Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. nóvember 1995 ffÍMIÍIWt 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Javier Solana, utanríkisráöherra Spánar: Næsti framkvæmdastjóri Nató? Madrid — Reuter Spánverjinn Javier Solana, sem nú hefur stigið fram á sjón- arsvið alþjóðastjórnmála sem hugsanlegur málamiðlunar- kandídat í embætti aðalfram- kvæmdastjóra Nató, er bæði virtur stjórnmálamaður heima fyrir og hefur átt góð vináttu- tengsl við suma af helstu rába- mönnum Bandaríkjanna, svo sem Warren Christopher utan- ríkisráðherra og jafnvel Bill Clinton forseta sjálfan. Solana tók við utanríkisráö- herraembætti Spánar fyrir þrem árum. Hann hefur verið náinn samstarfsmaður Gonzalesar for- sætisráðherra til fjölda ára og hefur verið nefndur til sögunn- ar sem hugsanlegur eftirmaður hans í forsætisráðherraembætt- ið ef Gonzales ákveður að gefa ekki kost á sér fyrir kosningarn- ar í marsmánuði nk. Hann er fæddur 14. júlí árið 1944, eðlisfræðingur ab mennt, með doktorspróf frá háskólan- um í Madrid, en hélt síðan til Bandaríkjanna árið 1966 sem styrkþegi Fulbright stofnunar- innar. Eftir nokkurra ára dvöl þar sneri hann aftur til Spánar, þar sem hann kenndi við há- skólann og sendi m.a. frá sér fjöldann allan af bókum um eðlisfræði ábur en hann sneri sér alfarið að stjórnmálum. Árið javier Solana stendur hér á milli Felipe Conzales, forsætisráöherra Spánar, og Willys Claes, fráfarandi leiötoga Nató. 1970 gekk hann í Sósíaldemó- krataflokkinn, fimm árum áður en einræðisherrann Francisco Franco lést, og hann hefur verib í öllum ríkisstjórnum Sósíal- demókrata frá því flokkurinn komst til valda árið 1982. Þá strax var hann settur í embætti menningarmálaráðherra. 1985 varð hann talsmaður ríkis- stjórnarinnar, sem er ígildi ráð- herraembættis, og 1988 varð hann menntamálaráðherra. 1992 tók hann svo við embætti utanríkisráöherra eftir að hinn gamalreyndi Francisco Fernand- ez Ordonez varð að láta af störf- um vegna veikinda. Sumir stjórnmálamenn á Spáni hafa verið þekktir fyrir þab að eiga erfitt með að koma Forsetakosningar í Alsír í dag: Bebib milli ótta vonar og Algeirsborg — Reuter Fjöldi Alsírbúa sagöist í gær vera oröinn dauðþreyttur á ofbeldinu sem ríkt hefur í landinu undanfar- ið, og benti þaö til þess ab margir myndu mæta á kjörstað í dag þrátt fyrir ab íslamskir bókstafstrúar- menn hafi hvatt fólk til að sitja heima. Margir létu í ljósi vonir sínar um að kosningarnar gætu orðið fyrsta skrefið í áttina til þess ab stríbs- ástandinu sem ríkt hefur í landinu undanfarin fjögur ár ljúki, en allt að 50.000 manns hafa látiö lífið í átökunum, sem upphófust fljót- lega eftir að þingkosningum í landinu árið 1992 var aflýst þegar í ljós kom að íslamskir bókstafstrú- armenn myndu ná vinna mikinn sigur í þeim. „Ég vona aö kosningarnar leiöi til breytinga: Breytinga á stöbu ör- yggismála, sem þýöir endalok hryðjuverkanna, ekki síður en breytinga á stöðu félags- og efna- hagsmála," sagði leigubílstjóri í Algeirsborg. „Viö höfum fengið meira en nóg af ofbeldinu." Stjórnvöld vonast til þess aö kosningaþátttaka verði góð, og það veiti þeim stuðning í baráttu sinni gegn bókstafstrúarmönnum. Þau vonast einnig til þess aö nú- verandi forseti, Lamine Zeroual sem komst til valda áriö 1994 með stuöningi hersins, vinni sigur. Þrír frambjóöendur aö auki eru í kjöri: Mahfoud Nanhan, sem er leiðtogi