Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. desember 1995 mmrr.— WWwflPl UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Svisslendingar í vandræðum með trúfrelsið Genf— Reuter 16 lík meðlima sértrúarsafnað- ar, sem fundust í Frakklandi í síðustu viku, hafa vakið upp miklar deilur og vangaveltur í Sviss um umburðarlyndi í trú- málum og efasemdir hafa jafn- vel vaknað um gildi þess að fullt og óskert trúfrelsi verði áfram tryggt í stjórnarskrá landsins. Frá því að stjórnarskrá sviss- neska sambandsríkisins var leidd í lög árið 1848 hefur trú- frelsi verið þar í hávegum haft, en í stjórnarskránni er skýrt kveðiö á um aö trúfrelsi megi ekki skerða með neinum hætti. í ljósi þess aö á 16. og 17 öld logaði allt í trúarbragðastyrjöld- um í Sviss er ekki að furða þótt Svisslendingar vilji halda fast í þetta ákvæði. Trúfrelsisákvæðið hefur tvímælalaust átt ríkan þátt í að tryggja frið og stöðug- leika í landinu. Eftir að líkin 16, sem öll eru af meðlimum Safnaðar sólarhofs- ins, fundust í frönsku ölpunum hefur farið af stað mikil umræöa í svissneskum fjölmiðlum um þetta ákvæði stjórnarskrárinnar: „Trúfrelsið, menningarleg rétt- indi sem áunnust eftir að óum- burðarlyndið hafði ráðiö ríkjum um aldir, bannar lagavaldinu að skipta sér af málefnum trúar- innar," segir í leiöara dagblaös- ins Nouveau Quotidien. „Enda þótt trúfrelsið sé ómetanlegt, er það engu að síður tvírætt. Það gefur trúarleiðtogum frjálsar hendur um aö þurrausa bæði heila og bankareikninga áhang- enda sinna." Söfnuður sólarhofsins komst í heimsfréttirnar í október árið 1994 þegar 48 meðlimir hans fundust látnir í tveim svissnesk- um þorpum, þar á meðal voru lík tveggja helstu leiðtoga trú- flokksins, Luc Jouret og Joseph Di Mambro. Einnig fundust skömmu síðar fimm lík í Kan- ada. Eins og þá eru líkin sem nú fundust þannig útleikin að ekki er hægt aö fullyrða svo óyggj- andi sé hvort um morð eða sjálfsmorð hafi verið að ræða. Þau voru illa brennd og mörg Róttcekir múslimar unnu frcekiiegan kosningasigur í Tyrklandi: Stefnt ab hægri samsteypustjórn Ankara — Reuter Eftir frækilegan kosningasigur tyrkneska Velferðarflokksins, sem er flokkur róttækra mús- lima, nú um helgina, hafa leið- togar hægri- og miðflokkanna tveggja ákveðið aö stefna að samsteypustjórn til þess að koma í veg fyrir að múslimar verði ráðandi í stjórn landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur, sem leggur áherslu á íslamstrú, nær góbum árangri í kosningum á þeim 72 árum sem Tyrkland nútímans hefur verið við lýði, en stjórn- völd þar hafa haft veraldleg málefni að leiðarljósi allt frá VINNIN LAUGA % GSTÖLUR RDAGINN 23.12.1995 ))(34) (19) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 8.139.930 2. piús5 í m~ 225.510 3. 4al5 109 10.700 4. 3al5 4.297 630 Heildarvinningsupphæð: 12.689.870 m BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR stofnun ríkisins árið 1923 þrátt fyrir að 99% landsmanna séu múslimar. „Markmiö okkar er ab stefna að stjórn sem er byggð á breið- um grunni," sagði Tansu Ciller forsætisráðherra, sem sagöi af sér í kjölfar kosningaúrslitanna, að loknum fundi með Mesut Yilmaz, leiðtoga Móburlands- flokksins, flokks íhaldsmanna, sem verið hefur í stjórnarand- stöðu. Velferöarflokkurinn hlaut 21,33% atkvæða í kosningun- um, sem fram fóru á aðfanga- dag, og er það fjórum sinnum meira en hann fékk í síöustu þingkosningum. Þar með hefur flokkurinn fengið 158 þingsæti, en alls sitja 550 þingmenn á tyrkneska þinginu. Móöur- landsflokkurinn hlaut 19,66% atkvæða og 132 þingsæti, en hægriflokkur Tansu Ciller, sem nefnist Hinn sanni vegur, hlaut 19,20% og 135 þingsæti. Samanlagt hafa Móðurlands- flokkurinn og Hinn sanni vegur því 267 þingsæti, sem nægir ekki til að mynda meirihluta- stjórn. Ef af