Tíminn - 25.10.1995, Side 2

Tíminn - 25.10.1995, Side 2
2 Miðvikudagur 25. október 1995 Tíminn spyr... Hefur sagan sýnt ab Kvennafrí- dagurinn 24. október 1975 hafi skipt máli fyrir réttindabaráttu kvenna? Gubný Gu&björnsdóttir, alþingis- mabur Kvennalista: Svar mitt er bæði já og nei. Kvennafrídagurinn var hluti af fyrri bylgju, samanber setningu jafnrétt- islaganna 1975, upphaf kvennára- tugs SÞ og fyrstu kvennaráðstefn- una í Mexíkó. Kvennafrídagurinn geröi hins vegar kjör Vigdísar Finn- bogadóttur mögulegt og tilkomu Kvennalistans. Þá vakti þessi að- gerð mikla athygli úti í heimi. Síð- an hefur konum fjölgað heilmikiö á atvinnumarkaði, t.d. í pólitík þótt enn sé langt í land. Þótt launajafn- réttiö hafi veriö ein meginkrafa þessa dags hefur lítið miöaö í rétta átt og enn skilur kynferði eitt og sér 16% af launamun kynjanna. Hitt skýrist að miklu leyti af kynbundn- um aðstöðumun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri: Þessi dagur skipti verulegu máli. Ég er sannfærö um aö þarna er röð atburöa, eitt leiddi af ööru. Ef Rauð- sokkahreyfingin hefði ekki verið stofnuð hefði enginn Kvennafrí- dagur verið haldinn. Ef Kvennafrí- dagur hefði ekki verið haldinn hefði Vigdís Finnbogadóttir líklega ekki verið kosinn forseti. Ef hún heiöi ekki veriö kosin forseti þá hefði líklega aldrei orðið neitt Kvennaframboð. Ef Kvennafram- boð heföi aldrei komið til, - þá væri ég ekki borgarstjóri. Bryndís Hlöbversdóttir, á sæti í afmælisnefnd vegna 20 ára af- mælis Kvennafrídagsins: Já. Ég tel að þessi dagur hafi skipt gífurlega miklu máli og það finnum viö vel núna þegar við minnumst þessa 20 ára afmælis. Það er náttúr- lega erfitt að meta hað er orsök og afleiöing í kvennabaráttu eins og víða annars staðar, en það sem hef- ur áunnist er ab konur fundu árið 1975 hve mikili kraftur býr í þeim, hvers þær eru megnugar og hve margar þær eru. Þannig tel ég að þessi dagur hafi verib mjög þýbing- armikill fyrir kvennabaráttuna. Fjármálaráöherra fórnaöi fótboltahádegi fyrir framsóknarmenn! Friörik í staö Halldórs sem veöurtepptist á Egilsstööum: Friörik Sophusson: Segir óráblegt aö lækka hæstu launin Fribrik Sophusson fjármálarábherra tók vel j beibni Ólafs Haraldssonar al- þingismanns ab fylla upp í skarb Halldórs Ásgrímssonar á Hótel Sögu í gær- dag. Tímamynd CS. Friðrik Sophusson fjármálaráb- herra gerðist óvænt varamaður Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- rábherra sem framsögumabur á fundi framsóknarmanna í Reykjavík í hádeginu í gær. Hall- dór sat fastur á Egilsstöbum vegna samgönguerfiðleika. Hann hafbi lagt upp klukkan hálfsex í gærmorgun frá Vopnafirbi til Eg- ilsstaba, en þar kom í ljós að ekki yrbi flogið. Friðrik brást hins veg- ar vel vib óskum framsóknar- manna og kom meb litlum fyrir- vara á fund þeirra. Sagðist hann hafa fórnab fótboltatíma sínum í hádegi þríðjudagsins. í upphafserindi sínu fór Fribrik yfir stöðu ríkisfjármála og kvað það ákveðinn viija beggja flokkanna í ríkisstjórn að hverfa frá halla á fjár- lögum eigi síðar en árið 1997. Nú dygbi ekki lengur að skrifa allt á reikning komandi kynslóða og út- búa skattapinkla á þær. Sagði Frið- rik ab slíkir „pinklar" væru nú bún- ir til víða um lönd og ljóst ab marg- ar þjóðir yrðu á komandi árum að stórhækka skattana, til dæmis væri talað um að fimmfalda þyrfti álögur á Ítalíu þar sem ástandiö væri sýnu verst í V-Evrópulöndum. Friðrik sagði að hér á landi yrði að grípa til ráðstafana til að lækka skuldir ríkis- ins. Sagði Friðrik að framundan væru sársaukafullar aögerðir í þjóðlífinu. Það væri mikils virði að menn stæðu þétt saman um þær aðgerðir, en þær mundu skila árangri í fyll- ingu tímans. Kristján Benediktsson fyrrver- andi borgarfuiltrúi sendi Friðriki nokkur abvörunarorð og benti á ólukkulegan endi ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 1978. Þá hafi flokkarnir verib komnir í andstöðu vib þorra fólks í landinu. Minnti hann á gífurlegt launamisrétti sem er libið á íslandi í dag. Sagði hann að glærur á tjaldi meb fallegum tölum nægðu hér ekki meðan fólkiö í landinu væri ósátt við að einstaklingar geta sóp- ab til sín ómældum launagreiðsl- um. Friörik svaraði því til að sam- kvæmt erlendum tölum væri launa- bilið nú að aukast mjög víða um heim, ekki síst á Vesturlöndum. Hér á landi væri bilið á milli launa minna en í öðrum löndum þegar miðab er við hópa launþega í efstu og neðstu þrepum. Jafnvel á Kúbu væri launamunurinn sagður mikill eða allt að 6 faldur, 11 faldur í Bandaríkjunum. Hér á landi mun hann rúmlega 3 faldur þegar tekið er meðaltal milli hópa efstu og lægstu skattgreiðenda, 20% af hvor- um hópi. „Það sem skiptir máli hér á landi er að bæta almenn lífskjör. Það er hættulegt ab lækka þá hæstlaun- uðu, þeir gætu þá einfaldlega horfið úr landi," sagði fjármálaráðherra og lagði áherslu á aö lyft yrði undir með þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Jabarskattar eiga senn ab iækka Fjármálaráðherra svarabi fyrir- spurn frá Friðriki Jónssyni, „talandi dæmi um jaðarskattamann". Sagði Friðrik Jónsson í upphafsorðum sínum að þau hjón hefðu hugleitt skilnað, sú leiö væri hagkvæm láusn fyrir ung hjón í dag þótt óyndisleg væri! Þrátt fyrir dágób laun næðu endar ekki saman. Frið- rik fjármálarábherra sagði að nefnd ynni að skoðun á jaðarsköttunum og ætti ab skila af sér í lok næsta árs í tengslum við kjarasamninga sem þá verða á næsta leyti. Viburkenndi Friðrik að fólk sem væri að koma úr námi teldi það jafnvel fremur borga sig ab hirða bætur en að taka við launuðu starfi. Sagbi hann þetta slæmt mál en þegar á næsta ári ætti ab fara ab draga úr áhrifum svokall- aðra jaðarskatta, sem sagðir eru draga mjög úr vinnugleði íslend- inga. „Og mundu! Það var ég sem gaf þetta loforð en ekki Halldór Ás- grímsson," sagði Fribrik og kímdi við þegar hann svaraði nafna sínum Jónssyni, þriggja barna föður. Fjármálaráðherra svaraöi fyrir- spurn Sigríðar Hjartar um skattamál hjóna. Hann sagðist hlynntur svo- köllubum einstaklingssköttum, frekar en fjölskyldusköttum og teldi ósanngjarnt ab flytja skatttekjur á milli hjóna upp að vissu marki eins og nú er gert. Sagðist Friðrik streit- ast á móti slíku á komandi lands- fundi flokks síns enda þótt hann vissi fyrirfram að hann ætti fáa stuðningsmenn í því máli. ■ Sagt var... Ríbum, ríbum ... „Og með því ab vera með hryssurnar