Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 8
 Fimmtudagur 26. október 1995 Komandi heilög þrenning? Fleiri hákariar íamerískum fjölmibla- og afþreyingarheimi. Þessir þrír reyna nú hvab þeirgeta ab sameinast; f.v. john Malone (TCI), Ted Turner, höfubpaur CNN og eiginmabur jane Fonda, og framkvœmdastjóri Time Warner, Cerald Levine. Fjölmiölar/afþreying: Enn einn samraninn í banda- rískum fjölmiðlaheimi Árið 1995 í fjölmiðlun virðist ætla að veröa ár hinna stóru samruna, að minnsta kosti hvað Bandaríkin snertir. Við sögðum fyrir skömmu frá samruna Disneyfyrirtækisins og ABC-fjölmiölarisans. Það var stærsti samruni sem sögur fara af innan fjölmiðlaheims- ins. En nú er annar samruni í uppsiglingu og ef hann nær fram að ganga, þá slær hann Disney/ABC-samrunanum við. Hér er um aö ræða kapal- sjónvarpsstöð Teds Turner, CNN, og afþreyingarrisann Time Warner. Hjá því síðar- nefnda hafa vandamál verib til staðar í þau sex ár síban Time Inc. (h/f) og Warner Communications sameinuð- ust. Miklar skuldir hafa hlab- ist upp hjá fyrirtækinu og skipulagsvandamál hafa í The Sunday Times var nú um helgina grein eftir Frances Wood, sem er yfirmabur kín- versku deildarinnar í breska landsbókasafninu, þar sem því er haldið fram að landkönnuöur- inn frægi, Markó Póló, hafi sennilega aidrei komib til Kína og ab öllum líkindum hafi hann aldrei ferðast lengra en til Persíu. Sagan af ferö Markó Póló til Kína, sem fáir hafa hingað til borið brigöur á, er aö sögn Woods „því miður, eins og svo margar aðrar stórkostlegar sögur í mannkyns- sögunni, goðsögn ein; nú er hægt að sýna fram á að Markó Póló hafi næstum því örugglega aldrei kom- ið til Kína." Markó Póló skrifaöi sjálfur bók, sem nefndist „Lýsing heimsins", hrjáb þab, jafnt á hæstu stöb- um sem þeim lægstu. En ekki er þar með sagt ab vandamálin leysist öll af sjálfu sér, þegar CNN og Time Warner sameinast. Ted Turner hefur líka gert sín mistök, þó svo að CNN hafi átti gríðarlegri vel- gengni að fagna á þeim áratug sem fyrirtækiö hefur starfað. Turner spennti t.d. bogann of hátt, þegar hann keypti MGM- kvikmyndafyrirtækib á síðasta áratug og var næstum búinn að tapa MGM aftur til fyrri eig- enda. Fléttan Þegar Ted Tumer frá CNN og Gerald Levine tilkynntu vænt- anlegan sammna á blaða- mannafundi nýlega, höfðu þeir átt í fimm vikna viðræbum við þar sem hann lýsir ferðum sínum um heiminn. Þar segir hann m.a. að hann hafi komið til Kína ásamt fööur sínum og frænda og meðal annars dvalist hjá mongólahöfð- ingjanum Kublai Khan í góðu yfir- læti, en mongólar réðu þá ríkjum í Kína. Einnig telja margir að hann hafi kennt Itölum að búa til bæöi núblur og ís, að kínverskri fyrir- mynd. Frances Wood telur að hann hafi haft þekkingu sína á Kína og kín- verskum lífsháttum frá arabískum ferðamönnum eða ferðabókum og kortum frá Persíu, en sjálfur hafi hann aldrei komist lengra en til Persíu. Það breytir því þó raunar ekki að það var Markó Póló sem færöi Evrópubúum fyrstu upplýs- ingar um Kína, lýsingar á kínversk- Kapalsjónvarpib CNN og Time Warner sam- einast. Stœrri samruni en í tilfelli Disney- samsteypunnar og ABC-sjónvarpsstöbv- arinnar. þriöja megingerandann í mál- inu, John Malone, en hann er aöaleigandi kapalfyrirtækisins Tele-Communications Inc. (Fjarskipti h/f). Þab fyrirtæki á hluta í CNN og því þurfti sam- þykki Malones. En það em fleiri hindranir í veginum, t.d. hótar nú símafyrirtækið U.S. West málsókn til aö stöðva fyrirhug- aban samruna, en fyrirtækið var um