Tíminn - 25.10.1995, Side 6

Tíminn - 25.10.1995, Side 6
6 HlMÍIHI Mi&vikudagur 25. október 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Sútunarverksmi&jan Lo&skinn: Skilaöi 41 milljón króna hagnabi á síbasta ári Verulegur hagnaður varð af rekstri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á síðasta ári, 41 millj- ón króna, og er það betri rekstrar- útkoma en mörg undanfarin ár. Bjarni Magnússon, stjórnarfor- maður Loðskinns, segir árangur- inn einstaklega góðan í vinnslu- og sölumálum, en hafin var vinnsla á áströlskum gærum á síðasta ári, sem er mjög ólíkt hrá- efni en það íslenska. Þá var þaö að frumkvæði Loðskinns sem leyfi fékkst fyrir innflutningi á gærum. „Þrátt fyrir 25 ára reynslu okkar í vinnslu á íslenskum gærum, þá vorum við þarna að skipta yfir í nýtt hráefni og að auki þurfti að afla nýrra markaða. Þetta hefur tekist ótrúlega vel, þótt enn sé talsvert óunnið í markaösmálun- um, en markaðurinn er á upp- leiö," segir Bjarni Magnússon. Mikil frámleiðsluaukning varð í Loðskinni á síöasta ári. Afurðir seldust fyrir 252,2 milljónir og er það 45,6% aukning frá árinu áð- ur. Einnig tókst að laga skulda- stöðuna nokkuð, með því að greiöa niður skammtímaskuldir um 67 milljónir króna. BORGflRDINGllR BORGARNESI Svínabændur á Vesturlandi: Bregbast vib sam- keppni meb kyn- bótum í sambandi viö EES- og Gatt- samningana hefur mikib verið rætt um innflutning á landbún- aðarafuröum. Mörgum hefur þótt sýnt ab ís- lenskur landbúnaöur heföi ekki roö við innfluttum vörum hvað verð áhrærir. M.a. í ljósi þessara stabreynda ákvað Svínaræktarfé- lag íslands að hefja kynbætur á svínum. Aðstöðu var komið upp í Hrísey, byggð þar einangrunar- stöð á vegum félagsins. í byrjun árs 1994 voru síðan flutt inn fyrstu svínin sem ætluð eru til kynbóta hér á landi og er það t' fyrsta sinn sem svín eru flutt inn til kynbóta. Koma þau frá Noregi, eru bæði með meiri vaxtarhraða og minna fitumagn í kjötinu. Á um það bil fimm mánuðum er grísinn tilbúinn til slátrunar, sem getur skipt höfuðmáli, því ódýr- ara er ab reka bú þar sem vöxtur- inn tekur minni tíma, þar sem fóðurkostnaður er svo stór hluti í verðmyndun. Á Brúarlandi í Hraunhreppi hafa bændur nú keypt fyrstu dýr- in frá Hrísey. Um er að ræða 2 gelti og 5 gyltur. Grtsirnir eru þriggja mánaða þegar þeir koma til bóndans. Að sögn Brynjúlfs Guðbrands- sonar á Brúarlandi hafa þeir grís- ina í einangrun heima á bænum áður en þeim er sleppt í hópinn með öbrum. Þetta er gert vegna þess að þeir koma úr alveg sótt- hreinsuöu umhverfi og þurfa ab venjast smátt og smátt nýju um- hverfi. Ennfremur sagöi Brynjúlf- ur að þeir ætluöu aö láta dýrin Brynjúlfur Cuöbrandsson meb einn norska grísinn ífanginu. fjölga sér bæði innbyröis til að at- huga gæði kjötsins og einnig að blanda þeim í þann hóp sem fyrir er á Brúarlandi til að sjá hvernig það kemur út. Verður spennandi ab fylgjast með því hvernig þetta reynist og hvort hægt verður ab lækka verð á svínakjöti með þess- um aðgerðum. SELFOSSI Selfossveitur kanna nýjar lei&ir í orkuframlei&slu: Raforka og heitt vatn úr mykju Selfossveitur eru að kanna hvort hagkvæmt sé ab framleiöa raforku og jafnvel heitt vatn með því að brenna gasi sem myndast í húsdýramykju. Þessi aðferð við orkuframleiðslu hefur verið not- ub erlendis með góöum árangri. Málið