiö og sameinast fyr- tilfinningu. Stundum segir fólk þegar vel gengur: Þetta er eins og draumur. En draumar geta líka verið ógnvekjandi ... Hver þekkir ekki hvernig það er ab sofna út frá þungum áhyggjum, en dreyma síðan skýra og einfalda lausn vandamála?" Bókin er 176 bls. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði kápu og titil- síðu. Prentvinnsla: Oddi hf. Verð kr. 1.990. ■ Ný ljóðabók Agústínu Draumamir þínir Siguröur A. Magnússon. Efnið er afar fjölbreytt, auk 70 litmynda eru litprentuð kort af írlandi og Dyflinni, heimilda- skrár, annáll og nafnalistar. Bókin er filmutekin af PMS, en prentuð og bundin af GBen- Edda prentstofa. Ágústína jónsdóttir. ir opnu hafi á týndri jörð." Bókin er prentuð í ísafoldar- prentsmiðju, innbundin í Flat- ey, en kápuhönnun annaðist Hér og nú. Hún er 80 bls. og er verö hennar kr. 1,680. ■ Ólafur jóhann Sigurbsson. Safn ljóöa Olafs Jóhanns Sigurbssonar Mál og menning hefur sent frá sér bókina Kvceði eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Ljóð eru mikilvægur þáttur í höfundarverki Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, þótt hann hafi einkum helgað sig sagnagerð. Mestu viðurkenningu sem hon- um hlotnaðist, Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráös árið 1976, fékk hann einmitt fyrir ljóöabækurnar Að laufferjum og Að brunnum. í ljóðasafninu Kvæði eru allar ljóðabækur hans, allt frá bók- inni Nokkrar vísur um veðrið og fleira, sem út kom árið 1952, til síðustu bókarinnar, Að lokum, sem út var gefin að honum látn- um árið 1988. Vésteinn Ölason, prófessor í íslensku við Háskóla Islands, rit- ar ítarlegan formála um skáld- feril Ólafs og stöðu hans í ís- lenskri ljóðagerð. Mjög er vandað til útgáfunnar og er hluti fyrsta upplags bund- inn í rautt skinnband. Kvæði er 293 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f. Verð: 3980 kr. Verð í rauöu skinn- bandi: 4980 kr. ■ Veraldar- sagan enn á ný Mál og menning hefur sent frá sér bókina Heimsbyggðin — saga mannkyns frá öndverðu til nútíðar eftir Emblem, Hetland, Libæk, Stenersen, Sveen og Aastad. Þetta er greinargott yfirlit um mannkynssöguna. Sagan er rak- in á glöggan og aðgengilegan hátt og dregin upp skýr mynd af þróuninni í réttri tímaröð. Höfundar taka miö af allra nýjustu sagnfræðirannsóknum og heimildum til úrvinnslu efn- isins og skoða ýmsa þætti sög- unnar — í nútíð og fortíð — frá óvæntu sjónarhorni. Heimsbyggðin — saga mann- kyns frá öndverðu til nútímans er búin öllu því sem prýðir nú- tímalegt fræðirit: textinn er glöggur og læsilegur, myndefni ríkulegt og fjölbreytt, þ.á m. fjöldi landakorta og tímaása sem auðvelda mjög ferðalagið um söguna. I sérstökum rammagreinum er skerpt sýn á sitthvað sem er ofarlega á baugi eða bregður nýju ljósi á ýmsa þekkta atburði í sögunni. Sigurður Ragnarsson sagn- fræðingur þýddi. Heimsbyggðin er 677 bls., prentuð í Noregi og kostar 7980 kr. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.