borgum, stjórnháttum, trúar- siöum og framleiðsluvömm. Og framlag hans til þekkingarsögu Evrópu var því tvímælalaust hib merkasta. En hvab meö núölurnar og ísinn? Vitað er að ítalir kynntust spaghettíi og öðmm pastavörum árið 827, 400 ámm áður en Markó Póló fæddist, og það vom Arabar sem kenndu þeim að búa til þenn- an dæmigeröa ítalska mat eftir að þeir hertóku Sikiley. Og svo viröist sem Arabar hafi líka kennt Kínverj- um þessa matargerö, að sögn Woods. Á hinn bóginn er vitað að Kínverjar kunnu aö búa til ís allt frá 9. öld, en þab em engar heim- ildir um að sú kunnátta hafi verið fýrir hendi í Evrópu fyrr en á 17. öld. ■ á árum áður hluthafi í Time Warner. Þá þurfa allir hluthafar, bæði CNN og TimeWarner, að samþykkja samninginn, en ekki er talið víst að eigandi stærsta hlutar Time Warner, Seagram Inc. með Edgar Bronfman í broddi fylkingar, leggi blessun sína yfir fléttuna, þar sem hon- um líkar víst ekkert allt of vel við framkvæmdastjóra Time Warner, Gerald Levine. Og ef þessi samruni verður að veru- leika, fá þessir menn mikil völd á toppi nýja fyrirtækisins og þar gæti auðveldlega soðið upp úr, því þegar upp er staðið snýst þetta allt að sjálfsögðu um mik- il völd og geysileg áhrif. En það er þegar ljóst að þessi samruni verður ekíd eins einfaldur og kaup Michaels Eisner hjá Disn- ey á ABC- fjölmiðlafyrirtækinu fyrr á þessu ári. Gull og grænir skógar, ef af veröur En ef allt smellur saman, þá verbur hér risi á feröinni, því talið er að tekjur nýja fyrirtækis- ins geti numið allt að 1300- 1400 milljöröum íslenskra króna á ársgrundvelli! Það, sem er í pakkanum, er þetta: Á sviði kvikmyndagerðar: Time Warner kvikmynda- og sjónvarpsverin (sem m.a. fram- leiddu Batman-myndirnar). All- ar teiknimyndir frá Warner síð- an 1948. Frá Turner kæmu Castle Rock (m.a. Seinfeld-þætt- irnir) og New Line Cinema kvik- myndafyrirtækin, allar kvik- myndir sem MGM/United Art- ists framleiddu, teiknimyndir frá Hanna-Barbera og allar teiknimyndir Warner fyrir 1948. Sjónvarp: Frá Time Warner kæmu nokkur fyrirtæki, sem samtals þjóna 11,5 milljónum amerískra heimila, og frá Turner kæmi CNN eins og það leggur sig, Turner Network Television (TNT), Cartoon Network (teiknimyndir) og Turner Class- ic Movies (sígildar myndir). Blaðaútgáfa: Frá Time Warner kæmu að sjálfsögðu Time, Pe- ople, Money og Sports Illustrat- ed, Warner-bókaútgáfan og bókaklúbbur Warner. Frá Turn- er kæmi bókaútgáfan Turner Books. Hljómplötuútgáfa: Time Warner- fyrirtækiö á fimmtán fyrirtæki sem gefa út hljómplöt- ur. Þau fylgja öll með pakkan- um og er m.a. um að ræba Warner Records, Atlantic og Electra. Annað: Nokkrir skemmtigarð- ar og allar búðir Warner, sem selja vörur fyrirtækisins: hljóm- plöturnar, bækurnar, mynd- böndin og fleira. Frá Turner kæmu Atlanta Braves hafna- boltaliðið, Atlanta Hawks körfu- boltalibið, heimsmeistara- keppnin í fjölbragðaglímu (wrestling) og flugvallasjónvarp CNN (Airport Network). Af þessari upptalningu sést að umsvif þessa nýja fyrirtækis, ef af samruna verður, yrðu gífur- leg og tök þess á fjölmiblamark- aönum yrðu mikil. í framhaldi af því má velta upp þeirri spurn- ingu, hvort úm raunverulega samkeppni væri þá lengur að ræba á bandarískum fjölmiðla- markaði. Staðan gæti með þessu breyst í fákeppni og þessi stór- fyrirtæki myndu hreinlega skipta markaðnum á milli sín. En þetta mun væntanlega allt skýrast á næstunni. Byggt á Newsweek Fór Markó Póló aldrei til Kína?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.