Tíminn - 28.12.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 28.12.1995, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 28. desember 1995 Siwfiiif STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Búsetuþróunin — nýjar aðstæöur Tölur Hagstofunnar yfir íbúafjölda á íslandi hafa vakið athygli. Þær einkennast af þrennu: Fólks- fjölgun á íslandi er ekki eins mikil og áöur, fleiri hafa flutt úr landi en hingað hafa komið, og enn fjölgar á höfuðborgarsvæðinu en fækkar víðast hvar úti á landi. Flutningar fólks frá landsbyggðinni á höfuð- borgarsvæðið ættu aö vera sérstakt umhugsunar- efni nú, þar sem margt bendir til að nú fari fjár- festingar og framkvæmdir vaxandi á suðvestur- horni landsins. Það verður að huga sérstaklega að áhrifum þess á byggðaþróun. Hitt vekur einnig at- hygli að ekki er alls staðar fylgni með atvinnu- ástandi og mannfjöldaþróun. Dæmi eru þess að fólki fækki á stöðum þar sem næga atvinnu er að hafa og starfandi eru öflug fyrirtæki í sjávarútvegi. Þetta styður þær kenningar að það er miklu fleira en atvinnuástandið sem ræður búsetunni. Þar er ekki síst um að ræða þjónustustig og möguleika á öðrum sviðum, til dæmis menntunarmöguleika og fjölbreyttara atvinnuframboð. Það er fulivíst að viðspyrna landsbyggðarinnar felst ekki sjst í byggðarlögum úti á landi, sem eru þess umkomin að bjóða meiri fjölbreytni í atvinnu og þjónustu. Staðreynd er að fólk hefur flutt í verulegum mæli til útlanda í leit að atvinnu og betri kjörum, og flestir hafa staðnæmst á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku. Þetta ætti að vera ærið um- hugsunarefni fyrir forustumenn hér heima, bæði í stjórnmálum, verkalýðshreyfingu og samtökum vinnuveitenda. Upp úr umræðunni um fólksflutn- ingana stendur að vinnutími sé styttri á Norður- löndunum og fólk beri meira úr býtum. Þá vaknar spurningin hvernig slíkt megi verða. Tölur sýna að framleiðni fyrirtækja er mjög lág hérlendis. Veldur þar um annað skipulag vinnutíma og launa held- ur en gerist erlendis, eða er stjórnun ábótavant? Allir aðilar sem málið varðar eiga að taka þá fólksflutninga, sem nú eiga sér stað, alvarlega og leita leiða til þess að laga skipulag mála hérlendis að því sem gerist á Norðurlöndum. Það er ögrandi verkefni, en nauðsynlegt. Líklegt er að lönd á borð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, svo að dæmi séu nefnd, njóti að einhverju leyti hagkvæmni þess að vera margfalt fjölmennari en ísland, því að það er kostnaðarsamt að halda uppi flóknu nútímasam- félagi í fámenni. Því meiri nauðsyn er það að leita hagkvæmni í rekstri á sem flestum sviðum hér- lendis. Náist ekki það takmark, vinnst ekki sam- keppnin við hinar velstæðu nágrannaþjóðir um lífskjörin, og fólkið heldur áfram að streyma úr landi og nýta sér hinn sameiginlega innri markað Norðurlanda, sem felur í sér mikilvæg réttindi fyr- ir íslendinga sem aðra íbúa á Norðurlöndum. Allir eigi a.m.k. eina Lödu Vinsæl jólasaga í Reykjavík um þessar mundir, sem mun vera sönn, segir frá barni sem er aö segja foreldrum sínum frá Jesúbarninu og þeim bág- bornu og íburö- arlitlu aðstæöum sem þaö fæddist við. Barnið mun hafa sagt: „Vitib þib ab Jesúbarnið var svo rosalega fátækt ab það fæddist í Lödu!" Þetta er auövitað bráðsniðug saga og eflaust hefur þetta litla barn sent allt gamla dótið sitt í sér- stökum jóla- pakka til Sarajevó meb Peace 2000 og komist í sannkallað jólaskap, enda betra ab gefa þetta en að henda því. Sem betur fer býr mikill fjöldi ís- lenskra barna vib þær aöstæbur aö hafa nóg til allra sinna þarfa, bæði hvað varðar mat, leikdót og annað. Hins vegar veldur það áhyggjum að hér á landi virðist vera að hreiðra um sig fátækt þar sem mörg hundruð manns, einstaklingar og fjöl- skyldur, sjá sér ekki annað fært en leita á náðir líknarstofnana til þess að gera sér kleift að halda jól. Eftirspurnin eftir aðstoð er mikil og allt sem í boði er er þegið með þökkum og færri fá en vilja. Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofnun kirkjunnar, Félagsmálastofnun og fleiri fá hundruð og þús- undir fyrirspurna frá fólki, sem á í stökustu vand- ræðum með að ná endum saman og nær þeim raunar engan veginn saman. Alls konar fólk í viðtali við DV í gær segir Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar: „Við gátum sinnt öllum sem til okkar leituðu — öryrkj- um, atvinnulausum, einstæðum mæðrum og fólki sem þarf ab lifa á þeim lág- markslaunum sem ætlast er til að fólk Iifi af. Þetta er breiður hópur. Þetta er fólk sem getur ekki gert sér dagamun yfir jólin." Þessi ástands- lýsing gefur ekki tilefni til margra húrrahrópa og augljóslega hefur okkur mistekist eitthvað í skipt- ingu gæðanna á íslandi. Og þó að þessi mistök séu kannski ekki nýjar fréttir, er það þó einhvern veginn þannig að jólahátíðin dregur fram þessar andstæður með skýrari hætti en þær ann- ars birtast. Standa verr en jesúbarnib Velferðarkerfið á íslandi stendur því frammi fyr- ir þeirri nöturlegu staðreynd að það eru fjölmarg- ir íslendingar sem eiga ekki einu sinni Lödu, ef svo vildi til aö þeir þyrftu að fæða jólabarn í skyndingu. Þúsundir landsmanna standa því enn verr að vígi en sjálft Jesúbarnið gerði í hugarheimi allsnægtabarnsins íslenska. Það hlýtur aö vera lágmarks markmið stjórn- valda að koma siðmenningu og velferð landsins upp á þaö stig, að allir geti átt svona eins og eina Lödu til að fæöast í. Garri ^JaeieÖÓ of miKiö í velferb- ...... til okkíU' er _al ------— GARRI Hver má selja hverjum hvað? Mikið var notalegt að versla þegar ekki voru til nema þrjár tegundir af sítróni og allar í eins flösk- um. Sykurinn var seldur í nýlenduvöruverslun- inni, skór i skóbúðinni og bækur hjá bóksalanum. Úrmakarinn seldi tímamæla og olían fékkst á bensínstöð- inni nema steinolía var seld i matvöru- verslunum. Eða svona var þetta eftir að sérhæfingin í versluninni hélt inn- reið sína með öllum sínum einokunartil- burðum, og skraddar- inn saumaði fötin. Svo hélt frelsið inn- reið sína og allt fór í rugl. Smokkasalan komin í bensínstöbvarnar og skartgripir í apótekin, hangi- kjöt í bókabúðir og tískufatnabur í námunda viö fiskborðin. Hvort allar þessar byltingar eru kaup- endum til hægöarauka eða ekki skiptir minnstu. En þeir sem alltaf eru að þjóna viðskiptavinunum rífast endalaust um hvernig hag neytenda verður best borgið og þeir vita auðvitaö alltaf betur en kúnninn hvernig hann vill hafa það. Bensín- og bókastríb Bókastríbib fyrir jólin hefur vafalaust orbib til góðs. Bækur snarlækkuöu í verði og útgefendur, bóksalar og sölumenn bóka sem ekki eru bókstal- ar hnakkrifust um hvernig á aö selja bækur og vissu allir betur og allir lækkuðu verðið og er von til að bókalagerarnir hafi minnkað nokkuö meira en ella. Höfundar á prósentum eru illir vegna þess að þeir hafa alla tíö misskilið bóksölu. Þeir halda jafnvel að bækur séu keyptar til ab lesa. En hver á aö fá ab selja hverjum hvab er enda- laust deiluefni kaupsýslumannanna. Olíusalar eru til aö mynda mjög mótfallnir því að matvöru- kaupmenn fái aö selja bensín og telja að það komi ökumönnum sérlega illa. Hvers vegna fær enginn aðrir en sérfræöingarnir skilið. En að gera bensín- stöðvar að matvöruverslunum og mjólkurbúðum er eins sjálfsagt og aö skósali sérhæfi sig í að selja úr og klukkur og ab hægt sé ab kaupa hrærivél hjá bólstraranum og gólfteppi i ritfangaverslun, Áratugum saman var deilt heiftarlega um hvort matvörukaupmönnum væri treystandi fyrir aö selja mjólk og skyr og mjólkurbúðir blómstruðu og einokuðu sölu á vísitölubrauðum og voru sort- irnar þrjár auk vínarbrauða og snúða. Vísitölu- brauðin voru til að hamla gegn verðbólgu auk þess að vera næring og verslunarvara. Frelsið Um margt er deilt í viðskiptaheiminum og eru nú marvöru- kaupmenn farnir aö færa sig upp á skaftið og vilja fá að selja bjór og brennivín í búöurn sínum og sækja það af álíka frekju og þegar þeir hremmdu mjólkursöluna hérna um áriö. Vafalítið munu olíufélögin blanda sér í þau mál og heimta að fá aö selja alkóhólið líka, eins og klámblöð og mjólkurmat. í fyrra var bóksala í landinu steindrepin með bókaskatti og þjóöin varð ólæs á svipstundu. Um þetta mátti lesa í blöðum og hlusta á í endalausum útvarps- fyrirlestrum. í ár var bóksalan steindrepin með því að lækka verð á bókum í smásölu og selja þær víðar en góðu hófi gegnir. Ótal vitnisburðir liggja fyrir um það. Hvaða grikkur bókinni verður gerður fyrir næstu jól má Óðinn vita, en karlinn var ólæs þótt hann væri upphaf alls skáldskapar. En mikið af jólabókaskáldskapnum virðist ekki frá honum kominn heldur fremur ortur fyrir hann, sem er blindur á öðru auga en ólæs á hinu. En þaö er önnur saga og kemur gjafabókaflóðinu ekki við. Vandamálin um hverjir mega selja hverjum hvab taka á sig síbreytilegar myndir og eru nú til dæmis fasteignasalar farnir að deila við löggilda fasteignasala um óviöurkvæmilega viöskiptahætti en ekki dettur nokkurri manneskju í hug að þrefa um hvorir séu heiðarlegri, bílasalar með próf eftir námskeib og bílasalar sem ekki nábu prófinu á námskeiðinu. En á meðan olíurisarnir dunda sér við smokka- sölu og matvörukaupmenn við bóksölu meðfram sjötíu og tveim tegundum af gosdrykkjum er verslunar- og valfrelsið í sæmilegu lagi. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.