stjórnarmyndun á að verða þurfa þeir því að fá til liðs vib sig annan tveggja vinstriflokka sem náðu á þing, en þab eru Vinstriflokkur lýð- ræðissinna sem hlaut 75 þing- sæti og Sósíaldemókratar sem hlutu 50 þingsæti. Myndun samsteypustjórnar hægriflokkanna hefur hingað til strandað á því að stirt hefur ver- ið á milli leiðtoganna, þeirra Tansu Ciller og Mesut Yilmaz. Síðast í september á þessu ári lauk stjórnarmyndunarviðræð- um þeirra meb því ab Yilmaz rauk í fússi út af fundi þeirra og sakaði hana um að sýna sér lít- ilsvirðingu. Kúrdar náðu að þessu sinni engum manni á þing, sem tví- mælalaust veröur ekki til þess að auðvelda það að lausn finnist á þeim vanda sem Kúrdar eiga við að glíma í Tyrklandi og er jafn- vel óttast að líkur aukist á að þeir grípi til ofbeldisaðgerða þar sem rödd þeirra mun ekki heyr- ast á þingi. Þjóöernissinnar náðu heldur ekki manni á þing. ■ •ýnlr nýtt (ileiukt lclkrlt I TJamarbíói efUr KrUtinn Óaarsdóttur fonýningGm. 4/1, Id. 20.00 fhraiýntng ffls. 5/1, Id. 20.00 2.ýa laa 6/1 kl. 20.30 - 3 sýn. sun. 7/1 kl. 20.30 miSoverfSkr.1000-1500 miöasalan cr opin frá kl. 18 sýningadaga miK=sssjii GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA með skotsárum. Svissnesk yfirvöld gerðu þó ekkert í því að banna trúflokk- inn eða koma á einhvern hátt í veg fyrir aö þeir meölimir hans sem eftir voru gætu lagt á ráðin um að senda fleiri meðlimi á vit eilífðarinnar. Lögreglan segist hafa vitað af því að söfnuðurinn starfaði áfram en hefði ekki get- að gert neitt því öll áreitni hefbi veriö talin misnotkun á valdi. Ásakanir í frönskum fjölmiðl- um um aðgerðarleysi sviss- neskra stjórnvalda hafa komið illa við svissneska embættis- menn. „Hvernig getum við komið í veg fyrir svona atburði án þess að hafa neina lagastoð?" spuröi Andre Piller, dómarinn sem stjórnaði rannsókninni á líkfundinum í þorpinu Cheiry. „Við getum ekki komiö í veg fyrir aö fólk hittist, fari eftir kennisetningum eða iöki trú sína." Engu ab síður er gert ráb fyrir því í stjórnarskránni aö hægt sé aö setja ákveðnar hömlur á trú- frelsið: trúariðkun verði að vera samræmanleg almennri reglu og góöu siðferði. En kantónurn- ar veröa sjálfar ab framfylgja eft- irliti meö því að eftir þessu sé fariö, sambandsstjórnin sjálf getur ekki bannað nein samtök nema hægt sé að sýna fram á aö þau ógni innra öryggi sam- bandsríkisins. Jacques Barillon, lögmaður í Genf sem hefur stofnaö sérstök samtök til þess að verja fórnar- lömb Safnaðar sólarhofsins, heldur því þó fram aö lögreglan hafi engu að síður getað gert eitthvað til þess að koma í veg fyrir harmleikinn í síöustu viku, og hún hefði tvímælalaust átt að gera það. Kona, sem missti fjóra ættingja sína í drápunum árið 1994, hafi Iagt fram kæru vegna morös, hvatningar til morbs og hvatningar til sjálfs- morðs. Það aö hún skuli hafa gert þab hafi verið næg ástæba fyrir yfirvöldin til þess ab grípa til aðgeröa gegn söfnuðinum. M,J3SK1PTAIV1ANNA 0G SPARISJÓÐA Lokun 2. janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar þriðjudaginn 2. janúar 1996. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1995 Samvinnunefnd banka og sparisjóða SÖLUHÆSTI HLUTABRÉFASJÓÐURINN Á ÍSLANDI Núna hafia yfir 900 aðilar um allt land keypt meira en 220 milljónir í Hlutabréfasjóðnum hf.... ... og aðeins 2 dagar til stefnu. HUJTÁBRÉFA SJÖÐORINN ÍORYSTA1 ijarmái.um: VÍB VERDBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili m3 Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Simi: 560-89Ö0, myndsendir: 560-8910. Hlutabréf í Hlutabréfasjódnum hf. eru seld hjá VÍB á Kirkjusandi, i ísíandsbanka um allt land, í afgreidslu Hlutabréfasjódsins hf. á Skóla- vörðustig 12 og öðrum fyrirtœkjum á verdbréfa- markaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.