hér á landi getur hann haft aðgang ab bestu stóöhestum landsins," Vilhjálmur Þórarinsson, í Litlutungu í Rangárvallasýslu um sölu á 75 hrossa stóöi frá Þverá ti! Norbmannsins Svend Sortehaug. Konur fá ab rasa út „Vigdís sagöi ab áhrif íslenskra kvenna væru ekki sjálfgefin. „Þau hljóta ab tengjast því ab hver sem á stefnumót heimsins kvenna kom geri sitt besta til að koma skilaboðum hennar út í samfélögin svo að eng- inn freistist til að hugsa; jæja, núna eruð þib búnar að rasa út og getum við snúið okkur að einhverju öbru"." Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, á rábstefnu um islenskar kvenna- rannsóknir í Odda um helgina. Mæl þú manna heilastur „Það sýnir kannski best lágkúruna sem á sér stab í Evrópukeppninni í handknattleik, þegar lib frá íslandi, Stjarnan þarf ab greiða yfir millj. kr. í ferðakostnab til að komast til Grikk- lands. Þangað voru einnig mættir dómararfrá Ítalíu, gagngert til að klekkja á Stjörnustúlkum — sjá til þess að Stjarnan tapi meb sem mest- um mun, þannig aö gríska liðið kæmist áfram. Þessi skrípaleikur er aðeins spegilmynd af þeirri spillingu sem á sér stab í handknattleik. Þanig vinnubrögb myndu hvergi viögang- ast nema í handknattleik, sem hefur lengi verib á villigötum. Það er kom- ib í óefni í íþróttagrein sem lætur þannig subbuskap vibgangast." Sigmundur Ó. Steinarsson, íþrótta- fréttamabur í Mogga. Konur undarleg sjón? „Við gengum í gegnum hjarta borg- arinnar á venjulegum vinnudegi og út um dyr verslana, bankastofnana og hverskyns vinnustaða flykktust karimenn til að horfa á þessa undar- legu sjón. Allar þessar þúsundir kvenna glaðbeittar og eftirvænting- arfullar í senn sem voru ab taka höndum saman öbruvísi en nokkru sinni fyrr." Rannveig Gubmundsdóttir í Alþýbu- blabinu um kvennafrídaginn. Bingólott-óþolandi „... þegar eitthvert skemmtilegt létt- meti eba spennandi fyrir alla fjöl- skylduna ætti ab vera á dagskrá (líka fyrir þá sem eiga ab fara í bólib milli kl. 21-22.00), þá er sýndur þátturinn Bingólottó. Þáttur sem þarf ab kaupa abgang ab. Fyrir þá sem hafa gaman af bingói og þá sem ekki vilja borga fyrir ab skemmta sér fyrir framan sjónvarpib, (annab en áskrift) er þetta óþolandi, ab mínu mati." V.S.P. skrifar í Dabbann Það vakti athygli þeirra sem skoðuðu nýju álmuna á fangels- inu á Litla Hrauni í gær að gert er ráb fyrir ab fangar hafi lykla að dyrunum en tvenns konar læsing er á hurbunum. Önnur læsingin er fyrir verðina en hin til að fang- arnir geti læst klefunum á eftir sér ef þeir þurfa ab bregba sér frá. • Körfuboltalið ÍR var meðal þeirra sem hvað mest kættust yfir sigri Björns Steffensen sem herra Skandinavíu. Astæban er þó ekki eingöngu sú ab piltarnir hafi samglaðst Birni, heldur spilar Björn meb ÍR og gera félagar hans sér vonir um að geta nýtt sér það svibsljós sem nú fellur á Björn. Ekki hyggja þeir þó á módelstörf heldur gera þeir sér vonir um að kvenpeningurinn fari í auknum mæli ab mæta á kappleiki enda fáir í libinu sem ekki telja sig jafn frambærilega í útliti og Björn. Wvvwvvvvw f/Vim l V£IM/)NDI /// ER P/)IL/ ORÐ/NN E/NSOG M//RKÚS ORN... HR/NGF//R/ 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.