Hamas, löglegs flokks ís- lamskra bókstafstrúarmanna; Said Saadi, sem er harður andstæðing- ur bókstafstrúarmanna; og Nour- eddine Boukrouh, sem hófsamur íslamskur menntamaður. Frelsisfylking Islams (FIS), sem er í útlegö, hefur ásamt helstu stjórnarandstöðuhópum landsins eindregiö hvatt til þess að almenn- ingur hunsi kosningarnar og skor- ar á stjórnvöld aö hefja viöræður til að finna lausn á vandanum sem haldiö hefur landinu í helgreipum undanfarin fjögur ár. sér beint að efninu og glata sér í málskrúði og fagurgala, en Sol- ana er talinn vera algjör and- stæba slíkra manna. „Ég hef ver- ið á fundum meb honum þar sem augljóst er að hann mætir til Ieiks með fullbúna málefna- skrá í höfðinu. Hann vindur sér beint í málin: búmm, búmm, búmm — þetta er þab sem við þurfum að taka fyrir," segir einn embættismaðurinn. Þrátt fyrir að Solana sé einn af þungavigtarmönnum flokksins hefur hann oft átt í deilum vib hreinstefnumenn í flokknum, en þar fer í fararbroddi varafor- maðurinn, Alfonso Guerra. Sol- ana er því fylgjandi að að velja megi fjölbreyttan hóp fólks með ólíkar skoðanir til forystu í flokknum, á meðan „Guerrist- arnir" svonefndu vilja halda sig við skoöanabræður sína úr röö- um hefðbundinna sósíalista. í sömu vikunni og hann tók vib utanríkisráðuneytinu var honum varpað beint inn á leið- togafund Evrópusambandsins, og síðan má segja ab hann hafi hvorki getað litið upp né horft til baka. Hann var í forystu fyrir Spáni á fundi Spánar, Portúgals og Bandaríkjanna árið 1992, mótaði stefnu Spánverja í mál- efnum Bosníu og var í forsvari þeirra í allnokkrum fiskveiði- deilum, auk þess sem hann hef- ur boriö hitann og þungann af forsætistíma Spánar í Evrópu- sambandinu. ■ MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Rannsóknastofa Evrópu í sameinda- líffræöi — Styrkir til doktorsnáms A hverju ári eru veittir um 20 styrkir til doktorsnáms á ýmsum sviðum sameindalíffræbi við EMBL (European Molecular Biology Laboratory) í Heidelberg. Styrkirnir eru veittir til 3 1/2 árs. Nánari upplýsingar, umsóknareyðu- blöð og kynningarbæklingar fást hjá Dean of Graduate Studies, EMBL, Postfach 10.2209, D-69012 Heidelberg, Þýskalandi, bréfasími: 00 49 6221 387555, tölvupóst- fang: Clay@embl-heidelberg.de, veffang: http://www. embl-heidelberg.de/Externallnfo/PhdProgramme/PhD 1aacontents.html. Umsóknarfrestur rennur út 15. janúar ár hvert og er styrkj- um úthlutaö þremur mánuðum síðar. Miðað er við ab styrkþegar hefji nám eigi siðar en 1. október. Menntamálaráðuneytið, 15. nóvember. r BLAÐBERA VANTAR á AKUREYRI í mibbæ og á Eyrina Upplýsingar í síma 462-7494 Frá Kaupfélagi Borgfirðinga: Hin mögnuðu vikutilboð félagsins birtast alltaf á baksíðu Pésans. IIIISM*. Þau gilda í eina viku, nema birgðir þrjóti fyrr. * Ibúum höfuðborgarsvæðisins bendum við á áætlunarferðir Sæmundar frá Umferðarmiðstöðinni. Hangiframpartur sagaður Saltkjöt 359.*, 349,r,, Kjúk/ingar 499,r, Cirkel kaffi 299,^ Ha ndryksuga 1.495,- Jogginggalli barna Vöruhús KB Borgarnesi MSgrautar Hreinn 125.& appelsínusafi Kryddbrauð 99 - Sængurverasett QQQ 890,- ptfr Ulpa ' “ m. fTeece-peysu _ . . Tertudiskur $$90,~ 399,- M VikutilboÖ Vöruhúss KB birtast hér í hverri viku. Pau ffl'/da í eina vilcu frá n.k. fimmtudagsmorgni- eða meðan birgðir endast. ngaam pfko,- 1.900,- Ke rtaskál I9,- «7,1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.