hefur verib kynnt fyrir forrábamönnum Búnaðarsam- bands Suðurlands, sem sýnt hafa því talsverðan áhuga. Mykjan er flutt í stóra tanka þar sem hún gerjast og metangas myndast. Gasinu er þjappað sam- an og brennt til að knýja áfram mótora. Við þá má tengja rafal og einnig hita vatn með orkunni sem verður til. Þegar gasið er farið úr mykjunni, má flytja hana aftur til bænda og nota til áburðar. Hún er þá lyktarlaus, því gasið veldur því sem í dag- legu tali er k a 1 1 a ð „skítalykt". Nokkur gasorkuver á borð við þetta eru t.d. í Dan- mörku og hefur rekst- ur þeirra gengið vel, að sögn Ás- björns Óla- sonar Blön- dal, veitu- stjóra Self- ossveitna. Ásbjörn seg- ir aö hann hafi sjálfur k y n n s t þessari orkufram- leiðslu þeg- ar hann var viö nám í Álaborgarháskóla í Danmörku. Sá, sem stýra mun frumathugun á málinu fyrir Selfossveitur, er líka nemandi þar, Gestur Guðjónsson frá Húsatóftum á Skeiðum. Ás- björn segir ab kanna eigi hvort nóg falli til af mykju innan t.d. 50 km frá Selfossi til að hag- kvæmt sé að framleiða orku úr henni. Fleiri þættir málsins verði líka skoðaðir, s.s. flutningar á mykjunni fram og til baka. Skýrsla um frumathugunina á að liggja fyrir í vor og þá verður tek- in ákvörðun um hvort áfram verður unnið að verkefninu. Ásbjörn segir að aflgeta virkj- unar af þessu tagi geti verið allt að hálfu megavatti. Það er tals- veröur hluti af aflþörf Selfossbæj- ar, sem er um 5 megavött. Hann bendir líka á að metangasið eigi sinn þátt í hinum svoköllubu gróðurhúsaáhrifum og meb því að brenna því sé verið að vinna gegn þeim. Ásbjörn segir aö blanda megi sláturhúsaúrgangi í mykjuna til að auka gerjun í henni. Gasorkuver sé mjög um- hverfisvænt á allan hátt. BÆJARPÓSTLRINN Ný barnabók eftir Dalvíkinga: Obladí oblada Nýkomin er út hjá Máli og menningu barnabókin Obladí Oblada eftir Bergljótu Hreinsdótt- ur, leikskólakennara á Krílakoti, með teikningum eftir Örnu Vals- dóttur, myndlistarkennara við Dalvíkurskóla. Bókin fjallar um Önnu Lenu, sem er ellefu ára og á þrjú systkini. Oft er fjör í litla húsinu og Anna Lena, stóra syst- ir, á sinn þátt í að halda óþekktar- ormunum á mottunni ásamt Matta, sem er tveimur árum yngri. Stundum er gott að sleppa frá litlu krökkunum og Matti og Anna æfa handbolta og fótbolta af kappi. Anna Lena er líka áhugasöm um lærdóminn og vin- konur á þessum aldri sjá alltaf spaugilegar hliðar á tilverunni. Eins og áður sagbi er þessi skemmtilega fjölskyldusaga eftir ungan höfund, sem búsettur er hér á Dalvík og heitir Bergljót Hreinsdóttir og starfar á Krílakoti. Hún þekkir því vel hugarheim barna og áhugamál og kann að segja frá á lifandi og hugmynda- ríkan hátt. Bókina myndskreytti svo annar Dalvíkingur, Arna Vals- dóttir myndlistarkennari. Saga um ellefu ára gemsa eftir Dalvíking. Pínulítil sögusýning í verslun gamla heimsins Bókavarðan, verslun gamla heimsins, er nú færð um set úr því virðulega Hafnarstræti upp á gamalgróna Vesturgötuna. Þar á númer 17 er nú verslað með bækur og muni á öllum aldri, þar höndluðu áöur þeir göfugu fatasalar herra Andersen & herra Lauth. í björtum og rúmgóðum húsa- kynnum í hjarta gamla Vestur- bæjarins verður haldið áfram að miöla bókum og fornmunum til gesta og gangandi, kaupa bækur af dánarbúum og öðrum, sem þess óska og afgreiða pantanir ut- an af landi og frá útlöndum. Verslunin er að fullu endur- skipulögð, miklu meiri flokkun efnis hefur farið fram og aðgengi er betra en var í fyrri húsakynnum. í tilefni hins nýja húsnæðis hefur verið sett upp pínulítil sögusýning um forseta íslenska lýðveldisins, heimildir og gögn úr fyrri forsetakosningum og af ferli forsetanna og frambjóöenda. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Það ætti aö auka nautnafólki ánægju á síðustu tímum boða og banna, að í sýningarsölum Bóka- vöröunnar eru reykingar leyfðar meö ánægju, eins og tekiö er fram á tilkynningu sem þar hangir uppi.■ Björn Blöndal heilsugceslulœknir skoöar sjúkling. Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki 10 ára Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki: Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki er 10 ára um þessar mundir. í til- efni af því var opinn dagur á stöbinni föstudaginn 13. október. Þar var starfsemi Heilsugæslu- stöðvarinnar kynnt og boðið upp á ýmsa fræðslu og veitingar. Einnig gafst gestum kostur á að fá mældan blóðþrýsting, kóleste- ról og blóðsykur, gerðar voru heyrnarmælingar og öndunar- próf og ýmsar fleiri mælingar. Aösókn var gób og er talið að komiö hafi yfir 300 manns. Fréttamaður Tímans átti tal við Björn Blöndal, sem er einn af heilsugæslulæknum á stöðinni. Björn sagði að á Heilsugæslustöð- inni væru 10,5 stöðugildi, en hún er rekin í starfstengslum vib Sjúkrahús Skagfirðinga. Heilsu- gæslulæknar eru þrír. Læknar sjúkrahússins eru einnig þrír og taka þátt í vöktum heilsugæslu. Á árinu 1994 voru viðtöl hjá lækni 11.613, símtöl 10.572 og vitjanir 1.083. Alls eru þetta 23.268 samskipti við lækna, en voru 20.856 á árinu 1993. í mæðraskoðun komu alls 93 kon- ur á árinu og fengu þær 657 skoöanir. í ungbarnaeftirlit komu alls 356 börn og samtals voru gerðar á þeim 1.097 skoðanir. Vitjanir til fólks í heimahjúkrun voru samtals 2950, en voru 2.405 á árinu 1993. Þannig hefur starfsemin stöð- ugt verið að aukast á síðari árum, en þrátt fyrir að Heilsugæslustöö- in sé vanmönnuð hefur gengið illa að fá viðbót á stöðugildi. ■ Myndlist í forsal Borgarleikhússins: Stuttbylgja og Vindlína Ryþmískum hljóöskúlptúr, sem nefndur hefur verið Stuttbylgja og er samansettur úr rörum af ýmsum lengdum, hefur nú verið komið fyrir í forsal Borgarleikhússins sem lið í þeirri nýbreytni í starf- semi Leikfélags Reykjavíkur að bjóða framsæknum ís- lenskum myndlistarmönnum rými þar til sýninga. Finnbogi Pétursson er höf- undur Stuttbylgjunnar, en hann sýnir einnig verk sitt Vindlína sem er lýst svo: „Byggt úr blásurum sem festir eru í beinni línu á vegg sem áhorfendur ganga framhjá. Þeir verða varir viö andvara sem teiknar vindlínu í loftið." Eins og lesa má af undantöld- um orðum fer Finnbogi ekki hefðbundnar leiðir í myndlist sinni, enda er hann flokkaður sem listamaður samfléttunnar, sem þýðir að hann fléttar sam- an ólíkum listformum. Hann byggir mikið á tækninýjungum og hóf feril sinn með segul- bönd, en síðar hafa myndbönd, hátalarar, álrör, bronsstangir, vírar og margt fleira bæst í hóp- inn. Finnbogi hannaði Stuttbylgju og Vindlínu sérstaklega með rými forsalar Borgarleikhússins fyrir augum og eru listaverkin leikhúsgestum til sýnis öll sýn- ingarkvöld í leikhúsinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.